Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 51 Vortilboð Sími 525 3000 • www.husa.is á hekkklippum 8.695 kr. Rafmagnshekkklippur 12mm greinar 9.655 kr. 16mm greinar LANDSBYGGÐARRÁÐSTEFNA Sagnfræðingafélags Íslands og Fé- lags þjóðfræðinga á Íslandi í sam- vinnu við heimamenn verður haldin á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 13. apríl kl. 13.30 og sunnudaginn 14. apríl kl. 9.30. Það er Kirkjubæjar- stofa, fræðasetur á sviði náttúrufars, sögu og menningar, sem hefur veg og vanda að undirbúningi ráðstefnunnar af hálfu Skaftfellinga. Þema ráðstefnunnar, baráttan við náttúruöflin, verður skoðað frá ýms- um hliðum, fjallað verður um nátt- úruhamfarir, samgöngur og einangr- un, veðurfar og búsetuskilyrði, landnytjar og atvinnuhætti og fyrir- lesarar koma úr ýmsum fræðigrein- um. Jón Helgason formaður stjórnar Kirkjubæjarstofu setur ráðstefnuna. Erindi halda: Gísli Gunnarsson sagn- fræðingur, Helgi Björnsson jökla- fræðingur, Matthías Viðar Sæ- mundsson bókmenntafræðingur, Axel Kristinsson sagnfræðingur, Helgi Hauksson þjóðfræðingur, Þórður Tómasson þjóðháttafræðing- ur, Svavar Sigmundsson nafnfræð- ingur, Elín Erlingsdóttir land- fræðingur, Þröstur Sverrisson um- hverfissagnfræðingur, Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur og sálgrein- ir, Margaret Cormack miðaldafræð- ingur og Árni Daníel Júlíusson sagn- fræðingur. Eftirtaldir sjá um skráningu þátt- takenda: Davíð Ólafsson: david- ol@akademia.is og Rósa Þorsteins- dóttir: rosat@hi.is Rúta fer frá bílaplaninu á milli Nýja Garðs og Odda, laugardag kl. 8.30. Nánari upplýsingar á heimasíðu Sagnfræðingafélagsins: www.aka- demia.is/saga/radstefnur/klaust- ur.htm, segir í fréttatilkynningu. Baráttan við náttúruöflin Landsbyggðarráðstefna Sagnfræðinga- félagsins og Félags þjóðfræðinga RÓBERT Pajdak, Hafliði Eiríkur Guðmundsson og Örn Stefánsson, allir úr Ölduselsskóla, sigruðu í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti sem haldin var fyr- ir skömmu. Hátt í eitt hundrað grunnskólanemendur úr Breiðholti tóku þátt í keppninni að þessu sinni og komu verðlaunahafar úr öllum grunnskólunum 5 í hverfinu. Keppt var í þremur flokkum, flokki nemenda í 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk. Grunnskólanemendur í skólunum 5 sem eru í Breiðholti; Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hóla- brekkuskóla, Seljaskóla og Öldu- selsskóla, tóku þátt í keppninni sem fram fór fimmta árið í röð. Verðlaunaafhending fór fram viku síðar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem boðið var upp á veitingar. Verðlaunin sem 5 efstu fengu voru vasareiknivél frá Heim- ilistækjum auk þess sem þrír efstu fengu peningaverðlaun frá Ís- landsbanka. Keppandi í 1. sæti fékk 15.000 krónur, 2. sætið gaf 10.000 krónur og 3. sætið gaf 5.000 krónur. Allir fengu svo við- urkenningarskjal frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Heim- ilistæki, Íslandsbanki og allir grunnskólarnir 5 voru styrktarað- ilar keppninnar, segir í frétta- tilkynningu. Sigurvegarar í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskólans í Breiðholti komu úr öllum grunnskólunum í Breiðholti. Verðlaunahafar úr öllum grunnskólum í Breiðholti NÁMSKEIÐ verður hjá Endur- menntun HÍ um verkefni og rannsóknir á sviði lýðheilsu, fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. apríl kl. 9 – 16. Það er haldið í samstarfi við Félag um lýðheilsu sem stofnað var á liðnu ári. Aðalfyrirlesari námskeiðsins er Gordon Macdonald, vísinda- maður á þessu sviði sem hefur starfað sem ráðgjafi Alþjóða- bankans, Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar og Evrópu- sambandsins. Hann er jafnframt kennari við háskóla í Bretlandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Macdonald mun fjalla um stefnur og strauma í lýðheilsu undanfarin ár, skipulag verkefna og rannsóknir. Þá munu Diana Watkins og Geir Gunnlaugsson formaður Félags um lýðheilsu fjalla um heilsufar barna og hlut- verk heilsugæslunnar. Námskeiðið er ætlað öllum sem láta sig varða heilbrigði og velferð, innan heilbrigðisþjón- ustu og utan. Frekari upplýsingar um dag- skrá námskeiðsins eru á vefslóð- inni www.endurmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um lýðheilsu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Félaginu Ísland-Palesína sem samþykkt var á stjórnarfundi Félagsins Ísland- Palestína 2. apríl: „Í ljósi þess ógnarástands sem árásir Ísraelshers á íbúa hertek- inna svæða Palestínu hafa valdið og þar sem sýnt er að ríkisstjórn Ísraels hefur einsett sér að virða að vettugi alþjóðalög og ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gerir Félagið Ísland-Palestína þá kröfu til íslenskra stjórnvalda, að stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið, þar til Ísraelsstjórn sýnir í verki að hún sé reiðubúin að virða mannúðarlög og mann- réttindasáttmála, alþjóðalög og rétt.“ Stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið Rangur tónleikadagurRangt var farið með tónleikadag Símons H. Ívarssonar gítarleikara í Raufarhafnarkirkju í blaðinu á sunnudag. Rétt er að tónleikarnir verða á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. LEIÐRÉTT FYRIRLESTUR á vegum Mann- réttindaskrifstofu Íslands um sam- anburð á kynþáttafordómum gagn- vart innflytjendum og minnihluta- hópum í japönskum og breskum lögum verður haldinn miðvikudag- inn 10. apríl kl. 17 í Litlu-Brekku, einum sala veitingahússins Lækjar- brekku við Bankastræti. Fyrirlesari er ítalskur lögfræðing- ur, Hermann Salton, sem starfar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands með styrk frá Leonardo-áætlun Evrópu- sambandsins. Fyrirlesturinn byggist á ritgerð Hermanns til lokaprófs. Fyrirlesari mun svara fyrirspurn- um að erindinu loknu, segir í frétta- tilkynningu. Málstofa um kynþáttafordóma í Japan og Bretlandi UTANRÍKISRÁÐHERRAR NATO munu funda í Reykjavík dagana 13.–15. maí nk. Samtök herstöðvaandstæðinga efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um friðar- og afvopnunarmál föstudag- inn 10. og laugardaginn 11. maí á Hótel Loftleiðum. Á ráðstefnunni, sem ber enska heitið „A Peaceful Future? – Con- flict Management in the 21st Cent- ury“, munu mæta nokkrir erlendir fyrirlesarar. Þeir eru: Sara Flaunders aðstoðarframkvæmda- stjóri International Action Center (http://www.iacenter.org/), sem stýrt er af Ramsey Clark fyrrv. dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Á vegum samtakanna hefur Sara m.a. heimsótt Írak, Súdan, átaka- svæði í Ísrael og Júgóslavíu. Len- ore Foerstel stjórnandi Norður- Ameríkudeildar alþjóðasamtak- anna Women for Mutual Security og ritstjóri tengslanetsins PRIME (Progressive International Media Exchange). Anthony Simpson, út- gáfustjóri hjá Bertrand Russell- friðarstofnuninni í London, og sér m.a. um útgáfu málgagns hennar The Spokesman. Jan Öberg, fram- kvæmdastjóri TFF, (Transnational Foundation for Peace and Future Research, http://www.transnation- al.org). Ráðstefnugjöld eru 3.000 kr., en 1.500 fyrir skuldlausa félagsmenn í SHA, segir í fréttatilkynningu. Alþjóðleg ráð- stefna á vegum herstöðvarand- stæðinga MORGUBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Röskvu: „Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, samþykkti eft- irfarandi ályktun vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs: Röskva, samtök félagshyggjufólks við Há- skóla Íslands, fordæmir harðlega hernaðarofbeldi Ísraelsmanna gagnvart íbúum Palestínu og skor- ar á íslensk stjórnvöld að beita áhrifum sínum af fullu afli til þess að stöðva ofbeldið og stuðla að því að friður komist á hið fyrsta. Röskva lýsir yfir stuðningi við lýðræðislega kjörna fulltrúa Palest- ínu en fordæmir jafnframt hryðju- verkaárásir á ísraelska borgara. Það er skýlaus krafa að mannrétt- indaákvæði Genfarsáttmálans séu virt og að Ísraelsmenn hlíti sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna í hví- vetna, hverfi þegar í stað á brott með heri sína frá byggðum Palest- ínumanna og virði sjálfstæði Palest- ínu. Skipulögð ofbeldisverk ísraelska hersins gagnvart varnarlausu fólki eru komin á það stig að enginn get- ur lengur undan því vikist að taka afstöðu og mótmæla þeim stríðs- glæpum sem heimurinn verður nú vitni að.“ Fordæmir hernaðarofbeldi Ísraelsmanna EVRÓPURÚTAN verður í Ráðhús- inu fimmtudaginn 11. apríl. Reykvík- ingum og öðrum íbúum höfuðborg- arsvæðisins býðst að kynna sér möguleika Íslendinga í evrópsku samstarfi, en þá verður haldinn kynningarfundur um þau mál. Pétur Gunnarsson rithöfundur flytur er- indi. Í Evrópurútunni í Ráðhúsinu verða fulltrúar fimmtán áætlana og þjónustuskrifstofa sem vinna að evr- ópsku samstarfi. Landsskrifstofur Leonardó og Sókratesar kynna möguleika varðandi menntun og þjálfun á ýmsum stigum, Media og Menning 2000 kynna möguleika í tengslum við menningu og listir, Landsskrifstofa ungs fólks í Evrópu möguleika sem unga fólkinu standa til boða auk þess sem fulltrúar 6. rammaáætlunar ESB um rannsókn- ir og tækniþróun kynna þá fjöl- mörgu möguleika sem þar finnast og E-content upplýsingatækniáætlunin verður kynnt. Einnig munu þjón- ustuskrifstofur eins og EES vinnu- miðlun, MENNT – samstarfsvett- vangur atvinnulífs og skóla og Evrópumiðstöð náms- og starfsráð- gjafar kynna þjónustu sína. Skólar á öllum skólastigum, sí- menntunarmiðstöðvar, námskeiðs- haldarar, félagasamtök, stofnanir, vinnumiðlanir, náms- og starfsráð- gjafar, auk fyrirtækja í öllum geirum og allt áhugafólk um Evrópusam- starf er velkomið á fundinn og að- gangur er ókeypis, segir í fréttatil- kynningu. Evrópurútan í Ráðhúsinu NÝTT jóganámskeið fyrir konur sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð hefst þriðju- daginn16. apríl hjá Yoga Studio. Kennt er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 12 í fjórar vikur. Verð er kr. 9.900. Kennari á námskeiðinu er Arnhild- ur S. Magnúsdóttir. Kenndar verða léttar jógastöður sem hjálpa að byggja upp orku og ná líkamlegum styrk. Áhersla verður lögð á öndun í jógastöðunum auk þess sem kenndar verða nokkrar tegundir af öndunar- æfingum. Hver tími endar á slökun. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Skráning fer fram hjá Yoga Studio í síma og í gegnum tölvupóst yoga- @yogastudio.is, segir í fréttatilkynn- ingu. Nýtt jóganámskeið FUNDUR um mataræði verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl kl. 20 í húsnæði Krabbameinsfélags Ís- lands í Skógarhlíð 8, 4. hæð. Svava Engilbertsdóttir næringar- fræðingur á Landspítalanum flytur erindi um mataræði stómaþega á vegum Stómasamtaka Íslands. Kaffiveitingar og spjall að erindi loknu, segir í fréttatilkynningu. Fundur um mataræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.