Vísir - 25.07.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 25.07.1980, Blaðsíða 27
31 VlSIR Föstudagur 25. júli 1980 I höndum Larsen varð heita svo leikandl létt Allir þeir sem til þekkja, vita aö endatafliö er sá þáttur skák- arinnar sem helst er vanræktur. Skákbyrjanir eru rannsakaöar án afláts, i leitinni aö þvi sem tryggi hvitum varanlega yfir- buröi, og svörtum jafnt tafl. Þegar sest er aö tafli, er enda- tafliö fjarlægt, og vonast er til aö andstæöingurinn veröi af- greiddur strax i byrjun, eöa þá allavega i miötaflinu. Meö auknum fjölda skákmóta eykst álagiö á keppendur, og eftir til- tölulega stuttar jafnteflisskákir, geta heilu mótin liöiö, svo ekki þurfi aö tefla endatöfl nema aö takmörkuöu leyti.Sem betur fer hafa jafnan fundist undantekn- ingar, skákmenn sem njóta sin bestiendatöflum og hafa ekkert á móti uppskiptum og þvi sem þeim fylgir. Bent Larsen þykir einn af snjöllustu endataflsmönnum heims, og byrjanaval hans miö- ast oft viö aö komast sem fyrst út í endatafliö, og reyna þar á þolrif andstæöinganna. Najdorf hefur sagt, aö ómögulegt sé aö undirbúa sig heima gegn Larsen, þvi hann leiki ávallt þvi sem sist hafi veriö viö búist. Frægt er dæmið um júgóslavn- eska stórmeistarann Ivkov, er hann mætti Larsen eitt sinn i undanrásum heimsmeistara- keppninnar, Larsen hafði áöur teflt Birds-byrjun töluvert, og Ivkov bjóst viö þessari sjald- gæfu byrjun. Hann rannsakaöi þvl einar 200 Birds-skákir áöur en einvigiö hófst og þóttist nú fær I flestan sjó. En Larsen lék auövitaö allt ööru og öll þessi vinna Ivkovs var unnin fyrir gýg. A skákmótinu I Bugoino, þar sem Larsen varö I 2. sæti, 1/2 vinningi á eftir heimsmeistar- anum Karpov, var skák hans gegn Bandarlkjamanninum Kavalek gott dæmi um sálfræði- legan undirbúning Larsens. Kavalek haföi svart, og teflir jafnan kóngsindverska vörn, fái hann tækifæri til. Þar nýtur hann sln vel I öllum þeim taktlsku flækjum.sem upp geta komiö, og þekkir gang mála' flestum betur. Bkák En Larsen kippti öllum þeim grunni undan Kavelek, er hann skipti upp á drottningum og mönnum viö fyrstu hentugleika. I staö þess aö tefla flókinn kóngsindverja, varö Kavalek aö tefla „einfalt” endatafl, og sllkt átti ekki viö leikfléttuspilarann Kav alek. En litum á skákina, hér hrós- ar sigri sálfræöilegur undirbún- ingur og frábær endataflstækni. Hvi'tur: B. Larsen Svartur: L. Kavalek Kóngsindversk vörn. 1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. e4 d6 4. d4 Bg7 5. Rf3 0-0 6. Be3 (Larsen-afbrigöiö nefnist þetta, og danski stórmeistarinn beitti þvl meö góöum árangri á mót- um 1967—’70, en á þvl tlmabili vann Larsen sigur I 8 skákmót- um I röö.) 6. ... e5 (Taliö best, m.a. af Fischer.) 7. dxe5 dxe5 8. Dxd8 Hxd8 9. Rd5 (Þetta taldi Fischer vera afleik, og svartur ætti að fá betra tafl eftir 9. .. Ra6. Slöan eru liöin rúm 10 ár, og margt hefur breyst á þeim tlma.) 9. ... Hd7 10. Rxf6+ Bxf6 11. c5 (Aö mati Gligorics er staöan þvi sem næst I jafnvægi, en þennan litla mun megnar svartur ekki aö jafna I þessari skák.) 11. ... He7 (Onnur áætlun var 11. .. b5 12. Bb5 Hd8 og koma biskupnum til b5 eöa a6.) 12. 0-0-0 Rc6 13. Bc4 Bg4 (Eftir 13. .. Be5 14. Bd5 væri staöa svarts erfiö.) 14. Bd5 Rd8 15. h3 Bxf3 16. gxf3 c6 17. Bc4 Re6 18. Hd6! Bg5 19. Bxe6 Bxe3+ 20. fxe3 Hxe6 21. Hxe6 fxe6 22. Kd2 (Kóngurinn veröur aö valda f- peöiö, þvl hróknum er ætlað mikilvægara hlutverk.) Bent Larsen er gamall „refur” viö skákboröiö og illsigrandi þegar sá gállinn er á honum 22. ... Hd8+ 23. Ke2 Kg7 (Hvftur viröist ekki hafa úr miklu aö moða, en Larsen finn- ur átakspunkt.) 24. b4! Kh6 25. Hbl Hd7 26. a4 a6 27. b5 axb5 29. Hxb5 Kg5 (Eitt skref enn, 30. . svartur er sloppinn.) . Kf6 og 31. Hxe5+ Kh4 (Eölilegra var 31. .. Kf6, þvi svartur má hvort eö er ekki vera aö þvi aö hiröa h-peöiö. Eftir 32. Hc5 Hc7 33. f4 væri svarta staöan vissulega þyngslaleg, en þetta gæfi meiri von.) 32. Hxe6 Hc7 33. f4! c5 (Svarturhefur engan tlma fyrir 34. .. Kxh3 35. f5.) 34. f5 gxf5 35. exf5 c4 36. f6 c3 37. Kdl Kg5 38. e4 Kg6 39. Kc2 Hc8 40. e5 h5 41. He7 og svartur gaf upp. 1 höndum Larsen varð þetta allt svo leikandi létt, aö engu likara var en einu mistök svarts heföu veriö aö leyfa drottningarkaupin I byrjun. Jóhann örn Sigurjónsson „TAKLETT ER SVALLSINS HVERFIHURД Þegar Loftur Guömundsson var að yrkja I Alþýöublaöiö eins og Steinn Steinarr, varö honum einu sinni ljóö á munni, sem byrjaöi svona: „Taklétt er svallsins hverfihurö”, og átti þá viö einu hverfihurð landsins, huröina á Hótel Borg. Slöan hafa þær oröiö fleiri, bæöi tengdar svalli og alvöru. Nú er þaö svo meö Hótel Borg aö hún hefur átt sinn góöa tlma og sinn dapurlega tlma, þegar aösókn var lltil og lltiö annaö aö hafa en taprekstur árum saman. Um sinn hefur veriö mikil aösókn aö Borginni um helgar, og viröist hún meö vissum hætti vera aö endurlifa gamla dýröardaga. En mitt I þessari velgengni kom löggæslan og lokaöi skemmti- staðnum s.l. föstudagskvöld. Þaö kvöld var bannað aö dansa eftir hálf tólf. A millistriösárunum var stundum getiö um Hótel Borg I sagnagerö þeirrar tiöar skálda, þótt bókmenntavitringar, sem aldrei hafa lesiöaftur fyrir eigiö fæöingarvottorö, haldi þvi fram aö aldrei hafi veriö búnar til Reykjavikursögur. Þá varö til sagan „Eftir miönætti á Hótel Borg” og var klámsaga. Titill- inn bendir til þess aö húsinu hafi ekki alltaf verið lokaö eftir klukku. En hiö sérkennilega lokunar- mál Borgarinnar núna bendir til þess aö enn séu öfl I gangi, sem nota sér af reglugeröum, sem voru ekki einu sinni látnar gilda um sveitaböll I dentið. Borgin mun talin taka 412 manns, en svo komu fulltrúar kerfisins og töldu 512 manns út úr húsinu. Refsingin skyldi vera aö loka fyrir dansinn eitt kvöld. Nú er Hótel Borg elsta og viröulegasta veitingahús borgarinnar og eitt besta húsiö, þar sem fólki er veittur beini frá þvl átta á morgnana og fram til miönættis nema þegar dansaö er um helgar. Vegna þess aö húsiö veitir þessa þjónustu er þvlreiknað annaö gólfrými und- ir persónur en þeim húsum sem opna bari sina klukkan tiu aö kvöldi og fá aö selja áfengi sam- kvæmt ákvæöum um matsölu, sem þau leysa með þvl aö láta senda eftir samlokum f Ask. Þessi hús mega hafa einn og hálfan gest á móti hverjum ein- um á Borginni. Þetta er auðvit- aö ósanngjarnt I hæsta máta og eflir varla bindindi I borginni til muna. Aliar þessar reglur um veitingahús og opnunartima þeirra, þurra daga og blauta daga, eru aöeins leifar frá tim- um þeirrar miklu bindindis- vakningar, sem varö hér I byrj- un aldarinnar og nokkru fyrir aldamót. Þá voru ort grátklökk ljóö um börn, sem voru send svöng og köld eftir feörum sfn- um á vertshúsin, þar sem þeir sátu og drukku út kaupið sitt I staö þess aö hundskast heim og hátta hjá kerlingunni. Eflaust hefur veriö einhver vottur af sannleika I þessum ámælum. En máliö getur varla hafa veriö svo alvarlegt, aö fólk eigi enn aö vera aö gjalda fyrir þaö áriö 1980. Viö skulum alveg láta áfengisvandamáliö liggja milli hluta. Þaö er til oröiö aö tilhlut- an rikisins og heyrir undir hina flnni innheimtu sósialskatta. Það er fráleitt aö mismuna t.d. Borginni og öðrum veitinga- stöðum I heimiluöum mann- fjölda. Hvaö eldsvoöa snertir þá er Borgin svo aö segja einar út- göngudyr — öll neösta hæöin. Og hvaö þaö snertir hvort 512 eöa 412 manns eru aö skemmta sér þar skiptir engu máli, og allra sist aö þaö geti kostaö refsingar. Svo er þess aö geta, aö Borgin sýnir núna leikrit, Flugleik, sem manni skilst aö dragi aö fólk. Þaö kærir sig tæplega um aö vera rekiö út samkvæmt duttlungum skrásettum I ryk- fallnar skræöur, sem heyra til annarri öld. Veitingahúsin eiga aö vera mikiö frjálsari en þau eru. Sé séö sæmilega fyrir brunavörn- um, og tryggöar heppilegar út- göngur ef vanda ber að höndum, getur þaö varla samrýmst tímanum aö banna fólki aö ganga um veitingastaöi einu hundraöinu fleira eöa færra. Og allra slst á aö refsa þeim stöö- um, sem reknir eru sem veitingahús sextán tlma I sólar- hring. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.