Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 13
vtsm Föstudagur 20. júnl 1980 Kvikmyndageröarmennirnir Siguröur Sverrir Pálsson og Er- lendur Sveinsson sendu i fyrra- dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir firra sig allri ábyrgö á kvikmyndinni um Snorra Sturluson sem sjónvarpiö vinn- ur nú aö. Segir I yfirlýsingunni aö „þar sem Rikisútvarp- iö-sjónvarp (RUV) hefur virt aö vettugi ákvæöi i samkomulagi um meöferö handrits undirrit- aöra starfsmanna Lifandi niynda h/f aö kvikmyndinni um Snorra Sturluson, bæöi hvaö varöar upplýsingaskyldu og höfundarrétt, vegna þess aö grundvallarbreytingar hafa verið gerðar á handritinu án okkar vitundar, firrum við okk- ur allri ábyrgö á „Snorramynd” þeirri, sem sjónvarpiö vinnur nú að og óskum eftir þvi, aö nöfn okkar sem höfunda veröi ekki tengd þeirri útgáfu verksins, sem sjónvarpiö vinnur nú eftir.” ,,í ljós kom aö Þráinn Bertelsson ætiaöi sér langtum stærri hlut i kvikmyndinni en um haföi veriö tal- aö,” segja þeir Erlendur og Siguröur Sverrir. Upptaka er nú hafin á myndinni umdeildu um Snorra Sturiuson og er þessi mynd tekin I Saltvlk þar sem upptökur fara fram. Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson: .Firrum okkur aliri ábyrgð á Snorpamynúínní - vegna samningsrofa og breytinga á handriti „Sjónvarpið reyndi strax að gera þessar hugmyndir að sin- um...” I greinargerð meö yfirlýsing- unni segir m.a. að frumhug- myndin að þessu verki sé komin frá Erlendi og auk þess hug- myndin um að samstarf yrði haft við Norðmenn. Þessar hug- myndir voru fyrst kynntar sjón- varpinu 5. janúar 1977 og „reyndi sjónvarpið þá strax að gera þessar hugmyndir aö sin- um”, að þvi er segir i greinar- gerðinni, ,,en eftir nokkurt þref fól útvarpsráðsfundur 28.1.1977 sjónvarpinu að ræða við E.S. um þessar hugmyndir.” Var siðan ákveðið að þeir félagar, Erlendur og Sigurður Sverrir hæfust handa um undirbúning að myndinni. Fram kemur að þeir hafi afhent sjónvarpinu fyrstu drög að handriti um mitt ár 1977 en viðbrögð hafi látið á sér standa og þvi ekki reynst unnt aö hefja að nýju vinnu við verkið fyrr en sumarið 1978. Þá var undirritaður samning- ur urh gerð handrits við þá Er- lend og Sigurð Sverri og sagði þar að báðir aðilar hafi verið sammála um að fyrirtæki þeirra, Lifandi myndir h/f, ann- aðist gerð myndarinnar i sam- vinnu við sjónvarpið, eftir að handritsstigi lyki. Undirbúningur hafinn af fullum krafti. Næstu mánuði unnu þeir Sig- urður Sverrir og Erlendur siðan að handritinu og afhentu um áramótin 1978-79 sjónvarpinu fullkomna efnislýsingu og fengu jafnframt Jónas Kristjánsson til þess að semja samtöl myndar- innar. Einnig var unnið að þvi aö kynna þetta verkefni fyrir starfsmönnum sjónvarpsins, kostnaöaráætlanir samdar o.s.frv. Jafnan stóð þó á endan- legu samþykki útvarpsráðs og dróst sifellt aö vinna hæfist en þeir félagar höfðu ætlað að byrja tökur strax sumarið og haustið 1979. Það var svo loks á fundi útvarpsráðs 4. mai 1979 að verkefnið var formlega sam- þykkt. „Verkið var nú á mjög viðkvæmu stigi. Allir þræðir þess voru nú um það bil að falla i einn farveg, mótun leikmynd- ar og leikmuna var að byrja, leikaraval stóð fyrir dyrum og ásamt þessu þáttum var endan- leg gerð samtala með Jónasi framundan,” segir i greinar- gerðinni. „Þráinn Bertelsson ætlaði sér langtum stærri hlut..” Siðan segir að á þessum tima hafi sjónvarpið verið háð þvf ákvæði i samningum við leikara aðleikstjórn stærri verka i sjón- varpiskyldi unnin af meðlimum Félags leikstjóra á Islandi en þeir Sigurður Sverrir og Er- lendur eru ekki i þvi félagi enda uppistaða þess leikstjórar úr leikhúsunum. Fengu þeir þvi tii samstarfs mann úr þessu félagi skv. tilmælum sjónvarpsins. „En áður en til þess kæmi, að það reyndi á þetta samstarf, óskaði RUV ( sjónvarpið) skyndilega eftir þvi, að við leituðum eftir samstarfi við kvikmyndaleikstjóra (þrátt fyrir rök okkar gegn þeirri ákvörðun) og fyrir atbeina leiklistarráðunautar sjónvarps- ins var sérstök áhersla lögð á einn aðila, Þráin Bertelsson. 1 mars (1979) ræddu E.S./S.S.P. við hann og virtist i fyrstu sem um samstarf gæti orðið að ræða. Eftir að verkið hafði verið sam- þykkt i mai kom hins vegar i ljós að Þráinn ætlaði sér langt- um stærri hlut en áður hafði verið um rætt. Leiddi það til þess að við slitum frekari sam- vinnu við hann og óskuðum eftir þvi að leikstjóramálið yrði endurskoðað. Svarið við þessari málaleitan var einhliða ákvörö- un RUV (4.6.1979) að fela Þráni Bertelssyni alla stjórn á verk- inu. „Starfspólitisk ákvörð- un...” Hér var um aö ræða starfs- pólitiska ákvörðun. Snorraverk- efnið lenti I þvi að vera notað til að koma á skipulagsbreytingu innan sjónvarpsins hvað varðar starfssviö dagskrárgerðar- manna...” Siðan segja þeir Er- lendur og Sigurður Sverrir að þeir hafi ekki átt annarra kosta völ en að skiljast við verkið. Þeir gerðu hins vegar sam- komulag við sjónvarpið um meðferð handrits þar sem sagði aö „eigi skyldi skertur höf- undarréttur viðkomandi (þ.e. E.S./S.S.P.)” og auk þess tekið fram aö Lifandi myndum h/f skyldi vera gerö grein fyrir hugsanlegum breytingum, áður en kvikmyndatakan hæfist. „Upptökur á Snorramynd hófust 28. mai s.l., án þess að fyrrnefndum skilyrðum samn- ingsins væri fullnægt. 7 dögum eftir að upptökur hófust var okkur afhent samtalshandrit myndarinnar eftir að við höfð- um gert kröfu um að sjónvarpið stæði við gerða samninga og af- henti greinagerð um breyting- ar. Af þessu samtalshandriti má ráða að svo miklar breytingar hafa verið gerðar á formi og megininntaki verksins, án okk- ar samráðs, að viö erum neydd- ir til að firra okkur allri ábyrgö á þeirri Snorramynd sem nú er I upptöku,” segir að lokum i greinargerð Sigurðar Sverris Pálssonar og Erlends Sveins- sonar. -ij . . ni jjvoou ouin luiomuiui iti uiu Hárnæring N.L.F . búðirnar Laugavegi 20B óöinsgötu 5 (v/öðinstorg). Hei/dsö/usimi: \ W262 r ^I^VeljumVIGDÍSI SKRIFSTOFUR STUÐNINGSMANNA REYKJAVÍK Laugavegi 17. Símar 26114 og 26590. Opiö 10—22. Forstöóumaður: SVANHILDUR HALLDÓRSDÖTTIR SELTJARNARNES: Vallarbraut 16 Sími 13206 Opið öll kvöld Forstöðumaður: SVEINBJORN JONSSON MOSFELl.SSVEIT: Versl. Þverholt Simi 66960 Opið 17—19 Forstöðumaður: ANNA SIGGA GUNNARSDÖTTIR. AKRANES: húsi Slysavarnarfélagsins. Sími 93-2570. Opið 14—17 og 20—22 Forstöóumaður: HRONN RlKARÐSDÖTTIR BORGARNES: Snorrabúö Gunnlaugsgötu 1. Sími 93-7437 Opið virka daga 15—18 og 20—22 og 14—17 um helgar Forstöðumaður: ÓSK AXELSDÓTTIR GRUNOARFJÚRÐUR: Grundargötu 18 Sími 93-8718 Forstöðumaður: JÓNA RAGNARSDÓTTIR. STYKKISHOLMUR: Skúlagötu 14. Sími 93-8317. Forstöðumaður: ÞORSTEINN AÐALSTEINSSON PATREKSFJÖRÐUR: Aöalstræti 15. Simi 94-1455 Opið 20—22 virka daga og 12—22 um helgar. Forsvarsmenn: BJARNI ÞORSTEINSSON O FL ISAFJÖRÐUR: Austurvegi 1. Sími 94-3121 Opið 14—17 Forstööumaður: JÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR HVAMMSTANGI: Melavegi 15. Sími 95-1486. Opið 20—22 virka daga nema laugardaga 14—17. Forstöðumaöur: EYJÓLFUR MAGNUSSON SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfirðingabraut 8 Sími 95-5790 Opin 15—22 Forstööumaður: HEIÐMAR JÓNSSON SIGLUFJÖRÐUR: Gránugötu 4 Sími 96-71319. Opiö 17—19 Forstöðumaður: HERMANN JÓNASSON DALVÍK: Skíðabraut 3. Simi 96-61229. Opiö virka daga 20—22 og 14—22 um helgar Forstööumaður: SVANHILDUR BJORGVINSDOTTIR AKUREYRI: Strandgotu 19 Simi 96-25233 og 25980 Opið 13—22 Forstoóumaður HARALDUR M SIGURÐSSON HÚSAVÍK: Laugarbrekku 22 Simi 96-41731 Opið 17—22 virka daga og 14—18 sunnudaga Forstoðumaður: ASTA VALDEMARSDÓTTIR VOPNAFJÖRÐUR: Kolbeinsgötu 16. Sími 97-3275 Opið 20—22 Forstoðumaður: BJÖRN BJÖRNSSON SEYÐISFJÖRÐUR: Norðurgotu 3. Sími 97-2450 Opið 20—22 Forstoðumenn: VIGDÍS EINARSDÓTTIR og ODDBJORG JÖNSDÓTTIR EGILSSTAÐIR: Laugavollum 10 Sími 97-1585 Opið 20 30—22 virka daga en á laugardogum 13—15 Forstoóumaður EINAR RAFN HARALDSSON NESKAUPSTAÐUR: Tönabæ við Hafnarbraut Simi 97-7204 Opið 20—22 Forstöðumaóur VALUR ÞÖRARINSSON ESKIFJÖRÐUR: Bleikárhlið 59 Sími 97-6435 Opið 20—22 Forstoðumaður SIGRIÐUR KRISTINSDÖTTIR HÖFN HORNAFIRÐI: Miðtúni 21 (Miðgarði) Simi 97-8620 Opið 14—22 Forstoðumaður ERLA ASGEIRSDÓTTIR VESTMANNAEYJAR: Miðstræti 11 Simi 98-1139 Opið virka daga 17—21 og 14—18 um helgar Forstoðumenn EIRIKUR GUÐNASON HRAFNHlLDUR ASTÞORSDÖTTIR O FL SELFOSS: Þöristúni 1 Sími 99-2251 Opið 14—22 virka daga og 14—18 um helgar Forstoðumaður GRIMUR BJARNDAL KEFLAVÍK: Hafnargotu 34 Simi 92-2866 Opið virka daga 20—22 og 14—18umhelgar Forstoðumaður VILHJALMUR GRIMSSON HAFNARJFÖRÐUR: Reykjavíkurvegi 60 Simi 54322 Opin virka daga 17—22 og 14—18 um helgar Forstoóumaður GUÐRUN EINARSDÓTTIR KÓPAVOGUR: Auöbrekku 53. Simi 45144 Opið 15—21 Forstööumaður: ERLA ÓSKARSDÓTTIR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.