Vísir - 01.08.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 01.08.1980, Blaðsíða 23
Föstudagur 1. ágúst 1980. 27 Margeir gengur berserksgang Islenskum skákmönnum hef- ur oröiö tíöförult á bandarisk skákmót undanfariö, enda mikil gróska i skákllfi þar. Verölaun eru jafnan rifleg, þvi þátttöku- gjald skákmanna sem ekki hafa komist á FIDE-skákstigalistann er all-hátt, 70-100 þúsund krón- ur. Hinsvegar fá þeir skákmenn sem háir eru aö stigum, greitt fyrir aö tefla. A World Open 1980 tefldu 500 manns 9 umferöir eftir Monrad- kerfi, og áttum viö íslendingar þar fjóra fulltrúa, Arna A. Arnason, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Sævar Bjarnason. Jóhann stóö sig best Islendingana, hiaut 6 vinninga, en einnig fékk Arni sérstök verölaun fyrir sina frammi- stööu. Margeir var fremur óheppinn meö andstæöinga, lenti t.d. gegn Seirawan og Al- burt, þegar hann var aö komast á toppinn. Aö loknu World open, tefldu Arni, Jóhann og Margeir á alþjóölegu móti I New York, þar sem keppendur voru 60 tals- skók ins. Margeir var 4. stigahæsti maöur mótsins, næstur á eftir stórmeisturunum þrem sem þar tefldu, Alburt, Benkö og Dzindzindhasvili. Eftir rólega byrjun rann berserksgangur mikill á Margeir og meö þvi aö vinna 6 skákir I röö, var hann kominn i 2. sætiö, 1/2 vinningi á eftir Bandarikjamanninum Watson. Þeir tefldu saman i lokaumferöinni, og eftir tima- hrak og flækjur, varö Margeir aö sætta sig viö jafntefli. Röö efstu manna varö þessi: 1. Wat- son, 8 1/2 v. 2.-3. Margeir Pétursson, Benkö, 8 v. 4.-6. Al- burt, Ostos, Wilder 7 1/2 v. Dzindzindhasvili komst ekki i efstu sæti, enda baröist hann á tveim vigstööum. Jafnhiiöa aöalmótinu tefldi hann linnu- laust ýmis f járglæfraspil og var þá jafnan lagt hressilega undir. 1 hraöskákum gaf Dzindzi rif- lega timaforgjöf, haföi l minútu gegn 5 minútum andstæöingsins og gilti þaö jafnvel þó i hlut ættu skákmenn meö allt upp I 2400 stig. En viö skulum nú lita á eina vinningsskák Margeirs úr vesturförinni. Hvltur: Margeir Pétursson Svartur: La Rota Cataian 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 5. g3 dxc4 5. Bg2 (Viktor Kortsnoj sem löngum hefur þótt mikill Catalan sérfræöingur, lék jafn- an 5. Da4+. í skák hans viö Margeir Pétursson hefur gengiö berserksgang á skákmótum undanfariö. Friörik Ólafsson i Buenos Aires 1960, var leikiö 5. .. Rb-d7 6. Rd2 a6 7. Rxc4 b5 8. Dc2 Rd5 9. Re3! meö betri stööu fyrir hvitan). 5... Rb-d7 6.0-0 a6 (Annaö fram- hald var 6... c5). 7. a4 Hb8 8. a5 Bd6(Núer8. ... c5ekki fýsilegt, vegna 9. Bf4. Svartur lendir nú smám saman i vandræöum meö uppbyggingu sina, finnur ekki raunhæfa áætlun.) 9. Rf-d2 o-o 10. Rxc4 De7 11. Rc3 Bb4 12. Bf4 Re8 13. Db3 Bd6 14. Rxd6 cxd6 15. Ha-ci g5 (Þessi „gagnsókn” hjálpar einungis hvítum, þvi þaö er honum i hag aö taflið opnist.) 16. Bd2 f5 17. f4 Df6 18. Khl d5 (Aætlun svarts er Rd6 og Re4. Til þessa gefst þó enginn timi.) 19. fxg5! Dxd4 20. Bf4 Ha8 (Hrókurinn hefur allan timann veriö vandræöagripur á b8 og snýr nú til fyrri heimkynna.) I.A 41« - i 4 i 1 i £ i ii 1 £ Æ.£s A B C" D ~E F G H 21. e4! fxe4 22. Rxe4! b5 (Ef 22. ... dxe4 23. Dxe6+ Kg7 23. ... Hf7 24. Dxf7+ Kxf7 25. Be5+ og vinnur. 24. Hc-dl Db4 25. Hxd7+ Bxd7 26. Be5+ og vinnur. Eða 23. . Kh8 24. Be5+ Dxe5 25. Hxf8+ Kg7 26. Dg8 mát.) 23. Rd6Rxd6 24. Bxd6Hxfl+ 25. Hxfl Bb7 26. Df3 Dg7 27. h4 He8 28. Kh2 Ba8 29. Dh5 Hc8 30. Dg4 He8 (Ef 30. ... Dg6 31. Hf6 Rxf6 32. Dxe6+ og vinnur.) 31. Hf2 Bb7 32. Hc2 Bc8 33. Hc7 Dg6 34. Df4 Df7 35. Dcl! Gefiö. Biskupn- um á c8 verður ekki foröað. Jóhann örn Sigurjónsson Rikisútgáfa Alþýöuflokksins lýsir því i leiöara i gær, aö ekki hafi steinmarkaö hjá stjórninni viö að koma á betra þjóöskipu- lagi. Gerir leiðarahöfundur sér tiðrætt um einstaka menn i þvi sambandi og harmar óbeint aö Alþýðuflokkurinn skyldi ekki hafa veriö kallaöur til aö leysa vandann. Nú er þaö nokkur sorgarsaga hvernig komiö er fyrir Alþýðuflokknum. Allt i einu varöar engan um þann flokk lengur. Hinir bláeygu ungu drengir, sem þustu á vett- vang til að auka honum fylgi á sinum tíma, eru aö mestu hljóðnaðir enda standa sumar- fri yfir. Það er bara ekki nægjanleg skýring. Svo virðist sem sumarfri þessara ungu Tyrkja i Alþýðuflokknum ætli að veröa nokkuö langt. Og þaö er ekki nema eölilegt aö menn spyrji hvað hafi gerst. Þegar þeir Vilmundur, Eiöur og Arni Gunnarsson komu fram á sjónarsviöiö nutu þeir atfylgis ýmissa áhrifaaöila I þjóöfélag- inu, vegna þess aö meö nýjum mönnum kemur von. Annaö var einnig uppi á teningnum og ekki þvöingarminna. Svo horföi sem Alþýöubandalagiö mundi vinna yfirburða sigur I fyrstu kosning- um þeirra Vilmundar og Eiös, og þvi jókst þeim nokkuö ás- megin stuöningsmönnum hinna ungu Tyrkja. Það og hressilegur blær, sem jafnan fylgir ungum mönnum, tryggöi Alþýöuflokkn- um sigur i kosningunum 1978. Siöan hefur raunverulega ekk- ert gerst. Alþýðuflokkurinn er oröinn sami svefnbekkurinn og hann var, og ekkert þaöan aö heyra nema hrotur og svefn- nöldur manna, sem lita svo á aö þingmennska sé i sjálfu sér pósturog nokkur árangur á lifs- leiöinni. Svo er nú ekki. Þing- menn eru einskisviröi nema þeir hafi eitthvað vitrænt til mála aö leggja. Þingmennska er ekki aö standa i loftfimleik- um á röksemdapöllum stjórn- mála, heldur aö vinna hratt og velaöbrýnum framfaramálum, og semja jafnvel viö fjandann sjáifan til aö koma þeim i framkvæmd. Hin brýnu framfaramál Al- þýöuflokksins hafa litiö breyst siöastliöin fimmtiu ár. Þau flokkast öll undir þaö sem nú til dags er kallað félagsmálapakk- ar. Þröng stefna hefur lokaö flokkinn af sem stéttaflokk. Þess vegna er ekki von til aö menn hafi uppi stór augnatillit þegar þeir kratar eru aö skamma framsókn fyrir bænda- pólitik. Þar er þó um fram- leiðslugrein aö ræöa. Alþýðu- flokkurinn hefur hins vegar haft um litið að tala nema trygg- ingamál, og þótt þau séu góö og gild duga þau varla flokki i fimmtíu ár. Onnur mál hafa yfirleitt gengiö eins og vindur og reykur út og inn um flokkinn, nema þá heist eignarréttarmál- in, en jafnvel Alþýðubandalagið hefur ekki viljaö ganga eins iangt i þeim efnum og sumir kratar. Þaö er ekki nóg aö vera ungur og hress til aö hafa eitthvaö aö segja í pólitik. Daglegar um- ræður eru ekki vænlegar til árangurs I stærstu framfara- málum. Miklir kjaftar á þingi hafa i raun oftast ekkert skiliö eftir nema hávaöann. Þess vegna færi vel á þvi ef Alþýöu- flokknum tækist að losa sig úr stéttaáþján sinni og þjóö- nýtingarhöftum, og yröi raun- verulegur jafnaðarmannaflokk- ur, sem sæktist eftir jöfnuöi handa öllum, en ekki jöfnuöi á kostnað einhvers annars. Þegar leiöari rikisútgáfu Al- þýöuflokksins hefur veriö les- inn, rennur upp fyrir manni, aö hinir ungu Tyrkir Alþýöuflokks- ins heföu engu um þokað frekar en sú rikisstjórn sem nú situr. Það stafar af þvi aö þrátt fyrir allt hafa þeir átt þaö eitt erindi á þing aö læra aö hugsa eins og þaö syfjaða liö, sem þar sat fyrir I slólum. Þaö er staöreynd að slöastliöin fjörutiu ár hafa fleiri menn sofnaö samtals meö setum á Alþingi en nokkrum at- vinnuvegi öörum. ÞÞann stutta tíma sem kratar fóru meö minnihlutast jórn örlaöi h vergi á nýjum viöbrögðum. Þar var ailt meö sama syfjulega kýrgæfa svipnum og fyrr. Svarthöföi Mr menn sem lærðu að sofna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.