Vísir - 26.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 26.07.1980, Blaðsíða 8
,! Laugardagur 26. júli 1980 Utgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri: Davió Guðmundsson. Ritst(órar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.-. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugl Jökulsson, Jónlna Mlchaelsdóttlr, Krlstln Þorsteinsdóttir, AAagdalena Schram, Péll Magnússon, Slgurjón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn J. Hafsteln. Blaðamaður é Akureyri: Glsll Slgur- gelrsson. Iþróttir: QylfI Krlstlénsson, K|artan L. Pélsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Aléxandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 8óóll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8 slmar 86011 og 822Ó0. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5000 á mánuði innanlands og verö I lausasölu 250 krónur ein- takiö. Visirer prentaöur I Blaðaprenti h.f. Slðumúla 14. Blessud sértu sveitin mín Er nema eölilegt, aö mönnum finnist sjálfsagt aö gripa til skemmdarverka, ef sagan dæmir þá saklausa og útvarpiö flytur þá túlkun I endurteknu efni. í gærkvöldi var endurfluttur í útvarpinu þáttur Böðvars Guð- mundssonar, „Blessuð sértu sveitin mín", f rá því á sunnudag- inn, en í þessum þætti fór Böðvar í daglanga ferð með Erlingi Sigurðarsyni um Mývatnssveit. Þetta var að flestu leyti skemmtilegur útvarpsþáttur enda ekki í kot vísað þar sem Mý- vatnssveitin er, og Erlingur aug- Ijóslega margfróður um sögu byggðarlagsins, landslag og mannfólk. En þar kom sögu, að þeir félagar fóru að rifja upp Laxárdeiluna og þá atburði, þeg- ar stíflan var sprengd í loft upp. Súdeila varsöguleg og hatrömm, og var reyndar upphaf Kröflu og 1 þeirra virkjunarframkvæmda, sem stöðugur styrr hefur staðið um allan síðasta áratug. Það kemur hinsvegar ekki þessu máli við. Það sem skiptir máli, var sú staðreynd, að þeir sem að sprengingunni stóðu, tóku lögin í sínar hendur, unnu spjöll á mannvirkjum og voru dæmdir fyrir. Það kom reyndar fram í þætti Böðvars. Hinsvegar var siður en svo að þeir viðmælendurnir teldu nokk- uð athugavert við þessi skemmdarverk. Erlingur hældist um. Frásögn hans af afskiptum Mývetninga var F hetjusagnastíl og mest fannst honum púðrið í framkomu þeirra sem leiddir voru fyrir dóm og gerðu lítið úr réttvísi og löggæslu. Hér verður enginn dómur lagð- ur á efnislega afstöðu Mývetn- inga til þessa máls og Laxár- virkjunar. Það er liðin tíð og eng- um til gagns að taka þær deilur upp á nýjan leik. En f ramhjá því verður auðvitað ekki gengið, að þetta annars ágæta fólk, sem við sögu kom, virti hvorki lög né rétt og vann spjöll á mannvirkjum að hætti siðlausra manna. Sprenging stíf lunnar er engum til sóma, og sprengjumönnum ekki til upphefðar að lofsyngja þá fyrir athæfi sitt. Því er þetta rakið, að svo vill til að í gær bárust landsmönnum þær fréttir, að vestur á Snæfells- nesi hefðu einhverjir gripið til samskonar ráða og unnið veruleg spjöll á mannvirkjum, undirstöð- um sumarbústaða, sem sagt er að byggðir séu F trássi við vilja nábúanna. Skyldi það vera tilviijun að þessi spellvirki séu unnin á sama tíma og útvarpið flytur hetju- lýsingar af samskonar athæfi norður í Þingeyjarsýslu? Er nema eðlilegt, að mönnum finnist sjálfsagt að grípa til slíkra skemmdarverka, ef sagan dæmir þá saklausa og útvarpið flytur þá túlkun I endurteknu efni. Hvar erum við á vegi staddir, (slendingar, ef það þykja eðlileg og réttmæt viðbrögð, að hver og einn taki fram fyrir hendur rétt- ar og laga, þegar honum er mis- boðið? Alvarlegast er þó ef almenn- ingsálitið er orðið svo brenglað, að þetta þyki f Fnt framtak og lofsvert. Það er ekki nýtt að til ágrein- ings komi um staðsetningu mannvirkja eða fyrirhugaðar framkvæmdir og þannig mun vera með sumarbústaði þá sem Landssamband Fslenskra útvegs- manna hyggst byggja að Helln- um á Snæfellsnesi. íbúar byggðarlagsins eru andvígir þessum bústaðabyggingum. Enginn hefur hinsvegar leyfi, hvorki siðf erðilegt né lagalegt, til að fylgja sjónarmiðum sínum svo fast eftir, að spellvirki af því taginu sem upplýst er um, séu réttlætanleg. Sveitirnar á (slandi verða ekki blessaðar með því móti, að inn- leiða hnefarétt og skemmdar- verk. er ríkur ............1 feiknarikur ! Þaö var einn þessara bliöu- daga, þegar faömlög sólar gerast svo hlý aö svali skuggans veröur öllum gersemum meiri. Ég var staddur i Padstow, friö- sælum vogi, suöur á Cornwall, þar sem fátækt liöinna aida hefir i slóö sinni skiliö eftir hornskökk hrófatildur, sem i dag vekja aödáurf feröalanga. Þau eru svo dæmalaust náttiir- leg, friösæl og náttúrleg, — eitt- hvaö annaö en blokkirnar köldu viö ærandi umferöarstræti nú- timans. Og feröalangurinn myndar, gægist inn um glugga og gáttir, — bryöur hænsnafóö- ur, steikt, lepur bjór eöa sleikir is. Dásamlega einfalt, stynur Sr.Siguröur Haukur Guö- jónsson skrifar. hann og klöngrast eftir hlykkju- slóöum túristans, þar til hann megnar ekki meir. En er ég sat þarna i skugganum, þá laukst þaö upp fyrir mér, aö ég hefi enga hugmynd um, hvaö náttúr- legt hús er. Er þaö hús án renn- andi vatns? Er þaö lofthæö, þar sem meöalmaöurinn þarf aö ganga um meö hausinn undir hendinni? Eöa er þaö kannske hús meö þaki sem ekki heldur vatni? Hitt duldist mér ekki, aö ég var staddur I slóö göngunnar frá þúfu merkurinnar aö ibúöarhúsi þæginda aldar. Ég rýndi fast, þvf aö af engu vildi ég missa. Gamlar slóöir gróa fljótt. Ég haföi lika séö jaröýtu uppi á hæöinni. Já, nýbyggö er tekin aö ógna hinni gömlu i Padstow, andlitslausir kassar meö bilskúr og garöholu dotta I skipulegum rööum, húka i af- brýöi yfir öllu tilstandinu þarna neöra. Engum dettur I hug aö gægjast innum þeirra glugga. Nei, þetta eru aöeins venjuleg hús meö klósetti og vaski, og til aö sjá sllkt er ekki greiöandi mikiö i feröalög og hótel- kostnaö. Frumstætt skal þaö vera, prjállaust, náttúrulegt. Þannig getur fátækt oröiö auö- ur, verkmennt sem ekki átti hornamál eöa lóöbretti oröiö söluvara „kiktu-inn-um-glugg- ann-minn” iöjunnar. Og þetta var góöur dagur i Padstow, fjöldi hlykkjaöist um götur meö hundinn sinn, sumir merktir af erfiöi vinnunnar, aörir af brjálæöi striösins. Sumir auglýstu andlitsfaröa aörir of þröngar buxur. Kóf- sveittir hömuöust menn viö aö njóta kyrröar sumarleyfisins sem þaö haföi tekiö þá ár aö aura fyrir. Og þá, allt i einu, skaust hún innl mannhafiö þessi, sem ég gleymi ei siöan. Lykkjubeygt gamalmenni meö skýluklút og á strigaskóm, i þröngri peysu og meö svuntu- bleöil. Þokkalega hrein. En er ég sá hana skjótast meö pokann sinn aö sorpilátum viö slóö okk- ar feröamannanna, og róta i þeim i leit aö björg þá hrópaöi allt látbragö hennar til mín: Já, þú veist ekki, hve feiknarikur þú ert. Ég veit ekkert um gömlu konuna annaö en þaö sem hátta- lag hennar dró i huga mér. Kannske ætlaöi hún ekki aö eta sjálf hálfnöguöu ávextina, pyls- urnar eöa brauömolana úr plastskjóöum feröalanganna, hirti þetta allt aöeins handa hænu, hundi eöa kattarkvikindi. Ég veit þaö ekki. En eftir komu hennar inná sviöiö uröu gömlu húsin mér ekki lengur merkileg, heldur breyttust i ruddaleg tákn þeirrar fátæktar sem gamla konan staulaöist meö i veg fyrir okkur þarna i sólskininu. í einni svipan skynjaöi ég mig ekki lengur sem fátækan embættis- mann noröan frá Islandi, meö gjaldeyri i vasaklút, heldur sem auömann, vellauöugan auö- mann. Ég er sem sé sonur þjóöar, sem aö visu á fáa kofa, gamla, aö sýna feröamönnum, en þjóö- in min á hús, sem hallir yröu kallaöar viöast annars staöar. Ég er sonur þjóöar, sem enn þekkir ekki atvinnuleysi, þó hærra og hærra urgi I þeim klik- um sem á slikri meinsemd fitna. Ég er sonur þjóöar, sem raun- verulega fátækt þekkir aöeins af spjöldum sögunnar, kemst af, þó aö hún sendi ekki æskumenn sina i sláturhús vigvalla, já, viö matborö þjóöarinnar fá allir, heilbrigöir, nægju sina. Ég er sonur þjóöar, sem veitir öllum tækifæri til slipunar hæfileika sinna I skóla. Ég er þvi óstjórn- lega rikur. Samt verö ég aö trúa þér fyrir, aö hér nota ég oröiö rikur um allt annaö en ytri dýrö. Ég á ekki viö húsiö mitt, — inni- stæöuna i banka eöa bilinn minn, heldur þá kennd brjósts- ins aö ég hafi allt til alls, ef ég lifi spart. Milljónamæringurinn er oft meiri fátæklingur en hinn snauöi aö veraldargæöum, þaö er, ef hug þess, sem milljón- irnar á, nagar öfundin vegna eigna annarra. Skiluröu mig? Hugsaöu þér ungt fólk, sem setur saman heimili. 1 fyrstu eiga þau aöeins rúmiö sitt og kannske aöeins kassa I staö náttborös eöa stóls. Samt telja þau sig óstjórnlega rik, brjóst þeirra bylgjast af fögnuöi þeirrar kenndar. Siöan líöa ár. Þau eignast hús og ytri auö. Ég treysti mér samt ekki til aö staöhæfa, hvenær auöur þeirra varö mestur. Rikidæmi er ekki neitt ytra tákn, engin mælanleg eign, heldur tilfinning brjósts sem er I sátt viö þaö sem maöurinn á. Þjóö er rik, meöan hún hefir takmark aö keppa aö, rik, þar til aö öfundar-sundrung- in hefir skipt henni I fylkingar er taka aö berjast. Maöur er rikur, þar til áróöurs-tækni kaupa- héöna hefir ært löngun hans I meira en budda hans ræöur viö. Þú veist ekki, hve feiknarikur þú ert, staöhæföi gömul kona meö róti sinu i ruslatunnu viö mig suöur i Padstow um daginn. Já, ég er rikur, þvi aö ég hefi enga þjóö gist sem á auö betri en þjóöin mln, — engan þegn hitt sem ég vildi skipta kjörum viö. Frjáls, — óháöur þegn meö verk fyrir höndum á hreinni jörö undir heiöum himni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.