Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 51 Vortilboð Sími 525 3000 • www.husa.is á hekkklippum 8.695 kr. Rafmagnshekkklippur 12mm greinar 9.655 kr. 16mm greinar LANDSBYGGÐARRÁÐSTEFNA Sagnfræðingafélags Íslands og Fé- lags þjóðfræðinga á Íslandi í sam- vinnu við heimamenn verður haldin á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 13. apríl kl. 13.30 og sunnudaginn 14. apríl kl. 9.30. Það er Kirkjubæjar- stofa, fræðasetur á sviði náttúrufars, sögu og menningar, sem hefur veg og vanda að undirbúningi ráðstefnunnar af hálfu Skaftfellinga. Þema ráðstefnunnar, baráttan við náttúruöflin, verður skoðað frá ýms- um hliðum, fjallað verður um nátt- úruhamfarir, samgöngur og einangr- un, veðurfar og búsetuskilyrði, landnytjar og atvinnuhætti og fyrir- lesarar koma úr ýmsum fræðigrein- um. Jón Helgason formaður stjórnar Kirkjubæjarstofu setur ráðstefnuna. Erindi halda: Gísli Gunnarsson sagn- fræðingur, Helgi Björnsson jökla- fræðingur, Matthías Viðar Sæ- mundsson bókmenntafræðingur, Axel Kristinsson sagnfræðingur, Helgi Hauksson þjóðfræðingur, Þórður Tómasson þjóðháttafræðing- ur, Svavar Sigmundsson nafnfræð- ingur, Elín Erlingsdóttir land- fræðingur, Þröstur Sverrisson um- hverfissagnfræðingur, Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur og sálgrein- ir, Margaret Cormack miðaldafræð- ingur og Árni Daníel Júlíusson sagn- fræðingur. Eftirtaldir sjá um skráningu þátt- takenda: Davíð Ólafsson: david- ol@akademia.is og Rósa Þorsteins- dóttir: rosat@hi.is Rúta fer frá bílaplaninu á milli Nýja Garðs og Odda, laugardag kl. 8.30. Nánari upplýsingar á heimasíðu Sagnfræðingafélagsins: www.aka- demia.is/saga/radstefnur/klaust- ur.htm, segir í fréttatilkynningu. Baráttan við náttúruöflin Landsbyggðarráðstefna Sagnfræðinga- félagsins og Félags þjóðfræðinga RÓBERT Pajdak, Hafliði Eiríkur Guðmundsson og Örn Stefánsson, allir úr Ölduselsskóla, sigruðu í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti sem haldin var fyr- ir skömmu. Hátt í eitt hundrað grunnskólanemendur úr Breiðholti tóku þátt í keppninni að þessu sinni og komu verðlaunahafar úr öllum grunnskólunum 5 í hverfinu. Keppt var í þremur flokkum, flokki nemenda í 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk. Grunnskólanemendur í skólunum 5 sem eru í Breiðholti; Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hóla- brekkuskóla, Seljaskóla og Öldu- selsskóla, tóku þátt í keppninni sem fram fór fimmta árið í röð. Verðlaunaafhending fór fram viku síðar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem boðið var upp á veitingar. Verðlaunin sem 5 efstu fengu voru vasareiknivél frá Heim- ilistækjum auk þess sem þrír efstu fengu peningaverðlaun frá Ís- landsbanka. Keppandi í 1. sæti fékk 15.000 krónur, 2. sætið gaf 10.000 krónur og 3. sætið gaf 5.000 krónur. Allir fengu svo við- urkenningarskjal frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Heim- ilistæki, Íslandsbanki og allir grunnskólarnir 5 voru styrktarað- ilar keppninnar, segir í frétta- tilkynningu. Sigurvegarar í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskólans í Breiðholti komu úr öllum grunnskólunum í Breiðholti. Verðlaunahafar úr öllum grunnskólum í Breiðholti NÁMSKEIÐ verður hjá Endur- menntun HÍ um verkefni og rannsóknir á sviði lýðheilsu, fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. apríl kl. 9 – 16. Það er haldið í samstarfi við Félag um lýðheilsu sem stofnað var á liðnu ári. Aðalfyrirlesari námskeiðsins er Gordon Macdonald, vísinda- maður á þessu sviði sem hefur starfað sem ráðgjafi Alþjóða- bankans, Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar og Evrópu- sambandsins. Hann er jafnframt kennari við háskóla í Bretlandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Macdonald mun fjalla um stefnur og strauma í lýðheilsu undanfarin ár, skipulag verkefna og rannsóknir. Þá munu Diana Watkins og Geir Gunnlaugsson formaður Félags um lýðheilsu fjalla um heilsufar barna og hlut- verk heilsugæslunnar. Námskeiðið er ætlað öllum sem láta sig varða heilbrigði og velferð, innan heilbrigðisþjón- ustu og utan. Frekari upplýsingar um dag- skrá námskeiðsins eru á vefslóð- inni www.endurmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um lýðheilsu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Félaginu Ísland-Palesína sem samþykkt var á stjórnarfundi Félagsins Ísland- Palestína 2. apríl: „Í ljósi þess ógnarástands sem árásir Ísraelshers á íbúa hertek- inna svæða Palestínu hafa valdið og þar sem sýnt er að ríkisstjórn Ísraels hefur einsett sér að virða að vettugi alþjóðalög og ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gerir Félagið Ísland-Palestína þá kröfu til íslenskra stjórnvalda, að stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið, þar til Ísraelsstjórn sýnir í verki að hún sé reiðubúin að virða mannúðarlög og mann- réttindasáttmála, alþjóðalög og rétt.“ Stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið Rangur tónleikadagurRangt var farið með tónleikadag Símons H. Ívarssonar gítarleikara í Raufarhafnarkirkju í blaðinu á sunnudag. Rétt er að tónleikarnir verða á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. LEIÐRÉTT FYRIRLESTUR á vegum Mann- réttindaskrifstofu Íslands um sam- anburð á kynþáttafordómum gagn- vart innflytjendum og minnihluta- hópum í japönskum og breskum lögum verður haldinn miðvikudag- inn 10. apríl kl. 17 í Litlu-Brekku, einum sala veitingahússins Lækjar- brekku við Bankastræti. Fyrirlesari er ítalskur lögfræðing- ur, Hermann Salton, sem starfar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands með styrk frá Leonardo-áætlun Evrópu- sambandsins. Fyrirlesturinn byggist á ritgerð Hermanns til lokaprófs. Fyrirlesari mun svara fyrirspurn- um að erindinu loknu, segir í frétta- tilkynningu. Málstofa um kynþáttafordóma í Japan og Bretlandi UTANRÍKISRÁÐHERRAR NATO munu funda í Reykjavík dagana 13.–15. maí nk. Samtök herstöðvaandstæðinga efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um friðar- og afvopnunarmál föstudag- inn 10. og laugardaginn 11. maí á Hótel Loftleiðum. Á ráðstefnunni, sem ber enska heitið „A Peaceful Future? – Con- flict Management in the 21st Cent- ury“, munu mæta nokkrir erlendir fyrirlesarar. Þeir eru: Sara Flaunders aðstoðarframkvæmda- stjóri International Action Center (http://www.iacenter.org/), sem stýrt er af Ramsey Clark fyrrv. dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Á vegum samtakanna hefur Sara m.a. heimsótt Írak, Súdan, átaka- svæði í Ísrael og Júgóslavíu. Len- ore Foerstel stjórnandi Norður- Ameríkudeildar alþjóðasamtak- anna Women for Mutual Security og ritstjóri tengslanetsins PRIME (Progressive International Media Exchange). Anthony Simpson, út- gáfustjóri hjá Bertrand Russell- friðarstofnuninni í London, og sér m.a. um útgáfu málgagns hennar The Spokesman. Jan Öberg, fram- kvæmdastjóri TFF, (Transnational Foundation for Peace and Future Research, http://www.transnation- al.org). Ráðstefnugjöld eru 3.000 kr., en 1.500 fyrir skuldlausa félagsmenn í SHA, segir í fréttatilkynningu. Alþjóðleg ráð- stefna á vegum herstöðvarand- stæðinga MORGUBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Röskvu: „Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, samþykkti eft- irfarandi ályktun vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs: Röskva, samtök félagshyggjufólks við Há- skóla Íslands, fordæmir harðlega hernaðarofbeldi Ísraelsmanna gagnvart íbúum Palestínu og skor- ar á íslensk stjórnvöld að beita áhrifum sínum af fullu afli til þess að stöðva ofbeldið og stuðla að því að friður komist á hið fyrsta. Röskva lýsir yfir stuðningi við lýðræðislega kjörna fulltrúa Palest- ínu en fordæmir jafnframt hryðju- verkaárásir á ísraelska borgara. Það er skýlaus krafa að mannrétt- indaákvæði Genfarsáttmálans séu virt og að Ísraelsmenn hlíti sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna í hví- vetna, hverfi þegar í stað á brott með heri sína frá byggðum Palest- ínumanna og virði sjálfstæði Palest- ínu. Skipulögð ofbeldisverk ísraelska hersins gagnvart varnarlausu fólki eru komin á það stig að enginn get- ur lengur undan því vikist að taka afstöðu og mótmæla þeim stríðs- glæpum sem heimurinn verður nú vitni að.“ Fordæmir hernaðarofbeldi Ísraelsmanna EVRÓPURÚTAN verður í Ráðhús- inu fimmtudaginn 11. apríl. Reykvík- ingum og öðrum íbúum höfuðborg- arsvæðisins býðst að kynna sér möguleika Íslendinga í evrópsku samstarfi, en þá verður haldinn kynningarfundur um þau mál. Pétur Gunnarsson rithöfundur flytur er- indi. Í Evrópurútunni í Ráðhúsinu verða fulltrúar fimmtán áætlana og þjónustuskrifstofa sem vinna að evr- ópsku samstarfi. Landsskrifstofur Leonardó og Sókratesar kynna möguleika varðandi menntun og þjálfun á ýmsum stigum, Media og Menning 2000 kynna möguleika í tengslum við menningu og listir, Landsskrifstofa ungs fólks í Evrópu möguleika sem unga fólkinu standa til boða auk þess sem fulltrúar 6. rammaáætlunar ESB um rannsókn- ir og tækniþróun kynna þá fjöl- mörgu möguleika sem þar finnast og E-content upplýsingatækniáætlunin verður kynnt. Einnig munu þjón- ustuskrifstofur eins og EES vinnu- miðlun, MENNT – samstarfsvett- vangur atvinnulífs og skóla og Evrópumiðstöð náms- og starfsráð- gjafar kynna þjónustu sína. Skólar á öllum skólastigum, sí- menntunarmiðstöðvar, námskeiðs- haldarar, félagasamtök, stofnanir, vinnumiðlanir, náms- og starfsráð- gjafar, auk fyrirtækja í öllum geirum og allt áhugafólk um Evrópusam- starf er velkomið á fundinn og að- gangur er ókeypis, segir í fréttatil- kynningu. Evrópurútan í Ráðhúsinu NÝTT jóganámskeið fyrir konur sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð hefst þriðju- daginn16. apríl hjá Yoga Studio. Kennt er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 12 í fjórar vikur. Verð er kr. 9.900. Kennari á námskeiðinu er Arnhild- ur S. Magnúsdóttir. Kenndar verða léttar jógastöður sem hjálpa að byggja upp orku og ná líkamlegum styrk. Áhersla verður lögð á öndun í jógastöðunum auk þess sem kenndar verða nokkrar tegundir af öndunar- æfingum. Hver tími endar á slökun. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Skráning fer fram hjá Yoga Studio í síma og í gegnum tölvupóst yoga- @yogastudio.is, segir í fréttatilkynn- ingu. Nýtt jóganámskeið FUNDUR um mataræði verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl kl. 20 í húsnæði Krabbameinsfélags Ís- lands í Skógarhlíð 8, 4. hæð. Svava Engilbertsdóttir næringar- fræðingur á Landspítalanum flytur erindi um mataræði stómaþega á vegum Stómasamtaka Íslands. Kaffiveitingar og spjall að erindi loknu, segir í fréttatilkynningu. Fundur um mataræði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.