Vísir - 13.08.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 13.08.1980, Blaðsíða 23
Umsjón: Ásta Björnsdóttir. vísm Miövikudagur 13. ágúst 1980 örnólfur Thorlacius er umsjónarmaður þáttarins „Nýjasta tækni og vlsindi”. 1 þættinum I kvöld verða sýndar fimm enskar myndir um ný- legar uppfinningar. Sjónvarp ki. 20.45: „Nýjasta tækni og visindí" „Ég er með fimm stuttar myndir i þættinum i kvöld”, sagði örnólfur Thorlacius um efni þáttarins „Nýjasta tækni og visindi”. „Myndirnar eru allar enskar og fjalla tvær þær fyrstu um nýlegan UtbúnaB á tankbilum, 1 Englandi verða aö jafnaði eitt slys á viku, er menn falla ofan af tankbilum. Fjallar fyrsta myndin um útbún- aö sem var geröur til aö varna þvi aö þetta geti gerst”. önnur myndin fjallar um tank- bila, sem flytja sýru. Sýra getur étiö sig i gegnum flest og i þessari mynd er kynntur útbúnaöur sem gefur til kynna áöur en skemmdir veröa”. Þriöja myndin sem sýnd veröur i þætti örnólfs, er um skoskt tæki sem gerir manni kleift aö fylgjast með bæöi hjartslætti og likam- legri áreynslu. Þetta gefur mönn- um einskonar allsherjar mynd af likamsástandi hvers manns. Fjóröa myndin fjallar um nýja tækni á geymslu á eplum. „Þetta er eiginlega sama tækni og menn nota til aö fylgjast meö alkóhól- magni i blóöi ökumanna”, sagöi örnólfur. Tæki, sem fylgjast meö samsetningu efna i loftinu i geymslum, þar sem epli eru geymd og gefa svo til kynna um leiö og gerjun i eplunum hefst. Þannig er hægt aö fylgjast i si- fellu meö ástandi eplanna”. „Siöasta myndin, sem örnólfur veröur meö i þætti sinum, fjallar um litiö tæki sem fest er á barka fólks og hjálpar þvi til aö hætta aö stama. En stam háir mjög mörg- um viö sin daglegu störf og er vist aö ef þetta tæki reynist vel, þá á þaöeftiraöhjálpa mörgum. AB Útvarp kl. 20.30: Evrópsk- ur lazz M I „MÍS- ræmum” „Við ætlum að halda áfram að kynna tónlist frá þýska útgáfufyrir- tækinu ECN ”, sagði Ástráður Haraldsson um efni þáttarins „Misræmur” Þetta fyrirtæki gefur aðallega út tónlist sem kallast evrópskur jazz, og ætla þeir félagar að kynna tónlistarstefn- una, áður en þeir fara út i það að kynna einstakl- ingana. „Þaö er ekki auövelt aö segja hver sé mismunurinn á evrópsk- um jazzog öörum jazz. Jazzinn er upprunninn frá Amerlku og þá aöallega spilaöur af svertingjum, evrópski jazzinn er þá meira spil- aöur af hvitum. Hann hefur auö- vitaö sterk einkenni frá svarta jazzinum, en hefur þróaö meö sér eitthvaö nýtt. Þetta er kaldari tónlist og kannski fágaöari og vandaöari en þaö vantar i hann tilfinninguna sem er svo rik i svörtum jazz. Einstaklingarnir sem koma fram i þættinum eru ekki mjög þekktir en við ætlum aö reyna aö kynna þá siöar”, sagöi Astráöur aö lokum. MIÐVIKUDAGCR 13. ágúst 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir 8.15 Veöurfregnir. Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Kolur og Kolskeggur” eftir Barböru Sleight. Ragnar Þorsteinsson þýddi. Margrét Helga Jóhanns- dóttir les (2). 9.20 Tónleikar. 9.30 Til- kynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 10.25 Kirkjutónlist: Frá orgel- ' hátiöinni i Lahti i fyrra Martin .Hazelböck frá Vinarborg leikur Preludfu og fúgu um nafniö BACH, og „Orpheus” eftir Franz Liszt og Prelúdiu og fúgu f d-moll eftir Felbc Mendelssohn. 11.00 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar Tón- ieikasyrpa Tónlist úr ýmsum áttum, þ.á.m. létt- klassisk. 14.30 Miödegissagan: „Sagan um ástina og dauö- ann” eftir Knut HaugeSig- uröur Gunnarsson les þýö- ingu sina (11). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir 16.20 Siödegistónleikar 17.20 Litli barnatiminnStjórn- andinn, Oddfriöur Stein- þórsdóttir, segir frá tööu- gjöldum i sveit. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Einsöngur i útvarpssal: 20.00 Hvað er aö frétta? 20.30 „Misræmur”, tónlistar- þáttur I umsjá Ástráös Haraldssonar og Þorvarös Amasonar 21.10 Börn i ljóöum Þáttur i umsjá Sigriöar Eyþórsdótt- ur. Lesari auk Sigriöar er Eyþór Arnalds. 21.30 Hoilenski útvarpskórinn syngur lög eftir Joseph Haydn og Ludwig van Beet- hoven, Meindert Boekel stj. 21.45 Ú tvarpssagan : „Sig- marshús” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfund- ur les (5). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins 22.35 Kjarni málsins Stefnur og hentistefnur i stjórnmál- um. Ernir Snorrason ræöir viö Agust Valfells verkfræö- ing og Björn Bjarnason blaöamann.Stjórnandi þátt- arins: Sigmar B. Hauksson. 23.20 SellÓ6Ónata i e-moii op. 38 eftir Johannes Brahms 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 13. ágúst 1980 20.00 Fréttir og veöur. ' 20.25 Augiýsingar og dagskrá. 20.35 Kalevala. Fjóröi þáttur. Þýöandi Kristin Mantyla. Sögumaöur Jón Gunnars- son. 20.45 Nýjasta tækni og vfsindi. Umsjónarmaöur Ornólfur Thorlacius. 21.15 Kristur nam staöar f Eboli. ttalskur mynda- flokkur i fjórum þáttum, byggöur á sögu eftir Carlo Levi. Annar þáttur. Læknirinn Carlo Levi hefur veriö dæmdur til þriggja ára útlegöar i afskekktu fjallaþorpi á Suöur-ltaliu vegna stjórnmálaskoöana sinna. Ifyrsta þætti varlýst fyrstu kynnum hans af þorpsbúum. Þýöandi Þuriöur Magnúsdóttir. 22.15 Frá Listahátiö 1980. Frá tónleikum sænska gitar- leikarans Görnas Söllschers i Háskólablói 5. júni siöast- liöinn. Stjórn upptöku Egill Eövarösson. 22.45 Dagskrárlok. ÚRGANGSFISKUR OG ÓLYMPÍULEIKAR A sama tima og fáránlegasta póiitiskt aögeröaleysi á sér staö á íslandi og vinstri menn ákveöa þjóöinni sósialskatta og lifskjör i samræmi viö þaö, hafa hægri menn uppi mikinn hávaöa út af þátttöku f Olympiuleikun- um i Moskvu. Amerisk frétta- timarit staöhæfa aö þetta hafi veriö hormónaleikar, þar sem sovétkeppendum leyföust ýmis- konar brot, meöan erlendum umsjármönnum var haidiö f áhorfendastúkum. En jafn- framt segja þessi rit, aö i raun haföi ekki fleira orkaö tvfmælis á Moskvuleikunum en alvana- legt er á Olympiuleikum almennt. Þetta jafngiidir þvi, aö þrátt fyrir hálfkæring I oröalagi hafi leikarnir fariö fram meö venjulegum hætti. Þátttaka islendinga orkar varla tvimælis. Aö visu eru Rússar aö drepa almenning i Afganistan, en hvaö er óvenju- legt viö þaö. Þeir eru aö láta drepa fólk um allan heim, eöa fylgismenn flokksstefnunnar. Þaö breytir engu þótt borgara- skæruiiöar, svonotaö sé oröalag gufuradíósins, séu fengnir til verksins. Séu hægri menn eitt- hvaö tilfinninganæmir út af sliku, heföu þeir átt aö krefjast þess fyrir löngu, aö viö hættum öllum skiptum viö Rússa — af mannúöarástæöum. Svo er þó ekki, enda gætum viö ekki losn- aö viö úrgangsfiskinn keyptu Rússar hann ekki. Þess vegna verkar þaö dálitiö undarlega, þegar andróöur er haföur uppi út af þátttöku okkar i Ólympíu- leikunum. Þaö er auövitaö af þvi aö á Ólympiuleikunum er ekki seldur úrgangsfiskur. Hægri menn varöar nefniiega ekkert um Afganistan þegar úr- gangsfiskur er annars vegar. Á hitt ber aö lita, eins ogfram hefur komiö I þessum þáttum áöur, aö annaö er aö móöga rússnesk stjórnvöld en rússneskan almenning. Þeir sem fylgst hafa meö sjónvarps- sendingum frá leikunum hafa væntanlega tekiö eftir þvf hvilikur gifurlegur fjöldi sótti leikana. Ekki voru þaö allt stjórnarherrar Sovétrikjanna eöa forustuliö KGB. Olympfu- leikamir voru stolt rússnesku þjóöarinnar, og þaö heföi veriö móögun viö þjóöina, meiri en viö forustu landsins, aö taka ekki þátt i leikunum. Nú er þaö staöreynd, aö viö íslendingar eigum ekkert sökótt viö almenning i Rússiandi. Hann ákvaö ekki innrásina I Afganistan, og frá honum eru ekki sprottnar morösveitirnar, sem gufuradióiö kallar borgar- skæruliöa. Mótmæli viö Olympiuieikum eru mótmæli við rússneskan almenning, sem áreiöanlega mundi óska þess heitast, aö Afganistan fengi aö vera I friði. Aö visu má lita svo á, aö hefðu tslendingar ekkert lesiö nema Þjóöviljann siöustu þrjátiu ár, kynni svo aö vera, aö viö værum samþykk innrásinni í Afganistan, en þaö væri samt ekki okkur aö kenna. Þaö er þvi út i hött aö halda áfram deilum á þá islendinga, sem ákváöu aö taka þátt i leik- unum. Þátttakan ein og sér fel- ur ekki í sér neina viöurkenn- ingu á réttmæti innrásar rússneskra stjórnvalda f Afganistan. Sala á úrgangsfiski fyrir ekki vörubjóöa ábyrgö á morösveitum ef reikna á dæmiö iþróttamönnum i óhag, og þar ætti raunar aö hefja röksemda- færsluna. Nú vili svo til aö leikarnir f Moskvu voru um margt þeir glæsilegustu sem haldnir hafa veriö. Frábær var opnun leik- anna, þá ekki siöur slit þeirra. Liklega hefur fólk aldrei átt þess kost aö sjá aöra eins sýn- ingu og þegar leikunum var siit- iö. Einhverjum kynni nú aö detta i hug, aö öll sú sýning heföi lotið guölegri forsjón Brésnefs. En þaö er röng ályktun. Sýning- in var byggö upp af rússneskum almenningi, þeim hinum sama og þeir vildu ekki móöga, sem sóttu ieikana. Hún var veröug kveöja til umheimsins, sem finnst auðveldara aö beina spjótum sinum til óákveöinna aðila i Rússlandi en taka til hendinni viö aö hrista upp I menningarlegu samfélagi kommúnista og borgaraafla á Vesturlöndum milli þess sem borgarskæruliöar munda vopn- in. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.