Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 7
7 VÍSIR Fimmtudagur 28. ágúst 1980 Marteinn Geirsson hefur skoraO jöfnunarmark Fram, mark, sem getur haft úrslitaáhrif i islandsmótinu I knattspyrnu. Nú sluppu Framarar naumlega fyrlr born - voru heppnir að ná jafntefll gegn jainiði" FH í Laugardalnum I gærkvðidl „Þetta var hrikalega lélegt hjá okkur. Viö náöum aldrei upp neinni stemmningu fyrir leikinn, ogþað virtist sem menn héldu að þeir þyrftu bara að fara inn á völlinn. Þeir væru öruggir með tvö stig”. Þetta sagði landsliösbak- vörðurinn Trausti Haraldsson í Fram eftir 1:1 jafnteflisleik Fram og FH i 1. deild á Laugar- dalsvelli I gærkvöldi. Þar töpuðu Framarar afar dýrmætu stigi i baráttunni um Islandsmeistara- titilinn, en FH-ingar náðu að sama skapi i dýrmætt stig, hvort sem það nægir þeim til að bjarga stöðu sinni eða ekki I sambandi við fallið. Staðreyndin I sambandi við þennan leik er sú, að Framarar voru heppnir að ná öðru stiginu. Þeir voru lengst af slakari aðil- inn, og FH-ingar, sem hafa nú hafið lokabaráttu sina fyrir til- veru meðal bestu liða Islands i 1. deild, hefðu átt'að ná forustunni i fyrri hálfleik. Það tókst þeim ekki þrátt fyrir góð tækifæri, en marktækifæri Framara i fyrri hálfleiknum er hægt að telja á einum fingri ann- arrar handar. Það var er Gunnar Guðmundsson skallaði á mark frá markteigslinu, en Friðrik Jóns- son i marki FH var vel með á nót- unum og varði. Og svo tók FH forustu verð- skuldað á 54. minútu, og það mark má skrifa á reikning Marteins Geirssonar. Hann var að dútla með boltann og lét Magnús Teitsson hirða hann af sér. Magnús sýndi siðan harðfylgi er hann brunaði að markinu og þrátt fyrir góða tilburði Trausta Haraldssonar og Kristins Atla-- sonar tókst þeim ekki að afstýra marki. Það gekk hvorki né rak hjá liöunum eftir að FH hafði náð for- ustunni, og mönnum þótti Hólm- bert þjálfari Fram tefla djarft, er hann skipti þeim Gústaf Bjöms- syni og Baldvini Eliassyni inná fyrir Símon Kristjánsson og Pét- ur Ormslev. En dæmið gekkk upp hjá Hólmbert á 75. minútu. Þá tók Baldvin homspyrnu og Marteinn skallaði boltann af miklum krafti i mark FH. Margir vildu meina að Guðmundur Steinsson hefði breyttstefnuboltansá leiðinni, en það var ekki séð frá þeim stað, er undirritaöur var á, rétt viö hlið marks FH. Sanngjörn úrslit þessa leiks hefðu verið sigur FH, sem var friskara liðið lengst af. Valþór Sigþórsson, þeirra besti maður var algjör „brimbrjótur” i vöm- inni og þeir Viðar Halldórsson og Pálmi Jónsson einnig mjög frisk- ir. 1 liði Fram stóð enginn uppúr, en flestir léku slakan leik og áhugaleysið virtist allsráðandi. — Dómari Eysteinn Guðmundsson, og haföi góð tök á verkefni sinu. gk-- Pétur Pétursson. Þetta nafn er nú á hvers manns vörum Hollandi eftir að hann hefur skorað fjögur mörk f tveimur fyrstu leikjum Feyenoord hollensku knattspyrnunni. Fyrst tvö gegn Sparta um helgina, og siðan önnur tvö gegn Willen I gærkvöldi. Pétur, sem hefur ekkert getað æft vegna meiösla, virö- ist vera fundvisari á leiðina i mark andstæðinganna en áður, og tvö mörk hans i gær- kvöldi lögöu grunninn aö 4:0 sigri Feyenoord. Þrumu- skot Asgeirs „Ég jafnaði metin meö góðu skoti utan vitateigs”, sagöi Asgeir Sigurvinsson, knatt- spyrnumaður i Belgiu, er viö ræddum viöhann i gærkvöldi. Fyrsta umferöin i Belgiu er að baki, og Standard geröi jafntefli 2:2 á Utivelli gegn Beringen. Asgeir skoraði jöfn- unarmark Standard með þrumuskoti, og ósanngjarnt heföi veriö, að Standard heföi tapað þessum leik. Arnór Guðjohnsen geröi það gott meö Lokeren, sem sigraði Gent 1:0. Hann skoraði íkki, en átti mjög góöan leik og er nú I hópibestumanna Lokeren á nýjan leik og kominn með öruggt sæti i liöinu. „vona aö viö höfum tryggt stööu oRKar” sagðl ottð Guðmundsson, lylrllðl KR. eltir að heir hðlðu slgrað Breiðablik 1-011. delidlnnl I knattspyrnu Ég er mjög ánægður. Við lékum þennan leik undir mikilli pressu, við erum I fallhættu, en ég vona að við höfum tryggt stöðu okkar i deildinni með þessum tveimur stigum”, sagði Ottó Guðmunds- son, fyrirliði KR. KR-ingar náðu sér i tvö mikil- væg stig suður í Kópavogi i gær- kvöldi er þeir sigruðu Breiðablik 1-0 I 1. deildinni i knattspyrnu. Fyrri hálfleikur var mjög lif- iegur og segja má að það eina sem vantaði voru mörkin, en þau létu standa á sér. Breiðabliksmenn höfðu oftast yfirhöndina 1 fyrri hálfleik, tókst oft að leika skemmtilega á vörn KR, sem virkaöi frekar þung og oft á tiðum gaiopin. Hættulegasta tækifæri Breiða- bliks i fyrri hálfieik kom á 34 mln. Þór Hreiðarsson stal boltanum skemmtilega frá Sæbirni Guð- mundssyni rétt fyrir utan vita- teiginn, lék upp að marki KR og lék á Stefán Jóhannsson mark- vörð en á einhvern óskiljanlegan hátt skaut hann framhjá opnu markinu. Þarna voru Blikarnir óheppnir, svo sannarlega hefðu þeir átt mark skilið, en stuttu siöar áttu Blikarnir að fá viti er Hákon Gunnarsson var brugöiö af mark- manninum, en Magnús V. Péturs- son sá ekkert athugavert. Seinni hálfleikur var ekki eins liflegur og sá fyrri. Enn elti óheppnin Biikana. A 60. min. gaf Ólafur Björnsson góðan bolta inn á Hákon en skot hans fór i stöng- ina og út og þar stóð Helgi Bents- son fyrir opnu marki, en Sigurði Péturssyni tókst aö ná til boltans á undan Helga og bjargaöi I horn. Svo sannarlega vel gert hjá Sigurði. Ekkert gekk hjá Blikunum, þeir áttu fjöldann af færum, en tókst ekki að koma boltanum i markið. Það var þvi ekki I samræmi við gang ieiksins að KR-ingar skyldu skora, en það gerðu þeirá 73. min. Birgir Guöbjörnsson gaf þá boltann til Sigurðar Indriöasonar sem var á auðum sjó rétt fyrir innan vitateiginn og hann skaut jarðarbolta I horniö nær. Þó að Blikarnir ættu færin, þá skoruðu KR-ingar og þeir bættu við öðru marki, en það var dæmt af, þó ekki fyrr en Breiöabliks- menn höfðu bent Magnúsi dóm- ara á það, aö linuvörðurinn, Þor- varður Björnsson hefði eitthvað við það aö athuga. Einn KR-ingurinn hafði leikið boltanum útfyrir hliðarlinuna en Magnús hafði ekki tekið eftir bendingu linuvarðarins og sókn KR endaði með marki, en eins og áður sagöi, þá dæmdi Magnús markið gilt en leikurinn var ekki hafinn aö nýju og eftir að Magnús hafði ráöfært sig viö linuvöröinn þá dæmdi hann innkast Blikum tii handa. Stuttu siðar komst Elias Guð- mundsson á auöan sjó en Guö- mundur Asgeirsson markvörður varði vel með úthlaupi. Blikarnir voru óheppnir aö ná ekki að minnsta kosti öðru stiginu úr þessari viöureign. Þeir misstu að visu Ólaf Björnsson út af um miðjan seinni hálfleik vegna meiðsla en hann hafði veriö besti maöur Blikanna I leiknum. Þá voru Sigurður Grétarsson og Helgi Bentsson framlinumenn- irnir óvenju daufir. Það skaraði enginn einn framúr i KR-liöinu. KR-ingarnir voru óvenju daufir i fyrri hálfleik og baráttugleðina virtist vanta. Sigurður Pétursson átti ágætan leik en aðrir tilheyrðu meðal- mennskunni. Dómari var Magnús V. Péturs- son. röp-. PÉTUR MEÐ TVðl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.