Vísir - 19.09.1980, Page 16

Vísir - 19.09.1980, Page 16
VÍSIR Föstudagur 19. september 1980. Umsjón: Magdalena Schram Trad Kompaniiö ieikur i sjónvarpinu á laugardagskvöid. Dúndrandi Dixieiand með lilprífum Það er sennilega liðiö hátt á þriðja ár frá þvi að nokkrir á- hugamenn um Dixieland jazz komu saman á kaffistofu verk- fræðifyrirtækis i Reykjavik, og stofnuðu formlega hljómsveit, — Dixieland hljómsveit. Þessir áhugasömu mússikantar voru sitt úr hvorri áttinni, tæknifræð- ingur, ljósmyndari, fram- kvæmdastjóri, afgreiðslumað- ur, verkfræðingur og heildsali. Þetta byrjaði sem skemmtilegt tómstundagaman, — sumir safna frimerkum, aðrir eru i saumaklúbbum og enn aðrir gera upp gamla bila. Enginn spáöi þeim langlifi. en þeir lifa enn! Nafnlaust band Erfiðlega gekk að finna nafn á tómstundahljómsveitina. A timabili voru þeir nefndir Svingkarlar Suðurlands, en það festist ekki við þá. Sjálfa lang- aöi þá til að skira hljómsveit sina Gamla Kompaniið, en nafnið var skráð sem nafn á annað „alvöru fyrirtæki”. Loks kom þeim saman um að skira sig Trad. Kompaniið, en trad. er stytting á traditional (jass), og er nafnið vel við hæfi. Deildaskipting Trad Kompaniið lék i fyrstu aðeins fyrir sig sjálft, en smátt og smátt blés það i sig kraft og fór aö leika fyrir aðra. Þeir léku á endurhæfingardeildum, sjúkradeildum, geðdeildum og siðast en ekki sist fyrir lista- og skemmtideild sjónvarpsins. Þeim félögum hefur hvarvetna verið tekið með miklum fögn- uði, enda er tónlistarflutningur þeirra dæmigerð skemmtitón- list — svonefnd „Happy Music” — traditional dixieland af bestu sort. Þá má ekki gleyma skól- unum. Trad Kompaniið hefur leikið i fjölmörgum skólum við frábærar undirtektir. Aldeilis afbragðs skemmtun Ég heyrði þá félaga leika sið- ast i Djúpinu við Hafnarstræti. Þar léku þeir nokkur lög á jazz- kvöldi. Þaö verður að segjast eins og er, að þeir félagar komu mér rækilega á óvart. Trad Kompaniið býður upp á aldeilis afbragðs skemmtun, jafnframt þvi sem þeir leika ágætan jazz, sem er mjög áheyrilegur fyrir alla aldursflokka. Auðvitað verður að taka það með i reikninginn að hér er um áhugamannahljómsveit að ræða. En karlarnir leika af svo tónlist Ólafur Stephensen skrifar um jazz mikilli ánægju — þeir skemmta sér svo vel við leikinn — að það er ómögulegt annað en að hrif- ast með. Þannig á það lika aö vera. Sjónvarpsstemmning Ekki þori ég að lofa þvi að Trad Kompaniið verði eins hrif- andi i sjónvarpinu eins og þeir félagar voru i Djúpinu eða á Grensásdeildinni, þar sem ég hlýddi á þá lika. En eitt er vist, — ég ætla mér að hlusta á þá leika i sjónvarpsþættinum „Einu sinni var,” sem sýndur verður á laugardaginn kemur. Hamingjuóskir Þaö var ekki meiningin að rita hér sérstaka lofræðu um á- hugamenn um dixielandleik, en samt get ég ekki annað en ósk- að þeim Kristjáni Magnússyni, ljósmyndara, (pianó), Agústi Eliassyni, tæknifræðingi, (trompet), Helga Kristjánssyni, húsgagnasmið, (gitar og banjó), Friðrik Theodórssyni, heildsala, (bassi og söngur), Júliusi Kr. Valdimarssyni, framkævmdastjóra, (klari- nett), Sveini (óla danska) Jóns- syni, afgreiðslumanni, (tromm- ur) og Þór Benediktssyni, verk- fræöingi (básúnu) til hamingju með tómstundastarfið. Carl Nielsen pianótónleikar Stúdentakór Háskólans i Lundi hefur i þessari viku gert viöreist: kórinn hefur sungið i Reykjavík, á Dalvik og á Akureyri. Ferð kórsins hingað til lands er i minningu dr. Ro- berts A. Ottossonar, sem lést i Lundi 1974. Um hádegisbiliö i dag heldur Stúdentakórinn skólatónleika i Menntaskólanum við Hamra- hliö en i kvöld veröa almennir tónleikar 1 hátiðasal skólans og hefjast þeir kl. 20.30. Veraldleg tónlist er á efnisskránni. Pianótónleikar Þá veröa á morgun pianótón- leikar i Norræna húsinu, sem tengdir eru heimsókn kórsins hingað. Sænski pianóleikarinn Viggo Eden leikur verk eftir danska tónskáldið Carl Niel- sen, en Eden hefur sérstaklega lagt sig eftir að spila verk hans. Viggo Eden nam pianóleik og kammermúsik og ieikur einnig á sembal. Hann er þekktur sem einleikari kammertónlistar- maöur og undirleikari i Sviþjóö, en kennir stærðfræði við háskól- ann i Lundi jafnframt. Tónleikarnir hefjast kl. 17 á morgun, laugardag og á efnis- skránni eru i allt sex verk, það fyrsta frá árinu 1890 og það sið- asta frá 1930. Furðulegasta fólk er ættað frá íslandi. Danskur myndhögg- vari, sem kemur hing- að ásamt þremur vef- urum til að sýna i List- munahúsinu, lætur þess getið að hann eigi íslenska móður, — ,,hún var fædd utan við hjónabandið og send i fóstur til Kaupmanna- hafnar.” Svo segist hann vera með brún augu vegna þess að Spánverjar komu ein- hvers staðar við sögu.” Við sitjum i Listmunahúsinu og virðum fyrir okkur vegg- teppin og myndirnar hans. Þær eru úr málmum, glansandi fægðar, ekki aðeins vegna þess að efniviðurinn býður upp á það, heldur lika vegna þess að þær hafa verið fágaðar i forminu, slipaðar þar til engu er ofaukið. Hafa endanlegt yfirbragð. — „Já, enda eru þær endir á kafla hjá mér. Lengra fannst Skulptur fyrir ballett. Þetla augnablik miiii draums og vðku” Spjaliaö við danska myndhöggvarann Anders Tinbo sem opnar sýníngu í Listmunahúsinu um helgina. Hann sýnir har með dönsku veturunum Margaret Agger, Kim inaver og Anette Höllesen mér ég ekki geta gengið á þess- ari braut. Þegar þessum kafla lauk, sneri ég mér að allt öðru. Hverju? Ef einvhver segði mér, að myndirnar minar væru kven- legar, þá fyndist mér ég hafa náð árangri. Kvenlegur: það er að vera næmur, finlegur, léttur andstæður þvi karlmannlega i höggmyndalist, þ.e. þungum, massivum, stórum formum — ég er aðeins að nota hefðbundn- ar skilgreiningar, — konur eiga aö hafa eiginleika sem karl- menn kunna vel að hafa en neita sér um. Ég reyni að finna þá i mér og láta þá eftir mér. Ég er lika að reyna að ná þessari til- finningu, sem maður hefur i svefnrofum, þegar svefninn fer en dagurinn hefur ekki alveg gert vart viö sig, þetta augna- blik réttá milli draums og vöku og ég er að reyna að klófesta það. Stundum hef ég ekki hugmynd um fyrren eftir á, hvaða lina það var sem ég leitaði að. Einu sinni gerði ég stóra mynd, sem IBM keypti af mér, ég vildi láta hana snúast en það var ekki hægt. Löngu seinna var ég að horfa á ballett og sá ballerinu svifa yfir þvert sviðið, i gegn um ljósbrot. Hún fór i hringi og kom að þvi er virtist aldrei við gólfið. Þegar ég horfði á þetta vissi ég allt i einu hvaða hreyfing það var sem ég var að leita að. Nei það voru engar linur — aðeins hreyfing, aöskilin frá öllu öðru. Einu sinni sá ég konu liggja eins og þær eru oft á málverk- um, á hliöinni með hnén hálf- dregin upp að brjóstinu, mjaðmirnar og fæturnir mynda einhverja linu, hvaða linu? Ég held mér hafi tekist að ná henni — aðeins linunni sjáðu til. En oftast er eins og ég vinni aftur á bak —sé það sem ég var að leita að löngu eftir aö myndinni er lokiö. Ljós, linur, hreyfing — þetta er mér hugleikiö. Hann sýnir mér ljósmynd af balletdönsur- um sem dansa með myndir eftir hann — léttar myndir úr plast. „Þetta er The Living Movement Ballet Group I Höfn, það var stórkostleg tilfinning að horfa á eigin sköpunarverk hreyfast svona með mannsiikamanum.” A sýningunni i Listmunahús- inu eru fáar myndir gerðar eftir 1970. Tinsbo á margar myndir á opinberum stöðum i Danmörku, úti við, enda segist hann oftast hugsa verk sin þannig að sólar- ljós og vindur geti spilað á þau. „Þessi mynd t.d.” segir hann og bendir á bronsmyndina „Sólar- hliðið” — hún ætti að vera svo stór, að sólin lýsti upp hliðið og fólk gæti gegnið i gegn um það.” Nei, sú mynd fær ekki að njóta sin neins staðar eins og hann hafði hugsað sér, — „það er nú einu sinni þannig, að það er alltaf hugsað um peningana, sem listamaðurinn fær og aldrei um þau verðmæti sem kaupandi er að eignast, þvi auðvitað er hann sá sem græðir mest, hann gefur sjálfum sér eitthvað með þvi að kaupa listaverk.” Samtaliö varð raunar mikið lengra: um birtuna á Islandi og litina, um móður hans og konur og kvenréttindabaráttu, um son hans, sem hann aldrei hittir og um höggmyndir, fyrst og fremst auðvitað um höggmyndir. Þær eru, ásamt ljósmyndum af nýj- um verkum, til sýnis og auðvit- að holiast að gera þær upp við sig sjálfur. Ms Anders Tinsbo viö Sólarhliöið sitt. 1 bakgrunni er eitt veggteppanna á sýningunni, sem eru ekki siður skoöunarverö en höggmyndir Tlnsbos.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.