Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 11 LYFJAFYRIRTÆKIÐ Lyfja hefur þjálfað tvo lyfjafræðinga í lyfjafræði- legri umsjá og hyggst í framhaldi af því bjóða upp á slíka þjónustu í verslun sinni í Smáralind. Að þessu tilefni kom Dr. Linda Strand, prófessor við Minnnesota-háskóla í Bandaríkjunum, hingað til lands en hún er ein af upphafsmönnum hugtaks- ins lyfjafræðileg umsjá (pharmaceutical care) og hefur ásamt samstarfs- fólki sínu staðið að tveggja ára tilraun þar sem 25.000 sjúk- lingum í Bandaríkj- unum var veitt slík þjónusta. Dr. Strand kynnti lyfjafræði- lega umsjá fyrir Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra og fulltrúum sam- taka og fjölmiðla á Grand hóteli í laug- ardag. Á fundinum kom fram að lyfja- fræðileg umsjá miði að því að bæta líðan og lífsgæði sjúklinga með sam- vinnu sjúklinga, lækna og lyfja- fræðinga. Í lyfjafræðilegri umsjá fær lyfja- fræðingurinn aukið hlutverk þar sem honum er ætlað að taka þátt í að skilgreina markmið lyfjagjafa og leita bestu leiða til að þeim mark- miðum verði náð. Þetta gerir hann m.a. með því að fara yfir allar lyfja- tökur sjúklinga með það fyrir aug- um að öðlast yfirsýn yfir virk efni hvers lyfs, samverkanir þeirra, gagn- og aukaverkanir. Annar hver sjúklingur með vandamál tengd lyfjaneyslu Á fundinum kom fram að daglega eru skráð ný lyf í heiminum auk þess sem fjöldi fólks notar ýmis grasa-, náttúru- og lausasölulyf samhliða lyfseðilsskyldum lyfjum og að því sé mikil þörf á slíkri þjón- ustu. Þá sýni rannsóknir Dr Strand og samstarfsfólks hennar að annar hver sjúklingur eigi við vandamál að stríða sem rekja megi til óná- kvæmrar eða rangrar lyfjaneyslu og að rekja megi eina af hverjum tíu innlögnum á sjúkrahús til rangrar lyfjanotkunar. Lyfja mun bjóða upp á lyfja- fræðilega umsjá frá 23. apríl en til að byrja með verður þjónstan veitt í samstarfi við sjúklinga og lækna Astma- og ofnæmisfélagsins og Samtaka lungnasjúklinga. Ein af hverjum tíu innlögnum vegna rangrar lyfjanotkunar Linda Strand V-DAGURINN var haldinn í Borg- arleikhúsinu 14. febrúar síðastlið- inn. Meðal þeirra sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning V-dags- ins voru Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins. Þær Edda Jóns- dóttir og Hlín Helga Guðlaugs- dóttir úr V-dagssamtökunum af- hentu ráðherra þakkarskjal á skrifstofu hennar nú á dögunum. Dómsmálaráðherra lýsti því yf- ir að hún væri ánægð með fram- takið í heild sinni, segir í frétta- tilkynningu frá V-dagssamtök- unum. Morgunblaðið/Golli Edda Jónsdóttir og Hlín Helga Guðlaugsdóttir úr V-dagssamtökunum afhentu Sólveigu Pétursdóttur ráðherra þakkarskjal. Þökkuðu dóms- málaráðherra UNDIRSKRIFTIR 110 Bolvíkinga söfnuðust á fjórum klukkustundum á undirskriftalista þar sem skorað er á Davíð Oddsson forsætisráðherra að sjá til þess að mótmæli berist frá Al- þingi Íslands til Ísraelsstjórnar vegna meðferðar þeirra á Palestínu- mönnum. Listinn hefur verið sendur forsætisráðherra. „Við undirritaðir Bolvíkingar trú- um að á virðulegu Alþingi Íslands sitji ekki alþingismaður sem getur afsakað meðferð Ísraelsstjórnar á Palestínufólki. Biðjum við yður, herra forsætisráðherra, að sjá til þess að mótmæli berist til Ísr- aelsstjórnar frá Alþingi Íslands,“ stendur á undirskriftalistanum sem Valgerður Bára Guðmundsdóttir átti frumkvæði að. Hún segir að sér hafi blöskrað svo meðferð Ísraelsmanna á Palestínu- mönnum að henni hafi fundist hún þurfa að gera eitthvað. „Bolungarvík er lítið þorp og það hefur ekkert þorp gert þetta,“ segir Valgerður Bára sem skorar á íbúa annarra þorpa að gera slíkt hið sama. „Ég tel að um 20% af atkvæðis- bæru fólki í Bolungarvík hafi skrifað undir listann á fjórum klukkustund- um. Ég bara var með listann úti í búð, fór í vélsmiðjuna og Sparisjóð- inn og stoppaði bíla og fólk á götum úti. Fyrst ætlaði ég nú bara að hafa 50 undirskriftir en stoppaði í 110,“ segir Valgerður. Hún hefur þrisvar sinnum komið á átakasvæðið og seg- ir að ástandið hafi sífellt farið versn- andi. 110 Bolvíkingar skora á forsætisráðherra Alþingi mót- mæli meðferð Ísraela á Palest- ínumönnum PALESTÍNUVINIR á Íslandi efndu til þögullar mót- mælastöðu fyrir utan stjórnarráðið í Reykjavík í gærmorgun. Ætla þeir að efna til sams konar mót- mæla alla daga í þessari viku. Samtökin segja tilganginn að fá íslensk stjórnvöld til að gera allt sem þau geta til að fyrirbyggja þjóð- armorð í Palestínu, tryggja alþjóða vernd handa Palestínumönnum og stuðla með öllum tiltækum ráðum að því að Ísrael virði samþykktir Sameinuðu þjóðanna. Morgunblaðið/Kristinn Ástandinu í Miðaust- urlöndum mótmælt ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, BSRB, Öryrkja- bandalag Íslands og félagið Ísland-Palestína standa fyrir útifundi á Austurvelli í dag, þriðju- daginn 9. apríl, kl. 17.30. Kjörorð fundarins eru: Stöðvum blóðbaðið – al- þjóðlega vernd strax – frið í Palestínu, segir í fréttatilkynningu. Meðal ræðumanna eru biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson og Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Útifundur á Austurvelli ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að Alþingi sendi frá sér skilaboð til umheimsins vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Minnti hann m.a. á að þingsályktun- artillaga þingmanna Samfylkingar- innar um sjálfstæði Palestínu væri til meðferðar á þinginu en að hún hefði enn ekki fengist afgreidd úr utanrík- ismálanefnd þingsins. „Ég kem hing- að,“ sagði hann í upphafi máls síns, „til að undrast það að hið háa Alþingi lætur sitt eftir liggja í þessum efnum. Það ríkir ógnaröld í Palestínu,“ sagði hann. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra, tók undir með Össuri um að ástandið í Miðausturlöndum væri mjög alvarlegt. „Við vitum það öll að ef á að finna viðunandi lausn á þessu máli þurfa margir að koma þar til; Evrópusambandið, arabalöndin, Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar ekki síst,“ sagði hann. Ráðherra sagði að sér væri kunnugt um að fyrir Al- þingi lægi fyrrgreind tillaga Samfylk- ingarinnar. „Það er í höndum utanrík- ismálanefndar að afgreiða þau mál sem þar liggja fyrir,“ sagði hann. „Nú fer í hönd nefndarvika og ég vænti þess að háttvirtir þingmenn stefni að því að afgreiða þetta mál hið fyrsta. Ég hef ekkert nema gott um það að segja. Ég tel það mikilvægt að fram komi ályktun hér á Alþingi í þessu máli og að þingmenn reyni að ná saman um texta hennar. Ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hljóta að vera aðalgrundvöllurinn fyr- ir slíkri ályktun og ég veit ekki betur en það sé á því fullur áhugi hjá öllum stjórnmálaflokkum hér á Alþingi að ná saman um slíka afgreiðslu.“ Alþingi álykti um ástandið í Miðaust- urlöndum JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 3,1 stig á Richter, varð undir Skeggja í Henglinum klukkan 22.36 á sunnudagskvöld og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir skjálftar urðu á svæðinu frá laugardagskvöldi fram til sunnudagskvölds, en flestir mjög litlir. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var engin virkni á svæðinu laust fyrir miðnættið á sunnudagskvöld og var ástandið óbreytt í gærkvöld. Jarðskjálfti í Henglinum LÖGREGLAN á Egilsstöðum leit- ar að manni sem gerði tilraun til vopnaðs ráns í Vídeó-flugunni á Eg- ilsstöðum seint á laugardagskvöld. Maðurinn var með plastgrímu fyrir andlitinu og otaði hnífi að af- greiðslumanni og krafðist þess að fá peninga úr sjóðsvél. Afgreiðslu- maðurinn neitaði og varnaði mann- inum leið að kassanum. Að sögn lögreglu kom til minniháttar stymp- inga og lagði ræninginn við svo bú- ið á flótta. Hann er talinn ungur að árum. Lagði á flótta eftir mis- heppnað rán ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um breiðbandsvæðingu landsins. Megin- efni tillögunnar er að Alþingi álykti að ljúka skuli uppbyggingu fjar- skipta- og gagnaflutningsnets lands- ins á næstu þremur árum þannig að fyrirtæki, stofnanir og heimili hvar sem er á landinu hafi aðgang að bestu fáanlegu fjarskipta- og gagna- flutningamöguleikum með breið- bandinu eða annarri jafngildri tækni. „Landssímanum verði, einum sér eða eftir atvikum í samstarfi við aðra, falið að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar og endurbætur á grunnfjarskiptanetinu til að fyrr- greint markmið náist fram. Lands- síminn verði undanþeginn arð- greiðslum til eigenda meðan á átakinu stendur,“ segir í tillögunni. Í greinargerð tillögunnar segir m.a.: „Nú þegar ljóst er að ekki verð- ur af sölu Landssímans í bráð er brýnt að snúa sér að því að skapa sátt um fyrirtækið og efla það á ný. Mestu máli skiptir að Landssíminn verði í stakk búinn til að sinna því hlutverki sínu vel að tryggja lands- mönnum aðgang að fyrsta flokks fjarskipta- og gagnaflutningsmögu- leikum. Gera þarf átak til að tryggja að Ísland verði í fremstu röð á sviði fjarskipta og gagnaflutninga og landsmenn allir sitji við sama borð í þeim efnum.“ Þingmenn VG Lokið verði við uppbygg- ingu gagna- flutningsnets ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.