Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kalk unnið úr jurtum
tryggir betri nýtingu
Akureyri, sími 462 1889.
Fæst m.a. í Nýkaupi og
í Árnesapóteki Selfossi.
www.islandia.is/~heilsuhorn
Konur þurfa kalk
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Enskuskóli á Suður-Englandi
Gist hjá enskum fjölskyldum,
unglingar 14-18 ára.
2-4 vikna ferðir, enska,
fótbolti - íþróttir.
Viðskiptaenska, 18 ára
og eldri, allt árið.
50 ára og eldri, 2 vikna ferðir,
gott verð, góður skóli.
Uppl. eftir kl. 17 í síma 862 6825
Jóna María.
STJÓRNARKJÖR
Eining-Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um menn í
stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið
2002-2003 að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu.
Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni, varaformanni,
ritara og gjaldkera ásamt 65 manns í trúnaðarráð, tveimur skoðunar-
mönnum reikninga og einum til vara eða tillögur um menn í
eitthvert, einhver eða öll stjórnarsætin, sem kjósa skal til. Hverjum
framboðslista eða tillögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 fullgildra
félagsmanna.
Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14,
Akureyri, eigi síðar en kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 17. apríl 2002.
Akureyri, 4. apríl 2002.
Stjórn Einingar-Iðju.
GLÓI Karl, sem er hreinræktaður
labradorhundur hefur mikla
ánægju af því að aðstoða við út-
burð á Morgunblaðinu í Ólafsfirði.
Einn af blaðberunum þar er
Þórdís Ellen Rögnvaldsdóttir og
hefur hún borið blaðið út til
áskrifenda í Ólafsfirði í rúm tvö
ár. Faðir hennar, Rögnvaldur
Jónsson, sem er sjómaður á frysti-
togara, ber gjarnan út blaðið fyr-
ir hana þegar hann er í landi og
nýtur þá aðstoðar Glóa Karls. Sá
verður alltaf jafn ánægður þegar
hann fær að fara með og skiptir
þá engu máli hvernig viðrar. Glói
Karl fær þó aðeins að vera með
eldri blöð þar sem hann hefur
ekki enn lært að setja blöðin inn
um bréfalúgurnar.
Glói Karl
aðstoðar við
blaðburðinn
Ólafsfjörður
STARFSEMI gæsluvalla á Akur-
eyri verður lokað næsta haust, eða
frá 1. september næstkomandi.
Þetta var samþykkt í bæjarstjórn í
síðasta mánuði, en fram kom að að-
sókn að gæsluvöllunum hefur verið
léleg í vetur.
Berglind Rafnsdóttir móðir á Ak-
ureyri hefur nú farið af stað með
undirskriftalista þar sem því er mót-
mælt að gæsluvöllunum verði lokað
og hyggst hún afhenda þá innan tíð-
ar. Hún bendir á að ekki séu öll börn
á aldrinum tveggja til sex ára á leik-
skóla og það sé mikið hjartansmál í
sínum huga að gæsluvöllur verði op-
inn í bænum. Hún segir það óskilj-
anlegt að í 15 þúsund manna bæj-
arfélagi skuli ekki vera hægt að hafa
opinn gæsluvöll. Hún segist vel
skilja að rekstur gæsluvallar sé dýr
og aðsókn yfir vetrartímann að jafn-
aði ekki mikil. Aftur á móti sé að-
sóknin ágæt yfir sumarmánuðina,
eða á þeim tíma sem börn á þessum
aldri séu hvað mest úti við að leik.
„Ég hyggst mótmæla þessu harð-
lega og mun reyna að vekja athygli
bæjarbúa á að verið er að loka völl-
unum til frambúðar,“ sagði Berglind.
1.800 börn á gæsluvöll
í fyrrasumar
Árið 1998 voru fjórir gæsluvellir
opnir í fimm mánuði, frá maí til sept-
emberloka og tveir til ársloka. Sam-
tals komu rúmlega 8.500 börn á vell-
ina á þeim tíma. Næsta ár á eftir
voru tveir vellir opnir allt árið og
tveir aðrir í fimm mánuði, frá vori
fram á haust, og var aðsóknin tæp-
lega 9.000 börn.
Árið 2000 komu um 6.300 börn á
gæsluvellina, en þá var einn völlur
opinn allt árið, annar frá janúar til
loka ágúst og sá þriðji var opinn í
þrjá mánuði yfir sumarið. Á síðasta
ári voru skráðar heimsóknir alls
tæplega 3.000, en þá var einn völlur
opinn allt árið og annar yfir sum-
armánuðina. Alls komu um 1.800
börn á gæsluvellina í fyrrasumar.
Gæsluvöllum verður
lokað næsta haust
SKÓLASKÁKMÓT Akureyrar
– einstaklingskeppni – hefst í
félagsheimili Skákfélags Akur-
eyrar í Íþróttahöllinni í dag,
þriðjudag, kl. 17. Keppninni er
skipt í tvo flokka, eldri flokk,
fyrir nemendur 8.–10. bekkjar
og yngri flokk, fyrir 1.–7. bekk.
Rétt til þátttöku eiga tveir
efstu keppendur í hvorum
flokki á skákmóti hvers grunn-
skóla. Tveir efstu keppendur í
báðum flokkum fá rétt til þátt-
töku á kjördæmismóti skóla-
skákar á Norðurlandi eystra,
sem fram fer á Húsavík 27. apr-
íl nk. Sýslumót í skólaskák fer
fram næstu daga í kjördæminu
og tveir efstu menn í báðum
flokkum vinna sér rétt til þátt-
töku á kjördæmismótið.
Skáksveit Lundarskóla sigr-
aði glæsilega í sveitakeppni
grunnskóla á Akureyri sem
fram fór nýlega og hlaut 11
vinninga af 12 mögulegum.
Brekkuskóli hafnaði í öðru sæti
og Síðuskóli í því þriðja. Lund-
arskóli vann sér rétt til þátt-
töku á Íslandsmóti grunnskóla í
Reykjavík um næstu helgi.
Skóla-
skákmót
Akureyr-
ar hefst
í dag
FJÖLMARGIR áhorfendur fylgd-
ust með keppni í svigi á Skíða-
móti Íslands í Böggvisstaðafjalli
við Dalvík á laugardag, í hreint
frábæru veðri. Á meðal áhorf-
enda voru tvær „gamlar“ skíða-
drottningar af höfuðborgarssvæð-
inu og sjást þær á myndinni
ásamt Kolbrúnu Ingólfsdóttur,
móður Dagnýjar Lindu Kristjáns-
dóttur og er ekki annað að sjá en
að þær skemmti sér bærilega.
Lengst t.v. er Jórunn Viggósdótt-
ir, margfaldur Íslandsmeistari í
alpagreinum og þátttakandi á
Vetrarólympíuleikunum 1976. Við
hlið hennar stendur Áslaug Sig-
urðardóttir sem einnig varð
margfaldur Íslandsmeistari upp
úr 1970 en Áslaug var m.a. að
fylgjast með dóttur sinni, Helgu
Björk Árnadóttur, einni fremstu
skíðakonu landsins í dag. Til
hægri er Kolbrún, móðir Dagnýj-
ar Lindu, sem fagnaði þreföldum
sigri á landsmótinu að þessu
sinni.
Fjölmargir
áhorfendur
á skíðalands-
mótinu
Morgunblaðið/Kristján
MÓTTÖKU fisk- og beinaúrgangs
var hætt um síðustu mánaðamót hjá
Krossanesi. Gámaþjónusta Norður-
lands sér um að safna úrganginum
saman frá fiskverkendum í Eyjafirði
og er hann nú losaður á sorphauga í
Glerárdal. Frá þessu var sagt í
Morgunblaðinu á laugardag, en fyr-
irsögn var ekki rétt, en þar sagði að
úrgangur frá Krossanesi færi á
haugana. Úrgangurinn er sem áður
sagði frá fiskverkendum í Eyjafiði,
en fram til síðustu mánaðamóta tók
Krossanes á móti honum og notaði í
mjöl. Það svarar nú ekki lengur
kostnaði þar sem magnið hefur
snarminnkað undanfarin misseri.
Úrgangur
ekki frá
Krossanesi
FJÖGUR félög, Norðlenska, Kald-
bakur, fjárfestingarfélag, Sparisjóð-
ur Svarfdæla og Sparisjóður Norð-
lendinga hafa komist að sam-
komulagi við hluthafa kjúklinga-
búsins Íslandsfugls í Dalvíkurbyggð
um að kaupa allt hlutafé í fyrirtæk-
inu, en öll þessi félög voru kröfuhaf-
ar í Íslandsfugli.
Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska, sagði að
næstu dagar yrðu notaðir til við-
ræðna við kröfuhafa og lánardrottna
um endurskipulagningu félagsins.
„Við ætlum okkur að skoða áreiðan-
leika þeirra gagna sem við höfum
undir höndum núna og í framhaldi af
því munum við reyna hvað við getum
að halda áfram því uppbyggingar-
starfi sem verið hefur hjá félaginu,“
sagði Sigmundur.
Hinir nýju eigendur ætla sér hálf-
an mánuð til að skoða fjárhagsstöðu
félagsins. „Vissulega getur þetta enn
brugðið til beggja vona, en við ætlum
okkur þennan tíma í að skoða málið
ofan í kjölinn,“ sagði Sigmundur.
Trú á að fyrirtækið eigi
tækifæri fyrir norðan
Íslandsfugl hóf starfsemi fyrir um
einu ári og er hún á þremur stöðum í
Dalvíkurbyggð. Varphús er á Ár-
skógsströnd, eldishús í landi Ytra-
Holts sunnan Dalvíkur og sláturhús
og kjötvinnustöð á Dalvík. Staða fé-
lagsins hefur verið erfið að undan-
förnu, en kaupin eru gerð með það
fyrir augum að tryggja áframhald-
andi rekstur félagsins þannig að ár-
angur sem þegar hefur náðst í upp-
byggingu þess glatist ekki. „Við
höfum trú á því að þetta sé gott fyr-
irtæki og öflugt og eigi tækifæri hér
fyrir norðan,“ sagði Sigmundur.
Um 40 manns starfa hjá Íslands-
fugli og er fyrirtækið einn stærsti at-
vinnurekandi í Dalvíkurbyggð. Það
var ekki síst í því ljósi sem kröfu-
höfum þótti mikilvægt að tryggja
áframhaldandi rekstur þess.
Stærstu kröfuhafar í Íslandsfugli kaupa allt hlutafé
Mikilvægt að tryggja
reksturinn áfram