Vísir - 29.07.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 29.07.1980, Blaðsíða 24
24 VÍSIR Þriðjudagur ....... 29. júli 1980 Tjaldsiæöl við fallegan foss og litia seytiandl á - skammt uian vlð Isafjörð I Það hefði verið synd að segja að veðrið hefði leikið við okkur Visismenn þegar viö lentum á Isafjaröarflugvelli i slðustu viku. Veöurguðirnir fóru þó nærri um hvað til þeirra friöar heyröi þann daginn a.m.k. og tóku þeir sig þvi til og skfýddu, á svo til samri stundu, ísafjarðarkaupstað i sitt fegursta. Og þar sem við vorum þarna böðuð i vermandi geislum sumarsólar lölluðum við okkur á vinalegt tjaldstæði skammt utan viö lsafjörð, eða inni i skógi eins og sagt er — svona rétt til þess að hjala við ánægða tjaldbúa og deila með þeim sólinni. Boðið upp á vfsistertu „Jú, gjörið þið svo vel og fáiö ykkur sæti”, sögðu fjórmenn- ingar sem okkur rak til, þegar við báðum um að trufla þau smá- stund. Þetta varð þó sú drykk- lengsta smástund sem við Gunnar ljósmyndari höfum upp- lifað, þvi þaö var ekki nóg með að boöið væri uppá firnagott kaffi, heldur voru drifnar fram girni- legustu kræsingar þ.á m. óum- ræðilega góö Visisterta, enda uppskriftin fengin beint úr þvi ágæta blaði. Fjórmenningarnir reyndust vera hjónin Svanfríður Július- dóttir og Siguröur Jóhannsson og hjónin Árnlna Guðjónsdóttir og Guðmundur Antonsson. Þau eru öll frá Akureyri og voru þau búin að aka alla leið þaöan og út Norðurfjöröinn eða þangaö sem fært er á bilum. „Það var dálltiö slæmt að aka i noröur frá Hólmavik en við „Við ókum upp I skýin”, sögðu Ragnar, Anna, Ingibjörg og Magnús. Djúpuvik var það nokkuö gott. Ef Steingrfmsfjaröarheiöi væri klár þá væri þetta fint og tæki enga stund. Við ætlum okkur að vera komin heim fyrir verslunar- mannahelgina til að losna við mikla umferð”, sögðu þau. Ferðumst ekki í öðru er tjaldvögnum Það voru ekki bara kræsing- arnar sem báru vott um myndar- búskap þvi tveir tjaldvagnar sómdu sér þarna I grastóftinni og Arnina, Svanfriður, Sigurður og Guðmundur fyrir framan tjaldvagnana. (Mynd GVA), þvottur var á snúrum. „Eftir að hafa kynnst þvi hvernig þaö er aö ferðast I tjald- vögnum þá getum við ekki hugsað okkur aö nota tjald”, sögðu þau. „Það tekur engan tima að tjalda, I mesta lagi tiu minútur, fyrir nú utan það hvað það er miklu hlýrra ' að gista I þeim. Svo er hægt að geyma mikið af dótinu i vagn- inum þegar ferðast er á milli”. — En er ekki vandi að keyra með svona tjaldvagn aftani? „Nei, það er nú varla hægt aö segja það enda er nánast sama breidd á vögnunum og á bllnum. Þaö má hins vegar ekki stansa I möl með vagninn þvi þá er hann fastur”. — Hvaö geta margir gist I svona vögnum? „Svona tveir til þrir meö góöu móti. Annars er hægt að fá kojur I svona vagna og einnig viðbótar- tjald, en okkur hefur ekkert vantað svoleiðis. Hins vegar hefur okkur tilfinnanlega vantað gas á gastækið. Við erum eigin- lega i vandræðum vegna þess að slikt er hvergihægt að fá. Viö höf- um leitað á hverjum stað en það er hvergi hægt að fá gas. Það ræt- ist kannski úr þessu á morgun”. Já, þau létu gasleysið greini- lega ekkert á sig fá i góða veðr- inu. Tæpir þúsund kilómetrar voru að baki I velheppnaðri ferð og annaö eins beið þeirra. Það er i rauninni aðdáunarvert að okkur skyldi takast að slita okkur frá þessu skemmtilega fólki, en hvað (Mynd GVA) lætur maður sig ekki hafa I vinn- unni? ókum upp í skýin Skammt frá vinum okkar rak okkur til annars góðs fólks. Það var að fást við glóöarsteikingu fyrir framan stórt hústjald. „Við erum frá Reykjavik og höfum ekið hingaö að mestu leyti”, sögðu Ragnar Sigurösson, Anna Jóhannsdóttir, Ingibjörg E. Jónsdóttir og Magnús Jónasson. Skýringin á þvi að þau hafi ekið að mestu leyti vestur er sú að þau tóku flóabátinn Baldur frá Stykkishólmi til Brjánslækjar, rétt hjá Flókalundi. „Ætli viö höfum ekki losnaö við eina 300 km I akstri, en svo hvilist maður heilmikið á þvi að taka bátinn svo að þetta er miklu betra. „Jú, það er gaman að aka um Vestfirði en annars finnst okkur vegirnir frekar slæmir, miklu verri en fyrir sunnan. Sumar heiöarnar eru svo snaibrattar og háar að maður keyrði bókstaflega upp I skýin. Þaö er hrikaleg náttúrufegurð hérna”. Okkur Gunna þótti rétt að deila ekki sólinni með fleiri tjaidstæði- gestum, en liklega voru um tiu til fimmtán tjöld þar. Hreinlætisað- staða er fyrir gestina, en það kostar ekkert inn á svæöið. Það sakar ekki að geta þess að tjald- stæðið er vel i stað sett, rétt við sumarbústaöalönd ísfiröinga, fyrir neðan fallegan foss og við litla seytlandi á. Þjh Vegir aimennt gððir fyrir vestan „Vegir eru almennt góðir hérna | á Vestfjarðakjálkanum”, sögðu m vegalögreglumennirnir Skarp- ■ héðinn Njálsson og Sævar m Stefánsson, en Visismenn hittu þá I á Eddu-hótelinu þar sem þeir ■ voru að fá sér I svanginn. Yfirreið I þeirra félaga hófst nokkrum dög- ■ um áöur en við hittum þá og var I þvi fróðlegt að heyra hvaö þeir hefðu að segja um ástand veg- anna I þessum landshluta. „Viö miðum við það hvernig malarvegirnir geta orðið og telj- um þvi vegina hér i nokkuð góðu ástandi. Þeir eru þó þurrir og haröir en það þýðir mikið ryk og hættu á grjótkasti. Bindiefni er mikiö fokið úr veginum og egg- grjót viða komiö upp. Dekkin okkar hafa þó alveg sloppiö fram að þessu en það skiptir miklu máli að hafa rétt loftmagn i dekkjunum. Og til aö varast grjótkastið á aö halda jöfnum hraða og hæfilegum og draga heldur úr honum þegar bilar mætast”. ÞJH Þeir Sævar og Skarphéðinn voru svo elskulegir að leyfa okkur að fljóta meö til Bolungarvikur. A leiðinni tókum viö þessa mynd af þeim, en krossinn f baksýn var vigður ferðamönnum/sem eiga þarna ieiö um, vegna dauðaslyss sem varö á þessum stað áriö 1952 er tveir Iþrótta- menn létust. (Mynd GVA)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.