Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 23
SlankUfit
Dregur úr hungurtilfinningu
og örvar meltinguna
Pure Plan Detox
Hjálpar líkamanum að hreinsa sig
Heilsubót vikunnar
Verð 1.498
Áður 1.998
Appelslim
Áhrifarík leið til að
brenna kaloríum án fyrirhafnar!
Verð 890
Áður 1.177
Verð 1.190
Áður 1.490
Drekktu í þig
fróðleik
www.endurmenntun.is
Dragtir - Kjólar - Blússur
Vorlínan er komin
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Mikið úrval
AÐ minnsta kosti 12 manns létust
og rúmlega 100 særðust þegar
bílsprengja sprakk í borginni
Villavicencio í Kólumbíu á sunnu-
daginn, skömmu eftir að óþekktir
vígamenn myrtu kaþólskan prest
og kirkjugest í nærliggjandi héraði
þegar hann var að veita sakra-
menti.
Enginn hefur lýst tilræðunum á
hendur sér, en Luis Camilo Osorio
ríkissaksóknari sagði að allt benti
til þess að vinstrisinnaðir uppreisn-
armenn í Byltingarher Kólumbíu
(FARC) hefðu verið að verki. Andr-
es Pastrana forseti kom til Villavic-
encio og sagði m.a. að bílsprengja í
Kólumbíu, líkt og í Miðausturlönd-
um, væri hryðjuverk, og kallaði eft-
ir stuðningi heimsbyggðarinnar.
Pastrana hefur hvað eftir annað fal-
ast eftir fjárhagsaðstoð frá Banda-
ríkjamönnum til að berjast við
skæruliðahreyfingar í Kólumbíu.
Minni sprengja sprakk áður en
bílsprengjan sprakk, og virtist
þeirri fyrri ætlað að laða að fólk.
Sjötíu manns voru fluttir á sjúkra-
hús, margir alvarlega slasaðir.
Bílsprengjan olli miklum skemmd-
um á húsum í grenndinni.
Presturinn og kirkjugesturinn
voru myrtir í Huila-héraði, suður af
Bogota síðdegis á laugardaginn.
Ekki er vitað hverjir tilræðismenn-
irnir voru eða hver var ástæðan
fyrir tilræðinu. Erkibiskupinn í
borginni Cali var myrtur af óþekkt-
um vígamönnum um miðjan síðasta
mánuð. Fjöldi presta og biskupa í
landinu hafa fengið morðhótanir, að
sögn lögreglu.
Lík Perez fundið
Borgarastríð hefur staðið í Kól-
umbíu í nærri fjóra áratugi, og
meðal nýjustu fórnarlamba þess var
lögreglumaður, sem uppreisnar-
menn höfðu haft í haldi, en sonur
hans lést úr krabbameini í fyrra án
þess að hafa fengið að sjá föður
sinn, Jose Norberto Perez.
Perez var tekinn í gíslingu í mars
2000, en mál hans og dauðvona son-
ar hans, Andres Felipe, vakti
heimsathygli og buðust yfir tvö
þúsund manns víðs vegar í heim-
inum til að verða gíslar uppreisnar-
manna ef þeir vildu sleppa Perez
svo að hann gæti fengið að hitta
son sinn. Meðal þeirra sem skárust
í leikinn var Jóhannes Páll páfi,
sem krafðist þess að Perez yrði lát-
inn laus.
Líkamsleifar Perez og annars
lögreglumanns, Victors Maruland-
as, fundust sl. föstudag skammt frá
bænum Granada, og virðist sem
þeir hafi verið myrtir nokkrum
dögum áður þar sem þeir hafi verið
að reyna að flýja.
AP
Kólumbíumaður í íbúð sinni sem skemmdist þegar bílsprengja sprakk í borginni Villavicencio á sunnudag.
Tólf fórust í sprengju-
tilræði í Kólumbíu
Bogota. AFP.
ÞEGAR aðeins hálfur mánuður er
til fyrri umferðar forsetakosning-
anna í Frakklandi hefur Jacques
Chirac forseti náð örlitlu forskoti á
helsta keppinaut sinn, Lionel Josp-
in forsætisráðherra.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
birt var í gær, fær Jospin 18,5% at-
kvæða í fyrri umferðinni 21. apríl
eða 1,5 prósentustigum minna en í
síðustu könnun. Chirac bætir aftur
á móti við sig tveimur og fær 22%
atkvæða. Hvorum um sig er spáð
50% í síðari umferðinni en síðustu
vikur hefur Jospin heldur haft vinn-
inginn.
Það þykir spilla fyrir Jospin hve
forsetaframbjóðendurnir á vinstra
kantinum, fyrir utan Jospin sjálfan,
eru margir, sjö talsins, en sam-
anlagður stuðningur við þá í fyrri
umferðinni er 31%. Sex keppinaut-
ar Chiracs á hægra vængnum fá
hins vegar aðeins 23,% atkvæða í
fyrri umferðinni ef marka má kann-
anir.
Jospin þykir ekki ná vel til fólks,
vera allt of stífur og prófessors-
legur, og er það nefnt sem dæmi,
að hann virðist eiga erfitt með að
segja „ég“. Í stað þess að segja „ég
tel“ eða „ég vil“, segir hann gjarnan
„frambjóðandinn telur“. Chirac á
hins vegar ekki í neinum slíkum
vandræðum.
Lionel Jospin Jacques Chirac
Jospin
gefur eft-
ir fyrir
Chirac
París. AFP.