Vísir - 01.08.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 01.08.1980, Blaðsíða 16
VÍSLR Föstudagur 1. ágúst 1980. Umsjón: ' ^Magdalena . Schram Ameríska kvikmynda- vikan Dagskráin í dag, föstu- dag: KL. 3 — No Maps on my Taps(Stepp) NoLies(Engar lygar um nauögun) The Flight of the Gossamer Condor(Flug kondórsins frá Gossamer) kl. 5 — On the Road with Duke (Duke Ellington) kl. 7 — Amerika lost and found (Ameríka — tapað fundið) Frumsýning. Cuts (Högg). Frumsýning. Gerö 1079 af Charles Gustafsson. Um skógarhöggsfólk, um bónusvinnu, slysahættuna, atvinnusjúkdóma, en um leið um aðdráttaraflið sem þessi atvinna virðist hafa. kl. 9 — The Last of the Blue Devils (Siðasti blái djöfull- inn. kl. 11 — Harlan County USA (Harlan hérað USA) Dagurinn i dag er siðasti dagur kvikmyndavikunnar. Ms Bjðrgvin til írlands Dægurlagasöngvarinn Björg- vin Halldórsson, mun að öllum likindum taka þátt í alþjóðlegri söngvakeppni i Irlandi i haust. Keppnin fer fram i bænum Cast- lebar i oktober. Tvö lög eftir Björgvin voru samþykkt inn i keppnina, Skýið, sem er á sólóplötu Björgvins, Ég syng fyrir þig. Textinn er eftir Vilhjálm heitinn Vil- hjálmssonen honum hefur veriö snúið á ensku af Jóhanni Helga- syni og heitir nú Maiden of The Morning. Hitt lagið er Dægur- fluga, (Bumble Bee) og er þaö aðeins leikið. Þaö lag tekur þátt i lagakeppninni The Orchestral Competition, sem haldin er I tengslum við söngvakeppnina. í verðlaun eru 5000 pund, sem eru 1. verðlaun, 2.500 pund eru i önnur verðlaun og 1.500 pund i þriðju. Atvinnu- og áhugamenn taka þátt i keppninni. Hljómplötuútgáfan, sem hefur gefiö út plötur Björgvins, sendi alls 11 lög eftir ýmsa laga- smiði til keppninnar._Ms SUNGIB FYMR VIHABÆI Samkór Kópavogs fór i vina- bæjarheimsóknir til þriggja vina- bæja Kópavogs i júni s.l., Odense i Danmörku, Mariuhafnar á A- landseyjum og Norrköbing i Svi- þjóð. Kórinn hélt margar söng- skemmtanir i ferðinni. Sungið var á elliheimium, kirkjum, útihá- tiðum og jafnvel um borð i gömlu seglskipi. Alls staðar hlaut kórinn góðar undirtektir og einkum vöktu islensku þjóðlögin athygli. Kórsins var getið i blöðum af hlý- hug og vinsemd. Stjórnandi kórsins var Kristin Jóhannesdóttir, og undirleikari Jónina Gisladóttir. Ingveldur Hjaltested söngkona var einnig með i förinni, en farastjóri var Hjálmar Ólafsson. Formaður kórsins er Sigriður Gunnlaugs- dóttir. Ms. c> Kórfélagar bregða á leik á Jónsmessunótt i Álandseyjum. Þrennlr Skálholts- lónleikar um helgina Um Verslunarmannahelgina, sem nú fer i hönd, er mikið um að vera i tónlistarlifi landsmanna og bera þar sem oft áður dægurtón- listarmenn drjúgan hlut frá boröi, enda spila þeir i nær hverju ein- asta samkomuhúsi landsins næstu kvöld. En unnendur annars konar tónlistar (þorir einhver að segja æðri tónlistar?) þurfa þó ekki aö láta sér nægja dansmúsik, þvi sem oftar verða tónleikar i Manuela Wiesler Skálholtskirkju bæði laugardag, sunnudag og mánudag. Það eru þær Manuela Wiesler, flautuleikari og Helga Ingólfsdótt ir semballeikari, sem leika i kirkjunni i Skálholti og hefjast allir tónleikarnir kl. 15. Þær leika verk eftir Bach, Handel og Tele- mann. Þetta er orðiö sjötta árið, sem tónleikahald er i Skálholti og óhætt að fullyrða að sú starfsemi sé fagnaðarefni öllum sem á hlýða. Ms **-------------->- Heiga Ingólfsdóttir FVRSTA SÝNINGIN í HEIMALANDINIi Þrjár nýjar sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstööum á morgun, laugardag. Þeir Sigfús Halldórsson og Sveinn Björnsson sýna málverk, i sitt hvorum salnum, en Nina Gautadóttir sýn- ir teppi á göngum hússsins. Nina Gautadóttir hefur verið Nina var að hengja teppin upp, þegar ljósmyndarinn bar aö garði, þetta ber heitið Nú er frost á Fróni. (Ljósm. Jens) úr álðgum Listasafn Einars Jónssonar hefur látið prenta kort af högg- mynd Einars Jónssonar, ,,úr álögum”, sem hann gerði á árun- um 1916-1927. Kortið er til sölu i búsett i Paris undanfarin 10 ár, en þangað fór hún til náms i Lista- háskólann. Þetta er i fyrsta skipt- ið, sem hún sýnir hér heima. „Maður veröur að sýna fram á einhvern árangur eftir lán og styrki til námsins” sagði hún og hló við. Annars hefur Nina sýnt i Paris við góðan orðstir. Að Kjarvalsstöðum sýnir hún um 15 teppi, sem öll eru gerð úr netaþráöum, „það er alveg nóg úrval af þeim i Paris!”. Ms Listasafninu. Ljósmyndina tók Vigfús Sigurgeirsson og Guten- berg prentaði. Fyrir skömmu lét Listasafnið gera veggspjald af sömu höggmynd og er það einnig til sölu i safninu. Listasafn Einars Jónssonar er opiö yfir sumarmánuðina alla daga nema mánudaga, kl. 13.30- 16. Ms Sumargleðin ver verslunar- mannahelginni fyrir norðan að þessu sinni. 1 gærkvöldi voru þeir félagar Raggi Bjarna og Co, Bessi, Ómar, Þorgeir og Maggi i Hrisey, og að sögn tókst sú skemmtun óhemju vel. I kvöld, verða þeir i „Sjallanum” á Akur- eyri og annað kvöld, laugardag, i Skjólbrekku Mývatnssveit. A sunnudagskvöld verða þeir siðan i Skúiagarði i Kelduhveríi. Aður en dansleikirnir hefjast sjá þeir kumpánar gestum sinum fyrir tveggja tima stanslausri skemmtidagskrá, sem aldrei hefur verið betri en einmitt nú á 10 ára afmæli Sumargleðinnar. Er þá ekkert annað eftir en að óska fólki góðrar skemmtunar. — KÞ. * Sænskur kór I Bústaðaklrklu Sænskur kvennakór frá Seattle i Bandarikjunum heldur tónleika i Bústaðakirkju á morgun, laugardag kl. 5. Kórinn kemur hingað á leið i tónleikaferð um Danmörk og Svi- þjóö. Einsöngvari með kórnum er dr. Edward Pálmi Pálmason. Hann er læknir að mennt og starfi en hefur lagt stund á söng, m.a. sungið á skandinaviskum tón- listarhátiðum vestan hafs, i Seattle óperunni og með sinfóniu- hljómsveitunum i Spokane, Van- couver og Oregon. Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.