Vísir - 19.06.1980, Side 14
VISIR Fimmtudagur 19. júni 1980
14
Hlutdræg
ípróttaiýslng
Valtýr Guðmundsson
skrifar:
Ýmislegt hefur knattspyrnu-
unnendum veriö boöiö upp áhin
siöari ár af dagblöðunum i
skrifum þeirra um iþróttina, og
ottast er það svo, að fréttaritar-
arnir eru sjaldnast sammðla
um gang leiksins, leikaðferðir
eða framkomu leikmanna, og
ber oft mikið á milli. Er
kannske ástæðan sú, að allir eða
flestir knattspyrnufréttamenn,
þar með taldir fréttaritarar
Rikisútvarpsins, séu meira og
minna hlutdrægir i lréttaflutn-
ingi sinum? Þvi miður bendir
margt til að svo sé, þvi að mikið
ber þeim á milli i fréttaflutningi
sinum.
Hinsvegar verður þetta ekki
sagt um iþróttaíréttaritara
Rikisútvarpsins. Þeir ota sinum
tota með allt öðrum hætti. Þeir
nota hvert tækifæri til þess aö
birta eða sýna itarlegar fréttir
af sigrum sinnaliða.en láta þess
hinsvegar sem allra minnst
getið, þegar þau tapa. I þessu
sambandi ber að hafa það i
huga, að fréttaritarar Rikisút-
varpsins hljóta að tilheyra opin-
berum starfsmönnum með rétt-
indum sinum og skyldum. Þá er
það spurningin, hvað kunni að
valda þessum vinnubrögðum?
Eru iþróttafréttaritararnir
kannske einráðir um frétta-
flutning sinn? Hitt dylst engum,
að þaö hlýtur að vera i þágu
rikisijölmiðlanna sjálfra, að
vel sé staðið að þessum málum.
Sama er að segja um dagblöð-
in að þvi leyti til, að það hlýtur
að vera þeim verulegt hags-
munamál, að það sé skrifað af
þekkingu og óhlutdrægni um
leiki 1. deildarinnar a.m.k. þar
sem hver maður veit að mikil
sala dagblaða byggist á skrifum
um iþróttir, einkanlega þó að
sumrinu til.
Það er þvi ætið ömurlegt að
lesa æsingar- og hlutdrægnis-
skrif á siðum dagblaðanna um
þessa fögru iþrótt, og i þessu
sambandi er eitt siðasta dæmið
afleitast, þar sem Sigurður
nokkur Steindórsson frá Kefla-
vík skrifar i Visi hinn 10. þ.m.
um leik Fram og ÍBK. sem fram
fór i Keflavik greindan dag.
Fyrirsögn greinarinnar „Með
takkaförin langt upp á bak”
sýnir kannske best, að greinin
er skrifuö af yfir sig æstum
áhorfanda og hlutdrægum, svo
ekki verði nú meira sagt. Það
væri ekki rétt að fara að elta
ólar hér við illyrði og rangfærsl-
ur Sigurðar, heldur vildi ég
mega ráðleggja honum að sofa
úr sér æsinginn al' veliinum,
áður en hann stingur næst niður
penna um knattspyrnuleiki
þeirra Keflvikinga. Á slikum
skrifum græðir enginn, auk þess
sem þau hljóta að vera höfund-
inum til minnkunar og viðkom-
andi dagblaði til vanvirðu.
Að siðuslu skal nelndum Sig-
urði bent á, að ef hann vildi
reyna að finna æsingaskrifum
sinum stað, þá er leikur þessi til
á mynd, sem sjálfsagt væri að
sýna honum, ef hann vildi fá að
sjá leikin ótruflaður.
Bréfritari segir að greinin ,, Með takkaförin langt upp á bak" sé
skrifuð af yfir sig æstum áhorfanda.
Sigrún mun vera fimmta konan sem kemst alla leið upp f Súlnasker
Iskalda mjólk
með eggjunum
Eyjamaður hringdi:
„Alveg fannst mér það fara
með, annars ágætan þátt — að
eftir frækilega ferö hennar
Sigrúnar upp I Súlnasker —
skuli hun hafa snætt svartfugls-
egg án þess að drekka fskalda
mjdlk meö. Mér sýndist gestim-
ir vera með eitthvaö glært i
glösunum I sjónvarpssal.
Þegar slik egg eru etin, þá
þýðir ekki annaö en að fylgja
hefðinni fram — en vera ekki aö
gutla þetta i bikarglösum og
sparifatnaði.
Svo óska ég Sigrúnu til ham-
ingju með þáttinn.
ÚLÖGLEG AFENGISAUGLÝSING
Bileigandi skrifar:
Um daginn þurfti ég aö kaupa
varahluti niöri i Bifreiðum og
landbúnaöarvélum. Þetta var
ýmislegt smá- dót — en safnaö-
ist þegar saman kom — og fékk
ég þá poka utan um draslið.
Ekki væri það i frásögur fær-
andi nema af þvi að utan á poka
þessum var auglýsing, sem var
algjörlega andstæð lagasetn-
ingu þess lands. A pokanum var
veriöaö auglýsa áfengistegund.
Fleiri menn fengu svona poka
og hváðu viöer þeir sáu auglýs-
inguna.
Hvað á það að þýða að brjóta
svona landslög?Eru ekki lög i
þessu landi sem banna auglýs-
ingar á áfengi?
Er þetta ekki mál fyrir lög-
reglu að athuga eða á að láta
svona viögangast beint fyrir
framan nefiö á mönnum án þess
að nokkuð sé aö gert. Ég vil
hvetja ykkur á Vlsi til þess að
kanna þetta fyrir mig og alla þá
sem annt er um lög þessa lands.
B & L hljóta að geta útvegað sér
skárri poka og hætt þessari
lymskulegu áfengisauglýsingu.
■f.m .
» •
% *
r<j^f
:'íí
i
Viöskiptavinir hjá Bifreiðum- og landbúnaöarvélum meö pokana, sem um er fjallað i bréfinu. Visis-
mynd: ÞG.
1 hverra þágu er þessi aug-
lýsing'’
Vísir hcfur kannað mál
þetta.
Ljósmyndari blaösins tók
myndir af mönnum er gengu út
I ■ ■■ H Hi ■■ ■■ Hl M
úr versluninni með slíka poka,
sem nefndir eru i greininni að
ofan.
Hjá Signý Sen, fulltrúa hjá
lögreglustjóra fengust þær
upplýsingar að slikar auglýs-
ingar vöröuðu vissulega við
landslög — og gengju slik mál til
saksóknara eins og önnur brot á
áfengislögum .Hins vegar er al-
gengt aö menn séu varaðir við
og beðnir um að stöðva slikar
athafnir, áöur en farið er i hart,
— aö sögn Signýjar.
sandkorn
Þriller um
Gunnar
og Geir
Flogið hefur fyrir, að tveir
ungir blaöamenn, þeir Anders
Hansen og Hreinn Loftsson,
séu þessa dagana að vinna að
bók um stjórnarmyndun
Gunnars Thorddsen, sem
mönnum er enn f fersku
minni.
Þeir félagar hafa varist
allra frétta, en eftir þvf sem
Sandkorn hefur fregnað, verð-
ur hér um aö ræða hlutlausa
frásögn af þeim atburðum er
leiddu til stjórnarmyndunar-
innar, og einnig er reynt að
grafast fyrir um hugsanlegar
orsakir lengra aftur f timann.
Ef að likum lætur munu höf-
undar bókarinnar viöa leita
fanga, og meðal annars ræöa
við þá Gunnar og Geir um efni
hcnnar.
Bókaútgáfan örn og örlyg-
ur mun gefa bókina út, en þeg-
ar hafa heyrst spádómar um
að hér verði á ferðinni met-
sölubók ársins cins og einhver
orðaði það, enda mun bókin
vafalaust hafa að geyma
margvislegar upplýsingar
sem ekki hafa komið fram áð-
ur.
Hræsni
Enn ein nafngiftin i þing-
mannalaunamálinu hefur nú
séð dagsins ljós og er höfundur
hennar Eiöur Guðnason,
alingismaður.,,Heimsmet f
hræsni” segfr Eiður og á þar
við upphlaup Alþýðubanda-
lagsins vegna þingfarar-
kaupsins, sem Eiður sjálfur
átti þátt í að ákveða.
Það er vissulega rétt hjá
Eiði, að þeir Ragnar Arnalds
og Ólafur Ragnar standa með
allt niður um sig i máli þessu
enda hefur Garðar Sigurðsson
sagt þjóðinni sannleikann um
þróun þessara mála I þing-
flokki Alþýðubandalagsins.
Mörgum finnst þó, að Eiður
mætti sér að skaðlausu gæta
betur eigin mittisgjarðar þvi
þótt hann hafi einhverju sinni
flutt framvarp um aö kjara-
dómur ákvæði laun þing-
manna stendur sú staðreynd
óhögguð, aö hann hefur nú
sjálfur átt þátt f að skammta
sér 120 þús. króna launahækk-
un á mánuði og samþykkt,
ásamt hinum að þegja yfir
þvi...
Viskí og sófi
Það var i gleðiskröltinu um
siðustu helgi. að Siggi sjarmör
vék sér að glæsipíunni á barn-
um og sagði: — „Heyrðu. hvað
segirðu um Viski og SÓFA
heima hjá mér á eftir..?”