Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 1
81. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 9. APRÍL 2002
ÍSRAELSK stjórnvöld tilkynntu
seint í gærkvöldi að þau hefðu ákveðið
að draga herlið sitt frá borgunum
Qalqiliya og Tulkarem á Vesturbakk-
anum. Fyrr um daginn hafði Ariel
Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
sagt að markmiðum hernaðaraðgerð-
anna á svæðum Palestínumanna hefði
enn ekki verið náð og því væri ekki
tímabært að kalla herinn heim.
Talið er að með ákvörðun sinni í
gærkvöld séu Ísraelar að bregðast við
ítrekuðum tilmælum ráðamanna í
Bandaríkjunum að þeir hætti tafar-
laust hernaðaraðgerðum sínum á
heimastjórnarsvæðum Palestínu-
manna. Bæði George W. Bush
Bandaríkjaforseti og Colin Powell ut-
anríkisráðherra höfðu fyrr um daginn
lagt áherslu á að Ísraelar yrðu undir-
eins að láta af sókn sinni, sem staðið
hefur í ellefu daga.
Powell sagði í gærkvöldi að ákvörð-
unin væri skref í rétta átt en þó ekki
fullnægjandi – draga þyrfti herinn að
fullu frá heimastjórnarsvæðunum.
Ekki hefur verið um mikla mót-
spyrnu að ræða af hálfu Palestínu-
manna í Qalqiliya og Tulkarem. Harð-
ir bardagar geisuðu hins vegar sem
fyrr í Nablus og Jenín í gær. Þá skutu
Hezbollah-skæruliðar í Líbanon flug-
skeytum yfir landamæri landsins að
Ísrael og svöruðu Ísraelar með því að
senda herþotur inn í Suður-Líbanon.
Sharon sagði í gærmorgun að Ísr-
aelar myndu ekki hætta aðgerðum
sínum fyrr en þeir væru búnir að upp-
ræta starfsemi palestínskra hryðju-
verkamanna. Hann sakaði Yasser
Arafat, leiðtoga Palestínumanna, enn
á ný um að hafa svikið loforð sín um
að ráða niðurlögum hryðjuverka-
manna en lýsti sig reiðubúinn til að
hitta að máli „hófsama“ arabíska
þjóðarleiðtoga til að ræða frið í lönd-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs.
„Ræða Ariels Sharons jafngildir
stríðsyfirlýsingu,“ sagði Nabil Sha-
ath, ráðherra í heimastjórn Palestínu-
manna. Hann spáði allsherjar árás
Ísraela á Gazasvæðinu ef Bandaríkja-
menn ekki stöðvuðu Sharon.
Powell gagnrýndur við
komuna til Marokkó
Powell mátti sætta sig við að verða
skotspónn óánægðra í arabaheimin-
um þegar hann kom til Marókkó í
gær. Mohammed konungur kom þá á
framfæri gagnrýni vegna þess að
Powell skyldi ekki halda beinustu leið
til átakasvæðanna, í stað þess að
leggja lykkju á leið sína til að ræða
fyrst við ýmsa pólitíska ráðamenn.
Er Powell ekki væntanlegur til Ísr-
aels fyrr en á föstudag en fyrst ræðir
hann við Mohammed og Abdullah,
krónprins Sádí-Arabíu, í Marokkó.
Hann heldur síðan til Egyptalands til
viðræðna við Hosni Mubarak forseta
og þaðan til Spánar, þar sem hann
mun hitta fulltrúa ESB, Sameinuðu
þjóðanna og rússneskra stjórnvalda.
Síðast hefur Powell viðkomu í Jórd-
aníu, áður en hann fer til Ísraels.
Hefur þetta mikla ferðalag gefið
ýmsum í arabaheiminum tilefni til að
velta því fyrir sér hvort Bandaríkja-
menn vilji gefa Ísraelum nokkra daga
til að ná markmiðum sínum á svæðum
Palestínumanna, þrátt fyrir yfirlýs-
ingar þeirra um að hætta beri hern-
aðaraðgerðunum nú þegar.
Sharon segir
markmiðum
enn ekki náð
Ísraelar kalla her sinn frá tveimur
borgum á Vesturbakkanum
Reuters
Hópur Palestínumanna, sem haldið hafði uppi andspyrnu gegn Ísr-
aelum í bænum Nablus, gefur sig fram við ísraelska hermenn í gær.
Jerúsalem, Agadir í Marokkó. AFP.
Styrkur/25
ÞVÍ er spáð að árið 2050 muni
hlutfall þeirra sem eru 60 ára
og eldri mælast hærra en
fimmtungur af heildarfjölda
mannkyns. Þýðir þetta að um
miðja öldina verða þeir sem eru
60 ára og eldri fleiri en þeir sem
eru undir fimmtán ára aldri.
Þetta er meðal þess sem kom
fram í gær á setningarathöfn
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
um öldrun, sem fram fer í þess-
ari viku í Madríd á Spáni. Sagði
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, í ávarpi sínu að árið 2050
myndi fjöldi aldraðra hafa rok-
ið upp í tvo milljarða en í dag
eru um 600 milljónir manna 60
ára eða eldri. Sagði hann engan
vafa á að breytt aldurssamsetn-
ing mannkyns myndi reynast
þróunarlöndum þung í skauti.
Þetta er önnur ráðstefna SÞ
um öldrun, en sú fyrri var hald-
in í Austurríki árið 1982. Von-
ast er til að í Madríd takist að
ljúka gerð aðgerðaáætlunar um
það hvernig bregðast megi við
breyttri aldurssamsetningu
mannkyns.
Öldruðum
fjölgar
til muna
Madríd. AFP.
VERÐ á fati af hráolíu hækkaði um
einn dollara á mörkuðum í gær eftir
að Írakar tilkynntu að þeir hygðust
stöðva útflutning á olíu í þrjátíu daga í
því skyni að auka þrýsting á stjórn-
völd í Ísrael um að draga herlið sitt
frá svæðum Palestínumanna. Hugs-
anlegt er talið að aðgerðir Íraka valdi
því að olíuverð hækki um allt að fimm
dollara fatið ef ekkert hinna ríkjanna,
sem framleiða olíu, eykur umsvif sín
til að tryggja nægt framboð.
Þegar viðskipti hófust með hráolíu
á mörkuðum í London í gær rauk
verð á olíufatinu upp í 27,43 dollara en
hafði verið 25,99 dollarar við lokun á
föstudag. Er leið á daginn gekk hluti
hækkunarinnar til baka en var samt
27,02 dollarar í lok dags. Í New York
fór verð á olíufatinu í 26,55 dollara en
hafði verið 26,21 dollari.
Talið er að olíuútflutningur Íraka
nemi um 1,5 milljónum fata á dag.
Sagði Philip Oxley, sérfræðingur hjá
ABN Amro, að þetta væri ekki ýkja
mikið og að önnur olíuframleiðsluríki
gætu skjótt og auðveldlega mætt
tímabundnum skorti á framboði. Slá-
ist önnur olíuframleiðsluríki – t.d. Ír-
anir eða Líbýumenn – í lið með Írök-
um myndi það hins vegar hafa
alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Arabaríkin sameinuðust um það
árið 1973 að draga úr framboði á olíu á
erlendum mörkuðum og hafði það í
för með sér gífurlega hækkun á olíu-
verði og alþjóðlega efnahagskreppu.
Írakar stöðva
útflutning á hráolíu
Eins doll-
ara verð-
hækkun á
olíufatinu
London, Washington. AFP.
ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, til-
kynnti í gær að hann hefði fargað
„umtalsverðu“ magni vopna sinna.
Nefnd alþjóðlegra eftirlitsmanna,
sem lýtur forystu Kanadamannsins
John de Chastelain, staðfesti að af-
vopnun hefði átt sér stað og greindi
frá því að um hefði verið að ræða
byssur, sprengiefni og skotfæri.
Tilkynning IRA þykir styrkja frið-
arferlið á Norður-Írlandi og kemur
hún í aðdraganda þingkosninga á Ír-
landi. Er talið líklegt að ákvörðun
IRA nú sé til þess ætluð að styrkja
stöðu Sinn Féin, stjórnmálaarms
IRA, í kosningabaráttunni.
David Trimble, leiðtogi sam-
bandssinna og forsætisráðherra í
heimastjórn N-Íra, lýsti ánægju sinni
og hvatti öfgahópa sambandssinna nú
til að fara að fordæmi IRA.
Írski lýð-
veldisher-
inn fargar
vopnum
Belfast. AFP.
FRANSKT hárgreiðslufólk fór í kröfugöngu um götur
Parísar í gær en það vill sveigjanlegri vinnutíma og
minni skattheimtu. Til að leggja áherslu á mál sitt hafði
fólkið meðferðis vel greidd gínuhöfuð.
AP
Vilja sveigjanlegri vinnutíma