Vísir - 19.06.1980, Page 15

Vísir - 19.06.1980, Page 15
Fimmtudagur 19. júni 1980 r L >lia Mannlifsþátturinn hefur undanfarið litið inn i afmælishóf ýmissa kunnra borgara og fengið þar að festa á filmu svip- myndir af gestum. Þessu höldum við nú áfram og að þessu sinni birtast hér myndir úr sextugsafmæli Helga Bergs, bankastjóra Landsbankans á dögunum. Fjöldi manns heimsótti og heiðraði Helga i tilefni dagsin^ meðal annarra forráðamenn peningastofnana og aðrir bankamenn, fulltrúar Sam- vinnuhreyfingarinnar og Fram- sóknarflokksins, fleiri samtaka og stofnana, þar sem Helgi hefur komið við sögu, en hann var meðal annars fram- kvæmdastjóri Islenskra aðal- verktaka, framkvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS, formaður stjórnar Viðlagasjóðs, stjórnar- formaður Rafmagnsveitna rikisins, ritari Framsóknar- flokksins og alþingismaður sunnlendinga, áður en hann tók við embætti bankastjóra i Landsbanka islands. Afmælishófið fór lram á heimili Helga Bergs og konu hans Lis að Snekkjuvogi 11 i Reykjavik. Iðandi mannlif í afmælishófinu að Snekkjuvogi 11. Heiðruðu Helga Bergs sextugan Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, og kona hans Helga ræða við Helga Bergs og konu hans Lis, en á milli þeirra er Gerður Steinþórsdóttir varaborgarfulltrúi. Visismyndir: GVA: Góðviörið varð til þess að afmælishófið náöi út I garöinn, en þar er þessi mynd tekin. Popphljómsveit 9. áratugarins Missið ekki af þessu ein- stæða tækifæri til að sjá eina af beztu rokkhljóm- sveitum heims á tónleikum í Laugardalshöll, laugardaginn 21. júní kl. 21.00. Miðasala í Gimli.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.