Vísir - 30.08.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 30.08.1980, Blaðsíða 5
VÍSIR Laugardagur 30. ágúst 1980 Tveir reyndir Flugleidastarfsmenn kveöja: 99Óljúft að sjá uppbyggingarstarfið fara eins og reykský upp i loftið” segir Islaug Adalsteinsdóttlr, sem sagt er upp störfum hjá Flugleiðum eftir 33 ár 99Ekki sár út i einn eða neinn” — segir Asbjörn Magnússon, sölustjóri Flugleiöa, en hann sagöi upp eftir 37 ára starf aö flugmálum Þaö getur varla verið annað en biturt aö fá uppsagnarbréf eftir liölega þrjátiu og þriggja ára starf hjá sama fyrirtæki, standa aö uppbyggingu sér- stakrar deildar og heiga krafta sina þvi starfi, vera vel metin af starfsfólki og þekkt fyrir dugn- aö og hæfni i starfi. Til þess aö mótmæia uppsögninni fór starfsfólk farskrárdeildar sér hægt. Engu aö siður er þetta staö- reynd, eins og Islaug Aðal- steinsdóttir, yfirmaöur far- skrárdeildar Flugleiða hefur fengið að reyna. ,,Ég geri varla ráð fyrir að vera lengur hér en i dag”, sagði Islaug i samtali viö Visi i gær- dag. Islaug var ekki tilbúin til þess að ræða uppsagnarbréf sitt sem slikt, en benti á yfirlýsingar frá stjórn Flugleiða um „samdrátt- araðgerðir og skipulagsbreyt- ingu”. „Starfið allt hefur veriö mér ákaflega ljúft og i raun og veru hefur það verið meira mitt á- hugamál en vinna, en þetta hefur veriö að breytast aö undanförnu”. Hóf störf1945 „Ég er fyrst og fremst þakk- lát fyrir þaö að hafa fengið að taka þátt i uppbyggingarstarf- inu, en mér er jafn óljúft að sjá það fara eins og reykský upp i loftið”, sagði Islaug. 19 ára gömul hóf Islaug störf hjá Loftleiðum. „Égbyrjaði 1945 á tsafirði þar sem Loftleiðir byrjuðu að fljúga. Ég starfaði fyrst hjá borleifi Guðmundssyni sem var umboðsmaður Loftleiða en árið eftir hóf ég störf á skrifstofunni i Reykjavik i „Oliuportinu” niðri i Hafnarstræti 23. Við vorum tvö þarna á skrifstofunni, Ólafur heitinn Bjarnason og ég. I þá daga var fólk vigtað, svo viö stóðum i þvi ásamt þvi að vigta töskur og gefa út farmiða og út- búa skrár. Þarna vorum við til 1947 en þá fluttu Loftleiðir yfir i Nýja Bió bygginguna. Það var einmitt þá sem fyrsta vélin kom skráningu og afgreiðslu og ég settist að á skrifstofu uppi á lofti meö farskráningarnar, og þannig varð þessi farskrárdeild til”, sagði Islaug og orð hennar hljóma likt og hún sé að ræöa um afkvæmi sitt, sem vissulega dafnaöi vel undir hennar leiö- sögn, þótt skjótt skipist veður i lofti. tslaug lét sig hvergi vanta i uppbyggingarstarfi farskrár- deildarinnar hjá Loftleiöum. Fyrirtækiö jókst mjög að vöxt- um, fluttist út á Reykjanesbraut og sfðan út á Reykjavikurflug- völl. Það dylst þvi engum, að Is- laug Aðalsteinsdóttir hefur unn- iðsittævistarfvarðandi flugmál okkar Islendinga, en hún er siður en svo tilbúin að aðhafast ekki neitt. Aðeins i tvö ár var Is- laug frá starfi hjá Loftleiðum, en þaö var árin ’48-’50. Orsökin fyrir þvi að henni er sagt upp hlýtur þvi að vera önn- ur en óánægja með þessa starfs- reyndu og hæfu konu i starfi. —AS. „Mér er ljóst að það eru miklar breytingar framundan og þær verða að vera miklar. Mér finnst lita út fyrir að fyrir- tækið muni mjög smækka i sniö- um og þá veröur hvort sem er aldrei pláss fyrir alla” sagði As- björn Magnússon sölustjóri Flugleiöa á tslandi, en hann kveður nú Flugleiöir eftir fjöld- breytilegt störf bæði hjá Loft- leiðuiri og Flugfélagi íslands I nærri fjörutiu ár en Visir átti stutt spjall við hann um starfið. „Ég valdi það að segja upp og mun að sjálfsögöu reyna að halda lifi” sagði Asbjörn og var að vanda hinn hressasti. „Ég hef ekki ákveðið neitt ennþá hvaö ég tek mér fyrir hendur”. Asbjörn hóf störf hjá Flug- félagi tslands 1943. Þá var hann nýkominn frá flugi i Kanada og var falið aö hafa umsjón með gerð flugvallar á Egilsstööum sem unninn var i samvinnu við rikið. Þá starfaöi hann i sildar- flugi frá Akureyri og við ýmis önnur störf þar. I Reykjavfk starfaði Asbjörn svo hjá Flug- árunum eftir þetta fór ég svo að gefa út timaritið Flug”. Ariö 1947 hóf Asbjörn störf hjá Loftleiðum, er hann fór til Kaupmannahafnar og starf- rækti þar skrifstofu félagsins, sem siðan varð sameiginleg skrifstofa flugfélaganna is- lensku”. „Annars er ég vanur þvi aö detta” segir Asbjörn og hlær. ,,1952dróst f'lug lika saman þvi þá lentu Loftleiðir i miklum vanda vegna flugvélamissis. Þá hætti ég og fór i Ferðaskrifstof- una Orlof hér heima”. Siðan fór Asbjörn aftur i starf hjá Loft- leiðum og þvi næst til Flugleiöa er flugfélögin voru sameinuð. Mér þykir mjög sárt að sjá hvernig þessi mál hafa þróast” sagði Asbjörn Magnússon aö lokum. „En ég er ekki að ýja að þvi að ég sé sár út i eina eða neina persónu”. Það var kom- inn timi til að kveðja starfs- fólkið og sú athöfn var siður en svo i drungalegum stil hjá As- birni. - AS lslaug Aöalsteinsdóttir, deildarstjóri farskrárdeildar, hættir nú störfum hjá Flugleiöum eftir gifturfkt starf, þótt þaö endi meö allt öðrum hætti en menn áttu von á. Mynd þessi var tekin fyrir nokkr- um árum, er ný tölva var tekin i notkun. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiöa er meö tslaugu á myndinni. félaginu veturinn 1944. „Þegar Bretar drógu sig út úr flugumferðarþjónustu á Norður-Atlandshafinu, og ls- lendingar uröu að taka við þessu, þá var ég einn af fimm Islendingum sem fóru til náms hjá breska flughernum til þess aö læra flugumferöarstjórn. A „Þú lofaöir aö koma og kyssa mig, en þú geröir þaö ekki”, meö þessum oröum fékk Asbjörn rembings- koss frá starfsfélaga. (Visismynd B.G.) i millilandaflugið, sem var Hekla, og eftir þaö starfaði ég Byggði upp farskrár- deildina AUGÚSINGASTDFAN HF. 15 Gtsli B.B)ömsson kt staóurinn ALLSKONAR ÍS.GAMALDAGS ÍS, SHAKE OG BANANA-SPLIT. SÆLGÆTI, ÖL OGGOSDRYKKIR. Lækjargötu 8, Hraunbæ 102, Reykjavíkurvegi 72, Hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.