Vísir - 25.07.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 25.07.1980, Blaðsíða 3
Jóhannes Ingibjartsson (Visism. Björn Pétursson) „SUM” í fyrsta sinn hérlendis: A fjórOa hundrað hátnakendur frá Norðurlöndum „SUM” eru kristileg mót sem haldin eru árlega á Norðurlöndum og er nú i fyrsta sinn haldið slikt mót álslandi. Mótið verður haldið á Akranesi og verður það sett i kvöld. Við brugðum okkur inn i iþróttahúsið á Akranesi en þá var undirbúningur á lokastigi. Við hittum þar, Jóhannes Ingibjartsson, sem er i undirbúnings- nefndinni, og fræddi hann okkur litið eitt um mótið. Yfirskrift mótsins á Akranesi er „Guð aö starfi” og veröur f jall- aö um þaö efni á samkomum mótsins, en ræöumenn eru frá öll- um Noröurlöndum. Aöalstarfiö fer fram i iþróttahUsinu, sem hef- ur veriö haglega innréttaö meö samkomusal og aöstööu fyrir mötuneyti. Þá fer einnig fram starf i skólum bæjarins og kirkj- unni, og útisamkoma veröur á Akratorgi á sunnudeginum. Þátt- takendur, sem koma aö, hafa aö- setur I skólunum, en alls munu þátttakendurnir vera á milli 300-350 viösvegar aö frá Norður- löndunum. Sérstakt túlkunarkerfi veröur starfrækt á mótinu fyrir Finna og Islendinga. Þetta kerfi var fyrst notaö á kristilega stúd- entamótinu sem haldið var hér á íslandi áriö 1975, en hefur siöan verið notaö á flestum kristilegu mótunum á Noröurlöndunum. 1 þeim tómstundum sem gefast frá mótinu eru skipulögö ýmis störf, m.a. veröur keppt i iþrótt- um og farið veröur I eins dags skoöunarferö um Suöurland. Einnig veröur, ef veöur leyfir, boöiö upp á flug- og/eða bátsferö- ir. Eins og áöur sagöi verður mótiö sett i kvöld i iþróttahúsinu á Akranesi kl. 20.15. Þar mun biskup Islands flytja aöalræðuna fyrir hönd tslendinga. öllum er heimilt að koma og taka þátt I kvöldsamkomum mótsins og bibliulestrum, sem fara fram á morgnana. — AB Arnarflug: LEIGIR ANNAN HREYFIL I STAD ÞESS ER RRANN ,,Þetta er ekkert alvarlegt mál. Þetta kemur allt- af öðru hvoru fyrir hreyfla,” sagði Halldór Sigurðs- son hjá Arnarflugi um skemmdirnar á hreyfli hinn- ar nýju Piper Cheyenne flugvélar Arnarflugs. En eins og kunnugt er kom upp eldur i henni, er hún var að leggja upp i reynsluflug s.l. þriðjudag. Halldór sagði, aö ekki væri vit- að, hvort orsakir þessa óhapps væru utanaökomandi hlutur, sem sópast heföi upp i hreyfilinn af flugvellinum, eöa hvort um bilun eöa galla i hreyflinum hafi verið aö ræða. Hann sagöi ennfremur, aö ný- lega heföi fariö samskonar hreyf- ill úr skrúfuþotu flugmálastjórn- ar ogheföihún leigt annan á meö- an. Nú heföi flugmálastjórn feng- iö hreyfilinn úr viðgerö, þannig aö allt benti til, aö Arnarflug gæti leigt leiguhreyfilinn, en þann bil- aöa þarf aö senda utan til viö- geröar, sem Halldór sagöi, aö myndu ekki taka langan tima. — K.Þ. H M 1 * % t ' M versiunarstrið kea og Hagkaups á Akureyri: Hagkaup fær kjðt frá Svalbarðseyri ,,Þeir buðu okkur þessa þjónustu og hún er ■ þannig að það er eins og við séum sjálfir með ■ kjötvinnslu, þeir vinna allt eftir okkar höfði” I sagði Ómar Kristinsson, verslunarstjóri Hag- | kaups á Akureyri, en Hagkaup kaupir kjötvörur ■ sinar frá Kaupfélagi Svalbarðseyrar, en ekki [ KEA. I ,,Við þurftum þvi ekkert að leita annað, þar | sem við fengum bestu samninga hjá Kaupfélagi ■ Svalbarðseyrar. Annars er þetta aöeins 20 fkiPtir, viö Sláturfélag Suöur- J minútna akstur, sambærilegt lands^sagöi ómar. |^viö þaö að Jón i Straumnesi „Nei, við höfum ekki fengiö neinar athugasemdir frá KEA” sagði Karl Gunnlaugsson kaup- félagsstjóri á Svalbaröseyri. „Ég geri nú ráö fyrir að Hag- kaup hafi valið þessa leiö vegna samkeppninnar i smásölu- verslun — en fyrir okkur þýöir þetta helmings aukningu i kjöt- sölu.” Samkvæmt heimildum Visis frá Akureyri hefur þegar hafist hörð samkeppni milli KEA og Hagkaups i verölækkunum og má vart á milli sjá hvor hefur betur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.