Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 08.08.1980, Blaðsíða 3
VÍSIR Föstudagur 8. ágúst 1980 Veruleg fjðlgun skráðra atvlnnuleysingja í júlí: FJÖLDI ATVINNULAUSRA KVENNA TVÖFALDAÐIST >***%*. , , i Atvinnuleysingjum fjölgaði um 257 i siðasta mánuði frá þvf i júnf. Mest var aukning meðaikvenna, en atvinnulausar konur voru 220 fleiri í júlflok en i júni. Um sfðustu mánaðamót voru 544 skráðir atvinnulausir á landinu, eða 0.5% af mannafla. Þar af voru 158karlar og 386konur. Fjötdi atvinnulausra kvenna var um siðustu mánaðamót rúmlega tvöfalt meiri en mánuði áður. t tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir, að ástæöurnar til þessarar aukningar á skráðu atvinnuleysi megi eingöngu rekja til rekstrarstöðvunar frystihúsa viösvegar um land, en þau voru viða lok- uö vegna sumarleyfa. „Það starfsfólk frystihúsanna, sem áður haföi lokið sumarleyfi sinu og ekki fékk vinnu við önnur störf, hefur af eðlilegum ástæðum látiðskrá sig atvinnulaust. Sama gildir um lausráðið fólk svo og þá, sem áformuðu að taka orlof á öðr- um tima”. Einnig er bent á, að sölur tog- ara á afla erlendis voru með meira móti i siðasta mánuði, eða 56 sölur. Þeim, sem skráðir eru atvinnu- lausir 31. júli, fjölgaði i öllum landshlutum nema á höfuð- borgarsvæðinu. Þar er um nokkra fækkun aö ræða, fyrst og fremst i Reykjavik, þar sem skráðum atvinnulausum fækkaði úr 134 i 87. Hins vegar fjölgaði um 20 á atvinnuleysisskrá i Hafnar- firði. 1 öörum landshlutum er dreifing atvinnuleysis misjöfn milli staða. Þannig eru nánast allir, sem skráðir eru atvinnu- lausir á Vesturlandi á Akranesi, (64) á Vestf jörðum á Isafirði (12), á Norðurlandi vestra eru flestir skráðir á Siglufirði (51), á Norðurlandi eystra á Ólafsfirði (59), á Suðurlandi i Vestmanna- eyjum (26) og á Reykjanesi I Keflavik (46). A þessum stöðum var um 71% af skráöu atvinnu- leysi i þessum landshlutum. 1 sambandi við Vestmannaeyjar er þess að geta, aö þar munu ekki hafa veriö komnar til fram- kvæmda aðrar uppsagnir en á lausráðnu starfsfólki. Skráðir atvinnuleysisdagar I júlimánuði voru 7.239 á móti 3.610 i næsta' mánuði á undan. Þetta er aukning um 3.629 daga á landinu öllu. Fjöldi atvinnuleysisdaga i júlimánuði 1980svarar til þess að 334 hafi verið atvinnulausir i mánuðinum á móti 167 i júni. Fóðurgjaldið lækkar úr 50% í 40%: Ekki frekari lækkun 99 P9 Úr húsakynnum hinnar nýju verslunarþjónustu Páls Þorbjarnarsonar. Þorbjörn Pálsson, einn af stofnendum fyrirtækisins er til hægri á myndinni. (Visismynd: Guöm. S. Vm.) NV VERSLUNAR- ÞJðNUSTA I EVJUM ,,A föstudaginn var ákveðið að lækka gjald- töku á svina- og ali- fuglafóðri úr 50% niður i 40%, en það kom til framkvæmda nú á þriðjudaginn”, sagði Gunnar Guðbjartsson, formaður samstarfs- nefndar, sem sett var á laggirnar fyrir um hálf- um mánuði. Starfssviö nefndarinnar, sem skipuð er af fulltrúum eggja- kjúklinga-og svinabænda, annars vegar og þremur fulltrúum Framleiðsluráðs landbúnaðarins hins vegar, er að skila álitsgerð til landbúnaðarráðuneytisins, eft- ir að hafa kynnt sér viðhorf fóður- sölufyrirtækja, niðurgreiðslur Efnahagsbandalagsins og fram- kvæmd álagningar og innheimtu kjarnfóðurgjalds á eggja- kjúkl- inga- og svinabændur. Gunnar sagði, að nefndin hefði haldið fjóra fundi með hinum ýmsu hagsmunaaðilum. Niður- greiðslur á fóðurblöndum til landsins frá Efnahagsbandalags- löndunum nema allt upp i 40% af heildarveröi, að sögn Gunnars. „Nei, ég á ekki von á þvi aö fóð- urgjaldið lækki á næstunni”, svaraði Gunnar Guðbjartsson þeirri spurningu Visis, hvort bú- ast mætti við frekari lækkunum á gjaldinu. Nefndin mun halda áfram störfum og verður næsti fundur væntanlega haldinn i næstu viku. —AS ESS EFF klúbburinn oplnn ivö kvöld í vlku Nú hefur verið ákveðið að hinn vinsæli skemmtistaður Klúbbur eff ess i Félagsstofn- un stúdenta viö Hringbraut verði framvegis opinn tvö kvöld i viku. Klúbburinn verð- ur næst opinn sunnudaginn 10. ágúst og þá leikur hljómsveit- in Mezzoforte, sem er Klúbb- gestum að góöu kunn. Þá mun jazz-hljómsveit Reynis Sigurðssonar leika listir sinar fimmtudaginn 15. ágúst. Segja má að Klúbbur eff ess hafi sýnt i sumar að full þörf var á skemmtistað sem þessum þar sem hægt er aö hlýöa á lif- andi tónlist i notalegu um- hverfi. Þar eru ennfremur á boðstólum ljúffengar pizzur og sjávarréttir. —AS Ný verslunarþjónusta hefur verið opnuö i Vestmannaeyjum. Stofnandi er Þorbjörn Pálsson en meðeigandi er Geir ólafsson og Seifur hf. Verslunin ber nafnið Verslunarþjónusta Páls Þor- björnssonar. Hér er I raun um aö ræöa uppstokkun á eigendum að fyrirtækinuPáll Þorbjörnsson hf. sem um margra ára skeið var rekið að Bárustig 1. Húsakynni hafa nií öll fengiö nýjan og stærri búning. Verslunarþjónustan mun sér- hæfa sig i sölu á útgerðar- og sportvörum, bilavarahlutum, vinnufatnaði og málningarvör- um, svo eitthvað sé nefnt. Verslunarpláss verður um 350 fermetrar þegar það hefur allt verið tekið I notkun en nú sem stendur veröur verslunin aöeins á jarðhæð en möguleikar eru einnig á nýtingu verslunarrýmis á ann- arri hæð. —AS M Þvert ofan f állt llskifræðinga segir Steingrímur Hermannsson M „Ég hef fengiö bréf Bolle og er þvi ósammála aö þessi sildar- stofn sé ekki til umræðu i sam- bandi viö Jan-Mayen” sagöi Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráöherra i samtali viö VIsi, sfödegis I gær, vegna ummæla Eyvind Bolle, sjávarút- vegsráðherra Noregs aö Jan Mayen samningurinn nái ekki til norsk-islenska sildarstofnsins. „Það er að visu rétt aö þau eru æðimörg árin sem hann hefur ekki gengiö á Jan Mayen svæðiö og 'Norðmenn munu hafa breytt nafninu til þess aö undirstrika það, þeir kalla hann nú „norska Atlantshafsstofninn”. Það var minnst á þetta á siðasta fundi fiskveiöinefndarinnar og þar mun ekkert hafa komiö fram sem benti til þess að þeir ætluðu að fara að veiða hann, svo að þetta kemur okkur alveg á óvart” sagði Steingrimur. Um áhrif á samstarf Noregs og Islands i fiskveiðimálum vegna þessarar hegöunar Norömanna, sagði Steingrimur: „Ég held að þetta hafi mjög skaðleg áhrif á samstarfið. Reyndar höfum við Islendingar ekki farið bókstaflega eftir fiski- fræðingunum, en viö höfum ekki veitt þá stofna sem þeir hafa lagst gegn aö yrði hreyft viö. Þetta hefur þvi áreiðanlega ill áhrif á fiskifræöinga beggja landanna. Það er þvi ákaflega óskynsam- legtaðfara að leyfa þessar veiðar nú, þvert ofan i tillögur allra fiskifræðinga”. —AS. 20% 30% S0% ÚTSjltAN 5°%m m JL wMámwm So HOFST ❖ O O SQ°y /ir% 30% C?\° moraun J. _o\o o/ .p?l° ,-o 30/‘ *0 $0% & 20% jcfl° TÍZKUVERZLUNIN W urður HAMRABORG 6 - KÓPAVOGI - SÍMI 43711

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.