Vísir - 01.10.1980, Page 23

Vísir - 01.10.1980, Page 23
VÍSIR Miövikudagur 1. október 1980. Axel Ammendrup skrifar Slðkun gegn streitu „Slökun gegn streitu” undir handleiðslu Geirs Viðars Vil- hjálmssonar er á dagskrá hljóð- varpsins i kvöld. Þetta er fyrsti þátturinn af þremur með rólegri tónlist og leiðbeiningum gegn streitu. Geir Viðar Vilhjálmsson. Suleyman Demirel. Hann var forsætisráöherra þar til fyrir þremur vikum aö herinn steypti honum af stóli. valdaránið í Tyrklandi Valdaránið i Tyrklandi er efni spánýrrar enskrar fréttamyndar, sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld klukkan 22.40. Herinn hrifsaði völdin i Tyrk- landi 12. september en segja má að landið hafi verið stjórnlaust i lengri tima. öfgahópar börðust innbyrðis og daglega lét fjöldi manns lifið i hryðjuverkum. Myndin, sem sjónvarpið sýnir i kvöld er stundarfjóöungs löng. Sjónvarp kl. 22: HilöOvarp kl. 23:is: Sjónvarp ki. 2i:05: Þriðja Þriðja Hjólið er á dagskrá sjón- varpsins i kvöld og er þá aðeins eitt eftir. Þessi framhaldsmynda- flokkur hefur valdið mörgum vonbrigðum, sérstaklega þykir frammistaða leikaranna litt frambærileg. Efni annars þáttar var i stærstum dráttum á þá leiö, að Erica Trenton slóst i för með kappaksturshetjunni Peter Flodenhale, sem var á keppnis- ferðalagi um Evrópu. 1 lok þátt- arins lenti Peter i slysi á kapp- akstursbrautinni og biða áhorf- Hjólið endurnú spenntir eftir þvi að vita hver afdrif hans urðu. A meðan Erica var i skemmti- reisu um Evrópu, vann aumingj- ans kallinn hann Adam hörðum höndum að nýja bílnum og hon- um gekk ekkert of vel. Hann kynnist þó ungri konu, Barböru, sem starfará auglýsingastofu, og tókst með þeim náin vinátta, svo ekki sé meira sagt. Og það sem mest er um vert, Greg, sem strauk aö heiman, gerði vart við sig og sagðist elska föður sinn. Rock Hudson þykir ekki hafa sýnt neina sérstaka snilldartakta i leik sinum i „Hjólum”. útvarp Miðvikudagur 1.október 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar Tón- leikasyrpa Leikin létt- klassisk lög, svo og dans- og dægurlög. 14.30 Miödegissagan: „Hvíti uxinn” eftir VoltaireGissur Ö. Erlingsson les eigin þýðingu fyrsta lestur af þremur. 15.00 Pop Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síödegistónleikar Kornél Zimpléni leikur á planó meö Ungversku rikishljómsveit- inni Tilbrigði um barnalag fyrir hljómsveit og pianó eftir Ernö Dohnanyi: György Lehel stj. / Sinfóniuhljómsveitin i Minneapolis leikur „Myndir á sýningu” eftir Modest Mussorgský: Antal Dorati stj. 17.20 Litii barnatiminnStjórn- andinn Oddfriður Steindórs- dóttir, talar um útivist og vetrarleiki og varar við ýmsui þvi sambandi gagn- vart umferö i þéttbýli. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Einsöngur i útvarpssal: Jón Þorsteinsson syngurlög eftir Emil Thoroddsen, Jór- unni Viöar og Hugo Wolf. Jónina Gisladóttir leikur með á pianó. 20.00 Hvaö er aö frétta? Bjarni P. Magnússon og ólafur Jóhannsson stjórna frétta- og forvitnisþætti fyrir ungt fólk. 20.30 „Misræmur”, tonlistar- þáttur i umsjá Astráðs Haraldssonar og Þorvarðs Arnasonar. 21.10 „Þegarég var meö Kön- um”Báröur Jakobsson seg- ir frá lúöuveiöum Amerik- ana viö Island. 21.35 „1 svart-hvitu”, einleiks- verk fyrir flautu eftir Hjálmar Ragnarsson Manuela Wiesler leikur. 21.45 Útvarpsagan: „Ryk” smásaga eftir Karsten Hoy- dal Þýðandinn, Jón Bjarman, les seinni hluta sögunnar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Milli himins og jaröar Sjöundi og siðasti þáttur: Ari Trausti Guðmundsson svarar spurningum hlust- enda um himingeiminn. 23.15 Slökun gegn streitu Fyrsti þáttur af þremur með rólegri tónlist og leið- beiningum gegn streitu i umsjá Geirs Viðars Vil- hjálmssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 18.00 Fyrirmyndarframkoma. Fljötfærni.Þýöandi Kristin Mántylá. Sögumaöur Tinna Gunnlaugsdóttir. 18.05 Óvæntur gestur . Tiundi þáttur. Þýöandi Jón Gunnarsson. 18.30 Maöur norðurhjarans Sjónvarpiö mun á næstunni sýna nokkra fræðsluþætti um A1 Oeming, manninn sem kom á fót griöastað villtra dýra i Kanada. Fyrsti þáttur er um hvita- birni. Þýöandi og þulurBogi Arnar Finnbogason. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.05 Hjól.Bandariskur fram- haldsmyndaflokkur. Þriðji þáttur. Efni annars þáttar: Erica Trenton slæst i för með kappaksturshetjunni Peter Flodenhale, sem er á keppnisferðalagi um Evrópu. Adam, eiginmaður hennar, vinnur öllum stund- um að nýja bilnum, en flest gengur honum I óhag. Hann kynnist ungri konu, Bar- böru, sem starfar á aug- lýsingastofu, og meö þeim tekst náin vinátta. Greg, yngri sonur Trenton-hjón- anna, er stokkinn aö heim- an, en gerir vart við sig öðru hverju. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 22.40 Ný, erlend fréttamynd 22.55 Dagskrárlok FLOKKAFLUG Sjónvarpiö efndi i gærkvöldi til enn eins umræöufundarins um stööu Flugleiöa og framtiö islenska flugævintýrisins. Þessi þáttur var aö visu ekki samá hörmungin og fyrri tilraun sjón- varpsins til aö setja á sviö um- ræöu um islensk flugmál, enda mun þurfa sérstaka afreksmenn I sjónvarpsfræöum tilaö komast á svo lágt plan, en óneitanlega voru áheyrendur litlu nær um kjarna málsins, þegar siökkt var á tækinu aö þættinum lokn- um. Sömu spurningarnar og sömu svörin hafa fyllt fjölmiöla daginn út og daginn inn undan- farna daga, vikur og jafnvel mánuöi. En slikt er auðvitaö I fullu samræmi viö þann frum- leik, sem einkennir innlenda þáttagerö sjónvarpsins. Þó fór ekki hjá þvi aö einstaka forvitnilegheit hrykkju upp úr sumum viömælenda. A bak viö allt snakkiö mátti stundum sjá „iskaldan raunveruleikann”, eins og Svavar Gestsson komst eitt sinn aö oröi. t gegnum þoku fallegra oröa hans sjálfs um nauðsyn þess aö tryggja flug- samgöngur viö landið, og innan þess, og um vilja rikisstjórnar- innar til aö koma Flugleiöum til aöstoðar i þessu yfirlýsta skyni, glitti einstaka sinnum i raun- verulega hugsun Alþýöubanda- lagsmanna i þessu máli, sem er aö leggja Flugleiöir aö meira eöa minna leyti undir ríkið og koma eigin kommisörum i vaidastóla þar I stað núverandi stjórnenda. Hann talaöi um „uppstokkun á forystu” félags- ins, aö eölilegt væri aö rlkiö eignaöist verulegan hlut I Flug- leiöum og aöild aö ákvaröana- töku I samræmi viö þaö, og fleira I þeim dúr. Þaö hefur auövitaö ekki fariö fram hjá neinum, sem fylgst hefur meö erfiöleikum Flug- leiða, aö Alþýöubandalagsfor- ingjarnir hafa einsett sér aö nota þá til þess aö leggja fyrir- tækiö aö verulegu leyti undir rikisvaldiö og þar meö þau póli- tisku öfl, sem rikisvaldinu ráöa, en þar er. Alþýöubandalagiö sem stendur áhrifamesti aöil- inn. Þess vegna hafa Alþýðu- bandalagsmenn lagt alit kapp á aö rakka forystumenn félagsins niöur, grafa undan þvi meö stóryrtum yfirlýsingum og knýja fram aiis konar skilyrði fyrirfyrirgreiðslu af hálfu rikis- ins — skilyröi, sem öll miöa aö OG TÚMIR STÓLAR auknum rikisáhrifum innan Flugleiöa. Siöasta skrefiö i þessa átt eru yfiriýsingar um, að ailar eignir féiagsins séu full- veösettar og því sé ekki hægt að taka ákvörðun um rikisábyrgð, sem full þörf er á næstu daga, fyrr en kjaftaö hafi veriö um máliö dögum eöa vikum saman I leikhúsinu viö Austurvöil. Aögeröir Alþýöubandalags- manna miöa allar aö þessu eina markmiöi. Þeir hafa hins vegar veriö svolltiö óheppnir I manna- vaii sinu I þessari krossferö fyrir þjóönýtingu Flugleiöa. Þaö virkar nefnilega hjákátlega á fólk almennt að heyra það, að Baldur óskarsson sé oröinn sér- fræðingur I flugrekstri. Baldur, sem er alltaf aö semja þessa skýrslu sina, en hefur sennilega of litinn tima til þess vegna allra viðtalanna við fjölmiðia, er að visu oröinn sérfræöingur I flokkafiugi, þar sem hann hefur fiogið á milli flestra lifandi og dauðra stjórnmálaflokka lands- ins ásamt glókolli, foringja sin- um, en á rekstri flugfélaga hefur hann ekki hundsvit. Þetta veit öll þjóðin, og þess vegna virkar það eins og asnalegt grin, þegar sjónvarpiö byrjar um- ræðuþátt um rekstur Flugleiða með löngu eintali Baldurs um ailt það, sem stjórnendur Flug- leiða hafi gert rangt á undan- förnum árum. En kannski þessi auglýsingastarfsemi hafi þau á- hrif, sem aö er stefnt af sumum forystumönnum Alþýðubanda- lagsins, þ.e. að gera Baldri kleift að ryðja Garöari Sigurðs- syni út af þingi I næstu kosning- um. Forstjóri Flugleiða upplýsti I gærkvöldi, aö félagið þyrfti að semja við 39 stéttarfélög og greiða laun eftir 500 mismun- andi launatöxtum! Sundurlyndi starfsmanna fyrirtækisins er I fullu samræmi við þetta, og sú staðreynd, aö forsvarsmenn þeirra skyldu á siöustu stundu neita aö mæta I sjónvarpssal tii aö varpa fram þeim spurning- um, sem þeir hafa fullyrt aö stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki svaraö nægjanlega til þessa, er i samræmi viö fyrri aögeröir. Tómir stólar þessara verkalýösforkólfa i sjónvarps- salnum voru táknrænir um framlag þeirra til launsar á vanda Flugleiöa. En sá vandi veröur hvorki leystur meö tómum stólum, þjóönýtingu né sérfræðiþekk- ingu i flokkaflugi. Svarthöföi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.