Vísir


Vísir - 13.08.1980, Qupperneq 6

Vísir - 13.08.1980, Qupperneq 6
6 VÍSIR Miðvikudagur 13. ágúst 1980 ekki að svnda fyrr en 11 ára gamall taska, iþróttatreyja og stuttbuxur, og að sjálf- sögðu sundskýla, allt vörur frá Adidasum- boðinu. Ingi Þór setti fjögur íslandsmet og jafnaði eitt i júiimánuði og er hann verðugur kjörs iþróttamanns mánað- arins. Viö spurðum Inga Þór, hvern- ig aöstaöan til sundiökunar væri á Akranesi. „Aöstaöan er hryllileg, það er litil laug, sem viö æfum I, en vonandi stendur þaö til bóta, þar sem von er á hitaveitunni til Akraness á næsta ári og verður þá hafist handa viö byggingu sundlaugar. Þaö er bara vonandi, aö þaö taki ekki eins langan tima aö byggja hana eins og Iþróttahús- iö, sem tók held ég 10 til 12 ár”. Syndi 10-12 km á dag Hverju viltu þá þakka árang- ur þinn i sundinu? „Guömundur Haröarson á mestan heiöurinn af þessum af- rekum mlnum, hann breytti gjörsamlega sundstilnum hjá mér og byggöi upp þol hjá mér, sem ég haföi haft af skornum skammti áöur. Ég var I skóla I Reykjavik slöastliðinn vetur og æföi þá hjá Guðmundi, en ég hef aldrei kunnað viö mig I höfuöborginni og ætla þvl aö fara I Fjölbrauta- skólann á Akranesi og æfa þar I vetur”. Hvernig hagaröu æfingunum? „Ég syndi svona 10-12 km á dag”. Er ekki erfitt aö synda svona langa vegalengd I lltilli laug eins og er á Akranesi? „Jú, þaö er erfitt, þvl laugin er svo lltil og maöur hefur ekki eins mikla keppni I æfingum þar eins og I Reykjavik, en maður veröur bara aö keppa aö þvi aö fara eins oft framúr félögunum og maöur getur, og keyra alveg á fullu”. Lærði að synda 11 ára Hvernig atvikaöist þaö, aö þú valdir sundiö sem keppnis- grein? „Ég byrjaöi náttúrulega I knattspyrnu eins og flestir Akurnesingar gera á unga aldri, og ég lék knattspyrnu I þó nokk- urn tlma eöa þangaö til ég læröi aö synda. Ég veit ekki, hvort þú trúir þvl eöa ekki, en ég lærði ekki að synda fyrr en ég var aö veröa 11 ára, og tveimur dögum seinna var ég mættur á mlna fyrstu sundæfingu. Þaö gekk mjög erfiðlega að kenna mér aö synda, ég var svo vatnshræddur, aö ég þoröi ekki fyrir mitt litla lif ofan I laugina, en þaö tókst aö lokum, og eftir að ég byrjaöi aö æfa, þá varö ég aö velja á milli knattspyrn- unnar og sundsins og ég valdi sundiö, og síðan hef ég stefnt aö þvi aö ná sem bestum árangri I þvl”. Hvaö geturðu sagt um árang- ur þinn á þessu ári? „Ég fór og tók þátt I Kalott- keppninni I sundi, sem haldin var I Jellewall I Svlþjóö i aprll sl. Mér gekk sæmilega á þvl móti, náöi aö visu ekki i gull en fékk aftur á móti 4 silfur og 1 bronsverölaun. Eftir þetta mót fór ég til Skot- lands og tók þátt I skoska meist- aramótinUi þaö var mjög sterkt mót, og áöur en ég fór aö heim- an, þá stefndi ég aö þvi aö ná góðum tlmum I undanrásunum ogkomast i úrslitariöilinn en ég frétti þaö ekki fyrr en á staönum aöaöeins Skotar komust áfram en ekki aörir, sem tóku þátt I mótinu, þrátt fyrir þaö aö I sum- um greinunum þá voru kannski bara þrir keppendur og fimm brautir voru auöar.” Hvað er svo helst framundan hjá þér? „Ég stefni aö þvl aö taka þátt I Evrópu-meistaramótinu, sem haldiö veröur I Júgóslaviu á næsta ári. Þaö eru mjög erfiö lágmörk, sem þarf aö ná til þess aö komast á þetta mót, en ég er ákveöinn I því aö ná þeim. Síöan veröa tvö stórmót hér heima. Noröurlandamótiö verö- ur haldiö hérna næsta sumar og einnig Kalottkeppnin, sem viö tökum þátt I ásamt Noröur- herjum Sviþjóöar, Noregs og Finnlands, og ég stefni aö þvi' aö ná aóðum árangri I þessum mót- um og eins I öllum öörum mót- um, sem haldin veröa hér heima I vetur,” sagöi Ingi Þór aö lok- um. —röp. ,,Ég er ofsalega á- nægður með kjörið, þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég bjóst nú ekki við þvi, að ég næði kjöri, þár sem ólympiuleikarnir fóru fram i sama mánuði,” sagði Ingi Þór Jónsson, sundkappi frá Akra- nesi, sem kjörinn var iþróttamaður júli-mán- aðar Visis og Adidas. Ingi Þór tók við verðlaununum sinum á heildverslun Björgvins Schram. ólafur Schram afhenti Inga Þór verðlaunin og voru þau vandaður iþrótta- galli, skór, iþrótta- Er þetta nokkuöof lttiö? Nei, nei, þeir passa alveg ólafur Schram athugar, hvort verölaunin sem Ingi Þór Jónsson fékk frá Adidas, passi ekki. Vlsism. B.G. mm 4ra liða úrslit TBV BIKARKEPPNI KSI BREIÐA BLIK Kópavogsvelli í kvöld kl. 19,00 Komið og sjáið spennandi ieik IBV MOTANEFND „Þorði ekki tyrir milt litla llf ofan í laug” - sagðí hgi Þór Jónsson, sem koslim var irónamaður mánaðarlns - lærðí íDrónamaður júlímánaðar hlá Vfsl og Adíflas:

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.