Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 10

Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KÁRAHNJÚKAFRUMVARPIÐ svo- nefnda varð að lögum í gær eftir að Alþingi hafði samþykkt frumvarpið með 44 atkvæðum gegn níu. Tveir greiddu ekki atkvæði og átta voru fjarverandi. Þar með er Landsvirkjun heimilt að reisa og reka vatnsafls- virkjun í Fljótsdal með allt að 750 MW afli ásamt aðalorkuveitum og virkja til þess vatnsföllin Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal í tveimur áföngum. Kallast sú virkjun Kára- hnjúkavirkjun. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að frumvarpið sé flutt til að afla lagaheimilda fyrir Kárahnjúkavirkjun og stækkun Kröfluvirkjunar vegna stóriðjufram- kvæmda sem áformað er að ráðast í á næstu árum á Austurlandi. Er gert ráð fyrir því að lögin öðlist þegar gildi. Fjölmargir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sínum þegar greidd voru atkvæði um frumvarpið á Al- þingi í gær, en eins og fram hefur komið studdu allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins frumvarpið nema Katrín Fjeldsted; hún sat hjá við at- kvæðagreiðsluna, sem og allir þing- menn Framsóknarflokksins og allir þingmenn Samfylkingarinnar nema Þórunn Sveinbjarnardóttir og Rann- veig Guðmundsdóttir en þær greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Það gerðu einnig þingmenn Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs sem og Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins. Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sat hins vegar hjá. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í lokaat- kvæðagreiðslu um frumvarpið að með samþykkt Kárahnjúkafrumvarpsins væri merkum áfanga náð í virkjana- sögu Íslands. „Alþingi Íslendinga mun veita Landsvirkjun heimild til að virkja vatnsföllin Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal með byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem verður langstærsta raforkumannvirki þjóð- arinnar.“ Síðan sagði ráðherra: „Að baki samþykktar okkar býr vönduð vinna okkar hæfustu sérfræðinga um tæp- lega áratuga skeið sem liðið er frá því að þessi virkjunarkostur var fyrst op- inberlega kynntur. Frá þeim tíma hefur markvisst verið unnið að því að finna hagkvæmustu lausnir á gerð mannvirkisins og um leið leitað allra leiða til að draga úr óhjákvæmilegum umhverfisáhrifum þess. Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, sagði að samþykkt frumvarps- ins væri mikið framfaramál fyrir Austfirðinga og fyrir alla landsbyggð- inga. Þuríður Backman, þingmaður VG, sagði á hinn bóginn að með sam- þykkt frumvarpsins væri verið að heimila þau mestu óafturkræfu nátt- úruspjöll sem verða myndu í sögu landsins. Í sama streng tók Ögmund- ur Jónasson, samflokksmaður henn- ar. „Þá finnst mér óhugnanleg sú staðreynd að hér skuli senn vera kominn óútfylltur víxill – ekki til rík- isstjórnarinnar heldur til Framsókn- arflokksins...“ sagði hann. Gæfuspor stigið Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins af Austurlandi, sagði það trú Austfirðinga að sú orka sem fengist frá Kárahnjúkavirkjun ætti eftir að færa Austfirðingum hag- sæld. Bætti hún því við að með sam- þykkt Kárahnjúkafrumvarpsins væri verið að stíga gæfuspor. Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður VG, sagði hins vegar að í ljósi þess að ekki væri kominn kaupandi að orkunni gæfist svigrúm til að fresta því að gera frum- varpið að lögum. Bryndís Hlöðvers- dóttir, þingflokksformaður Samfylk- ingarinnar, minnti á að allir þingmenn Samfylkingarinnar, nema tveir, myndu greiða atkvæði með frumvarpinu m.a. í trausti þess að arðsemi framkvæmdarinnar stæðist og að land norðan Vatnajökuls verði verndað í kjölfar virkjunar með þjóð- garði. Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. að Kárahnjúkavirkjun myndi skapa möguleika fyrir uppbyggingu at- vinnulífs á Austurlandi. Síðan sagði hann: „Nauðsynlegt er að finna sem fyrst aðila sem eru tilbúnir að fjár- festa í iðnaðaruppbyggingu á Austur- landi þannig að Landsvirkjun geti ráðist í framkvæmdir við virkjunina.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sagðist styðja frumvarpið vegna þess að hann vildi styrkja at- vinnulíf Íslendinga og bætti við: „Vin- ir mínir í Vinstri grænum eru mér áttaviti...Þess vegna segi ég já.“ Hjálmar Árnason, þingmaður Fram- sóknarflokksins og for- maður iðnaðarnefndar þingsins, sagði að með samþykkt frumvarps- ins væri verið að leggja grunninn að áfram- haldandi uppbygingu velferðarkerfisins á Ís- landi en Jón Bjarnason, þingmaður VG, sagði að með samþykkt frumvarpsins væri ver- ið að ganga á auðlindir framtíðarinnar. „Við erum að ganga á rétt barna okkar ófæddra; komandi kynslóða. Við höfum engan rétti til þess.“ Forsendur fyrir virkjun brostnar Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra sagði að samþykkt frumvarps- ins væri fagnaðarefni og að um stórt mál væri að ræða fyrir Íslendinga. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, sagði hins vegar að þingmenn VG væru á móti því að sökkva náttúru- perlum í þágu „erlendra stóriðju sem er ekki einu sinni í sjónmáli í dag“. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, benti á að áhrif Kára- hnjúkavirkjunar væru óvenju lítil miðað við aðrar virkjarnar sem reist- ar hefðu verið hér á landi. „Það fara 40 ferkílómetrar gróins lands undir vatn vegna Kárahnjúkavirkjunar sem er 700 MW. Í Blönduvirkjun fóru 60 ferkílómetrar gróins lands undir vatn fyrir 150 MW virkjun,“ sagði hann. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði að Reyðaráls- verkefnið yrði gott fyrir Austurland og þjóðarhag og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra minnti á að virkj- unin hefði farið í gegnum ítarlegt um- hverfismat. Síðan sagði hún: „Það er ljóst að við munum í framtíðinni skoða þjóðgarðahugmyndir norðan Vatna- jökuls enda verður um stærstu ósnortnu víðernin í Vestur-Evrópu að ræða þrátt fyrir Kárahnjúkavirkjun.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagðist m.a. hafna frumvarp- inu vegna landsins og framtíðarinnar og að síðustu sagði Sverrir Her- mannsson, formaður Frjálslynda flokksins, að forsendur fyrir virkjun stórfljótanna væru brostnar. Vísaði hann þar til þess að Norsk Hydro gæti ekki staðið við tímaæatlanir Reyðarálsverkefnisins. Sagði hann því lögfestingu virkjunarheimildar fyrir Kárahnjúka vera sýndarleik ein- an. Iðnaðarráðherra eftir samþykkt lagaheimildar til virkjunar við Kárahnjúka Merkum áfanga náð í virkjanasögunni Morgunblaðið/Golli Í nógu var að snúast á Alþingi í gær en þá varð Kárahnjúkafrumvarpið svonefnda m.a. að lög- um. Hér ræðast við þau Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingarinnar. RÍKISSTJÓRNIN lagði síðdegis í gær fram á Alþingi frumvarp til laga um brottfall laga nr. 54/1974 um Þjóð- hagsstofnun. Í athugasemdum með frumvarpinu segir: „Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um hag- ræðingu í ríkisrekstri hefur að und- anförnu verið unnið að endurskipu- lagningu verkefna á sviði efna- hagsmála og hagskýrslugerðar. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar er að færa verkefni Þjóðhagsstofnunar til skyldra sviða í fjármálaráðuneyt- inu og Hagstofu Íslands og styrkja þau, en leggja stofnunina sem slíka niður. Er það tilgangur lagafrum- varps þessa að leita eftir nauðsynleg- um lagabreytingum í því skyni.“ Í ákvæði til bráðabirgða segir enn- fremur að með gildistöku frumvarps- ins skuli starfsmönnum Þjóðhags- stofnunar boðið annað starf hjá þeim stofnunum er taka við verkefnum Þjóðhagsstofnunar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, utanríkisráð- herra og starfandi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, greindi frá frumvarpinu í fyrirspurnartíma á Alþingi um miðjan dag í gær en þá hafði Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, spurt hann um þær fyrirætlanir að leggja niður Þjóðhagsstofnun. Spurði hún Halldór að því hvort samkomulag væri milli stjórnarflokkanna um þá ráðstöfun. Við þeim spurningum sagði Halldór: „Það er samkomulag á milli stjórn- arflokkanna um að leggja fram frum- varp um að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður hér á Alþingi síðar í dag,“ sagði hann og greindi frá því að verk- efnum stofnunarinnar yrði komið fyr- ir hjá öðrum stofnunum s.s. fjármála- ráðuneytinu og Hagstofu Íslands. „Það hefur líka tekist mjög gott sam- starf með Alþýðusambandi Íslands út af þessu máli, þannig að ASÍ getur tekið að sér aukið hlutverk á sviði efnahagsmála og aðilar vinnumark- aðarins, þ.e. samtök atvinnurekenda og samtök launafólks innan vébanda Alþýðusambands Íslands, styðja þessa breytingu og telja hana mik- ilvæga.“ Þegar Halldór hafði greint frá þessu kom Jóhanna aftur í pontu og sagði að fyrrgreindar upplýsingar hefðu valdið sér miklum vonbrigðum. „Mér finnst ekki nokkur einasta hag- ræðing í því að leggja niður þessa stofnun niður,“ sagði hún. Halldór Ásgrímsson tók aftur til máls og sagði það mikilvægt að frumvarpið yrði gert að lögum á yfirstandandi þingi. „Ég tel að það sé tiltölulega einfalt,“ sagði hann. „Þjóðhagsstofn- un er í ákveðinni upplausn í dag; starfsfólk stofnunarinnar hefur margt sagt upp og það þarf að koma þessum málum fyrir þannig að það verði hægt að halda áfram að vinna að þessu málum með eðlilegum hætti.“ Jóhanna Sigurðardóttir lýsti hins vegar yfir andstöðu við frumvarpið og sagði ekki hægt að ætlast til þess að þingið afgreiddi það á þeim dögum sem eftir væru af þessu löggjafar- þingi. Halldór bað þingmanninn hins vegar um að bíða með yfirlýsingar þar til hann hefði kynnt sér málið í nefnd en vænta mætti að margir um- sagnaraðilar yrðu kallaðir fyrir þegar málið yrði rætt í fastanefnd þingsins. Breytingar á sviði efnahagsmála Í athugasemdum með frumvarpinu segir að með bréfi dagsettu 30. apríl 2001 hafi forsætisráðherra kynnt fjármálaráðuneytinu, Hagstofunni, Seðlabanka Íslands, Þjóðhagsstofnun og starfsmannafélagi hennar þá fyr- irætlan sína að vinna að breyttri verkaskiptingu stofnana ríkisins á sviði efnahagsmála. „Um væri að ræða viðamikla endurskipulagningu sem einkum lyti að því að færa verk- efni Þjóðhagsstofnunar til annarra stofnana. Var óskað eftir tilnefning- um þeirra í samstarfshóp til að vinna að framgangi málsins,“ segir í at- hugasemdunum en formaður hópsins var skipaður Ólafur Davíðsson, ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Í athugasemdunum segir m.a. að á síðustu tíu til fimmtán árum hafi orð- ið þær breytingar á sviði efnahags- mála að nauðsynlegt væri að endur- skoða verkaskiptingu opinberra stofnana á þessu sviði. „Ein stofnun með margvísleg verkefni eins og Þjóðhagsstofnun sinnti þessu hlut- verki vel við þær aðstæður sem áður ríktu. Nú hafa aðrar stofnanir á þessu sviði, fjármálaráðuneytið, Seðlabanki og Hagstofa, eflst og tekið við nýjum verkefnum. Þær eru því vel í stakk búnar til að taka við helstu verkefn- um Þjóðhagsstofnunar og með því yrði verkaskipting opinberra stofn- ana á þessu sviði skýrari og til lengd- ar hagkvæmari en nú er.“ Síðan segir að við flutning verkefna frá Þjóðhagsstofnun sé í meginatrið- um miðað við að þau verkefni stofn- unarinnar sem lúta að opinberri hag- skýrslugerð verði færð til Hagstof- unnar en gerð efnahagsspáa og áætlana og efnahagsráðgjöf verði færð til efnahagsskrifstofu fjármála- ráðuneytis. „Slík verkaskipting er eðlileg og hefur um langt skeið tíðk- ast í flestum vestrænum ríkjum. Efnahagsspár stjórnvalda, m.a. í tengslum við fjárlagagerð, eru gerðar í fjármálaráðuneytum viðkomandi landa en hagstofur sinna gerð þjóð- hagsreikninga.“ Þá er m.a. tekið fram að Seðlabanki Íslands reki öfluga starfsemi um allt sem lúti að því að fylgjast með fram- vindu og horfum í efnahagsmálum og að með nýjum Seðlabankalögum, sem samþykkt voru á síðasta löggjafar- þingi, séu lagðar meiri kvaðir en áður á bankann um miðlun upplýsinga til stjórnvalda; jafnt ráðuneyta sem og Alþingis og almennings. „Almennt mat á stöðu og horfum í efnahagsmálum mun því í vaxandi mæli verða hluti af starfsemi þeirra stofnana hins opinbera, fjármála- ráðuneytis og Seðlabanka, sem ann- ast veigamikla þætti efnahagsmála og hagstjórnar. Eðlilegt er að ríkis- stjórn setji fram forsendur sínar og spár um þróun efnahagsmála beint við fjárlagagerðina og Seðlabankinn meti stöðuna á eigin forsendum. Þjóðhagsstofnun hefur því ekki leng- ur hlutverki að gegna í þessu sam- hengi og að óbreyttu skipulagi væri hætta á að verkaskipting yrði óljós og óhagkvæm.“ Reiknilíkön aðgengileg Í athugasemdunum segir jafn- framt að Þjóðhagsstofnun hafi unnið að ýmsum verkefnum fyrir einstök ráðuneyti, Alþingi og aðila vinnu- markaðarins, m.a. athuganir sem tengjast sjávarútvegsmálum, orku- og iðnaðarmálum, umhverfismálum og tryggingamálum. „Gert er ráð fyr- ir að athugunum af þessum toga verði framvegis sinnt af hlutaðeigandi ráðuneytum eða þau verði falin öðr- um stofnunum og einkaaðilum.“ Þá segir í athugasemdum að til þess að styrkja upplýsingamiðlun og efla fag- lega umræðu enn frekar sé stefnt að því að gera helstu reiknilíkön og gagnasöfn sem notuð eru við gerð þjóðhagsspár o.fl. öllum aðgengileg, t.d. á Netinu. „Að öllu samanlögðu verður því að telja að áfram verði vel séð fyrir þeim verkefnum og þeirri starfsemi sem Þjóðhagsstofnun hefur sinnt auk þess sem verkaskipting op- inberra stofnana á þessu sviði verður skýrari og til lengdar hagkvæmari en nú er.“ Frumvarp um að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður lagt fram á Alþingi í gær Stefnt að lagasetn- ingu á þessu þingi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.