Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 29

Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 29 Í FYRRAHAUST kom út hjá bókaútgáfunni Kain (dreifing Söder- ströms) í Helsingfors úrval ljóða Jóhanns Hjálmarssonar, Ishav- ets bränningar, í þýð- ingu Martins Enckells og Lárusar Más Björnssonar. Hefur bókinni verið vel tekið. Í Hufvudstadsbladet (18. október 2001), stærsta dagblaði sænskumælandi Finna, kallaði Arne Tofte- gaard Pedersen bókina menningarframtak í bókaútgáfu haustsins í Finnlandi, tími hafi ver- ið kominn til að endurnýja kynni við mikið norrænt skáld en tuttugu ár væru liðin síðan bók eftir Jóhann kom á sænsku, Landet vilar i egen dikt sem Rabén & Sjögren í Stokk- hólmi gaf út. Bror Rönnholm skrifar umsögn í Åbo Underrättelser (16. janúar sl.). Rönnholm skrifar um samfellda þró- un í skáldskap Jóhanns þrátt fyrir fjölbreytnina og segir að tónninn sé auðþekktur. Náttúran sé alls staðar nálæg, bæði sem umhverfi skáldsins og uppspretta skáldlegra mynda og í því sem kalla megi stöðu skáldsins. Íslenskar fornbókmenntir eru hluti af skáldskap Jóhanns, skrifar Rönnholm, oft samrunnar landslag- inu. Hann skrifar að bókin sé mjög athyglisverð og læsileg. Þessi mik- ilvæga norræna bók nái vonandi til lesenda utan Finnlands, hún ætti að vera sjálfsögð í sænskum bókabúð- um og bókasöfnum. Að mati Rönnholms er skáld- skapur Jóhanns dæmigerður klass- ískur módernismi og bera megi hann saman við finnsk skáld eins og Bo Carpelan og Solveig von Schoultz. Jóhann hafi stefnt að einföldun í skáldskap sínum, hann glími við flókna hluti í ljóðum sem virðast ein- föld og færi út og leysi upp landa- mæri. Einnig sé áber- andi á tímabili að skáldið efist um hlut- verk skáldskaparins og getu hans til að tjá hugsanir og tilfinn- ingar. Sérstaklega sé lögð áhersla á tilvist- arstefnu í úrvalinu. Jan-Erik Karlsson segir að bókin sé kröfuhörð í umsögn í Ny Tid (18. 12. 2001). Skáldið sé sér mjög vitandi um málið, text- ann sem slíkan og beiti vísunum og tilvitn- unum, einnig þver- sögnum. Skáldskap- urinn taki við þegar hinu röklega sleppi. Skáldið sé fulltrúi hámódernisma í norrænum skáldskap. Karlsson bendir á að náttúran verði oft eins konar birtingarmynd hins persónu- lega. Hlutverk tungumálsins, tengsl við aðra texta, sé einkennandi, einn- ig hið ósagða talar sínu máli, kemst til skila. Verðmætt úrval Bókin hefur einnig fengið umfjöll- un í Svíþjóð. Í Sydsvenska Dagblad- et (15.2. sl.) kallar skáldið og gagn- rýnandinn Lasse Söderberg bókina verðmætt úrval og hún verður hon- um m. a. tilefni til að rifja upp ís- lenskan nútímaskáldskap þar sem landið sjálft og sagan séu alltaf ná- læg. Arne Johnsson skrifar m.a. eft- irfarandi í Bibliotekstjänst í Lundi: Jóhann Hjálmarsson er eitt af helstu skáldum Íslendinga. Hann yrkir í Ishavets bränningar um hin ýmsu höf, Miðjarðarhafið, Atlantshafið og Íshafið, yrkisefnið er lífið og hinar stóru tilvistarspurningar sem minna á afl brimsins en einnig hið smáa í lífinu sem allt byggist á. Fornöld og nútími standa hlið við hlið, arfur og nútíma lífshættir, og auðga bókina með þeim hætti. Þýðendur hafa unn- ið verk sitt með ágætum. Vel tekið á Norðurlöndum Ljóðaúrval Jóhanns Hjálmarssonar Jóhann Hjálmarsson SÆNSKU vísnabræðurnir Hakan og Jan Rying halda tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 og á Súfistanum á Laugavegi annað kvöld kl. 20.30. Hakan (57 ára) og Jan (43 ára) eru hálfbræður og kynntust fyrir tilviljun í gegnum tónlistina fyrir nokkrum ár- um. Dagskrá þeirra er byggð á tónlist sænskra trúbadúra frá 19. öldinni eins og Evert Taube, Nils Ferlin, Olle Adolphson og Alf Hambe. Ástæða þess að bræðurnir halda tónleika hérlendis er sú að undan- farna mánuði hafa þeir tekið þátt í að undirbúa heimsókn hóps Svía til Ís- lands á vegum Biskops Arnö, sem er norræn fræðslu- og menningarstofn- un staðsett rétt hjá Uppsala í Svíþjóð. Aðgangur er ókeypis. Sænskir vísnabræður syngja ÞAÐ voru miklir hátíðisdagar, þegar Tónlistarfélagið í Reykjavík bauð styrktarfélögum sínum til tón- listarveislu og er þeim, er þessara fagnaða nutu, minnisstæðir margir tónleikar, sem fram færðir voru af heimssnillingum. Þessar heimsóknir höfðu mikil og hvetjandi áhrif og átti Tónlistarfélagið þátt í að byggja upp stóran hóp vandlátra áhugamanna um klassíska tónlist, er aftur studdi dyggilega vaxandi tónlistarmenntun, sem nú þykir hafa blómstrað með glæsilegum árangri íslensks tónlist- arfólks. Meðal þeirra er hér áttu hlut að máli var píanósnillingurinn Ann Schein, er fyrst kom til Íslands 1958, nítján ára og hélt nú, nærri hálfri öld síðar, tónleika í Salnum sl. sunnu- dagskvöld. Fyrsta viðfangsefnið var tilbrigða- verk eftir Beethoven, svo nefnd „Eroica“-tilbrigði, op. 35, sem er eitt af stærri tilbrigðaverkum meistar- ans, unnið yfir sama stef (reyndar tvö frekar en eitt) og lokakaflinn í 3. sin- fóníunni. Beethoven var sannarlega meistari tilbrigðaformsins og þar í liggur tækni hans í að skapa tónhug- mynd sífellt nýja umgerð, vinnuað- ferð sem í raun einkennir öll tónverk hans. Píanótilbrigðin og tilbrigðakafli 3. sinfóníunnar eru stórkostlegt dæmi um óþrotlega hugkvæmni meistarans. Ann Schein lék þetta yfirgrips- mikla píanóverk af öryggi, hvað tæknilega útfærslu varðar og mótaði tónhugmyndirnar af undraverðu næmi fyrir hendinga- skipan og blæbrigðum, og gæddi auk þess tón- listina því sem enginn kann í raun skil á, en á sér yfirheitið tilfinning, með þeim hætti, að stór- kostlegt var á að hlýða. Eitt þeirra tónskálda, er tókst að brjóta sér nýja leið, í umróti ný lið- innar aldar, var Béla Bartók og eftir hann lék Ann Schein píanósónötu frá 1926, erfitt verk, sem hún í raun endur- skapaði. Margir hafa skilgreint flytjendur sem túlkendur en ekki sem skapandi listamenn og er þessi aðgreining mjög líklega alröng, því hinn svonefndi túlkandi tónlistar- listamaður skapar í flutningi sínum lifandi gerð verksins og þannig er rétt að skilgreina leik Ann Schein, að hún endurskapaði gerð þessa sér- stæða verks eftir Bartók, með meist- aralegum tilþrifum, sérstaklega í upphafi fyrsta þáttar, að ekki sé und- anskilinn lokaþátturinn, er var hreint út sagt ævintýralega glæsilega flutt- ur. Lokaviðfangsefni tónleikanna var prelúdíusafn Chopins (1810–1849), op. 28, alls 24 smá og stór píanóverk í öllum tóntegundum, raðað eftir fjölda formerkja (fimmundarhringurinn) og sammarka skipan dúr- og moll-tón- tegunda en ekki í krómatískri skipan eins og hjá J.S. Bach. Þessi snilld- arverk voru sum hver frábærlega vel flutt og til að nefna dæmi, var hin sér- stæða a-moll prelúdía mjög fallega flutt. Largo prelúdína í e-moll var ef til vill einum of hröð en á móti var hljómskipanin einstaklega fallega mótuð, en í þessu fallega verki leikur Chopin sér að króma- tískri hljómaútfærslu á móti kyrrstæðri tón- skipan laglínunnar. Hina dimmhljómandi E-dúr prelúdíu vantaði það „dökkbrýnda“ þunglyndi, sem vel má skynja í samspili laglín- unnar og bassaferlinu. Hljómboða-leikurinn í gís-moll prelúdíunni var tandurhreinn og glæsilega mótaður. Des-dúr prelúdían, sem margir halda fram að sé regndropa-prelúd- ían, sem George Sand talar um, var afburða vel flutt, sérstaklega var hinn þung- lyndislegi rigningakafli, miðkaflinn, vel mótaður, Eina prelúdían sem vantaði brennandi skýrleika var sú í b-moll (Presto con fuoco), þar sem hrynleikurinn í bassanum vék um of fyrir glæsilínu hægri handarinnar. F- dúr prelúdían, „perlufestin“, var sér- lega fallega leikin og sérkennileg notkun lítillar sjöundar á I-sæti, sem kemur fyrir þrisvar, bæði í C-dúr og F-dúr og margir píanistar slá svo að „lætur hátt við slagið“, var hjá Ann Schein mótuð sem litbrigði, eins og vera ber í þessari fíngerðu perluröð tónanna. Loka prelúdían, sú í d-moll, var glæsilega flutt, þó ekki með þeim krafti, er oft getur að heyra í flutningi á þessu tilþrifamikla verki meistar- ans. Þetta voru glæsilegir tónleikar, þar sem saman fór í leik Ann Shein tæknileg og djúpstæð túlkun, fagur- mótuð af músíkölsku innsæi, með þeim hætti, sem aðeins snillingum er gefið að miðla. TÓNLIST Salurinn Ann Schein lék verk eftir Beethoven, Bartók og Chopin. Sunnudagurinn 7. apríl 2002. PÍANÓTÓNLEIKAR Ann Schein Jón Ásgeirsson Djúpstæð túlkun Eygló Harð- ardóttir sýnir í Borgarnesi EYGLÓ Harðardóttir hefur opnað sýningu í Listasafni Borgarness. Til aðstoðar við gerð sýningarinnar hef- ur hún fengið Sölku Rún Sigurðar- dóttur og Gunnar Inga Friðriksson frá Hvanneyri. Á sýningunni eru munir úr eigu Safnahúss Borgar- fjarðar sem listamaðurinn stillir saman. Í samsetningunum má finna kerfi samin úr viðbrögðum hugans, byggð upp á tengslum forma lita og hugmynda. Eygló hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er þetta hennar átt- unda einkasýning. Sýningin stendur til 30. apríl og er opin alla daga vikunnar, kl. 13–18, og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum. ÞAÐ vakti mikla athygli á síðustu Óskarsverðlaunahátíð þegar blökku- menn fengu verðlaun fyrir leik bæði karla og kvenna í aðalhlutverki, en hið síðastnefnda hafði ekki gerst fyrr í sögu verðlaunanna. Þessa sögulegu viðurkenningu fékk Halle Berry fyrir leik sinn í myndinni Monster’s Ball og er vel að verðlaununum komin, þótt áfanginn sem verðlaunin marka komi í raun skammarlega seint. Sagan á sér stað í Suðurríkjum Banda- ríkjanna og segir þar frá karlmönnum Grotowski fjölskyld- unnar, sem gegnt hafa embætti fanga- varða í þrjá ættliði. Eftirlifandi eru afi, faðir og sonarsonur en kvenfólk fjölskyldunnar hefur hrakist ýmist í burtu eða í gröfina undan íhaldssöm- um og bölsýnum lífsskoðunum fjöl- skyldunnar. Greinilegt er að afinn í fjölskyldunni hefur haldið þessum gildum hvað harðast til streitu og fer að lokum svo að sonurinn Hank (Billy Bob Thornton) brýst undan hug- myndalegu og tilfinningalegu oki hans eftir að hafa upplifað miklar hörmungar. Annars staðar í bænum býr blökkukonan Leticia, og eftir að leiðir þeirra Hanks liggja saman, deila þau sorgum sínum. Monster’s Ball er einkar vel gerð kvikmynd um einstaklinga og lífsvið- horf í Suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem barátta fyrir jafnrétti og fé- lagslegum jöfnuði er skemmra á veg komin en víða annars staðar á Vest- urlöndum. Hin raunsanna samfélags- mynd sem þar er dregin upp verður að teljast talsvert afrek í bandarískri kvikmynd sem skartar stjörnum á borð við Billy Bob Thornton og Halle Berry. Það væri því ánægjulegt að sjá fleiri Hollywood myndir taka eins djúpt í árinni og þessi gerir. Undan oki föðurins „Monster’s Ball er einkar vel gerð kvikmynd.“ Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjóri: Marc Forster. Handrit: Milo Addica og Will Rokos. Kvikmyndataka: Roberto Schaefer. Aðalhlutverk: Billy Bob Thornton, Halle Berry, Peter Boyle, Heath Ledger, Sean Combs. Sýning- artími: 111 mín. Bandaríkin. Lion Gate Films, 2001. MONSTER’S BALL (KALT KVEÐJUHÓF) Nokkur kvæði og kitlandi vísur að vestan er eftir El- ís Kjaran Frið- finnsson frá Kjar- ansstöðum í Dýrafirði. Elís er mörgum kunnur sem brautryðjandi í torsóttri vega- gerð á Vestfjörðum. En hann er einn- ig þekktur sem vísnasmiður. Í kynn- ingu segir m.a.: „Vísur Elíasar verða mjög oft til uppi á reginfjöllum þar sem hann er staddur við vinnu á jarð- ýtu sinni ellegar hangandi utan í ein- hverjum hamrabjörgum Vestfjarða. Í bókini eru Amorskvæði, veðurvísur og náttúrulýsingar og einnig kvæði alvarlegra efnis.“ Útgefandi er Vestfirska forlagið, Hrafnseyri. Bókin er 112 bls., prent- uð í H-Prent, Odda hf. Verð: 1.900 kr. Kvæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.