Vísir - 26.07.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 26.07.1980, Blaðsíða 17
vtsm Laugardagur 26. júll 1980 vtsm Laugardagur 26. júll 1980 99Að sjáífsögðu Gisla Halldórsson þarf víst ekki aö kynna meö itarlegri lýsingu. Hann er maöur verkanna og hefur leitt íþróttahreyfinguna á islandi til þess aö vera stærstu fjöldahreyfingu í landinu. Þekktastur er Gísli fyrir störf sín bæöi í Iþrótta- bandalagi Reykjavíkur, þar sem hann var for- maður frá 1949—62 og iþróttasambandi islands en hann var kjörinn forseti þess 1962. Þá var Gísli 25 ár í stjórn KR og starfar enn f húsnefnd félagsins. Borgarstjórnartíö Gísla er ekki siöur minnisverö. Embætti forseta I.S.i. gegndi Gísli til 28. júnf síöast liðins, er hann dró sig í hlé úr stjórn sam- bandsins. Enn er hann formaður Olympiunefnd- arinnar, svo sannarlega er af nægu aö taka þegar ræða skal um störf hans. Snemma beygðist KR krókur „Tveggja ára gamall fluttist ég til Reykjavikur, og þá út 1 Austur- kot vi6 Kaplaskjólsveg. Þetta var áriö 1916. Svo a6 sjálfsögöu ólst ég upp á svæöi KR og þvi var sjdlfsagt a6 vi6 bræöumir færum I Iþróttirn- ar. Þrir bræöur mlnir þeir Þorgeir, Björn og Siguröur voru framarlega I iþróttunum, allir hjá KR. Ein systir min var einnig mikiö. Sjálfur byrjaöi ég aö spila meö 3. flokki i knattspyrnu og spilaöi meö öllum flokkum upp úr. 1934 uröum viö ts- landsmeistarar. KR stóö sig vel I knattspyrnu i þá daga og mér sýn- ist þeir vera aö rétta úr kútnum núna,” segir GIsli og brosir kank- vls . „Annars var ég talsvert I fim- leikum á þessum tima. Þaö þótti eiginlega sjálfsagt aö knattspyrnu- menn iökuöu fimleika aö vetrar- lagi, allt fram undir striö. Einnig var ég I skiöaiþróttinni og stóö I þvl meö fleiri félögum aö koma skiöa- deildinni á laggirnar og uppi I Skálafelli byggöum viö fyrsta skíöaskálann. Mér er þaö enn minnisstætt þegar viö þurftum aö bera allt efni I skálann 5 kilómetra vegalengd”. Svo heldur þú til náms I bygg- ingalist? „Já um haustiö 1935 sigidi ég út til Hafnar og var þar á fimmta ár I námi. Viö vorum þarna 5 saman Is- lendingarnir I byggingalist” Haföiröu tök á aö komast heim á sumrin? „Ég sá mér ekki fært aö koma heim þrjú sumur. Þaö var erfitt aö stunda nám og sú fyrirgreiösla sem ég fékk var 200 krónur frá islenska rikinu, þetta var mér veitt á þeim árum”, segir GIsli og hlær viö. „Meö því aö lifa spart gat maöur lifaö á svona 300 krónum islenskum á mánuöi”. Hvaö meö aöstoö aö heiman? „Ég var einn af ellefu systkinum er ég aíinn upp á KR svæðinu” en til þess aö þetta væri hægt uröu foreldrar og venslamenn aö hjálpa þar sem sumarkaupiö dugöi stutt. Annars komst ég ekki þeim þessi þrjú sumur vegna þess aö ekki var hægt aö fá yfirfærslur á þvl fé er maöur aflaöi. Venslamenn sem vildu hjálpa mér gátu heldur ekki gert þaö vegna þessa. Eina sem ekki mátti neita um voru fagbækur, svo þá skýringu varö aö nota til þess aö geta lifaö”. Og svo er þaö KR þegar þú kem- ur heim? „Já, já — nokkru áöur en ég fór út var ég byrjaöur aö starfa aö fé- lagsmálum I KR. Þá var búiö aö kaupa Báruna og ég vann jstrax mikiö I húsnefndinni. Þegar ég kom heim, lá þvl beint viö aö vinna aö félagsmálunum. Breski herinn tók KR húsiö 1940, félagiö missti afnot af þvl og var á miklum hrakhólum meö starfsemi. Sex árum slöar var húsiö selt og viö hófum aö leita aö framtiöarhús- næöi. Þá vildi svo til aö nokkrir KR- ingar höföu keypt land I Kapla- skjóli og gáfu þeir félaginu þaö. 1 upphafi var mikiö deilt um hvort iþróttahús og vellir ættu aö vera á sama staö. Þótti mörgum rangt aö byggja iþróttahúsiö vestur I Kaplaskjóli svo langt frá miöbæn- um aö fáir myndu sækja æingar þangaö. Á endanum varö þaö ofaná aö byggja knattspyrnuvelli, Iþróttahús og sundlaug á svæöinu en Vesturbæjarlaugin leysti félgiö undan þvl aö þurfa aö hugsa um sundlaug. Framkvæmdir á Kaplaskjóls- svæöinu hófust svo 1946 og hefur I raun veriö haldiö linnulaust áfram þar til i dag aö veriö er aö ljúka viö aö fullgera svæöiö. Þar voru fyrstu grasvellirnir á Islandi fullgeröir áriö 1951. ,,Nei — þetta gengur ekki" Þeir voru mikiö vantrúaöir á geröum minum búfræöingar er ég sáöi I þennan fyrsta grasvöll en grasfræ er tlfallt meira á sllka velli en venjulegar sáöflatir. Búfræöing- ar sem sáu til min, hristu aöeins höfuöiö ogsögöu „nei, þetta gengur ekki” — en þeir áttuöu sig ekki á þvl aö viö vildum fá völlinn tilbúinn á 3 mánuöum og grasiö er ekki þarna til aö vaxa heldur skapa þétta rót”. Hvenær hefur þú starfaö fyrir fleiri félög en KR? „1944 var Iþróttabandalag Reykjavikur stofnaö og ég var kos- inn I stjórn bandalagsins. Þar var ég svo gjaldkeri til ’49 en slöan for- maöur þess til 1962. íþróttabanda- lagiö er i raun stofnaö til þess aö hafa forgöngu um öll sameiginleg iþróttamál félaganna hér I Reykja- vlk. Þá voru starfandi 17 félög þar af tvö skotfélög og tvö skylminga- félög. Var aldrei um átök aö ræöa I bandalaginu? „Litiö var nú um þaö, en eitt fyrsta verkefni sem bandalagiö gekk I var aö kaupa iþróttahús byggt af Amerlska hernum, I gegn- um sölunefnd setuliöseigna eins og hún hét þá. Þá uröu nokkur átök milli bandalagsins og Armanns, KR og IR, en þessi þrjú félög vildu iþróttaskálann aö Hálogalandi fyr- ir sig og einoka notin. Þá var veru- leg vöntun á húsnæöi og ég taldi réttara aö öll félögin heföu not af húsinu. Gr varö aö tþróttabanda- lagiö keypti þetta meö stuöningi Reykjavlkurborgar og Iþrótta- nefndar Rlkisins, sem hjálpuöu til meö fyrstu útborgun. Annars held ég aö þegar fram liöu stundir hafi allir oröiö ánægöir meö niöurstööuna þó félögin þrjú hafi ekki alveg veriö sátt viö þetta I fyrstu. Ef til vill var þaö vegna þess aö húsiö var svo dýrt I viöhaldi aö félögin sjálf heföu aldrei staöiö undir þvi. „Þegar sölunefndin veröur lögð niður..." „Þaö geröist mjög ánægjulegt atvik einmitt þegar erfiöleikarnir viö aö borga af húsinu voru sem mestir. Þá gengum viö Gunnar Þorsteinsson, þáverandi formaöur IBR á fund ólafs Thors forsætis- ráöherra og óskuöum eftir þvl viö hann aö fá eftirgefna eina afborgun af húsinu. Þetta mun llklega hafa veriö á miöju ári 1946. Ólafur svaraöi okkur og sagöi: „þvi miöur get ég ekki gert neitt á stundinni fyrir ykkur, þiö veröiö aö þrauka eitthvaö fram yfir áramót- in 1947, þvi þá veröur sölunefndin lögö niöur og ég skal þá hjálpa ykk- ur”. En hún lifir vlst enn”, segir GIsli og hlær. — „Viö héldum áfram aö þrauka og gátum lokiö viöskiptum viö sölunefndina á þolanlegan hátt”. Einu sinni fór einn úr sölunefnd- inni inn eftir til þess ab sjá hversu vel húsiö væri nýtt. Þegar hann sá aöeins tvo badmintonleikara á vellinum, sem rúmaöi ekki nema einn völl þá of- bauö honum óráösian og sagöi aö þaö væri eölilegt aö svona menn gætu ekki staöiö I skilum”. Höllin og sambandið. Þaö var öllum ljóst aö Háloga- • land var bara bráöabirgöahúsnæöi, svo byggja varö nýtt hús en þaö var jafn framt ljóst aö sllkt yröi ofviöa bandalaginu einu sér. Þaö varö þvi úr aö Sýningarsam- tök atvinnuveganna, Reykjavlkur- borg og Bandalag æskulýösfélaga gengu meö ÍBR I þaö aö byggja Iþróttahöllina I Laugardal og mér er óhætt aö segja aö bygging þessa húss var ein mesta lyftistöng fyrir handknattleikinn hér I Reykjavlk”. Hvaö hefur þú teiknaö af þessum mannvirkjum I Laugardalnum? „Ég teiknaöi Höllina ásamt Skarphéöni Jóhannssyni og ég hef einnig teiknaö aöalvöllinn. Sund- laugina teiknaöi Einar Sveinsson. Nú er auövitaö erfitt aö draga fram þætti úr löngu og gifturiku starfi, en hvaöa þættir eru þér helst minnistæöastir úr starfi þinu sem formaöur tþróttasambands ts- lands? „Jú, þaö er erfitt aö stikla á stóru úr 18 ára formannsstarfi minu svona I skyndi en ef byrjaö er á réttum enda þá haföi Iþróttasam- bandiö aösetur aö Grundarstig 2 I þröngu og litlu húsnæöi. Eitt af þvl fyrsta sem ég beitti mér fyrir, var aö auka aöstööu sambandsins svo unnt væri aö sameina hreyfinguna. 1S1 og IBR byggöu svo saman I Laugardalnum Iþróttamiöstöö þar sem samböndin höföu samastaö. Nú er þetta oröin miöstöö þjónustu fyrir öll sérsamböndin, sem þá voru aöeins sjö en eru nú oröin sautján. Þá var erindrekstur aukinn mjög. Markmiöiö var aö stofna sérsambönd fyrir hverja einstaka grein og þaö hefur sýnt sig aö öll þessi sambönd hafa unnib mikib starf fyrir iþróttirnar. Samböndin uröu til þess aö drlfa upp ýmsa þætti sem voru á niöurleiö eins og til dæmis fimleikar en þeirri iþróttagrein var aftur komiö upp. „Virkum iökendum iþrótta hefur fjölgaö mjög. 1962 voru þeir 16.200 en eru nú um 73000 auk þeirra 8000 leiötoga og Iþróttakennara sem ekki eru taldir I þessum hópi”. Almenningseign Er ekki mest óhersla lögö á keppnisiþróttir hjá sambandinu? „Nei, starfiö er alveg oröiö tví- þætt. Sambandiö er aö visu stofnab I kringum keppnisiþróttirnar en nú hafa einnig komiö inn greinar sem almenningur getur tekiö þátt I án þess aö bein keppni sé, til dæmis skiöalþróttirnar og sundiö sem ég tel vera oröin almenningseign. Ég tel aö þaö komi aö þvl ab félög inn- an fyrirtækja veröi tekin inn og sambandiö skipuleggi innbyröis keppnir og starfsemi án þess aö slikir aöilar fari aö senda menn I keppnisgreinar sambandsins. Þaö er þegar kominn visir aö þessu hjá okkur, KSt hefur hjálpaö viö aö skipuleggja knattspyrnukeppnir milli fyrirtækja. Eitt af þvl sem ég held aö hljóti aö koma og er íiauösynlegt aö gera, ST at koma upp tþróttasambandi skóla. Þótt Iþróttastarfsemi sé vel skipulögö I skólum, þá þyrfti aö vera hægt aö skipuleggja innbyröis keppnir um alltland og koma þessu I framkvæmd. Þaö er mikill áhugi fyrir þessu en þvl miöur hefur þetta enn ekki tekist. „Kom mér spánskt fyrir sjónir" GIsli var varamaöur I borgar- stjórn frá 1954—'58. Þá hlaut hann fast sæti og starfaöi 1 borgarstjórn til ársins 1974. Slöasta kjörtlmabil sitt var GIsli forseti borgarstjórn- ar. Viö spuröum Glsla um helstu þætti er honum voru hugleiknir I borgarstjórn. „Þaö eru helst tvö mál sem ég lét mig sérstaklega varba, húsnæöis- mál og Iþróttamál. Eitt stærsta máliö varöandi húsnæöi borgarbúa var þegar útrýmt var öllum her- bröggum. 1954 var búiö I 544 her- skálum eöa samtals um 2200 manns. Fyrir þetta fólk þurfti aö byggja nýjar Ibúöir og Reykjavlk- urborg geröi áætlun um aö útrýma þeim og tókst aö gera þaö á 8 ára timabili. Oft lentum viö I deilum viö minnihlutann út af húsnæöis- málum þegar herskálarnir voru á dagskrá. Guömundur Vigfússon var þá lengst af forsvarsmaöur minnihlutans og þótti honum seint ganga meö útrýmingu á herskálan- um. Hann deildi oft hart um þetta og taldi þab smán aö ekki væri búiö aö útrýma öllum herskálunum fyr- ir löngu. Þess vegna kom mér þaö spánskt fyrir sjónir, fyrir nokkrum árum, þegar stóö I Þjóöviljanum aö nú ætti aö fara aö rlfa slöasta herskál- ann en þaö mætti aldrei gerast, þetta væri sögulegur þáttur I borg- arllfinu sem yröi aö varöveita”. Atvinna og áhugamál — Nú hefur stundum veriö sagt aö atvinna og áhugamál hafi biand- ast saman hjá þér og þú hafir þvl teiknaö mikiö af Iþróttamannvirkj- um um landiö”. „Ég tel aö þaö sé útaf fyrir sig ekkert óeölilegt aö ég hafi teiknaö nokkuö af Iþróttamannvirkjum, vegna þess aö ég hef sérhæft mig viö byggingar Iþróttamannvirkja I minu námi. Mér er ekki kunnugt um aö nokkur annar islenskur arki- tekt hafi kynnt sér sérstaklega uppbyggingu grasvalla eöa hlaupa- brauta og þegar fyrsti grasvöllur- inn var tekinn I notkun haföi ég sáö I hann sjálfur vegna þess aö enginn kunni þar til verka og meöal ann- ars þess vegna leitaöi iþróttafull- trúi Rlkisins til mín til þess aö teikna og skipuleggja ýmsa Iþróttavelli um landiö. A margan hátt hefur þetta veriö ókeypis þjón- usta héöan af teiknistofunni, frem- ur en launuö vinna. Ég hef teiknaö 8 Iþróttahús en þaö hafa margir aörir arkitektar teiknaö iþróttahús viösvegar um landiö. Ég hef enga séraöstööu haft um hönnun Iþróttamannvirkja viösvegar um landiö, þar sem hverjum og einum er I sjálfsvald sett hvert hann leitar til þess aö hanna sllk mannvirki. „Ekki eftir mér haft" Þaö hefur vlst ekki fariö framhjá neinum aö þú ert i forsvari fyrir oly mplunefndina ”. „Já, undanfariö hef ég starfaö mikiö viö undirbúning þátttöku okkar I hinum umdeildu Olympiu- leikum I Moskvu. Þrátt fyrir allt þaö moldviöri sem þyrlaö hefur veriö upp um leikana, þá hefur veriö mikil ánægja ab starfa meb nefndinni og iþróttamönnum ab undirbúningi feröarinnar. Mikill einhugur hefur rlkt I rööum Iþróttahreyfingarinn- ar, aö tryggja þátttöku íslands og leggja þar meö lóö okkar á vogar- skálina til aö tryggja framtlö leik- anna. ólympiuleikarnir eru stærsta Iþróttamót æskunnar, sem viö megum ekki leggja I rúst. Frá striöslokum 1945, hefur stööugt veriö barist einhvers staöar I heim- inum. lþróttamenn vilja gera sitt ýtrasta til þess aö sætta hin strlö- andi öfl, en ekki vera I fararbroddi til aö sundra heiminum I tvær and- stæöar striöandi fylkingar. Og þá sem hrópa hæst aö okkur nú, vil ég minna á, aö eftir fjögur ár eiga leikarnir aö fara fram I Bandarlkjunum, en ef þeir heföu lagst af nú, þyrfti ekki aö gera þvl skóna aö þeir yrbu endurteknir þá. — Nú lést þú hafa eftir þér I Morgunblaöinu aö meira þyrfti til en innrás i eitt land til þess aö hætta viö þátttöku I Olympiuleik- unum? „Þetta er ekki eftir mér haft þvl þetta var spurning blaöamannsins. Ég svaraöi spurningunni meö því aö benda blaöamanni á, aö allt frá strlöslokum heföu verib háö striö einhversstaöar I heiminum, marg- ar innrásir geröar og enginn rætt um aö leggja leikana niöur af þess- ari ástæöu. Vissulega harma allir innrásina og telja aö sé ekki heim- inum samboöiö I dag”. Teluröu aö Olympiuandinn hafi ekki bebib afhroö viö þær ógnir sem ýmis aöildarriki hafa sýnt hvert ööru? „Þaö má segja aö leikarnir hafi sett niöur hugsjónalega séö eins og nú er ástatt I heiminum en viö skul- um muna ab viö sérhverja leika á undanförnum áratugum, hafa ver- iö verulegir pólitlskir erfiöleikar. Viö hörmum aö pólitik er stööugt blandaö inn I Olympiuhátlöina. Þar hafa einræöisrlkin gengiö á undan þar til nú, aö útlit er fyrir aö þvi miöur séu lýöræöisrlkin engu betri”. „Þjónar litlum tilgangi" — Samkvæmt fréttum frá Moskvu heyrist aö Olympiusvæöiö sé nánast viggirt og aidrei hafi ver- iö strangari öryggisráöstafanir geröar viö einstakiinga. Þá hefur einnig veriö sagt aö almenningi f Sovétrikjunum sé haldiö frá nánum samskiptum viö Iþróttamenn og feröamenn. Er þá ekki tilgangur- inn meö leikunum harla Iltill? „Ef þessar fréttir eru réttar, þá er þaö mjög miöur, þvi eitt af þvl sem er nauösynlegt er þaö aö bæöi Iþróttamenn og gestir sem koma á leikana, fái aö kynnast þjóöinni sem mest á meöan á þeim stendur. Og ef þaö er tilfelliö aö landsmönn- um sé stlaö frá gestum, má segja aö þaö þjóni litlum tilgangi ab hafa leikana á sllkum staö. Hitt vil ég minna á, aö eftir árásirnar á iþróttamenn I Munchen ’72, voru óvenju strangar varúöarráöstafan- ir á meöan á leikum stóö, leitaö var ab vopnum og sprengjum á mönn- um. „Ákveðið aö stunda meira iþróttir" Nú, — ég held áfram störfum á teiknistofunni hér I Armúlanum og get einbeitt mér betur viö þaö, en jafn framt hef ég ákvebib aö stunda sjálfur meira Iþróttirnar. Þaö er einn höfuögallinn á forystumönn- um Iþróttahreyfingarinnar aö þeir vinna svo mikiö, aö þeir hafa sjálfir ekki tlma til þess ab vera I iþrótt- unum, eins og þeir skyldu. Sundiö hefur veriö mln uppáhalds Iþróttagrein I 30 ár og ég hef fariö svo til á hverjum degi I Vesturbæjarlaugina siban hún var opnuö 1961. Nú, svo var þaö á siöasta ári ab ég tók upp á þvl aö fara aö iöka svo- litiö golf og hef fullan hug á þvi ab fara aö stunda þab meira á næst- unni. Ég hef undanfariö veriö I fé- lagsmóti Nesklúbbsins og gekk bara sæmilega”, segir þessi kempa sem hvergi lætur deigan slga þótt komin sé vel á sjötugsaldurinn. Ef til vill er þaö sundiö, eöa golfiö? En liklegast er þaö andinn. —AS ...má segja aö þaö þjóni litlum tilgangi aö hafa leikana á slikum staö” „Eina sem ekki mátti neita um voru fagbækur” Viötal: Árni Sigfússon blaöamaöur Myndir: Gunn- ar V. Andrésson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.