Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR Fimmtudagur 28. ágúst 1980 Þessar myndir eru teknar þegar veriö er aö afgreiöa seiöi úr eldistööinni. Hér færir Halldör Daviö Benediktsson, umsjónar- maöur stöövarinnar, seiöin úr karinu upp i fötu. Súrefni dælt i plastslönguna. Þaö annast þeir Vigfús B. Jónsson og Kristján Benedikts- son. „Eg tel að bessar stöðvar séu tyrst og tremst tll að Djóna umhvertl sínu” Hvaö meö markaöinn? „Þaö hefur veriö mjög góöur markaöur hér innanlands fvrir sleppiseiöin, og meira en þaö”, Hér eru plastslöngurnar tilbúnar til afgreiöslu. Björn Jónsson, fram- kvæmdastjóri stöövarinnar, (til vinstri), blessar framleiösluna. „Framtíðin í laxeld- inu er í hafbeitinni” „Ég tel þaö vanmat á þessum stöövum, aö þær geti lifaö á seiöaútflutningi. Viö eigum aö snúa okkur i rikara mæliaö haf- beit. Siöan getum viö stjórnaö veiöinni, hvort heldur sem er á stöng eöa i einhverskonar gildruraörar”, sagöi Vigfús B. Jónsson, bóndi aö Laxamýri, I samtali viö Visi, en i túnfæt- inum á Laxamýri er rekin lax- edistööin Noröurlax h.f. Þaö voru þeir Vigfús og Björn bróöir hans, sem voru upphafs- mennimir aö stööinni, ásamt Kristjáni Óskarssyni á Húsavik, Jóhannesi Krist jánssyni á Akureyri og Kristjáni Bene- diktssyni á Hólmavaöi. Var seiöaeldiö á Húsavik fyrstu árin, en slöan var byggt myndarlega yfir starfsemina i túnfætinum aö Laxamýri og þar hefur stööin veriö siöan 1972. Þá hafa veiöifélög I Þingeyjar- sýslum og einstaklingar gerst hluthafar I fyrirtækinu. „Eða sem sióoðnou- selðum sumarlð Dar á eftir” „Viö veiöum laxinn i gildrur i Laxá á haustin og mjólkum” hann”, sagöi Vigfús. Einnig kaupum viö lifandi lax af veiöi- mönnum og ölum hann I stööinni þar til hann er „mjólkaöur”. Siöan fá hrogin sina mebferö, þar til þeim er sleppt sem seiöum, ýmist sem „sleppi- seiöum” sumariö eftir, eöa sem sjógönguseiöum, sumariö þar á eftir,” sagöi Vigfús. „Þann tlma sem þau eru alin i stööinni, reynum viö ab leika náttúruna”, hélt Vigfús áfram. „Ameðanþau eru alin er vatniö um 12 gráöu heitt, en yfir vetur- inn er það kælt niöur i um 6 gráöur, þá erum viö að leika veturinn. Þann tima eru seiðin i einskonar dvala og þurfa ekki fæöu. Til skamms tima áttum við i erfiðleikum vegna vatnsins. Viö vorum háöir yfirborösvatni, sem var ekki nógu hreint. Þaö urðu þvi stundum stórkostleg afföll hjá okkur á seiöunum. Settist þá fingeröur leir úr vatn- inu i tálknin á seiöunum og drap þau.Ennúhöfum viöborað eftir vatni og viö notum hitaveitu- vatnið til aö forhita þaö vatn. Vonumst við til aö ná fljótlega þeirri tækni, aö koma seiöunum fyrr I göngustærö. sagOi Vigfús. „Aö auki hefur rúmlega helmingur sjógöngu- seiöanna fariö I íslenskar ár, allt frá Borgarfirði til Egils- staöa, en allt að þvi helmingur- inn hefur verið fluttur út til Noregs. Þar var markaður fyrir allt, og meira til, en ég tel aö þessar stöövar séu fyrst og fremst til að þjóna umhverfi sinu, þess vegna höfum viö ekki viljað nota þann markaö meira. Auk þess tel ég aö Nor- egsmarkaðurinn veröi búinn innan fárra ára, þar sem þeir stefna aö þvl aö verða sjálfum sér nógir i þessum efnum. Ég held aö framtiöin i laxeld- inu sé í hafbeitinni, eins og ég gat um i upphafi. Sjókviaeldi á ekki viö nema á mjög fáum stööum, þar sem annaöhvort er hiti I sjó, eöa þar sem hægt er aö hita sjóinn meö jaröhita án mikils tilkostnaðar. Annars veröur vöxtur laxanna allt of hægur, til aö sllkt eldi standi undir sér”, sagöi Vigfús aö lokum. G.S./Akureyri. - segip Vigfús Jónsson. einn af eigendum Norðuriax hf. Hér hellir Helga Baldursdóttir seiöunum i plastslöngu. Þorskhausahagfræði og niðurtalning verðbðlgunnar Þaö hefur vart fariö fram hjá mörgum aö rikisstjórn Gunnars Thoroddsen er sex mánaöa um þessar mundir. Reynslan af henni er þvi ekki löng, en samt áþreifanleg á mörgum sviöum þjóölifsins. Reynslan af „niöur- talningu” veröbólgunnar er t.d. ótviræö. 1 stjórnarsáttmálanum eru ítarleg ákvæöi um hvernig „niðurtalningin” eigi aö slá verðbólguna niður. i fjárlaga- frumvarpinu er fullyrt aö þær ráöstafanir veröi til þess aö verðbólga frá ársbyrjun til árs- loka veröi einungis 31%. Nú hefur forsætisráöherra viður- kennt aö hún veröi ekki nálægt 40% eins og hann sagöi I sjón- varpi I april s.l. heldur um þaö bil 50%. Mörg teikn eru á lofti um aö þessi mesti meinvættur islensks þjóöllfs veröi ennþá tröllauknari og muni veröa tvi- efldur miöaö viö þaö sem niður- talningin átti aö hafa I för meö sér. Hver er ástæöan? Hvers vegna hefur forsætisráöherra sifellt orðið aö hrekjast frá einni hrakspánni til annarrar verri um veröbólguna? Stjórn fálms og frestana Rlkisstjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráö i viðureigninni viö veröbólguna vegna þess aö hún hefur enga samræmda stefnu i efnahagsmálum sem er til þess fallin að draga verulega úr verðbólgu. Hún hefur hækkaö veltuskatta gifurlega, rikisfjár- mál og peningamál stuöla aö þenslu og viðhaldiö er sjálfvirku víxlhækkunarkerfi kauplags og verölags, búvara, fiskverðs o.s.frv. A þessum sviöum efna- hagsmála og raunar fleiri sem meginmáli skipta um sæmilega efnahagsstjórn hefur núverandi rikisstjórn I raun enga stefnu. Svo viröist sem hún leggi allt sitt traust aö fálm og frestanir i ákvöröun á verði vöru og þjón- ustu eftir „niðurtalningar” for- múlunni. Það hefur orðiö æ skýrara upp á siökastiö aö þetta er næstum trúaratriði hjá ríkis- stjórninni aö veröbólguna veröi aö sigra meö „niðurtalning- unni” einni saman. Einna gleggst hefur þetta komiö fram i furðulegum tilburðum á aö þrýsta niöur verði á vörum eða þjónustu sem sannanlega kosta meira en sem leyfðu söluveröi nemur t.d. veröi á orku frá Hita- veitu Reykjavikur. Fáránlegustu verðlags- höft sem um getur „Niðurtalningin” er fáran- legustu verölagshöft sem um getur, eins og rikisstjórnin framkvæmir þessa uppáhalds- stefnusina. Allthniguraö þvl aö kostnaöur viö framleiösluvöru og þjónustu hækki. Hvergi er við þvi spornað. Þegar svo viðkom- andi fyrirtæki, sem framleiöir vöru og þjónustu meö sannalega stórhækkuöum kostnaöi mánuö eftir mánuö , vill selja fram- leiðslu sina á hærra veröi sem nemur kostnaöarhækkuninni þá álitur rikisstjórnin aö bjarg- ráöiö viö verðbólgunni sé aö segja: Nei herrar minir, þið megiö bara hækka um 7% eöa 5% og skiptir þá engu hvort til- kostnaður ykkar hafi hækkaö um tvöfalda þá upphæö. Verö- lagshöft hafa aldrei dregiö úr verðbólgu. Um þá staöreynd eru mýmörg dæmi úr hagsögu siöustu áratuga. Þeim mun fáránlegra er að mönnum skuli detta I hug aö gripa til slikra verölagshafta sem „niöurtaln- ing” rikisstjórnarinnar er og treysta nær einvöröungu á þær aögeröir til þess að ráöa niður- lögum svo illkynja veröbólgu sem nú geysar á íslandi. Þorskhausahagfræði „Niöurtalningunni” má llkja viö hagspeki sérkennilegs náunga i sjávarþorpi nyrðra fyrir nokkrum áratugum sem keypti þorskhaúsa á 3 aura stykkiö og seldi fyrir 2. Þegar hann var spuröur hvernig þessi bisniss kæmi heim og saman svaraði hann: „Sko, ég græöi á veltunni! ” Þegar stjórnvöld ákveða að vara sem kostar i framleiðslu 3000 krónur skuli seljast á 2500 krónur I samræmi við formúlu um „niöurtalningu” veröbólgunnar hlýtur þessi þorskhausahagfræði aö vaka fyrir þeim. Auövitaö er hér byrjaö á öfugum enda. Þrýsta veröur kostnaðarhækkunum fyrirtækja niöur og þá er fyrst hægt að þrýsta útsöluveröinu niður. Þetta er svo einfalt aö jafnvel ráöherrar I núverandi neöanmóls Lárus Jónsson alþm. gerir hér úttekt á efna- hagsstefnu ríkisstjórnar- innar og kallar hana þorskhausahagfræði. Sérstaklega fer hann orð- um um skipbrot niður- talningarinnar. rikisstjórn ættu aö geta gert upp þetta dæmi. öngþveiti ef áfram verð- ur haldið: Þessi ofsatrú á að hægt sé aö slá verðbólguna niöur meö slík- um verölagshöftum sem „niöurtalningin” er eins og hún er framkvæmd er þegar búin aö leiöa til tapreksturs bæöi hjá opinberum og einkafyrirtækj- um. Tapiö hefur oftast veriö fjármagnaö meö auknum lán- um úr bankakerfinu á beinan eöa óbeinan hátt. Ef svo væri ekki væri þegar skolliö á stór- fellt atvinnuleysi. Þaö kemur þvl úr höröustu átt þegar ráöherrar i rikisstjórn og jafn- vel sjálfur forsætisráöherra eru aö ásaka bankana fyrir aö lána „óhóflega” til atvinnufyrir- tækja. Ef bankarnir nánast prentuðu ekki seöla til þess aö halda fyrirtækjum gangandi, þótt taprekstur sé, myndu þau stöövast. Núverandi stefna rikisstjórnarinnar I verðlags- gengis- og efnahagsmálum mun þvi óhjákvæmilega leiöa til öng- þveitis á næstunni, þvi skulda- söfnun atvinnufyrirtækja og opinberra þjónustustofnana getur auövitaö ekki gengiö til lengdar. 1 fjölmiölum hefur komiö fram aö rikisstjórnin ræðir nú hugmyndir sérstakrar nefndar um breytta efnahags- stefnu. Ef marka má fréttir erti þær hugmyndir fólgnar i þvl aö rjúfa sjálfvirkni I verölagskerf- inu en þaö var einmitt grund- vallaratriði éfnahags- programmsins sem hlaut nafniö „leiftursókn gegn veröbólgu” fyrir siöustu kosningar. Akvaröana rikisstjórnarinnar um hvert skuli stefna eftir aö hafa fengið þessar hugmyndir veröur þvl af ábyrgum mönnum beöiö meö eftirvæntingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.