Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 37
eftir sem áður hefur bilið milli ung- menna og yfirvalda ekki verið brúað með viðurkenndum og skiplögðum hætti. Stórt skref var reyndar stigið í janúar þegar Reykjavíkurráð ung- menna var stofnað að frumkvæði ÍTR og er áfangi í vinnu ungmenn- aráða hverfanna sem hófu störf síð- asta haust. Í Reykjavíkurráðinu eiga sæti fjórtán unglingar á aldr- inum 12-16 ára sem tilnefndir eru úr hverfaráðum ungmenna. Markmiðið er að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem yngri eru en 18 ára kleift að koma skoðunum sín- um á framfæri við viðeigandi aðila. Unglingarnir hafa fundað reglulega síðan í haust og fengið þjálfun í lýð- ræðislegum vinnubrögðum og segja má að starfið sé lífsleikni í reynd. Það er líka gleðilegt frá því að segja að stelpur hafa verið meirihluti þátt- takenda og er vonandi að starfið skili okkur öflugum stjórnmálakon- um og -körlum í framtíðinni. Viðeigandi aðilar eru hvattir til að stuðla að auknu unglingalýðræði þar sem tillit er tekið til sjónarmiða þeirra sem erfa landið. Með því væri ekki einungis verið að uppfylla ákvæði barnasáttmálans heldur ver- ið að virkja þá orku sem ungmenni ráða yfir og viðurkenna þau sem virka þátttakendur í samfélaginu. Höfundur er jafnréttisráðgjafi ÍTR. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 37 HINN 13. desem- ber 2001 gaf sam- gönguráðuneytið út skýrsluna Samgöngu- áætlun 2003–2014, til- laga stýrihóps. Talna- efni í skýrslunni olli mörgum furðu og áhyggjum og leiddi hún til nokkurra blaðaskrifa í byrjun febrúar sl. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að hlutur höfuborgarsvæðisins af vegafé til nýfram- kvæmda á fyrsta fjög- urra ára tímabili áætl- unarinnar verði 28,5% og haldist svipað frá 2007–2014. Í opnu bréfi undirritaðs til ráð- herrans í DV. 4. febrúar sl. var beðið um skýringar á vafasömu talnaefni um akstur á höfuðborg- arsvæðinu og utan þess, sem lagt er til grundvallar í skýrslunni (Samgönguáætlun 2003–2014 ...). Engar skýringar hafa borist. Leitað var til Vegagerðar rík- isins um skýringar á talnagrunn- inum en án árangurs. Hjá Vega- gerðinni fengust ekki heldur svör við því hverjar væru 20–50 arðsöm- ustu framkvæmdir í vegagerð á næstu árum. Því var borið við að stofnunin væri hætt að taka saman slíka lista! Í opnu bréfi til borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkur í Morgun- blaðinu 19. mars sl. eru þessir fulltrúar brýndir til að tryggja réttláta skiptingu vegafjár og gera þannig skyldu sína gagnvart kjós- endum í Reykjavík. Þar segir m.a.: „Á næstu dögum og vikum verð- ur tekin til afgreiðslu á Alþingi samgönguáætlun til næstu 12 ára, unnin á vegum samgönguráðuneyt- is. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að hlutur höfuðborgarsvæðisins í heildarfjárveitingum til nýfram- kvæmda verði aðeins 28,5% að meðaltali fyrstu 4 ár- in. Þegar litið er til þess, að á árunum frá og með 1995 til og með 2001 var þetta hlutfall á bilinu 21– 29%, má segja að fjár- veitingar til höfuð- borgarsvæðisins hjakki í sama fari. Þetta ástand er með öllu óviðunandi fyrir íbúa þessa svæðis, sem eru 62% allra Ís- lendinga. Þeir sem nota veg- ina, greiða viðhald þeirra og uppbygg- ingu í gegnum þungaskatt og bens- íngjald og því ætti hlutur höfuð- borgarsvæðisins að vera a.m.k. 62% af heildarfjárveitingum. Þess má geta að árleg fjárveiting til svæðisins skv. samgönguáætluninni fyrstu 4 árin er fyrirhuguð 1,7 milljarðar en væri 3,7 milljarðar að teknu eðlilegu tilliti til fólksfjölda.“ Ekki hefur orðið vart við við- brögð neins af 19 fulltrúum á Al- þingi né 15 fulltrúum í borgar- stjórn. Ráðherrann bregst hins vegar við skrifum Egils Helgason- ar um þetta mál með bréfi í Morg- unblaðinu þriðjudaginn 2. apríl sl. Þar lætur hann líta svo út að skýrslan góða frá 13. desember 2001 sé ekki til. Ráðherrann vill greinilega ekki láta taka sig alvar- lega og verður samstundis orðið við því af hálfu undirritaðs. Örn Sigurðsson Samgöngumál Ekki hefur orðið vart við viðbrögð neins af 19 fulltrúum á Alþingi, segir Örn Sig- urðsson, né 15 fulltrú- um í borgarstjórn. Höfundur er arkitekt og einn af talsmönnum stofnhóps Höfuðborg- arsamtakanna. Nokkur orð vegna skrifa Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra ÞEGAR þess var farið á leit við mig að ég leiddi lista sjálf- stæðismanna í Reykja- nesbæ, fannst mér ým- islegt annað geta verið framar á forgangslist- anum hvað verkefna- val varðar. Þegar ég kynnti mér möguleika Reykjanesbæjar til framtíðar og það sem þegar hefur verið gert, breyttist skoðun mín. Ég setti Reykjanesbæ langfremst á forgangs- listann. Þeir möguleikar sem ég sé í þessu nýja sveitarfélagi mínu og fjölskyldu minnar tengjast fallegum og hentugum landsvæðum til íbúa- og atvinnubyggðar. Þeir tengjast einnig besta aðbún- aði í grunnskólum sem ég hef kynnst á Íslandi. Mikill metnaður hefur verið lagður í einsetningu grunnskóla sem lauk fyrir tveimur árum. Heitur matur býðst öllum nemendum í hádegi, tónlistar- menntun fyrir yngstu aldurshópana er boðin inni í grunnskólunum, íþróttahús og gervigrasvellir eru við hvern skóla og verkgreinastofur eru vel búnar. Möguleikarnir varða mikil tæki- færi í atvinnumálum tengdum virkj- un orku á þessu mikla jarðhita- svæði, ákjósanlegum hafnarskil- yrðum m.a. í Helguvík og staðsetningu við al- þjóðaflugvöll sem veit- ir m.a. góð tækifæri í ferskfiskútflutningi og ferðaþjónustu á svæð- inu. Ég legg áherslu á að við verðum áfram stál- beitt í atvinnumálum en mýktin verður á réttum stöðum. Markmið okkar frambjóðenda á D-lista sjálfstæðismanna er að byggja hér afar fjöl- skylduvænt samfélag. Við setjum manngildið í öndvegi. Áhersla á forvarnir og fræðslu mun skipa rík- an sess í vinnu okkar. Af sama metnaði og aðbúnaður hefur verið gerður sá besti í grunnskólunum, munum við einbeita okkur með for- eldrum og starfsfólki skólanna að bættu innra starfi þeirra. Við mun- um tryggja að strax á næsta ári verði engir biðlistar á leikskólum og heilsdagsvist bjóðist öllum 2–5 ára börnum. Við teljum mjög brýnt að há- skóladeildir festi rætur í Reykja- nesbæ en fyrsti vísir að háskóla- námi er kominn með með fjarnámi Háskólans á Akureyri við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Fjöl- brautaskóli Suðurnesja skilar hæf- um nemendum út í samfélagið bæði í iðngreinum og bóknámi og sí- menntun hefur verið byggð upp af mikilli fagmennsku. Sú staðreynd að frá Reykjanestá að Hengli eru helstu svæði landsins til virkjunar jarðhita gefur sterkar vísbendingar um að háskóladeildir tengdar tækni og vísindum eigi að byggja rannsóknarstarfsemi sína á slíkum stað. Þennan þátt vantar nú inn í samfélagið. Að því munum við vinna. Öflugt íþrótta- og tómstunda- starf, góð heilbrigðisþjónusta og stuðningur við Fjölskyldu- og fé- lagsþjónustu Reykjanesbæjar eru einnig mikilvægir vegir að settu marki. Hér hefur fátt eitt verið nefnt af því sem mun gera það að verkum að víðar verður horft til Reykjanes- bæjar sem fyrirmyndarsveitar- félags. Hvar sem við búum eigum við væntanlega þann draum að sveitarfélag okkar sé fyrirmyndar- sveitarfélag að búa í. Reykjanesbær hefur þar ótvírætt mikla kosti, sem hann ýmist hefur nýtt eða hefur tök á að nýta, sé rétt staðið að uppbygg- ingu til framtíðar. Ég er svo heppinn að leiða mjög hæfan hóp frambjóðenda, karla og kvenna, með fjölþætta reynslu. Þessi hópur á það sameiginlegt að vera þekktur fyrir að færa orð í efndir. Sem leiðtogi á lista sjálf- stæðismanna fyrir næstu bæjar- stjórnarkosningar í Reykjanesbæ mun ég sjá til þess að þær metn- aðarfullu áætlanir sem við setjum nú fram verði efndar á næstu fjór- um árum, fáum við til þess stuðning. Áherslur Reykja- nesbæjar Árni Sigfússon Höfundur er leiðtogi D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 25. maí nk. Stjórnmál Ég er svo heppinn að leiða mjög hæfan hóp frambjóðenda, karla og kvenna, með fjölþætta reynslu, segir Árni Sig- fússon. Þessi hópur á það sameiginlegt að vera þekktur fyrir að færa orð í efndir. Símar: 515 1735 og 515 1731 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. er hafin. Kosi› er hjá s‡slumönnum og hreppstjórum um land allt. Í Reykjavík er kosi› í Skógarhlí› 6 virka daga kl. 9.30 – 15.30. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík Nokkur frábær fyrirtæki 1. Lítil heildverslun með hárskraut, töskur og ýmsar gjafavörur. Mörg mjög góð sambönd. 2. Ein stærsta innrömmun í borginni. Mikil listaverkasala. Spennandi fyrirtæki sem getur gefið góðar tekjur fyrir duglegt fólk. 3. Kaffi- og matstaður sem er opinn frá kl. 7 til 18. Lokað á sunnu- dögum. Tekur 50 manns í sæti. 4. Sjúkraþjálfunarstöð, ein sú elsta og þekktasta í borginni. Mikið af tækjum. Mikil viðskipti. Góð staðsetning. 5. Gistiheimili og veitingahús á Snæfellsnesi, mjög huggulegt og gott. Snæfellsnesið er fullt af túristum á sumrin. 6. Framleiðslufyrirtæki sem framleiðir úr trefjaplasti. Mikið af mót- um. Selja allt sjálfir. 7. Söluturn í Hafnarfirði sem er í eigin húsnæði sem einnig er til sölu. Góð velta. Einstaklega snyrtilegur staður. Selur allt sem slíkir staðir eiga að selja. 8. Glæsileg húsgagnaverslun í borginni. Flytur allt inn sjálf. Er með mjög góð sambönd við margar verksmiðjur í viðkomandi landi. Selst mjög ódýrt af sérstökum ástæðum. 9. Snyrtivörubúð í verslunarmiðstöð með naglaásetningu, förðun og námskeið. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         OLIVE LEAF EXTRACT Apótekin FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla M ik lu ó d ýr a ra FRÁ Talið gott fyir hálsbólgu kvef og flensu með gæðaöryggi Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.