Vísir - 16.09.1980, Side 5

Vísir - 16.09.1980, Side 5
vísm Þriöjudagur 16. september 1980. Texti. Guft- mundur - Pétursson ........... • Sovéskt herlift viö flugvöllinn í Kabul. — Einn úr iiftinu leitafti hælis ibandariska sendiráftinu. itL-i i Sovéskur hermaftur, sem her- skyldu gegndi i Afghanistan, kom i bandariska sendiráðið i Kabul i gær og óskaði eftir hæli i Banda- rikjunum sem pólitiskur flótta- maður. Utanrikisráðuneytið i Washing- ton skýrði frá þessu i nótt, og þvi með, að undirbúningur væri haf- inn til þess, að umsókn mannsins yrði tekin til afgreiðslu hið fyrsta. Fréttist að Anatoly Dobrynin, sendiherra Sovétrikjanna, hefði i gærkvöldi hraðað sér til fundar við David Newson, aðstoðarutan- rikisráðherra, til þess að ræða þetta mál.. Ekkert hefur þó verið uppi látið um, hvað þeim fór á milli. Venjulega veitir Bandarikja- stjórn pólitiskum flóttamönnum ekki hæli, nema þeir séu staddir á bandariskri grund. Undantekn- ingar hafa helst verið gerðar, þegar lifi manneskjunnar þykir annars hætt. 1970 reyndi sovéskur sjómaður að strjúka til USA með þvi að stökkva af skipi sinu og um borð i varðbát strandgæslunnar undan Massachusetts. Honum var skilað aftur i skip sitt, og viö heimkom- una i Sovétrikjunum dæmdur i tiu ára fangelsi. 1974 voru honum veitt rikisborgararéttindi i Bandarikjunum og sleppt úr sov- éska fangelsinu. Hann flutti strax til Bandarikjanna. 1976 flúði sovéskur orrustuflug- maður á MIG-þotu sinni til Japan og sótti um hælisvist i Bandarikj- unum. Honum var veitt hún. Oliusjeikar á fundi um olíuverftmál. af spillingu Kommúnistaleiðtogar Póllands hafa látið undan þrýstingi frá al- menningi og lofað að útrýma mútuþægni og spillingu og hreinsa flokkinn af óheiðarlegum embættismönnum. Jablonski forseti sagði i út- varpsræðu i gærkvöldi, að „til skurðaðgerða” þyrfti að koma til þess að losa þjóðfélagið við mút- ur, spillingu og misnotkun opin- berra embætta. —Sagði hann út á eitt koma, hvar valdspilling fynd- ist, það þyrfti að snúast gegn henni. Speglaði ræðan kröfur úr leiðara málgagns flokksins i gær, sem birtist i kjölfar umræðna innan kommúnistaflokksins, þar sem ó- ánægðir félagar á óæðri pöllum gagnrýndu sérréttindi og hlunn- indi, sem æðri embættismenn njóta, Kröfur verkfallsmanna um aukið lýðræði og minni miðstýr- ingu virðast hafa smitað óbreytta flokksfélaga i kommúnista- flokknum. Átakaiaust eftir byltingu hersins í Tyrklandi Þess var vænst, að Kenan Evren, hershöfðingi, myndi í dag halda fyrsta fund tyrknesku her- foringjastjórnarinnar með blaða- mönnum og gera þar grein fyrir markmiðum nýju stjórnarinnar. Við því var búist, að hershöfð- inginn myndi árétta þá ætlun her- foringjasíjórnarinnar að koma borgaralegri stjórn á laggirnar, svo fljótt sem auðið yrði, og hefur næsti nóvember verið nefndur i þvi sambandi. Hinn 62 ára gamli Evren, yfir- maður heraflanna, nýtur mikillar virðingar meðal landa sinna. Er vitað, að hann spornaði gegn þvi, að herinn hrifsaði völdinn fyrr, þótt hann léti til leiðast. Enda málum svo komið i Tyrklandi, að jafnvel lýðræöissinnuðustu menn voru ekki frábitnir þvi, að valda- taka hersins væri orðið eina úr- ræðið, til þess að koma á friði innanlands, þar sem ekki leið sá dagur, að menn væru ekki myrtir af pólitiskum ástæðum, meðan hver höndin var uppi gegn ann- arri meðal stjórnmálaleiðtoga landsins. Meira bar orðið á hermönnum Turgut Ozal, fyrrum efnahags- málaráðgjafi Demirels, forsætis- ráðherra, var falin verkstjórn i forsætisráðuneytinu i gær, og i til- kynningu hersins var ráðuneytis-' stjórum annarra ráðuneyta skip- aö að leggja allar ákvarðanir undir forsætisráðuneytið. Hinn 62 ára gamli yfirmaftur tyrknesku herjanna, Kenan Evren hershöfftingi, er maftur i miklu áliti meöai landa sinna. Sagt er, aft hann hafi lengi hald- iö aftur af óþoiinmóðum herfor- ingjum, sem vildu hrifsa völdin mikiu fyrr. og brynvögnum i Ankara i nótt, þar sem skriðdrekum var komiö fyrir i varðstöðum, sem þeir yfir- gáfu eftir fyrsta valdatökudag- inn. Ekki hefur heyrst þó af nein- um átökum. Sovéskur liðhlaupi í Afghanistan flúði í sendiráð USA breskum hdfnum Allsherjarverkfallið, sem boðaðhefur verið næsta mánudag meðal hafnarverkamanna á Bretlandi. þykir sækja illa að meðan efnahagslif Breta berst i bökkum. Leiðtogar stærstu verkslýðs- samtaka Bretlands TGWU, lýstu i gær yfir stuðningi við þá fyrir- ætlun 23 þúsund hafnarverka- manna að leggja niður vinnu i 80 höfnum, þar á meðal London, Southampton, Hull, Glasgow og Liverpool. — Segjast þeir munu fara i liðsbón til flutningaverka- manna og járnbrautarstarfs- manna, og jafnvel til Alþjóða- samtaka flutningaverkamanna og skora á þá að neita að afgreiða vörur, sem snúið er til annarra hafna i Evrópu vegna hafnar- verkfalla i Bretlandi. Siðast, þegar allsherjarverkfall var i Bretlandi, stóð það i þrjár vikur, og var þá lýst yfir neyðar- ástandi. Ætla menn að tjón af völdum allsherjarverkfalls að þessu sinni mundi nema um 33 milljörðum króna á viku. Deilan er sprottin upp af starfs- liðsfækkun i Liverpool, þar sem ætlunin er að segja upp 178 mönnum i mánaðarlok. Segja at- vinnurekendur, að þar sé alltof margt manna að störfum. En TGWU krefst þess, að viðhaldið verði samningunum frá þvi 1972, sem þykja þvi sem næst tryggja hafnarverkamanna lífstiðar- ráðningu. Verkfallið ber að um sama leyti og fram eru lagðar opinberar hagtölur um þrjá siðust mánuði. Kemur þar fram, að framleiðsla iðnaðarins minnkar enn (áttunda mánuðinn i röð). Meðaltal hvers mánaðarsýnir 5,5% minni fram - leiðslu núna en á sama tima i fvrra — British Airwavs er meðal þeirra fyrirtækja, þar sem mikill samdráttur hefur orðið. Far- þegar voru hálfri milljón færri en á sama tima i fyrra, og er ráð gert að leggja niður meir en 50 áætlunarleiðir og fresta eins og unnt er flugvélakaupum. Vilja hrelnsa emhæHiskeriið Allsherjarverk- tall boðað í Deila um olíuverð- miDanir OPEC Á ráðherrafundi OPEC, sem stendur þessa dagana i Vinar- borg, mun rikja ágreiningur milli Saudi-Arabiu og írans um oliu- verð og stefnu OPECs i oliusölu- málum. Heyrist þvi fleygt, að Iran krefjist þess, að Saudi-Arabia, stærsti oliuútflytjandinn innan OPEC, dragi úr oliuframleiðslu sinni til þess að vinna gegn of- framboði á heimsmarkaðnum. — Saudi-Arabia hefur látið uppi, að framleiðslan verði ekki minnkuð, nema tillögum Saudi-Arabiu um oliuverðsákvörðunarreglur fyrir OPEC-löndin verði hrundið i framkvæmd. Iranir munu tregir til að ganga að þessu, en mikið framboð oliu á markaðnum stendur i vegi áætl- ana þeirra um að framleiða minni oliu en gert var i tið keisara- stjórnarinnar, en jafna upp tekj- urnar af olíusölunni með hærra verði. Frá þvi I april i vor hafa jap- anskir oliukaupendur, British Petroleum og Shell sniðgengið oliu Irans, sem verðlögð hefur verið á 35 dollara oliufatið. — Olia frá Saudi-Arabiu kostar 28 doll- ara fatið. Saudi-Arabar vilja koma á verðákvörðunarreglum, sem taki mið af langtimasöluverði. Á það að styöjast við visitöluútreikn- inga, byggða á verðbólgu og hag- vexti á vesturlöndum, aðalkaup- endum oliunnar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.