Vísir - 29.07.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 29.07.1980, Blaðsíða 5
VÍSIR Þriöjudagur 29. júli 1980 Gott piís I steikjandi hita - og bræiðdýri að auki Hér er ein frábær hugmynd fyrir þær konur sem þurfa aö halda sig mikið I bilnum um helgina og þá auðvitað I steikj- andi hita og sólskini. Þaö þarf ekki að hafa mörg orð um hvaö ofboðslega heitt getur verið inni Ibil þegar þannig stendur á. Er þá ekki ráðið að fækka fötum? Jú. Kannski helst til mikiö svo að viðkomandi verði ósæmilega fáklædd þegar hún þarf aö fara úr bflnum? Kannski. Ráðið er að eiga létt bað- mullarefni sem er 1.80 m. á breidd og 1 metri á lengdina. Ef óskað er eftir þröngu pilsi er efninu vafið nokkrum sinnum utan um miöpartinn og efri hornin bundin saman á hliðinni. Aðferðin er sýnd á myndinni hér að ofan. Ef óskapilsið á hins vegar að vera vítt er efnið saumað saman á þeim hliðum sem eru 1 metri á lengd. Slðan smeygir konan sér ofan I pokann sem hún hefur saumaö með engri fyrirhöfn, teygir efnið út til hliöanna og bindur efri endana saman fyrir miðju þannig að djúp felling myndist aö framan. Neöri mynd. Svona pils er mjög auövelt að búa til,eru ótrúlega klæðileg og það tekur enga stund að bregða sér I þau. ÞJH ....og svo er bara að vefja. Morgcin m Ntme m orep'»ö sjakaiann fr " rsi imMArT/íESSEL vasabrotsbækur í sumarleyf ið, í ferðalagið, í sumarbústaðinn eða heima í stofu. MORCAN KANE Þeir leituöu hælis uppi í mexíkönskum háfjöllum við gínandi gljúfur og gnapandi hamra. Þeir, hverjir? ... Brjálaöi morðinginn „loco" jím Latígo ... Byssumaöurinn Elmo zahn frá Tombstone ... Mexí- kanski hrottinn og varmennið rocco og auk þeirra heill hópur mexíkanskra glæpamanna, útlaga, og uppi i háfjöll- um var hæli þeirra, undír verndarvæng foringja, sem almennt var nefndur: „Böðullinn frá Cuerrero" Hverníg stöð á þvi.að heimavarnar- liðið hafði ekki handtekið þessa utlaga, og leitt þá fyrir aftökusveit? STJÖRNU RÓMAN Anna er övenju fögur sigaunastúlka. Emanúel er ríkur og ástríðumikill. Hann vill eiga hana, en hún vill ekkí lifa sama lifi og hann. Anna flýr um nðtt. Hún fær vinnu á bóndabæ — og kynnist Þóri, sem vekur allar tilfinningar hennar. Þau eru þó ekki örugg í paradís. Emanúel sver hefnd ... sos Eric von Stassen hafði verið rekinn frá S.O.S. vegna drykkjuskapar. Það gerði hann að bitrum og hatursfullum manni — og hann skellti skuldinni af brottrekstrinum á Stacy höfuðsmann. Hinn ógnvekjandi alþjóölegi hermdarverkamaður CARLOS — betur þekktur sem Sjakalinn — átti sér þá ósk heitasta að uppræta S.O.S. En fyrst varð hann að drepa Stacy, og von stassen var meira en viljugur til þess að hjálpa honum við verkið. Saman gerðu þeir snjalla áætlun og þegar gildran small saman, lá Stacy í blóði sínu á skítugu bargólfi. . . SICGA VICCA íslenskar vasabrotsbækur á öllum bóka- og blaðsöiustöðum PrentHúsið Barónsstíg 11B - S. 26380 LAND UNDNt HUÓL Ef þú ætlar að leggja land undir hjól þá er ráðlegt að njóta góðrar leiðsagnar. Vegahandbókin eftir Stein- dór Steindórsson vísar þér til vegar um allt land, jafnt í byggðum sem óbyggðum. Hún byggir á hinu nýja númerakerfi Vegagerðarinnar og það er auðvelt að rata eftir henni, ef þú kynnir þér leið- beiningar um notkun hennar áður en þú leggur af stað. Þeim, sem ætla að aka Þing- vallahringinn, ráöleggjum við að kynna sér þá nýjung að njóta lifandi leiðsagnar á snældum (kassettum). Fyrsta slíka leiðsögnin er einmitt um Þingvallahringinn og Þing- velli. Þingvallahringinn samdi Tómas Einarsson en sjálfa Þingvallalýsinguna gerði Jón Hnefill Aðalsteinsson. Hjörtur Pálsson er lesari á báðurft snældunum. Og hvernig notar þú svo þessar lýsingar? Það er mjög auðvelt, eins og aö drekka vatn. Þú setur snæld- una í tækið, bara venjulegt kassettutæki, það þarf alls ekki að vera innbyggt í bílinn, og ekur af stað. Leiðsögnin er með þeim hætti að þú líður yfir landið og nýtur breiðrar frásagnar, sem gerir ekki kröfur til þess að þú snúir þig af og til úr hálsliðnum til þess að missa nú ekki af neinu. Þegar þú kemur til Þingvalla skiptir þú um snældu, setur Leiðsögn um Þingvelli í tækiö og gengur um vellina með tækið í hendinni, sagan streymir að þér, atburðir sög- unnar hrannast upp, koma og hverfa. Að Þingvaliagöngunni lokinni, stígur þú aftur inn í bílinn og ekur enn af stað, og nú tekur fyrri snældan við, þar sem frá var horfið. Ef þú vilt ekki hlusta á leiðsögnina um stund, þá lækkar þú bara í tækinu og hækkar svo aftur þegar hent- ar, og þá er leiðsögnin að öllum líkindum á réttum stað. En sé svo ekki, þá er auðvelt á öllum kassettutækjum að spóla fram og til baka eftir því sem þörf krefur. Að lokinni ferö, þegar heim er komið, er ekki amalegt að hafa bókina okkar Útigríll og glóðarsteikur í þýöingu Ib Wessmanns við hendina þeg- ar þú tekur til við undirbúning kvöldmatarins, hvort sem þú grillar úti eða inni. Njóttu vel ferðarinnar — já og matarins þegar heim er komið. ÉÖRN& ÖRLYCUR SÍÐUMÚLA 11.SÍMI 84866

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.