Vísir - 25.07.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 25.07.1980, Blaðsíða 17
vtsm Föstudagur 25. júli 1980 21 Undanfarnar vikur hefur heldur betur hitnað i kolunum út af ákvörðun rikis- stjórnarinnar um að koma i veg fyrir eðli- lega hækkun á verði Hitaveitu Reykjavikur. Einn stjórnarþing- manna, Guðmundur G. Þórarinsson, hefur lýst þvi yfir að hann muni ekki styðja stjórn, sem stefndi að þvi að oliu- kynda Reykjavik. Guð- mundur er 12. þing- maður Reykvikinga og sér sæng sina upp- breidda, ef stjórnin heldur áfram óbreyttri stefnu i málefnum Hitaveitunnar. Visitöluáhrif hækkunarinnar Inn I þessar umræöur hafa aö sjálfsögöu spunnist önnur atriöi skyld og óskyld. Eitt er þaö aug- ljdsa óhagræöi fyrir borgar- fyrirtækin, aö visitölufjölskyld- an skuli eiga og reka heimili i Reykjavik. Allir viröast vera sammála um aö breyta þessu fyrirkomulagi, en til þess þarf samkomulag viö aöila vinnu- markaöarins. Þaö er hins vegar afar athyglisvert, aö visitölu- áhrif veröhækkunar á heitu vatni hafa veriö mjög litil miöaö viö annað. Veröhækkun á heitu vatni s.I. vor myndaöi aöeins 1/70 af visitSuhækkuninni, sem þá varö. Allt tal um aö útilokaö sé aö hækka verö á heitu vatni I Reykjavik af visitöluástæöum er Ut i bláinn. Hinn 14. mal s.l. uröu umræö- ur utan dagskrár á Alþingi um málefni Hitaveitunnar vegna ákvöröunar rikisstjórnarinnar um aö fresta lausn á vanda fyrirtækisins. I þeim umræöum kom ýmislegt athyglisvert fram og veröur sumt af þvl rakiö hér á eftir. Af hveriu ekki erlend lán? Hitaveitan þjónar nú fjórum nágrannasveitarfélögum. Viö þá stækkun kerfisins, sem efnt var til á slnum tlma, var gripiö til þess ráös aö taka erlend lán. Eftirstöövar þeirra lána eru nú 5 til 6 milljaröar og árlegar greiöslur afborgana og vaxta a.m.k. 1.200 milljónir króna. Viö eölileg verölagsskilyröi væri nú búiö aö greiöa niöur þessi lán, án þess aö veröiö á heita vatn- inu væri hærra en þaö er I dag. Forráöamenn rlkisstjórnar- innar hafa bent stjórnendum Hitaveitunnar á aö taka erlend lán, en sllkt er útilokaö af þeim einföldu ástæöum, aö verö á heitu vatni I Reykjavlk stendur ekki undir auknum fjármagns- kostnaöi vegna erlendrar lán- töku nema loforö stjórnvalda fyrir verulegri hækkun á veröi liggi fyrir. Fyrirvari við niður- talningu. Eins og alþjóö er kunnugt um ætlar rlkisstjórnin aö telja niöur veröbólguna I áföngum. Ekki verður hér fjallað um þá aöferö og hún látin liggja milli hluta aö sinni. Aöalatriöiö er, aö i stjdrnarsáttmála rlkisstjórnar- innar, þar sem aöferöinni er lýst, var haföur eftirfarandi for- máli eöa fyrirvari, sem hér birtist orðréttur: „Fyrir mánaöarmótin mal-júnl 1980 skulu afgreiddar sérstaklega hækkunarbeiönir fyrirtækja og stofnana, sem nauösynlegar kunna aö teljast til aö verö- breytingar sllkra aöila geti slö- an falliö innan þess ramma, sem framangreind mörk setja”. Hér er viö þaö átt, aö I upphafi átti aö koma fyrirtækjum og stofnunum á eölÚegan rekstrar- grundvöll til þess aö þau gætu tekiö þátt I niöurtalningarleikn- RlKISSTJÚRN A KÖLDUM KLAKA um. Uppsafnaöur vandi fyrir- tækjanna átti aö fara út I verö- lagið og slöan átti niöurtalning- in aö taka völdin. Þrátt fyrir þessa klásúlu I stjórnarsáttmálanum fékk Hitaveitan aöeins fjóröung af þeirri hækkun, sem iðnaöar- ráöuneytiö lagöi til og aöeins sjöttung af umbeöinni hækkun af hálfu fyrirtækisins sjálfs. Til þrautavara lagöi iðnaöarráöu- neytiö til, aö fyrirtækiö fengi 20% en rlkisstjórnin sat við sinn keip og endurtók aö 10% væri hin heilaga ákvöröun. Aðrar hitaveitur fengu umbeðnar hækkanir Aörar hitaveitur i landinu fengu miklu meiri hækkun en Hitaveita Reykjavikur og þaö sem meira er. Þær fengu yfir- leitt þær hækkanir, sem þær báöu um. Viöskulum gefa verö- lagsráöherranum, Tómasi Arnasyni, oröiö, þegar hann svaraöi fyrirspurn minni hinn 14. mal s.l.: Hitaveita Seltjarnarness baö um 30% hækkun, Mosfells- hrepps um sömu hækkun og Hitaveita Reykjavlkur, Suöur- nesja 9.2%, Þorlákshafnar um 22.5%, Hverageröis um 40%, Vestmannaeyja um 41.5%, Hvammstanga um 30%, Siglu- fjaröar um 34%, Clafsfjaröar um 23.3%, Dalvlkur um 47,2%, Akureyrar um 53%, Reykjahllö- ar um 20%, Selfoss um 12%, Orkubús Vestfjaröa 12,5%. Og hann spuröist fyrir um þaö hvemig heföi veriö brugöist við þessum beiðnum. Þær komu ekki til kasta rlkisstj. vegna þess að þaö var samkomulag um þaö milli gjaldskrárnefndar og viðkomandi rn. Nú er það mála sannast, aö fjárhagur hitaveitnanna I land- inu er ákaflega misjafn og sér- staklega er hann erfiöur hjá þeim hitaveitum, sem hafa veriö aö fjárfesta mikiö á allra seinustu árum og þess vegna eru þessar beiönir eins og sést af þvf sem ég las hér upp áöan ákaflega misjafnar og misháar. En gjaldskrámefnd ákvað aö fallast aö mestu leyti á umbeön- ar hækkunarbeiönir sem ég gat um hér áöur. Þessar beiönir bámst gjaldskrárnefnd seint og þeim fylgdu ahnennt ekki nægi- neöanmals Friðrik Sophusson al- þingismaður skrifar um viðbrögð ríkisstjórnar- innar við óskum Hita- veitu Reykjavíkur um lækkun á gjaldskrá og segir splunkunýjar tölur sanna, að forsendur Hita- veitunnar voru haldbetri en forsendur gjaldskrár- nefndar fyrir ákvörðun rikisstjórnarinnar. lega fullkomin gögn og þess vegna gat n. aöeins lauslega kannaö fjárhagsstööu fyrirtækj- anna innan þeirra tlmamarka, sem henni voru sett um tillögu- gerö. N. varö þó ljóst, af þeim gögnum, sem fyrir lágu aö margar hitaveitnanna eiga við fjárhagsöröugleika aö etja og taldi þvl rétt aö þessu sinni aö leggja til, aö þeim yröu að mestu heimilaöar umbeðnar gjald- skrárhídikanir eins og iönrn. haföi lagt til.” Þessa tilvitnun I ræöu Tómas- ar biö ég áhugasama lesendur um aö lesa tvisvar, þvl aö I henni kemur fram, aö aörar hitaveitur en HR fengu umbeðn- ar hækkanir, þrátt fyrir aö ekki væru til staöar „nægilega full- komin gögn”. Til aö kóróna allt saman — kannske I viöur- kenningarskyni viö vel unnin gögn HR — fékk HR aö hækka heimtaugagjaldiö um 58% eins og um var beöiö. Vart þarf aö taka fram aö heimtaugagjaldiö er ekki i vlsitölunni. Vill rikisstjórnin leið- rétta eigin ákvarðanir? 1 umræöunum á Alþingi, sem fyrr er til vitnaö, var ráöherra spurður aö þvl, hvort nýjar upp- lýsingar og breyttar forsendur mundu geta haggaö úrskuröi rikisstjórnarinnar. Tómas svar- aöi m.a.: „Hann (þ.e. greinarhöfundur —FS) spuröist fyrir um það hvort rikisstj. væri reiðubúin til að breyta niöurstööu sinni vegna Hitaveitu Reykjavikur, ef ný gögn kæmu fram og sýndu að rangar forsendur voru not- aðar við þessa ákvarðanatöku. Ég vildi svara þvi að aö sjálf- sögðu er rikisstj. reiöubúin til þessað leðrétta sinar ákvarðan- ir, ef þær eru byggðar á röngum forsendum, það er alveg ljóst mál. Vitanlega verða menn að vinna þannig aö þessum málum sem öðrum að byggja á ákveðn- um forsendum, en slikar for- sendur hafa ekki breyst að mati rikisstj. og gjaldskrárnefndar og þess vvgna er ákaflega ólik- legt að þaö verði gerðar á þessu nokkrar breytingar”. Nú hefur þaö gerst aö splunkunýjar tölur sanna, aö forsendur HR voru haldbetri en forsendur gjaldskrárnefndar fyrir ákvöröun rlkisstjórnar- innar. Meö þvl er ekki veriö aö kasta rýrö á þá aöila, sem sæti eiga I gjaldskrárnefnd, sem er trúnaöarnefnd rlkisstjórnar- innar. Aöeins er veriö aö benda á, aö spádómur þeirra hefir reynst rangur I fyrsta lagi um almennar kostnaöarhækkanir á milli ára og I ööru lagi vegna minni vatnssölu, en gjaldskrár- nefnd reiknaöi meö, aö hún miðaði eingöngu við kaldasta árið þ.e. 1979. Þaö hlýtur þvl aö liggja beint viö, aö rlkisstjórnin leiörétti niöurstööur slnar, einsog Tómas Arnason viöur- kennir I sinu svari. Um þetta voru stjórnarþingmenn spuröir á nýafstöönum fundi þing- manna og borgarfulltrúa I Höföa, en þá fengust aöeins þau svör, aö HR gæti bara tekiö erlent lán. Stjórnarþingmenn halda áfram aö berja höföinu viö steininn og telja, aö þrátt fyrir allt hljóti áætlanir fyrir- tækisins aö vera rangar og aö- eins settar fram til aö hrella blessaöa rlkisstjórnina, sem varla má viö þvl „I baráttu sinni viö veröbólguna” eins og einn alþýöubandalagsþingmaö- ur komst svo hnyttilega aö oröi, þegar hann var nýbúinn aö lýsa þvl yfir aö afkoma HR væri ekki verri en annarra fyrirtækja I landinu og teldi hana vel stæöa fyrir vikiö. Líklega ætti Hita- veitan aö loka eins og frystihús- in, þvi aö þá vaknaöi kannske viökomandi þingmaöur af sælu- blundinum. Gjaldskrárnefnd er trúnaðarnefnd ríkis- stjórnar Gjaldskrárnefndir hafa starf- aö frá árinu 1977. Þær eru eng- inn dómstóll heldur þvert á móti trúnaðamefnd rlkisstjórna til aö gera tillögur til þeirra, þegar ágreiningur er um ákvöröun vegna hækkanabeiöna á þjón- ustu opinberra stofnana. Nú- verandi gjaldskrárnefnd er skipuö þremur fulltrúum rlkis- stjórnarpartanna og þeim er uppálagt aö fylgja þeirri stefnu, sem kemur fram I stjórnarsátt- málanum. Þetta þarf ekki aö þýöa þaö, aö gjaldskrárnefnar- menn vinni ekki sln störf eftir bestu samvisku, heldur eru for- sendur þeirra bundnar viö póli- tlsk markmiö sem stundum eru óraunhæf eöa jafnvel óskyn- samleg eins og I þessu tilviki, sem hér er til umræöu. For- sendur gjaldskrárnefndar voru m.a. 44% veröhækkanir á milli ára og sama vatnssala og I fyrra, sem var kaldasta ár um langt skeiö. Hitaveitan byggöi sina spá á -margra ára reynslu, sem er viöurkennd. Stjórn veitustofnana er ekki saman- safn öfgasinna, sem vill rlkis- stjórnina feiga. Þar eru stjórnarsinnar I meirihluta. Og hafi nú einhver stjórnarmanna klikkaö þar, þá má geta þess, aö þaö er borgarráö, sem endan- lega setur fram beiönir um breytingar á gjaldi. A fundinum I Höföa um dag- inn var málinu vísaö til fjár- hagsnefndar, sem er skipuö bæöi alþingis- og borgar- stjórnarmönnum. Vonandi leið- ir þaö samstarf til þess, aö menn komi sér saman um þaö, hverjar séu staöreyndir máls- ins. Hér er ekki veriö aö óska eftir hækkunum til aö koma rikisstjórninni I klipu. Hækk- unarbeiðnin er byggð á þeim sjónarmiöum, aö eitt hagkvæm- asta fyrirtæki landsmanna fái aö starfa viö eölileg skilyrði og koma þannig í veg fyrir óþarfa veröhækkanir I framtlöinni, þvl aö auövitaö veröur reikningur- inn fyrr eöa síöar greiddur af Reykvíkingum sjálfum. Ölafur Ragnar, sem sat hluta úr fundinum I Höföa, hefur sagt i blaðaviötali alveg nýveriö, aö hann hafi þar lagt fram glæný gögn frá gjaldskrárnefnd og vitnar mjög til þeirra máli slnu til stuönings. Þetta eru sömu upplýsingar og verölagsstjóri birtil Morgunblaöinu hinn 20. mal s.l. og eru úreltar vegna nýrri og haldbetri upplýsinga, sem gerbreyta reikningsfor- sendum. Svona langt geta menn seilzt I „baráttunni viö verö- bólguna”. Stefnan i orkumálun- um 1 stjórnarsáttmálanum, sem rlkisstjórnin er hætt aö minnast á af einhverjum ástæöum, segir áeinum staö: „Sérstök áhersla veröur lögö á aögeröir I orku- málum m.a. meö þaö að mark- miði, aö innlendir orkugjafar komi sem fyrst I staö innfluttrar orku og unnt veröi meö viöunandi öryggi aö tryggja af- hendingu orkunnar til notenda”, Þessi tilvitnun verkar eins og öfugmæli, þegar menn skoöa viöbrögö ríkisstjórnarinnar og þingliðs hennar I hitaveitumál- um Reykvíkinga. Forráöamenn Hitaveitu Reykjavlkur hafa um skeiöylj- aö rlkisstjórninni undir uggum meö rökföstum málflutningi shium. Loki rlkisstjórnin aug- unum enn fyrir vanda Hitaveit- unnar, kann svo aö fara, aö stjórnin komist næsta vetur á kaldan klaka bæöi I eiginlegri og óeiginlegri merkingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.