Vísir - 19.09.1980, Page 23
y/yjB Föstudagur 19. september 1980. 27
'WMURHpPÁRi
húsavik: ALDREI í HÆTTU i
Helgarskákmót Tímaritsins
Skákar og Skáksambands Is-
lands, hið 4. i röðinni, var haldið
á Húsavik um siðustu helgi.
Teflt var að Hótel Húsavik og
voru aðstæður allar eins og best
verður á kosið. Alls tefldu 40
manns á mótinu og i 20 efstu
sætum urðu þessir:
1. Helgi Ólafsson 5 1/2 v. af 6
mörgulegum.
2. Guðmundur Sigurjónsson 5
v.
3. Elvar Guðmundsson 5
4. Jóhann Hjartarson 5
5. Sævar Bjarnason 4 1/2
6. Gylfi Þórhallsson 4 1/2
7. Dan Hansson 4
8. Jóhannes G. Jónsson 4
9. Guðmundur Agústsson 4
10. Askell 0. Kárason 4
11. Stefán Þ. Guðmundsson 4
12. Björn Þorsteinsson 3 1/2
13. Jón Á. Jónsson 3 1/2
14. Asgeir Þ. Árnason 3 1/2
15. Þór Valtýsson 3 1/2
16. Lárus Jóhannesson 3 1/2
17. Gunnar Gunnarsson 3
18. Viðar Jónsson 3
19. Guðmundur Gislason 3
20. Sigurður Danielsson 3.
Til frekari glöggvunar má sjá
hvar vinningar efstu manna eru
fengnir: Helgi vann fjórar
fyrstu skákirnar, gegn Sigur-
laugu Friðþjófsdóttur, Róbert
Harðarsyni, Elvari Guðmunds-
syni og Dan Hansen. Jafntefli
við Guðmund Sigurjónsson i 5.
umferð og vinningur gegn
Sævari Bjarnasyni i þeirri 6.
Guðmundur vann Hjálmar
Theodórsson i 1. umferð, Hauk
Sveinsson i 2. umferð, Gunnar
Gunnarsson i 3. umferð og gerði
jafntefli við Sævar Bjarnason i
4. umferð og jafntefli við Helga i
þeirri 5. Vinningur gegn Dan
Hansen i 6. umferð tryggði siðan
2. sætið.
Elvar vann Guðlaug og Hilm-
ar Bessasyni i fyrstu tveim um-
Helgi Ólafsson.
ferðunum,tapaðifyrirHelgai 3.
umferð, en vann siðan Lárus Jó-
hannesson, Asgeir Þ. Árnason
og Björn Þorsteinsson.
Jóhann Hjartarson vann As-
laugu Kristinsdóttur og Hjálm-
ar Theodórsson i fyrstu tveim
umferðunum, gerði siðan jafn-
tefli við Gylfa Þórhallsson og
Jón A. Jónsson og klykkti út
með vinningum gegn Gunnari
Gunnarssyni og Jóhannesi Gisla
Jónssyni.
Með sigri sinum tryggði Helgi
sór milljónina sem veitt verður
fyrir bestu útkomuna úr 5 fyrstu
mótunum, þvi enginn megnar
að nálgast Helga, jafnvel þó
hann mæti ekki á næsta mót.
Helgi hefur nú teflt 24 skákir á
helgarmótunum án taps, og er
sá eini sem sloppið hefur tap-
laus gegnum hreinsunareldinn.
Sigur Helga á mótinu var aldrei
i hættu. Jafnteflið gegn Guð-
mundi var átakalitið, samið
eftir fáeina leiki.
Elvar nýtti sér fjarveru titil-
beranna Friðriks, Jóns L. og
Margeirs, og hreppti kr. 100
þúsund. Þessi góði árangur
Elvars kemur i kjölfar sigursins
á „kinverska hraðmótinu” og
sýnir að piltur siglir hraðbyr
fram i raðir okkar fremstu
skákmeistara.
Nitján ára Akureyringur, Jón
A. Jónsson kom mjög á óvart,
og eftir 4 fyrstu umferðirnar var
hann kominn með 3 1/2 vinning.
Hann vann m.a. Jóhannes
Gisla, og gerði jafntefli við Is-
landsmeistarann Jóhann Hjart-
arson. Tvö töp i lokaumferðun-
um gegn Dan Hansson og Gylfa
Þórhallssyni bundu enda á
sigurgönguna en augsýnilega er
hér gott skákmannsefni á ferð.
Sviinn Dan Hansson, sem stund-
ar nám við Háskóla tslands,
setti skemmtilegan svip á mót-
iö, enda er hér á ferð eitilharður
skákmaður. T.d. slapp Guð-
mundur Sigurjónsson fyrir horn
gegn honum eftir mikla svipt-
ingaskák.
Svosem væntamátti áttu menn
sina góðu og slæmu daga á mót-
inu, og við skulum lita á tvö
sýnirhorn. Fyrstur á ferð er
Helgi Ölafsson sem spilar á
strengi Sikileyjartaflsins eins
og hörpusnillingur á hljóðfæri
sitt.
Hvitur: Róbert Harðarson
Svartur: Helgi Ólafsson.
1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6
6. Be2 e5
7. Rb3 Be7
8. 0-0 9. Be3 Be6
(i einvigi þeirra Karpov/
Polugaevsky 1974, lék Karpov 9. f4 og 10. a4 i fjórum skákanna
og hafði 3 krafsinu.) 1/2 cinning upp úr
9 0-0
10. f4 11. Rd5? Dc7
(Betra var 11. a4 og halda niðri
b5.)
11 Bxd5
12. exd5 b5
13. Dd2
(Hér var 13. fxe5 betra.)
13. Rb-d7
14. Ha-dl Hf-e8
15. fxe5 Rxe5
26. Bd4 Bd8
17. Bd3 Db7
18. Bxe5 Hxe5
19. Hf5 Bb6+
20. Khl Rg4
21. Hd-fl Re3
22. Hxf7 llxfl
23. 11x1)7
1 •
S tt
tx t
t 11
JL
&&&•» && 4 &
ABCDEFC3H
23.... Rg3 ■ Gefið.
Svartur hafnar drottningunni,
en hrepþir kónginn i staðinn.
Björn Þorsteinsson náði sér
engan veginn á strik i þessu
móti, ef frá er talin eftirfarandi
skák.
Hvitur: Björn Þorsteinsson
Svartur: Gylfi Þórhallsson
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5
2. Rf3 d 6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6
6. Be2 e6
7. 0-0 Be7
8. f4 0-0
9. Khl Rc6
10. Be3 Bd7
11. a4 Rxd4
skák
’ Umsjón:
Jóhann <
Sigurjóns
son
12. Bxd4 Bc6
13. Bd3 Dc7
(Nú hótar svartur e5, og hvitur
verður þvi að verða fyrri til.)
14. e5 Rd7
15. Dh5 g6
16. Dh6 dxe5
17. fxe5 Ha-d8
(Trúlega var best að þiggja
peðsfórnina með 17... .. Rxe5 18.
Ha-el Bd6 19. Hf4 f6. Eftir texta-
leikinn magnast sókn hvits með
hverjum leik.)
18. Ha-el Rc5
19. Hf4 Rxd3
20. cxd3 Hd7
21. He3 f5
22. exf6e.p. Bd6
ttkE
t
t xxt i#
t & S
öiS
t 11
A B C D E 23. Hxe6! F G H Gefið
Eftir 23...Bxf4 kemur 24. f7+
Hdxf7 25. Hxg6+ hxg6 26. Dh8
mát.
Jóhann örn Sigurjónsson.
Haustvertíð peningamála að hefjast
Tveir helstu atvinnuvegir
þjóðarinnar virðast komnir á
rikið. Ekki er hægt að ákveða
verð á landbúnaðarvörum nú á
haustdögum fyrr en ákveðin
svör hafa fengist hjá rikisstjórn
um niðurgreiðslur. Hið sama er
uppi á teningnum varðandi fisk-
veröið. Nýtt fiskverð á að taka
gildi 1. október, eins og um nátt-
úrulögmái sé að ræða, en útilok-
að er talið að hækka verðiö án
þess að til komi verulegar að-
gerðir af hálfu rikisstjórnarinn-
ar, eins og það heitlr i fréttum.
Þannig halda náttúrulögmálin
áfram jafnt og þétt að mala
okkur hækkanir á öllum sviðum,
aöeins að þvf tilskyldu, að rikis-
stjórnin hiaupi til og skrifi undir
ávisanir brúðuleikhússins
Verðlag á landbúnaöarvörum
miðast við fábrotna fram-
leiðslu, lftil bú og dýr og litla
fjölbreytni. Hægt er aö fá kinda-
læri, ýmist I heilu eöa niðursög-
uö, súpukjöt, lambahrygg eða
kótilettur. Þetta er nú kúfurinn
af fjölbreytninni. Kindakjöt
þyrfti að borða I hvert mál ætti
að nota alla framleiðsluna hér
innanlands og mundi varla duga
til. Verðlagning er ekki háð
neinni teljandi samkeppni,
heldur miðast hún við að eitt-
hvert meðaltalsbú, sem smiðað
er af bændasamtökunum, hafi
viðunandi tekjur. Vegna dreif-
býlissjónarmiða er lagt kapp á
að hafa búin mörg og litil og
mjög dreifö, til að nægur kostn-
aður falli á framleiösluna. Ekk-
ert skipulag er I gildi um búskap
miðað við framleiðsluþarfir,
þannig að I dag getur Reykvlk-
ingur alveg eins verið að drekka
mjólk sem sótt hefur veriö
austur á Siöu eins og mjólk úr
ölfusinu. Um þetta allt gildir
hið ákjósanlegasta og rikisskip-
aða jöfnunarverð. Dytti bænda-
samtökunum I hug að reisa visi-
tölubú á Vatnajökli myndi
kostnaður við heyflutninga
þangað og flutninga afuröa það-
an aðeins verða til að efla jöfn-
unarveröið. Að öðru leyti kæmi
það engum við.
Um fiskinn hefur verið sagt,
að á honum stæði undirstöðuat-
vinnuvegur þjóðarinnar. Það
var og. Liklega hefur ekkert
valdið eins mikilli verðbólgu I
landinu og fiskvinnslan og fisk-
salan. Þær eru orönar ófáar
gengisfellingar, sem samþykkt-
ar hafa verið einungis til að
bjarga fiskmörkuðum. Við
framleiðum dýran fisk, sem
seldur er meira og minna óunn-
inn úr landi. Efnahagskerfi við-
skiptaþjóða þolir illa verðið á
honum, og af þvi þar ráða ekki
islenskar rikisstjórnir hefur
ekki verið um annaö að gera en
iagfæra verðiö með gengisfell-
ingum. Þannig höfum við fram-
leitt fisk og selt til útlanda sið-
ustu áratugi alveg eins og önnur
efnahagskerfi en það islenska
væru ekki til. Og til að efla yfir-
burði islenska efnahagsundurs-
ins og flýta fyrir og fjölga geng-
isfellingum er orðið að venju aö
hækka fiskverö tvisvar á ári.
Það verður sem sagt að halda
vcrðmynduninni við löngu eftir
að allur botn er dottinn úr fisk-
sölunni.
Nú lýsa útvegsmenn þvi einu
sinni enn yfir, að ekki sé hægt að
hækka fiskverð nema gengis-
felling fylgi i kjölfarið. Oliufé-
lögin skulda t.d. Landsbankan-
um þrettán milljarða, vegna
þess að þau fá ekki uppgert við
útveginn. Engu að siður hefur
fiskverðsákvörðun gengið sinn
vanagang til „Yfirnef ndar
verðlagsráðs sjávarútvegsins”.
Þar mun rikisstjórnin láta sinn
mann ákveða vegna oddaaö-
stöðu, að fiskverö skuli hækka.
Samtimis skammar sama rfkis-
stjórn Landsbankann fyrir ó-
heyrilegan yfirdrátt hjá Seöla-
banka, samkvæmt þeirri full-
vissu, aö eftir þvi sem fiskverð-
ið hækki dragi úr yfirdrætti
vegna oliuskulda. Hringekja
fáránleikans er á fullu, og alls
staðar þar sem fæti verður
niður komið i þeirri hringekju er
það rikisstjórnin sem stigur til
jaröar. Hefðu þessir menn ein-
hvern kjark ættu þeir að skipa
oddamönnum sinum i landbún-
aði og yfirnefndum að boöa
lækkun á verði. Enda er betra
að bera skarðan hlut um sinn en
missa fólk úr landi vegna óða-
dýrtiðar.
Svarthöfði.