Vísir - 26.07.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 26.07.1980, Blaðsíða 12
Laugardagur 26. júll 1980 12 Paul McCartney í svartholi Japana: Gunnar Salvarsson skrifar. ^ • •• * 99 í sjo ar helgarpopp . .Óttaðist mcst að ég hvrfti aó dúsa bar „Þetta var einkennilegur staður til þess að taka stefnumarkandi ákvarðanir, en ég fékk góðan tima til að hugsa i klefanum”, sagði Paul McCartney nýlega i samtali við breska poppritið Record Mirror um dag- ana niu sem hann mátti dúsa i svartholi Japana fyrr á árinu. Þaö var i janúarmánubi sem Paul McCartney fór ásamt fjöl- skyldu sinni og hljómsveitinni Wings frá New York til Tokyo. Á flugvellinum viö komuna til Jap- ana var bitillinn fyrrverandi handtekinn af tollgæslumönnum sem fundu 220 grömm af mariju- ana i fórum hans, — og trúlega hafa ýmsir spurt sig þeirrar spurningar. „Hvers vegna geröi hann þetta?” „Ég er nú enn ab hugsa um svar viö þessari spurningu sjálfur”, segir Paui. „Viö tókum bara þetta flug og hugsunarlaust tókum viö örlitiö meö. Þá minútu sem þaö fannst hugsabi ég, „ó, nei....” „Reyndi að halda uppi samræðum” „I raun og veru þörfnumst viö ekki aö neyta þess. Fyrir flesta sem reykja marijuana skiptir þaö engu höfuömáli þó þeir séu án þess i nokkra daga. Ég lit svo á ab hlutdeild mln f eiturlyfjaneyslu sé mér skaölaus. En Japanir eru þeirrar skoöunar ab þetta sé mjög alvarlegt brot og hámarksrefsing er sjö ár. Ég reyndi ab halda uppi samræöum viö þá, hélt uppi stöö- ugum kjaftavabli, og reyndi aö segja þeim aö sigarettur væru hættulegri. Þeir vildu auövitaö ekki hlusta, enda reykja margir lögregluþ jónanna ’ ’. Paul segir söguna af þvi er hann sem stráklingur laumaöist oft i fyrsta farrymi I lestarferö þegar fátt var um fólk, þó hann hafi veriö meö farseöil uppá annaö farrými. Og alltaf var hann tekinn. Og alltaf þóttist hann koma af fjöllum aö þetta væri fyrsta farrými. „Ljóti aulabárðurinn” „Þetta minnir mig akkúrat á þetta”, heldur hann áfram. „Ég settist i vitlausan klefa á vitlaus- um tima. Fyrst I staö fékk ég upp- sölutilkenningu: „Ó, Gub, þú veist, ég er nú ljóti aulabáröur- ion”. Þetta geröi eiginkonunni og börnunum verst. Þessi vandræöi komu þeim illa. Og svo hljóm- leikaferöin, auövitaö, — ég þurfti aö greiöa allan kostnab og þaö var fáránleg eyöslusemi. Nú og svo aödáendurnir, sem höföu beö- iö eftir ab sjá okkur óralengi. Fyrstu dagana var þvi mjög þungt I mér”. „Ég óttaöist mest aö mér yrbi sagt ab ég þyrfti aö dúsa þarna i sjö ár. Og ég sagöi viö sjálfan mig: „Guö, I hvaö hef ég komiö mér? Næstu sjö árum ævinnar gæti ég þurft aö eyöa i japönsku svartholi. Fyrstu nóttina svaf ég ekki dúr, þriöju nóttina æpandi hausverkur og þar fram eftir göt- götunum”. „Svo jafnar maöur sig. Þú byrjar ab hlakka til aö fá heim- sóknir, hreinar skyrtur og svona nokkuö”. En Macca gat ekki samiö I klefanum hljóöfæralaus. „Viö reyndum þvi aö syngja dálitiö. Þaö var náungi i næsta klefa viö mig sem söng þjóölega japanska tónlist. 1 staöinn dembdi ég yfir hann „Baby Jackson Browne— Hold Out Asylum 5E-511 Hjá mér eru ævinlega eins- konar „litil jól” þegar Jack- son Browne sendir frá sér nýja plötu. Hann er enda heldur spar á plötur, hefur aöeins sent frá sér sex plötur á tfu árum, en hann er þess vand- virkari. Þróunin f tónlist hans er hæg, en markviss og öll, fra msetning hennar er sérlega þekkileg. Jackson Browne sló fyrst verulega I gegn á slöustu plötu sinni , „Running On Empty”, en fyrri plötur hans og þær ekki sföri, höföu ekki náö umtalsveröum vinsældum. Browne er einhver Ijóörænasti textahöfundur I bandarfsku rokki og viröist sffellt vera aö ná betri tökum á viöfangsefn- um sfnum, hvort heldur er um dómsdag diskósins ellegar horfinn vin. Viö aödáendur Jackson Browne erum eöli- lega I sjöunda himni þessa dagana, þvl þessi piitur bregst ekki. Face” („Sveitaball” meö Ómari Ragnarssyni) eöa einhverju álika”. Japanskt bað A miövikudögum er baödagur i japönskum fangelsum, og þann dag var Paul skipaö einsömlum I baö aö vestrænum siö. Hann spuröi hvernig japanski siöurinn væri og fékk þau svör aö allir færu saman I baö. „Djöfullinn hafi þaö, ég hef misst af öllu þvi sem haldiö er aö túristum, ég smelli mér bara 1 japanskt baö. Og vib fórum allir i baö, þab var stórbrotiö og mikill hlátur, þvi japönsku fangaveröirnir stóöu og horföu á og andlitiö voru öll upp- ljómuö i brosi. En ég var ekkert feiminn. Maöur er ekki mjög f*auj finda S McCart. ney «h-la. * Sarmi ?ei*na fyrit' hreykinn I fangelsi og maöur er bara einn úr hópnum. Mér þótti þaö ekki slæmt, ég vil vera venju- legur og geri mikiö til þess aö lifa sem eölilegustu lifi”. —Gsal Queen — The Game EMI EMA 795 Queen hefur dregiö aödá- endur slna lengi á plötu, eöa I hálft annab ár, ef undan er skilin hljómleikaplatan i fyrra. Þaö veröur seint annað sagt um Queen en aö hún sé traust hljómsveit, sem hitti tlðast I mark. Og þessi nýja plata er þar engin undantekn- ing. Þvl er hins vegar ekki aö neita aö stöönunar viröist fariö aö gæta, en tónlist þeirra er á hinn bóginn svo fjölþætt „aö eðlisfari” aö hún virkar ávailt dálltiö fersk. Á þessari plötu eru þrjú lög sem náö hafa verulegum vinsældum, þ.á m. lagiö „Crazy Little Thing Called Love” eitthvert glæsilegasta rokklag einni ára. Freddie Mercury söngv- ari á aöeins fjögur lög á plöt- unni, þar af öll vinsælustu lög- in og þykir mér hann hafa slika yfirburöi fram yfir hina aö hans þáttur mætti aö ósekju vera stærri. i heild er platan sterk þó hún muni vart er fram liöa stundir teljast til meiriháttar verka hljóm- sveitarinnar Queen. 9,0 Gunnar Salvarsson skrifar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.