Vísir - 19.06.1980, Qupperneq 9
Arngrimur Ingimundarson og Bergþóra Jdelsdóttir ásamt forseta bæjarstjórnar, Jóhanni G. Möller. |
Visismyndir: Agúst Björnsson. am
„Getum ekki stillt okkur •
um að kaupa mynflir":
sagðiArngrímurlngimundarson.en pau hjóninj
afhentu Siglufjarðarbæ 120 málverk að gjöf j
Fyrir röskum 60 árum þurftu
þau hjónin Ingimundur Sigurðs-
son og Jóhanna Arngrimsdóttir
á Illugastöðum i Fljótum að
bregða búi. Ingimundur var illa
haldinn af liðagigt og átti erfitt
með að stunda vinnu. Þau flutt-
ust til Siglufjarðar með átta
börn, og eignuðust þar tvö i við-
bót. Þetta voru erfiðleikatimar,
en Siglfirðingar reyndust fjöl-
skyldunni vel.
Sfðastliðinn mánudag á 100
ára afmæli Jóhönnuafhentuson-
ur hennar og tengdadóttir Siglu-
fjarðarbæ 120 málverk. Safnið
mun verða uppistaðan i stærra
safni sem bærinn hefur i hyggju
að setja á stofn.
Gefendurnir Arngrimur Ingi-
mundarson og Bergþóra Jóels-
dóttir gefa safnið i minningu
foreldra sinna, og um leið þakka
þau Siglfirðingum þann stuðn-
ing sem þeir sýndu foreldrum
Arngrims á erfiðum timum.
Móðir Arngrims mun oft hafa
haft á orði að þennan stuðning
hefðu þau hjón aldrei getað
launað Siglfirðingum.
Gjöfinni var veitt móttaka i
ráðhúsi bæjarins þar sem
kirkjukórinn söng og ávörp voru
flutt. Safnið er menningarlifi
staðarins ómetanleg lyftistöng
og Siglfirðingum mikið gleði-
efni.
Safnið verður til húsa fyrst
um sinn i ráðhúsinu.
-S.Þ.
„Jú, þvi er ekki að neita, að
húsið var heldur tómlegt nú, eft-
ir að öll listaverkin fóru en við
hjónin eigum svo marga vini i
myndlistarstétt, sem lána okkur
verk sin, þangað til við sjálf
bætum úr þvi”, sagði Arngrim-
ur Ingimundarson, en sl. mánu-
dag afhenti hann og kona hans
Bergþóra Jóelsdóttir Siglu-
fjarðarbæ að gjöf 120 málverk
eftir 70 listamenn. Þar með
verður safnið á Siglufirði eitt
stærsta listasafn utan Reykja-
vikur.
„Við hófum þessa söfnun fyrir
um það bil 15-20 árum”, sagði
Arngrimur, ,,og ástæðan er ein-
göngu ánægjan, sem við hjónin
höfum af þvi að vera innan um
myndlist”.
Myndirnar, sem hér um ræðir
eru flestar verk innlendra lista-
manna, að sögn Arngrims, s.s.
Kjarvals, Jóns Engilberts, Ninu
Sveinsdóttur, Þorbjargar
Höskuldsdóttur, Sigriðar
Björnsdóttur og svo mætti lengi
telja.
Aðspurður um ástæðuna fyrir
þvi, að Siglufjarðarbær varð
fyrir valinu sagði Arngrimur:
„Ég átti heima á Siglufirði i 15
ár, ég er að visu ekki fæddur
þar, heldur i Fljótunum, en
fluttist þangað með foreldrum
minum, sem siðan bjuggu þar
til æviloka”.
Að siðustu var Arngrimur
spurður að þvi, hvort þau hjónin
væru hér með hætt málverka-
söfnun og svaraði hann: „Viö
getum sjálfsagt ekki stillt okkur
um að kaupa myndir, meðan við
eigum einhverja aura”. -k.Þ.
jflrDlngarven að muna efllr
æskustððvunum á bennan nán”
Ingimundur Einarsson bæjarstjóri flytur ávarp.
Kirkjukór Siglufjaröar syngur innan um listaverkin.
„Þetta er mjög merkilegt
safn, ekki sist fyrir það, að Arn-
grimur byrjar ekki að safna
fyrr en fyrir rúmum 15 árum og
hann kaupir frekar verk yngri
manna, bæði málara og grafik-
era, en gömlu meistaranna”,
sagöi Aðalsteinn Ingólfsson um
safn Arngrims Ingimundarson-
ar og Bergþóru Jóelsdóttur,
sem frá og með deginum i dag
er i eigu Siglufjarðarbæjar.
Aðalsteinn, sem skrásetti
safnið, sagði, að þar væru m.a.
mjög sterkar myndir eftir
Septem bermennina, s.s.
Kristján Daviðsson, Karl Kvar-
an, Svavar Guðmundsson.
Sömuleiðis væri nokkuð af
grafik, bæði innlendri og
erlendri, í safninu. Mætti þar
nefna ivær grafikmyndir eftir
Dali og mynd eftir franskan
listamann Yvarall.
„Það er virðingarvert, að fólk
skuli gera þetta, að hugsa um
sinar gömlu æskuslóðir einmitt
á þennan hátt”, sagði Aðal-
steinn Ingólfsson að lokum.
K.Þ.
Gestur við athöfnina.
sagðl Aðalsteinn ingólfsson. en hann skrásetli safn
Arngrlms og Bergpðru, sem nú er í eigu Siglufjarðarbæjar
VISIR Fimmtudagur 19. júni
r
1980
Siglfirðingum
launaður
stuðningurinn