Vísir - 11.10.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 11.10.1980, Blaðsíða 20
20 VISIR Laugardagur 11. október 1980 hœ kiakkar! Hvad er í frost pinnunum? Frostpinnar svokallað- ir eru mjög vinsælir hjá ykkur krökkunum. Er það ekki? En hafið þið nokkuð hugsað um það, hvaðer i f rostpinnunum? Stundum sé ég krakka sem eru að borða frost- pinna og þau eru oftast græn, rauð eða gul í kringum munninn. Það er ekki fallegt. Ég hringdi í Mjólkur- samsöluna til að forvitn- ast um hvað væri i þess- um vinsælu frostpinnum, Oddur Magnússon, stöðvarstjóri, svaraði spurningu minni: I frost- pinnunum er sykur og vatn og bragðefni. Bragðefnið er litað, þeg- ar það kemur til okkar. I bragðefnið eru einungis notaðir litir, sem eru leyfðir í matvælaiðnaði. Það virðist svo sem að það verði að vera litir í pinnunum til þess að þeir seljist t.d. selst sá græni mjög mikið. Við vorum með ólitaða ananaspinna en salan var svo lítil, að við fengum nýtt bragð- ef ni með lit og nú er salan mun meiri. Það lítur út fyrir að liturinn selji vör- una. Já, þetta sagði hann Oddur Magnússon, en ég vona nú samt, að þeir í Mjólkursamsölunni framleiði á ný ólitaðan frostpinna fyrir krakk- ana. Það er ekki hollt að borða mikið litaðan mat, og mörg sælgætisf yrir- tæki a.m.k. erlend hafa hætt að nota matarlit í sælgætið, sem þau senda frá sér. Mikið af sælgæti er óhóflega mikið litað, t.d. ýmiss konar brjóst- sykur. Það getur verið að appelsinugulur, grænn og fjólublár brjóstsykur sé skrautlegur og lokkandi en ætli hann sé að sama skapi hollur? Áreiðanlega ekki. . Ljóöið í dag velur Jórunn Jónsdóttir, 11 ára, Álfhólsvegi 60, Kópavogi Hafið, bláa hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Biða min þar æskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr. Bruna þú nú bátur minn. Svifðu seglum þöndum, svifðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. örn Arnarson. Gátur 1. Hvað er sterkara en eldurinn? 2. Hvers vegna getum við ekki brotið dýr- mæta postulinsstyttu i tómum pappakassa, sem er kastað niður úr háum turni. 3. Hvernig á að veiða fila? 4. Milljónir drengja og stúlkna um allan heim þekkja okkur. Við segj- um frá öllu, sem gerist i heiminum. Hverjir erum við? 5. Hvað er heimingur- inn af 8, en ekki af átta? •o 'S •jjujijejs^og þ t,",n>j>jnj>jnpns j uinuoij eöujjs 6o ddn uueij e>jej ge *6æq jo pq liminujd ;gj3A uujnjj qb oas 'iun -u|>jj>j QjA enus pe ?Qecj e 'jnuipj. J9 uu;sse>| ‘z 'OÍujeA l uin;e6 qia joas *Q*s Þessar tvær myndir virðast í fljótu bragði vera eins, en þær eru það ekki. Á annarri eru 10 atriði öðru vísi en á hinni. Hver eru þau? •uinuepoq je uue66n>|s jbjuba qbc| ‘OL 'iuun>j|n;s je umue66n>|s je ejnpj jejueA Qeq '6 'jsps sujsöusjp jn6ujj|euincj ij6$h '8 'jsja njQo J3 uinuepoq e qujsuAw 'L 'sne|uuej jo upn '9 •jeuuaq uujO>|S e >pjjs jejueA Qeq 's jsjA njQp nja uinun>|>|os e jeujnpuay 't? 'jeuuaq Q;j|aq e eunuuads jbjuba Qeq ‘Z 'isjAnjQp nje jeuuaq iuunjjA>|s e jeujnpunig •z 'jjAq jeuun>||njs ejne|s t nja luuipuAui uqou y :jbas ■*9AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.