Vísir - 30.08.1980, Blaðsíða 31
31
vísm Laugardagur
30. ágúst 4980
Drukkið fyrir
sex miiijaröa
Islendingar hafa aukiö áfengis-
kaup sin um 47 prósent á þriggja
mánaða timabili, 1. april til 30.
júni, miðað viö sama tima i fyrra.
Þetta kemur fram i tilkynningu
frá Afengisvarnaráði.
Heildarsala þessa timabils i ár
voru tæpir 6milljarðir, en rúmir 4
á sama tima i fyrra. Inn i þetta
koma þó til frádráttar þær verð-
hækkanir, sem orðið hafa á þess-
um varningi þennan tima.
—KÞ
Blomaball
í aldar-
fjðrðung
Blómaballið i Hveragerði
verður aldarfjórðungs gamalt
nú um helgina og verður
haldið upp á það með „pomp
og pragt” i' Hveragerði á
laugardagskvöldið.
Blómaballið hefur veriö ár-
viss viðburður I skemmtana-
lifinu fyrir austan fjall og
hefur þar verið kjörin
„blómadrottning” ár hvert.
Svo verður einnig nú, og munu
garðyrkjumenn þar eystra
leggja sérstaka rækt viö
skreytingar I tilefni afmælis-
ins. Tvær hljómsveitir munu
leika fyrir dansi á afmælis-
hátíðinni, en þaö eru hljóm-
sveitirnar Maraþon og Loð-
mundur.
— Sv.G.
Dregið hefur verið i
Kollgátu Visis sem birt-
ist 12. ágúst.
Vinningur er:
Skoöunarferð m/flóabatnum
Baldri um Breiðafjarða«yjar
fyrir fjóra að verðmæti 28.000.-
Dregnir verða út 4 vinningar að
heildarverðmæti kr. 112.000,-
Vinningshafar eru:
Gumundur Steinsson,
Vegamótum 1, Seltjarnarnesi.
.Hallfriður Einarsdóttir,
Dalsgerði 6 c, Akureyri.
Arný Jóhannsdóttir,
Möðrufelli 11, Reykjavik.
Kristrún Asgeirsdóttir,
Heiðarbæ 17, Keflavik.
Dregið hefur verið i
Kollgátu Visis sem birt-
ist 13. ágúst.
Vinningur er:
Gisting — morgunmatur aö
Staðarskála fyrir tvo að verðmæti
16.500,-
Dregnir verða út 7 vinningar að
heildarverðmæti kr. 115.500,-
Vinningshafar eru:
Ingunn Þórðardóttir,
Safamýri 15, Reykjavik.
Oddur Hallgrimsson,
Karfavogi 37, Reykjavik.
Þorbergur Guðmundsson,
Holtaseli 22, Reykjavik.
Björg Kjartansdóttir,
Karfavogi 15, Reykjavik.
Sandra S. Fannarsdóttir,
Herjólfsgötu 8, Vestmannaeyj-
um.
Skæringur Georgsson,
Illugagötu 57, Vestmannaeyjum.
Davið Ólafsson,
Skólavegi 7, Keflavik.
S ""-BP"tókaráméisiárá TiTká u pmá n iTal ”Re y"ijavík:™ "
„Hótun, sem ekki verð-
ur tekin með Dögninni”
Landssamband iönaðar-
manna og Landsamband
bakaramejstara hafa sent
nokkrum kaupmönnum á
Reykjavikursvæðinu bréf, þar
sem þeir eru sakaðiriiiB að hafa
á boðstólnum i verslunum sin-
um vörur réttindalausra aðila i
brauð- og kökugerö.
I bréfinu segir meöal annars:
„Þannig er mál með vexti aö
einn félagi Landssarhbands
bakarameistara telur sig hafa
rökstuddan grun um, að i versl-
un yðar séu seldar kleinur,
kleinuhringir og/eða flatkökur,
sem framleiddar eru af
réttindalausum aðilum......
Flugleiðamáiið:
Kannað verður
hvort uppsagn-
ir standast
Astæða er til að ætla, að hrein-
læti sé ekki nægilega i heiðri
haft af ýmsum þessum aöilura,
eada hafa heilbrigöisvfirvöld
litil tök á þvi að fylgjékt með
þessari oft óskráðu „huldustarf-
semi”...... Landssamband
iðnaðarmanna og Landssam-
band bakarameistara leyfa sér
að vona, að þér takið beiðni
þessa til greina, svo aö eigi þurfi
til {^Ss aö koma, að^stjórn
Landssambands bakara-
meistara neyöist til aö leita eftir
þvi við aðildarfélaga sina, að
öðrum og róttækari aðgerðum
verði beitt, þar á meðal að
bakarameistarar setji Verslun
yöar i afgreiöslubann á brauöi
og kökum”.
Bakarameistarar rökstyðja
þetía bréf sitt m@ð <$ilvitnun i
jgpaöarlög, þar sem öngrein
sem þessi skuli ávallt rekin
undir forstöðu meistara.
Visir leitaði álits eins kaup-
manns i Reykjavik, sem fékk
slikt bre'f. „Með þessu bréfi
finnst mér þeir ekki vera að tala
viö rétta aöila. Það er ekki
okkarseljendanna að sjá um, aö
iönaðarlögum sé framfylgt eöa
að fyllsta hreinlætis sé gætt á
ákveðnum vinnustöðum”, sagði
þessi kaupmaður. „Auk þess er
niðurlag bréfsins hótun, sem
ekki er hægt aö taka með þögn-
inni”. fu.
Fólkið, sem fjér á i hlut, er oft-
lega eldri kcllur, komnar á
eftirlaun, sem oieÖ þessu eru að
drýgja tekjurflár eða annaö það
fólk, sem ekkilfenst að heiman
til vinnu.
„Manni finnst þvi ansi hart,
að verið sé aö klekkja á ein-
staklingum, sem eru að reyna
að iétta undir meö sinu heimili á
meðan kökur og brauð eru
fluttar inn fyrir tugi milljóna”,
sagði kaupmaöurinn enn- m
fremur. „Þarna er veríð að ráð-
ast á litilmagnann”. ■
— KÞ ■
—Rikisstjórnin hefur ákveðið
að óska eftir skriflegri greinar-
gerð um niðurstöður viðræðna
Flugleiða við aöila i Luxemborg
og hugmyndir um framhald
slikra viðræðna. Þá hafa stjórn-
völd ákveðið að beita sér fyrir
viðræðum við yfirvöld i Luxem-
borg um möguleika á áframhald-
andi samvinnu f flugmálum.
A fundi forsætisráðherra meö
formönnum stéttarfélaga starfs-
manna Flugleiða, voru vanda-
mál aðila skýrð nánar og vonast
er eftir samstarfi við rikisstjórn-
ina um lausn i málinu, að sögn
Kristjáns Egilssonar, formanns
Félags ísienskra atvinnuflug-
manna. I kjölfar fundarins, sem
haldinn var i gærmorgun, sendi
rikisstjórnin frá sér ofangreinda
yfirlýsingu, þar sem jafnframt er
ákveðið, að félagsmálaráðu-
neytið kanni lagalegt gildi
uppsagna starfsfólks Flugleiða,
hvað varðar samningsbundinn
uppsagnarfrest launþega- og
einnig, hvort uppsagnir þessar
samrýmist ákvæðum laga og
reglugerðar um tilkynninga-
skyldu fyrirtækja til vinnumála-
skrifstofu félagsmálaráðuneytis-
ins um samdrátt i rekstri.
—AS
HÆKKUN B0TA OG
TEKJUTRYGGINGAR
Myndatexti leiðréttur
I Visi i fyrradag var birt for-
siðumynd frá komu danska utan-
rikisráðherrans, Kjeld Olesen, á
Hótel Sögu, þar sem hann býr á
meðan hann stendur hér við. Sagt
var i myndatexta, að hann væri
þar i fylgd islenskra embættis-
manna. Ekki var það allskostar
rétt. Annar maöurinn á myndinni
með honum var reyndar islensk-
ur embættismaður, Hörður
Helgason, ráðuneytisstjóri utan-
rikisráðuneytisins, en hinn var
aftur á móti sendiherra Dana hér
á landi, Janus Paludan. Er beðist
velvirðingará þessum mistökum.
Til samræmis viö hækkun
kaupgjaldsvisitölu frá og með 1.
september næstkomandi, hækka
allar almennar bætur svo og
tekjutrygging elli- og örorkulif-
eyrisþega um 8,57%.
Sem dæmi má nefna, að frá og
með 1. september verður elli- og
örorkulifeyrir einstaklings 99.792
krónur en hjóna 179.626 krónur.
Tekjutrygging hjóna verður
162.711 krónur og barnallfeyrir
51.065 fyrir eitt barn.
Með þessari hækkun hafa bætur
hækkað um 29,36% á þessu ári og
tekjutrygging um 35,83%.
AB
Berjaspretta er léleg I ár, segir Gísli hjá Búnaðarfélaginu. Þessi lúka
komst þó I feitt undir Hekluhliðum um daginn. Vísismynd: Gsal
LITIL BERJfl-
SPRETTA í ÁR
„Þaö eru ber hingað og þangað
en yfirleitt litil berjaspretta i ár,”
sagöi Gisli Kristjánsson hjá
Búnaðarfélaginu i samtali viö
VIsi. GIsli kvaðst hafa fregnir um
berjasprettu úr ýmsum héruöum,
sveitum og landshlutum og niður-
staðan væri þessi.
Um mánaöamótin mai og júni
kom næturfrost viöa um land og
skemmdist þá bláberjalyng svo
mjög að engin ber hafa sprottið.
„I sumum sveitum er auðvitað
eitthvaö”, sagði Gisli, ,,en þess
eru einnig dæmi i góðum berja-
löndum aö þar er bókstaflega
ekkert aö hafa.”
Fyrir norðan var næturfrost i
nótt og ber þvi frosið þar.
Sunnanlands mun hins vegar
vera viða nokkuö af berjum.
—Gsal
Starf dagskrárgerðamanns hjá sjónvarpinu
Tíu sótlu um starfiD
Umsóknarfrestur um starf dag-
skrárgeröarmanns i Lista- og
skemmtideild sjónvarpsins rann
út nú um siöustu helgi, og eru um-
sækjendur tiu: Edda Andrés-
dóttir, Björn Emilsson, Geir
Rögnvaldsson, Geirlaugur öli
Magnússon, Guðmundur Þór Sig-
urðarson, Ingveldur Sveinbjörns-
dóttir, Kristin B. Pálsdóttir,
Rúnar Gunnarsson, Sigurður Vil-
berg Dagbjartsson og Viðar Vlk-
ingsson.
Starfsmannafélag sjónvarpsins
mun hafa mælt meö ráðningu
Björns Emilssonar.
AB
Víslsbíó
I Visisbiói i dag klukkan þrjú
verður sýnd bandariska gaman-
myndin „Ekki núna félagi”.
Myndin er með islenskum texta
og sýningarstaöur er Hafnarbió.
Bæjarslarlsmenn á Akureyrl sömdu:
„Höldum hagstæðari
launastiga en BSRB”
Starfsmannafélag Akureyrar-
bæjar hefur náö samkomulagi við
samninganefnd bæjarins eftir aö
nefndirnar höföu setið á mara-
þonfundi.
„Okkar samningar eru i takt
við samninga BSRB og samninga
Reykjavikurborgar”, sagði Er-
lingur Aðalsteinsson, formaður
starfsmannafélgsins í samtali viö
VIsi. „Við höfðum heldur hag-
stæðari launastiga en BSRB og
starfsmenn Reykjavikurborgar
og helst það, en það munar ekki
nema einu til tveimur þúsundum
á hverju þrepi að meðaltali”,
sagði Erlingur.
„Við náðum einnig desember-
uppbótinni, sem felur i sér 26-28%
uppbót á desemberlaun eftir átta
til tólf ára starfsaldur. Þá náðum
við inn ákvæðum um að starfs-
menn staldri ekki við nema eitt ár
I fimm neðstu launaflokkunum,
sem er ívið hagstæöara en I
BSRB-samningunum, og I sjötta
til tiunda launaflokki staldra
menn viö i fjögur ár.
Það sem helst er nýtt i samn-
ingum okkar, eru ákvæði um
mötuneyti og ferðakostnað, sem
hafa veriö i samningum BSRB og
Reykjavikurborgar, en viö höfum
ekki haft áöur”, sagði Erlingur i
lok samtalsins.
G.S. —Akureyri.
_______
Nýsendíng
af fuglabúrum
Fjölbreytt úrval
GULLFISKA
BÚ£>IN í
Aðalstrarti 4. (Ftschersundi) Talsími J17 57