Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 23
23 vtsm Fimmtudagur 28. ágúst 1980 -Umsjdn: Asta Björnsdóttir. ÚtvarDSleiKrítíð kl. 20. FERÐUÐUST MEÐ ÞAÐ UM ALLT LANDIÐ ARIÐ 1960 Leikflokkur Þorsteins ö. Stephensens fór i leikför um landiö áriö. 1960, meö leikritiö „Tveir i skógi” eftir Axel Ivers, I þýöingu Þorsteins 0. Stephen- sens. Ári sibar var leikritiö flutt I útvarpinu og nú næstum tuttugu árum siöar veröur þvi útvarpaö i annað sinn. Af þessu tilefni hafði Visir samband viö Þorstein og baö hann að rifja upp eitthvað i sambandi við leikförina. „Þetta var mikið feröalag. Við fórum meö leikritið alveg i kring um landið og sýndum það viöa. Ég man ekki á hvað mörgum stöðum við sýndum það, en þvi var vel tekið og á nokkrum stöð- um sýndum við tvisvar. Við völdum þetta leikrit vegna þess, hve þaö er létt i vöfum og að okkur fannst, skemmtilegt. í þessari leikför voru sömu leik- arar og i útfærslu útvarpsins, eða þau Helgi Skúlason, Helga Bach- mann, Knútur Magnússon og svo ég- „Það var mikið um það á þess- um árum, að leikhúsin og ein- staka leikhópar tækju sig upp og ferðuðust um landið með leikrit. En nú er mjög litið um þetta.” Leikritið „Tveir i skógi” fjallar um tvo félaga Tom og Zibumm, sem hafa leitað út i guðsgræna náttúruna og ferðast förumanna- ferðalagi, til þess að losna við hávaða, vinnu og kvenfólk. Hlut- irnir fara þó ekki alltaf eins og á- ætlað er, friðurinn, sem menn leita að reynist ótryggur og góðu áformin fara út um þúfur. Leikstjóri leikritsins er Helgi Skúlason, en tónlistina samdi Knútur Magnússon. Gunnar Jónsson leikur á gitar i leikritinu. Það er um einn og hálfur timi að lengd. AB. Þorsteinn ö. Stephenssen: „Þetta var mikið og skemmtilegt feröa- lag” m Sumarvaka I úfvarpi Kl. 19. SONGIIR OG FRASAGHIR „Sumarvaka” er fastur liður á dagskrá útvarpsins og hefur verið svo lengi. Við báðum Baldur Pálmason að segja litið eitt frá þeim atriðum, sem eru á sumar- vöku i kvöld. „Fyrsta efnið á Sumarvöku i kvöld er einsöngur. Það er Ragn- heiður Guðmundsdóttir söng- kona, sem syngur lög eftir Björg- vin Guömundsson við undirleik Guðmundar Jónssonar. Mig minnir, að hún hafi lært hjá Mariu Markan og svo hefur hún sungið i Þjóðleikhúskórnum. Guðmundur Jónsson pianóleikari var með fasta þætti i útvarpinu I vetur. Það voru þættirnir „Ljósa- skipti”. ölöf Jónsdóttir, skáldkona, mun lesa frumsamda smásögu, sem hún nefnir „Afi og amma”. Ólöf hefur sent frá sér margar Meöal efnis á Sumarvöku i kvöld er söngur Ragnheiðar Guðmunds- dóttur, söngkonu. Hún mun syngja lög Björgvins Guömundssonar við undirleik Guðmundar Jónssonar, pianóleikara. sögur, einkum fyrir börn og unglinga. Einnig hafa birst eftir hana ljóð. Hún er móðir Svein- bjargar Alexanders, sem er vel þekkt fyrir dans sinn. Þriðja og siöasta efnið á Sumarvöku i kvöld er frásögn Auðuns Braga Sveinssonar af Birni Gestssyni, en hann var húnverskur hagyrðingur. Hann var frá Björnólfsstöðum i Langa- dal og var lengi bóndi þar fyrir norðan. Hann fluttist siðan suður og vann á ýmsum stöðum og var dugnaðarmaður mikill. Auðunn segir frá ævi Björns, sem var þó nokkuð fjölbreytt, og inn i frá- sögnina fléttar hann visur og skáldskap Björns. Auðun er sjálf- ur hagmæltur vel. Hann er sonur Sveins frá Elivogum, sem var vel þekktur hagyröingur. AB Fimmtudagur 28. ágúst 12.00. Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. tilkynningar. Tón- leikasyrpa. Léttklassisk tónlist, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóð- færi. 14.30 Miödegissagan. 15.00 Popp.Pdll Pálsson kynn- ir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. 17.20 Tónhorniö.Guðrún Birna Hannesdóttir sér um þátt- inn. 17.50 Tónleikar Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Þórhallur Guttormsson flytur þáttinn. 19.40 Sumarvaka. a. Einsöng- ur: Ragnheiður Guömunds- dóttir syngur lög eftir Björgvin Guðmundsson. Guömundur Jónsson leikur meö á pianó. b. Afi og amma. Ólöf Jónsdóttir skáldkona les frumsamda smásögu.c. Björn Gestsson, húnvetnskur hagyröingur. Auðunn Bragi Sveinsson fer með visur eftir Björn og greinir frá höfundinum. 20.40 Leikrit: „Tveir I skógi” eftir Axel Ivers. Aöur útv. 1961. Þýöandi: Þorsteinn 0. Stephensen. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leikendur: Tom... Helgi Skúlason, Zibumm... Þor- steinn O. Stephensen, Stúlk- an... Helga Bachmann, Tig- er-Bull... Knútur R. Magnússon. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Frá f jóröungsmóti hesta- manna á Austurlandiá Iða- völlum 8. til 10. þ.m. Fyrri þáttur. Umsjón: Hjalh Jón Sveinsson. 23.00 Afangar. Umsjónar- menn: Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Tollgæslan vopnist laxerolíu Margvlslegur ólifnaöur hefur löngum hrjáö okkur Islendinga. Neftóbaksnotkunin var sllk hér á timabili aö menn fengu bók- staflega talaö tóbaksnef undan stööugu jagi pontustútsins, sem troðið var langt inn I nasirnar. Brennivln höfum viö drukkiö ó- mælt á köflum meö hrikalegri árangri en velflestar aörar þjóöir sem neyta áfengis. ÖI vilja sum okkar hafa og engar refjar, þótt sannaö sé, aö áfeng- ur bjór færir enga lukku þar sem hann er notaður. Hass höf- um viö eftir þörfum og ber aö þakka þaö ungu fólki, sem sifellt erí förum til Norðurlanda, eink- um Kaupmannahafnar, sem virðist eins konar hassstöö fyrir Norðurlönd. Nú er vitaö mál, aö margur islendingurinn hefur „komiö undir sig fótunum ” meö smygli. Einkum var hagkvæmt aö vera smyglari á nælonsokka-öldinni og glingurtfmum, sem staöiö hafa misjafnlega lengi. Smygl var sótt af slíku kappi, aö jafn- vel huröir blla voru fylltar af smádóti, sem sfðan var dreift um allt land af sölumönnum, sem tóku verkiö aö sér, ýmist I bland viö sölu á löglegri vöru eöa án sliks yfirskins. Alkunna er aö smygl er geymt á óllkleg- ustu stööum i skipum, og hefur stundum legiö viö aö hlutar skipa hafa veikst vegna logsuöu og annars bjásturs viö aö koma smygli fyrir. En nú eru horfur á, aö aöferö- ir viö smygl fari aö taka breyt- ingum. Þar sem áöur var log- soöiö og skoriö eöa lagt viö baujur meö stórum netatross- um fullum af Smyrnov er nú helst treyst á meltingarvegi mannsins. Menn eru sem sagt farnir aö taka upp á þvl aö éta smyglskömmu fyrir landgöngu, og hafa siöan gát á hægöum sín- um eftir aö heim er komiö. Þetta -hlýtur aö vlsu aö vera heldur leiö iöja, en þeir munu vera til sem vlla ekki fyrir sér aö skoöa afgang sinn fyrir pen- inga. Nýjasta dæmiö um stefnur og strauma i smyglmálum er inn- flutningur á nokkrum hylkjum af hassoliu, sem gleypt voru vafin I verjur, aö likindum til aö tryggja aö olian tæki ekki upp á þvi aö meltast flytjandanum aö óvörum. Smyglarinn er sagöur hafa haft eitthvaö tregar hægöir eftir aö helmingur smyglsins var kominn og var þá ekki aö sökum aö spyrja, aö hann tók aö óttást um Hf sitt. Hvort sá Ufs- ótti varö til þess aö upp komst skal ósagt látið, en óliklega hefur hasshundurinn fundiö hylkin I meltingarvegi smyglar- ans. Nú er augljóst mál, aö smygl- arar geta ekki notað þessa aö- ferö viö hinn grófari vartiing. Þaö er ekki hægt aö ætlast til þess, aö nokkur maöur taki aö sér aö gleypa bjórkassa, hvaö þá marga. Isskápar og þvotta- vélar hljóta aö koma til landsins utan meltingarfæra. Svo er um vodka og aörar kjötvörur. Þaö er náttúrlega hægt aö drekka vodka, en smyglarinn mundi þurfa aö biöa lengi eftir þvi aö flaska gengi niöur af honum. Þaö mundi heldur ekki þýöa aö gleypa innihald flöskunnar I verju, af þvl hún gæti einfald- lega sprungið, og smyglarar vilja I lengstu lög foröast deleri- um. En viö höldum áfram aö smygla i llf og blóö. Þaö er okkur svo eölislægt, aö stoöir og möstur skipa eru ekki óhult frekaren meltingarfæri manna. Eftir aö ljóst er oröiö, aö hægt er aö smygla varningi meö þvf aö gleypa hann, kæmi ekki á óvart þótt einhvern tima kæmust toll- veröir aö þvl fullkeyptu viö leit- ina. Aö visu eru magaop svo vlö á öllum stærri skepnum, eins og filum og nashyrningum, aö hægt er aö reka handleggina langt upp I meltingarfæri þeirra. Um manninn gildir allt annaö. Aö visu eru til hentugar magasjár, sem notaöar eru viö sjúklinga. Tollveröir munu hins vegar al- fariö veröa aö treysta á hægöa- teppuna sér til hjálpar. Nema tekinn veröi upp sá háttur aö láta farmenn laxera i tollstöö- inni. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.