Vísir - 25.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 25.07.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSJM Föstudagur 25. júli 1980 utgefandi: Revkjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davió Guflmundsson. ‘Vitstlórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.-. Ritstjórnarfulltrúar: Bragl GuAmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guflmundur G. Pétursson. Bla&amenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugl Jökulsson, Jónlna Mlchaelsdóttir, Kristin Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Póll Magnússon, Sigur|ón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaflamaflur á Akureyri: GIsli Sigur- gelrsson. Iþróttir: Gylfl Krlstjónsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Aléxandersson. Uflit og hönnun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson og Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 8óóll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 8óóll og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 250 krónur ein- takið. Visir er prentaður I Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14. Ef Alþýöubandalagsmenn hafa sitt fram, mun áætlunum um nýja flugstöð verða pakk- aO niöur i skúffu. Viö munum áfram búa viö þá lágkúru aö horfa upp á hermanna- bragga og herlögreglu þegar feröast er til og frá landinu. Frétt Vísis í gær um nýja flug- stöð á Kef lavíkurf lugvelli og aðrar framkvæmdir í tengslum við hana hefur vakið athygli og írafár. (rafárið kemur úr röðum Al- þýðubandalagsmanna sem sjá rautt, þegar minnst er á varnar- stöðina og hvaðeina sem henni tengist. Þannig mótmæla þeir ákaft tilflutningi á olíutönkum, sem sveitarfélögin á svæðinu leggja mikla áherslu á að fari fram, bæði af skipulagsástæðum sem og af mengunarhættu. Bandaríkjamenn bjóðast til að kosta þessa framkvæmd sem mun kosta 45 milljarða króna. Ný flugstöðvarbygging hefur lengi verið f bígerð, en árið 1974 var gerður milliríkjasamningur um að kostnaður af f ramkvæmd- um skiptist jafnt milli fslendinga og Bandaríkjamanna. Hefur það verið talið hagstætt samkomulag og að flestra dómi brýnt verk- efni. Til viðbótar liggur fyrir að Bandaríkjamenn greiði einir kostnað við byggingu flughlaða og lagningu vega að nýju flug- stöðinni. Hvað sem sagt verður um veru varnarliðsins á Miðnesheiði og hvort sem menn eru fylgjandi dvöl þess eða ekki, þá hefur það verið þjóðarskömm að búa við þær aðstæður að allir ferðamenn, innlendir sem erlendir, hafa þurft að aka um varnarstöðina sjálfa. Það er auðmýkjandi og sjálfstæðri þjóð ósamboðið að eini alþjóðaflugvöllur landsins skuli vera svo í sveit settur, að það f yrsta eða síðasta sem ferða- langar horfa upp á eru her- mannabraggar og herstöðva- mannvirki. Til skamms tíma hafa fslendingar jafnvel þurft að sætta sig við eftirlit herlögreglu, þegar þeir áttu erindi um Kefla- víkurf lugvöll. Þetta hefur verið óviðunandi ástand og löngu tímabært að að- skilja verndarstöðina frá al- mennri umferð til og frá flug- vellinum. Þeir, sem hafa ímug- ust á veru varnarliðsins hér ættu fyrstir manna að viðurkenna .nauðsyn þessa aðskilnaðar. En þegar kemur að því að hrinda þessu í framkvæmd, rísa Alþýðubandalagsmenn upp til ákaf ra andmæla. Og nú eru rökin ekki lengur þau, að ný f lugstöð sé óþörf, þar sem herinn eigi að fara, heldur leyfir Olafur Ragn- ar Grímsson sér að fullyrða að þessi framkvæmd komi ekki til greina, þar sem Atlantshafsf lug- ið sé að lognast út af, og að það sé brjálæði að reisa svo dýran minnisvarða um liðna tíð í flug- sögunni. Það er reisn yfir þess- ‘um röksemdum eða hitt þó held- ur. Alþýðubandalagið taldi sig hafa unnið glæstan sigur, þegar það fékk samþykkt í stjórnar- sáttmála, að ekki yrði ráðist í framkvæmdir við flugstöðvar- bygginguna nema með sam- komulagi allra aðila í ríkisstjórn- inni. Víst hef ur það verið drjúgur árangur hjá þessum afturhalds- mönnum að fá neitunarvald í þessu máli, og dæmigerður vesaldómur hjá samstarfsaðil- um þeirra að samþykkja þetta ákvæði. Ekki er annað að sjá, ef þver- móðska og forpokun Alþýðu- bandalagsins er söm við sig, en að ölafur Jóhannesson verði að beygja sig og bugta og pakka nýrri flugstöð niður í skúffu. Um Gunnar Thoroddsen og félaga þarf víst ekki að tala. Álit þeirra virðist litlu skipta, enda forðast þeir í þessu máli sem öðrum að hafa skoðun. „No comment" er þeirra svar. Ef þetta tækifæri, sem (s- lendingar hafa nú, til að reist verði myndarleg flugstöð á eina alþjóðaflugvelli landsins, gengur okkur úr greipum er útséð um, að úr því verði í fyrirsjáanlegri framtíð. Við verðum áfram að búa við þá lágkúru að aka í gegnum herstöðina og bjóða gestum okkar upp á hermanna- bragga sem fyrstu landkynning- una. Það er reisn yfir þeirri ríkis- stjórn sem að því stuðlar. ÞjÖBARHAUDSÝN Fyrst vil ég bibja ykkur um eitt, kæru lesendur. Reynið að ihuga stillilega og hlutdrægnis- laust það sem ég hefi að segja. Ýmislegt af þvi kann að koma einhverjum óþægilega, af þvf að þaö kemur i bága við það, sem fólk hefir vanist. Látið þá samt ekki verða ykk- ur til svo mikils hneykslis, aö þiö látið eins og vind um eyru þjóta. öllum getur yfirsést, og það jafnvel I þeim atriðum sem við teljum mikilvægust. Mér getur skjátlast, og ykkur getur lika skjátlast. Þegar öllu er á botninn hvolft, er ekki allt und ir þvi komiö, aö viö verðum ofan á, heldur að það veröi ofan á, sem i raun og veru er mikilvæg- ast fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðarheildina. Þess vegna segi ég, lesið þetta með stillingu og góövild. Málefnið sem ég ætla að flytja, er hiö timabærasta um- talsefni, ég hika ekki við að segja hið mikilvægasta er á dagskrá getur komið hjá Sjálf- stæðisflokksmönnum og konum um allt Island. Ekkert viöfangsefni Sjálf- stæöisflokksins er jafn-örðugt og ef til vill þungróið, aö velja nýjan flokksleiðtoga. Aldrei hefur baráttan verið snarpari en einmitt þessa dagana. Þessi orö eru skrifuð til þeirra er játa sig f tölu hugsjónar Sjálfstæöis- flokksins. Það er ábyggilega voldug fylking, ef allir þeir, sem þannig i orði kveðnu telja sig, fylgja Sjálfstæðisflokkshug- sjóninni, engju fram. En þvf fer fjarri, að allir þeir sem kalla sig Sjálfstæöismenn finni hjá sér köllun til þess. Of stór hluti stendur kaldur og með öllu af- Landsfundur Sjálfstæðisflokksins mann flokksins hefur meðal annars það hlutverk að kjósa formann og varafor- neöanmals Helgi Vigfússon skrifar og segir aö vekja þurf i at- hygli á að þjóðarheill sé í hættu ef ekki tekst að finna hæfileikamann hið fyrsta til að gegna for- ingjastörfum fyrir Sjálf- stæðisf lokkinn. Um nokk- urt skeið hafi verið mikið djúp milli flokksleiðtog- ans og kjósenda Sjálf- stæðisf lokksins. skiptalaus, dregur sig i hlé og vilja hvergi nærri koma. Afskiptaleysi af stjórnmálum er orðið nokkuö mikið rikjandi jafnvel sinnuleysi svo magnað, alvarlegir örðugleikar að fá dugmikla drengskapar og hæfi- leikamenn til starfa, meö for- ystuhæfileika, vitsmuni, hug- sjónaeld og aðlaöandi fram- komu, er standa vörö um sjálf- stæði landsins á Alþingi íslend- inga. Það bætir nú heldur ekki úr skák hinar illvigu deilur innan Sjálfstæðisflokksins, er draga dilk á eftir sér, til stórkostlegs skaöa fyrir landið og þjóðina. 1 I Vinstri menn i landinu yrðu glaöir ef tækist að drepa Sjálf- stæöisflokkinn eöa kljúfa hann mélinu smærra. En sannleikur- inn er sá, aö fjöldi skynbærra manna, hugsandi alþýðumanna til sjávar og sveita hefur mjög þungar áhyggjur af framvindu mála i landinu, eins og málin hafa verið að þróast siðustu árin tvö til þrjú, hin ógnvekjandi verðbólga og annars vegar ófriðarblikurnar i heiminum. Enginn getur rengt þær staö- reyndir að aldrei hefur verið uggvænlgra i heiminum siðan að siöari heimsstyrjöldinni lauk. Hinn almenni borgari i land- inu hefur yfirleitt látið málefni Sjálfstæðisflokksins afskipta- laus eða hlutlaust 1 deilum manna um virðingarsæti. En nú hefir um nokkurt skeiö verið mikið djúp milli flokks- leiðtogans og kjósenda Sjálf- stæðisflokksins, og hefir þetta sem skiljanlegt er haft hin iskyggilegustu áhrif, hnekkt þeirri tiltrú, og samhyggð sem á að vera milli foringja stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar og borgarans i landinu. Menn una þessu ekki lengur. Meölimir hinna ýmsu sjálf- stæðisfélaga um allt island, kjósendur Sjálfstæðisflokksins verða að koma þeim skilaboð- um til „Landsfundar” Sjálf- stæðisflokksins, er kýs foringj- ann, hvern þeir vilja I þaö hefö- arsæti, foringja með dáö, drenglyndi, vitsmuni, mælsku, háttvisi. Sýna verður fólki fram á þörf- ina, vekja áhugann, opna aug- un, að þjóðarheill er I hættu, ef ekki tekst aö finna hæfileika- mann hiö fyrsta, timinn er naumur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.