Vísir - 13.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 13.08.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Mi&vikudagur 13. ágúst 1980 8 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson. A _ , 1 Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schrar. - 'Ritstjórnarfulltrúar: Bragl Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Péturssqn. Blaðamenn: Axel Ammendrup,' Frlða Astvaldsdðttlr, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Mlchaelsdóttir, Kristln t>orstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafsteln. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfl Krlstfánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi 'Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Aléxandersson. Uflit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 símar 8óóll og82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4simi8óóll. Askriftargjald er kr.SOOO á mánuöi innanlands og verð I lausasölu 250 krónur ein- takiö. Visirer prentaður I Blaöaprenti h.f. Siöumúla 14. „Rððherra úti i bæ Aldrei f ór það svo, að þeir í Al- þýðubandalaginu reyndu ekki að hefna harma sinna vegna varn- arliðsmála. Flokkurinn sem telur þjóðf relsið best varið með því að hafa engar varnir í landinu, hef- ur eins og alþjóð er kunnugt um smám saman verið að missa andlitið í þessu gamla hugsjóna- máli sinu.Á einum áratug hefur Alþýðubandalagið tekið þátt í þrem ríkisstjórnum án þess að minnsta breyting haf i orðið á að- ild okkar að Atlantshafsbanda- laginu eða vörnum landsins. Nú síðast, tóku þeir sæti í stjórn Gunnars Thoroddsen án þess að einu orði væri minnst á brottför varnarliðsins eða afstöðu Al- þýðubandalagsins til þess. Þessi uppgjöf hefur valdið for- ystu Alþýðubandalagsins mikl- um hnekki í augum herstöðvar- andstæðinga. Þeir hafa opinber- að sig sem valdagráðuga kerfis- karla, sem meta ráðherrastóla meira heldur en hugsjónir. ( örvæntingu sinni til að rétta hlutsinn, hafa Alþýðubandalags- foringjarnir gert tilraun til að nota tilflutninga á olíutönkum varnarliðsins til að þyrla upp gömlu moldryki. Tankarnir eru síðasta hálmstráið og nú er um að gera að taka stórt upp í sig. Svavar Gestsson talar digur- barkarlega og segir að „það verði aldeilis engar ákvarðanir teknar f yrr en málið hef ur komið til kasta ríkisstjórnarinnar". Ölafur Jóhannesson lýsir því hinsvegar yf ir, að hann fari einn með málið, það sé í samræmi við venjuog ríkjandi stjórnskipunar- rétt. Þetta gefur Ölafi Ragnari Grímssyni tilefni til að tala um „ráðherra úti í bæ". ölafur Jó- hannesson þurf i ekki að halda að hann geti leikið Stalin í ráðuneyt- inu og Alþýðubandalagið muni ekki láta ráðherra úti í bæ, taka fram fyrir hendur sér. Málið er enn forvitnilegra vegna þess að forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen hef ur tekið í sama streng og lýst þeirri skoð- un sinni, að tilflutningur olíu- tankanna sé mál ríkisstjórnar- innar allrar. Þessi afstaða forsætisráðherra er út af fyrir sig talandi vottur um þá viðspyrnu. sem forsætis- ráðherra hef ur gagnvart Alþýðu- bandalaginu og má draga af henni ýrrisar ályktanir síðar meir. Greinilega er hér á ferðinni deila, ekki aðeins um stjórnskip- unarlegan rétt einstakra ráð- herra, heldur pólitískt við- kvæmnismál, sem verður nokkur prófsteinn á viljaþrek og grund- vallarafstöðu þeirra, sem að rík- isstjórninni standa. Staðsetning olíutankanna skiptir litlu sem engu í varnarlegu tilliti. En ákvörðun um tilflutninga þeirra og hlutverk utanríkisráðherra í því sambandi hefur þýðingu vegna framkvæmda og stöðu varnarliðsins almennt. Ef Al- þýðubandalagið hefur fram sitt mál með stuðningi forsætisráð- herra, er Ijóst að andstæðingar varnarliðsins geta haft úrslita- vald um fyrirkomulag varna, mannvirki á vellinum og einstök framkvæmdaratriði þar. Sú nið- urstaða markaði tímamót í varn- ar- og utanríkismálum. Af atburðum og ummælum ráðherra og stjórnmálamanna undanfarna daga er Ijóst, að Ólafur Jóhannesson er síðasta vígi þeirra afla í þjóðfélaginu sem gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar það hefði. ef Alþýðu- bandalagið næði fótfestu í þessu máli. Ólafur Jóhannesson hefur ekki verið maður sem lætur vaða ofan í sig. Hann situr ekki undir því að vera kallaður „ráðherra úti í bæ". Hann hefur áreiðanlega ekki sagt sitt siðasta orð. r ENDURHÆFING FATLARRA ER RESTA FJARFESTINGIN Það vildi þannig til að sama daginn lentu Jón Jónsson og Jón Pétursson i bifreiðarslysi. Annað slysið varð hér á Reykjavikursvæðinu, en hitt á ónefndu krummaskuði úti á landi. Það var margt likt með þessum slysum og mönnum sem i þeim lentu. Báðir voru mennirnir á svipuðu reki, báðir voru þeir iðnaðarmenn og báðir slösuðust þeir álika mikið. Fram að slysinu var saga þeirra lik. Eftir það skyldu leiðir. Fullgildur meðlimur Þóaömeiösli mannanna væru álika alvarleg, þá varö eftirleik- urinn ekki sá sami. Sunnanmaö- urinn komst samstundis undir læknishendur, og eftir aögeröir á sjúkrahúsi, beint í endurhæf- ingu. Eftir endurhæfingu i sex mánuöi, sem Jón Jónsson lagöi sig allan fram viö, náöi hann þaö góöri heilsu, aö hann gekk inni fyrra starf sitt, þrátt fyrir verulega örorku. Nú I dag er Jón Jónsson aftur fullgildur meö- limur og þátttakndi i atvinnulif- inu.Oghannunir velsinum hag. Jón Pétursson missti móðinn Jón Pétursson var ekki eins heppinn. Hann komst ekki strax undir læknishendur og þegar hann komst aö i endurhæfing- unni eftir langa legu, höföu gerst hlutir sem uröu þess vald- andi aö batinn kemur seint. Vegna þessa mótlætis alls, missti Jón Pétursson móöinn um tima og taföi þaö einnig fyrir batanum. ídager Jón Pétursson metinn 75% öryrki og allar likur eru á þvi aö hann veröi þaö áfram. Alla vega mun hann ekki kom- ast I sitt fyrra starf um ófyrir- sjáanlega framtiö. Tvær milljónir á ári Bæöi Jón Pétursson og Jón Jónsson eru aö sjálfsögöu meö- limir i lifeyrissjóöi. Þetta er nokkuö sterkur lifeyrissjóöur. Jón Pétursson, sem nú er öryrki, fær yfir milljón á ári I bætur úr sjóönum. Auk þess missir lifeyrissjóöurinn álika upphæö vegna þess aö nú greiöir Jón Pétursson ekki 10% af tekj- um slnum til sjóösins, eins og hann geröi áöur. Jón Jónsson þarf sem betur fer ekkert aö fá úr lifeyrissjóön- um og hann greiöir áfram 10% af laununum til sjóösins. í stuttu máli: öryrkinn kostar lifeyris- sjóöinn um tvær milljónir á ári. Sá sem komst aftur til vinnu sinnar leggur sama sjóöi til sömu upphæö. Þrjár milljónir á ári Staöa þeirra félaganna gagn- vart rikinu er álíka. Þó er þar um verulega hærri upphæöir aö ræöa. Jón Pétursson mun fá um 3 milljónir meö öllu, frá rikinu, gegnum tryggingarnar. Þrjár milljónir af skattpeningum manna. Sá sjúkrakostnaöur sem ríkiö greiöir fyrir Jón neðanmóls Hrafn Sæmundsson setur fram dæmi um það hvaða áhrif og afleið- ingar það hefur fyrir fólk sem lendir í slysum, eftir því hverskonar endur- hæfingar það nýtur og hvaða réttindi það býr við. Hefur hann þá bæði í huga lífshamingju við- komandi og f járhagslega stöðu. Pétursson, kemur þarna til viö- bótar og hann er ef til vill miklu meiri. Slikt dæmi er ekki hægt aö reikna. Rikiö fær hinsvegar mikla peninga frá Jóni Jónssyni. Jón Jónsson er kominn á fulla ferö aftur og borgar stórar fjárhæöir i skatta allskonar og ýmislegt annaö, sem rikiö. hefur puttann á. Jón Jónsson er aftur oröinn mikiö gróöafyrirtæki, bæöi fyrir lifeyrissjóöinn og rikiö. Auk þess legg ég til Ég set upp þetta einfalda dæmi, sem er I höfuöatriöum rétt. Ég geri þetta vegna þess aö ég ætla aö leggja til aö lifeyris- sjóöirnirog rikiö geri stórt al- vöruétak I endurhæfingarmál- um fatlaöra. Ég set máliö upp á þennan hátt vegna þess aö ég hef svolit- inn grun um aö þessir aöilar hafi ekki gert sér næga grein fyrir hinni beinu fjárhagslegu hliö endurhæfingarinar. Mitt sjónarmiö er hinsvegar öllu frekar bundiö viö hina mannlegu hliö málsins. Ég tel aö heilsa mannsins og lifsham- ingja veröi ekki metin til fjár. Ekki sakar þaö þó aö menn viti aö I þessu tilviki er þaö beinn peningalegur gróöavegur aö vernda þessa þætti i mannlifinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.