Vísir - 05.07.1980, Page 13

Vísir - 05.07.1980, Page 13
VÍSIR Laugardagur 5. jlill 1980. WSi 13 9,Glasabarnid” ad verda tveggja ára: „Hún er krafta- verkið okkar...” Louise Brown er í engu frábrugöin öðrum tveggja ára börnum. Hún er kátt og ánægt barn sem getur verið þrjóskt þegar svo ber undir. Hún er nú önnum kafin við að reyna að læra að tala og lærði nýtt orð um daginn: „Afsakið". Nú segir hún afsakið í tfma og ótíma. Hver er þessi Louise Brown? Jú, sennilega er hún eitthvert frægasta barn sem um getur. Hún er fyrsta „glasabarnið". Fyrir tveimur árum eða svo, 25. júli 1978, fæddist hún í þennan heim eftir að hafa verið getin í til- raunaglasi. Sem eðlilegt var mátti hún, og foreldr- ar hennar, þola geysilegt umtal og athygli en nú er aðeins farið að hægjast um. Foreldrarnir leggja mikla áherslu á að Louise sé aðeins venjulegt barn og í engu frábrugðin jafnöldrum sínum. Nema hvað hún er sennilega já- kvæðari og glaðari en f lest börn önnur. Kannski glasið hafi þar eitthvað að segja. Móðir hennar segir: „Stundum þegar við er- um úti að ganga þekkir fólk hana og fer að stara. En svo sér það að hún er bara yndisleg, eðlileg stúlka". Svo bætir hún við: „En hún er krafta- verkið okkar..." ,Hva, setti ég þennan blett I fötin?” ,Fáöu þér nú te, bangsi minn...’ ■ Louise þvkir fjarskalega gaman aö heimilishundinum Sheltie. „Hundurinn fær aldrei frib”, segir móöir hennar. „Glasabarniö” úti i náttúrunni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.