Vísir - 01.08.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 01.08.1980, Blaðsíða 5
vísm Föstudagur 1. ágúst 1980. Texti: Guft- mundur - Pétursson Mótmæli vegna soiakðkuverk- smiðjunnar í Kaupmannahöfn Borgaryfirvöld i Kaupmanna- höfn ihuga nýtt skipulag svæðis- ins, þar sem sojakökuverksmiðj- an við Islandsbryggju eyðilagðist i sprengingu fyrir hálfum mán- uði. Til gaumgæfilegrar athugunar er hjá umhverfisráði borgarinn- ar, hvort þar skuli leyfa aftur klórgasframleiðslu og sojaköku, og stendur yfir rannsókn á þvi, hvort leiðslur og lagnir frá verk- smiðjunni hafi ekki skaðast af sprengingunni. Verksmiðjunni var leyft að halda áfram klórgasframleiðs- lunni um hrið, en þá vildi svo slysalega til, að klórgas slapp út i andrúmsloftið á þriðjudag, þegar valtari rakstá kranann. Slapp að- eins litið eitt af gasi út, en atvikið hreif á menn sem áminning, hver hætta getur verið samfara slikum atvinnurekstri i þéttbyli. Ibúar á íslands-bryggju hafa efnt til mótmælaaðgerða á Ráð- hústorginu, þegar umhverfisráð- ið hefur fundað um málið, en þeir krefjast þess.að öll hættuleg efna- framleiðsla veröi lögð niður inni i ibúðahverfum. Um 20% sojakökuverksmiðj- unnar á islands-bryggju eyði- lögðust i sprengingunni, eins og þessi loftmynd af rústunum ber meö sér. 'M y Ymist Durrk- ar eða úr- hellisrigninp Miklir þurrkar hafa verið i Georgiu i Sovétrikjunum og ligg- ur uppskera undir stórskemmd- um, en þar er aðallega citrus, vinrækt, te- og grænmetisræktun. 1 hinu opinbera málgagni Geor- giu er sagt, aö miðstjórn kommúnistaflokks Georgiu hafi samþykkt umfangsmiklar ráöstafanir til þess að reyna að bjarga uppskeru ávaxtabænda. Vegna þurrkanna eru horfurá, að landbúnaðaráætlanir fari úr skorðum, og alvarlegur skortur verði á ávöxtum. En það er skammt öfganna i milli, þvi að i vesturhluta Úkraínu hafa verið úrhellis- rigningar svo vikum skiptir og þar liggur kornuppskeran undir skemmdum vegna bleytunnar. Af rigningunum hafa hlotist flóð og skriöuföll, og mörg smáþorp hafa einangrast. Víetnamski geim- farinn kominn aftur til jarðar Þessi mynd birtist áður á sjón- varpsskermi Moskvubúa, bein sending ofan úr geimstöðinni, og sést á henni, að um borð i geimstöðinni hangir mynd af Brezhnev á veglegum stað. Fyrsti vietnamski geimfarinn, Pham Tuan, ofursti, er kominn heilu og höldnu aftur til jarðar. Hann var annar tveggja geim- fara, sem Sovétmenn sendu á dögunum upp i Saljut-6 geimstöð- ina. Geimfararnir Tuan og Viktor Gorbatko lentu mjúkri lendingu i Kazakhstan i gærdag, en þeim var skotið á loft 23. júli. Dvöldu þeir viku um borð i geimstöðinni, sem er á hringsóli umhverfis jörðina. Unnu þeir að rannsókn- um með geimförunum Popov og Ryumin, sem voru áfram um kyrrt i geimstöðinni. — Popov og Ryuminhafa verið uppi i Saljut-6 frá þvi i byrjun april. Þessi siðasta geimferð, sem er sú sjötta, þar sem Sovétmenn senda geimfara frá öðrum kommúnistarikjum, hefur hlotið rækilega umfjöllun i sovéskum fjölmiðlum þessa viku, sem ber upp á Ölympiuleikana. Hefur engin geimferð þeirra verið sýnd svo rækilega, t.d. i sjónvarpinu i Moskvu. Félagi Tuan ofursti var heiðr- aður við lendinguna i gær með Leninorðunni og titlinum „hetja Sovétrikjanna”. — Aöur en hann sneri sér að geimferðarþjálfun hjá Sovétmönnum, hafði hann getið sér orð sem orrustuflug- maður og m.a. unnið það frægð- arverk að skjóta niður banda- riska B-52 sprengjuflugvél i Viet- namstriðinu. Hingað til hafa Rússar sent einn Tékka, Austur-Þjóðverja, Pólverja, Búlgara og Ungverja i geimferðir með sinum mönnum, en i þjálfun eru um þessar mundir einn Rúmeni, Kúbumaður og Mongóli. Þeirra biður stefnumót i geimnum við tvo franska geim- fara. Indverjum var boðið að senda mann með sovésku geim- fari, en þeir afþökkuðu. Kvíttur um svindl á Moskvuieikunum Ýmsir meöal hinna erlendu gesta á öly mpiuleikunum I Moskvu hafa oröið tilþess að taka undirmeö heimamönnum og bera af þeim ásakanir um, að Rússar hafi svindlað sinum iþróttagörp- um i hag á leikunum. Efnt var til sérstaks blaða- mannafundar i Leniníþróttahöll- inni i gær, þar sem Adrian Paulen, forseti alþjóða iþrótta- sambandsins (IAAF), sagði, að þessi áburöur hefði ekki við neitt að styöjast. — Frederick Holden, fulltníiBreta, einni nefnda IAAF, sagði, að sambandiö hefði ekki yfir neinu að kvarta. Meðal annars höfðu menn sagt, aö sovéskir starfsmenn á Iþrötta- leikvanginum hefðu opnað eitt hliðið til þess að skapa trekk og meðvind fyrir einn rússneska spjótkastarann. Sagt hafði veriö, að lengsta stökk ástralska þri- stökkvarans, Ian Campbell, hefði veriö dæmt ógilt án nokkurrar sýnilegrar ástæöu, enþaðheföi að öðrum kosti dugað honum til gull- verðlauna. Fleiri slikir úrskurðir þóttu óeðlilegir. Aströlsku þátttakendurnir mót- mæltu þó ekki ógildingu stökks- ins, en báðu um skýringar og gerðuséraögóöu, þegarsagt var, að kvikmynd sýndi, að Campbell hefði gert ógilt. Þá vakti umtal, að ekki bar á áfrýjunarnefndarmönnum við Moskvuleikana, sem venjulega eru áberandi við ólympiuleikana vegna rauðra jakka sinna. Þar til kvitturinn um svindltilvikin komst i hámæli, sáust i fyrradag nefndarmenn komnir á kreik i rauðstökkum sinum. Raunar höfðu þeir verið að störfum alla leikana, en ekki i áberandi rauðu jökkunum til þess að hlifa dómur- um viö grun um, aö þessi og þessi dómarinn væri undir eftirliti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.