Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 21 Viltu verða meistari? Námunni, Endurmenntun H.Í. Dunhaga 7, 107 Reykjavík. Föstudaginn 12. apríl kl.12.15 –13.30 Kynningarfundur um MBA nám í Háskóla Íslands Háskóli Íslands Vi›skipta- og hagfræ›ideild MBA námið í Háskóla Íslands er vandað og hagnýtt nám á meistarastigi sem hægt er að stunda með vinnu. Námið er ætlað einstaklingum sem þegar hafa lokið háskólanámi á einhverju sviði og vilja bæta við sig fjögurra missera markvissu námi sem skapar fleiri tækifæri til starfsframa. Að loknu MBA námi í Háskóla Íslands eru nemendur vel undir það búnir að taka að sér krefjandi stjórnunarstörf og axla ábyrgð í rekstri framsækinna fyrirtækja og stofnana. MBA námið skapar ný tækifæri og skilar þér þannig tvímælalaust ávinningi. Komdu á fundinn og kynntu þér námið. Kennarar og nemendur svara fyrirspurnum. Boðið verður upp á veitingar. Næsti hópur byrjar í september 2002. Umsóknarfrestur er til 2. maí nk. www.mba.is N O N N I O G M A N N I Y D D A • s ia .is DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra telur að íslensk fyrirtæki eigi að geta treyst því að þær breytingar sem orðið hafa á efnahagsstefnu stjórnvalda í Hanoi séu varanlegar og að nú sé rétti tíminn fyrir þau að koma sér fyrir á markaðnum í Víetnam og grípa tækifærin. Fyrstu opinberri heimsókn for- sætisráðherra Íslands til Víetnam lauk síðastliðinn laugardag en hún stóð yfir í fjóra daga. Forsætisráðherra segist telja að opinbera heimsóknin hafi verið þýðingarmikil út frá viðskipta- hagsmunum. „Víetnamar virðast vera á krossgötum. Þar er ríkari vilji en áður til að setja viðskipti í önd- vegi og þær aðferðir sem við höf- um nefnt markaðslausnir virðast vera að ná fótfestu, þrátt fyrir að þarna sé kommúnistastjórn. Mér fannst til dæmis ótrúlegt þegar fulltrúi Ho Chi Minh-borgar ræddi um hlutafélagavæðingu og síðar einkavæðingu borgarfyrirtækja og að stefnt væri að því að einka- væða helming fyrirtækjanna fyrir 2005.“ Davíð segir ljóst að lögð sé mik- il áhersla á viðskiptalífið. „Þeir hafa áður talað um að auka við- skipti við erlend fyrirtæki, veitt um það munnleg vilyrði en nú virðist sem þeir séu komin miklu lengra og vilji gefa viðskiptalífinu raunverulegt tækifæri.“ Í því sam- bandi getur hann þess að Íslend- ingar hafi verið að lækka tekju- skatt fyrirtækja niður í 18% en í Víetnam væri aðeins lagður 10% skattur á ný fyrirtæki. „Ég gat þess í kvöldverðinum með borg- arstjóra Ho Chi Minh-borgar að ekki hefði ég átt von á því í þessu landi að þeir væru lengra komnir en við á þessu sviði,“ segir for- sætisráðherra. Davíð telur að íslensk fyrirtæki geri þróuninni í Víetnam mest gagn með því að vera sem virk- astir á markaðnum. „Ég tel að markaðurinn muni springa út og þá þurfa menn að vera búnir að koma sér fyrir, eins og Marel er að gera núna, og grípa tækifærin þegar þau gefast. Tímasetning skiptir miklu máli í viðskiptum, eins og stjórnmálum. Ég held að núna sé rétti tíminn til að tengja sig við Víetnam.“ – Hver er tilfinning þín fyrir stjórnmálaástandinu, telur þú að breytingar séu í væntum? „Ég átta mig ekki á því hver af- staða fólks er til stjórnar komm- únista. Þeir virðast fara heldur mjúkum höndum um fólkið. Það er athyglisvert að í Víetnam er ekki sama persónudýrkun á for- ingjum, til dæmis aðalritara Kommúnistaflokks Víetnams, sem öllu ræður, og var í austantjalds- ríkjunum, nema að því leyti sem snýr að minningu hins látna leið- toga, Ho Chi Minh. Þá fannst mér merkilegt hversu óvíða maður sá áróðursplögg, svipuð þeim sem áberandi voru í kommúnistaríkjum. Og í Ho Chi Minh-borg er áberandi lítið um þetta.“ – Telur þú að breytingar í efna- hagsmálum og aukin erlend við- skipti muni einnig leiða til breyt- inga í stjórnmálum? „Það virðist vera áhætta sem þessir ráðamenn eru tilbúnir að taka. Sjálfsagt er verið að reyna að fara leið Kínverja, að skilja á milli pólitísks frjálsræðis og frjálsra viðskipta. Við höfum dæmi um slíkt úr sögunni. Þannig leyfði stjórn Francos á Spáni fyr- irtækjunum að starfa í markaðs- hagkerfi en pólitísk réttindi fólks voru hins vegar mjög naumt skömmtuð,“ segir Davíð Oddsson. Rétti tíminn til að tengjast Víetnam Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Forsætisráðherrahjónin, Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen, framan við heimili Ho Chi Minh í Hanoi, ásamt Ólafi Davíðssyni ráðuneytisstjóra, Ólafi Egilssyni sendiherra, forstöðumanni safnsins, leiðsögumanni og sendi- herra Víetnams á Norðurlöndum. Davíð segir að heimsóknin hafi verið þýðingarmikil út frá viðskiptahagsmunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.