Vísir - 15.10.1980, Blaðsíða 10

Vísir - 15.10.1980, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 15. október 1980. Hriíturinn 21. mars—20. april Fyrir áhrif himintunglanna kemur ýmis- legt nýtt upp á hjá þér. Nautið 21. apríl-21. mai Þú kemst að einhverju sem fær þig til að skipta um skoöun á einhverju máli eða persónu. Tviburarnir 22. mai—21. iúni Gættu vel að fjármununum þinum um helgina. Vertu ekki að reyna aö fá skjót- fenginn gróða. Krabbinn 21. júni—23. júli Gangur himintungla hefur truflandi áhrif á hlutina. Maki þinn eða félagi hefur áætl- un á prjónunum sem ekki er heppiieg i framkvæmd. Ljónið 24. júli—23. ágúst Himintunglin hafa áhrif annað hvort á heilsuna eða vinnuafköstin. Vertu viðbúinn að mæta erfiðleikum. Notaðu dómgreind þina þegar þú verslar. Mevjan 24. ágúst—23. sept. Þú ert mjög tilfinninganæmur i dag og átt erfitt með að gera hlutina upp við þig. Haföu auga með þeim sem yngri eru að þeir fari sér ekki að voða. Vogin 24. sept —23. okt. Gerðu ekki neitt án þess aö hugsa þig vel um fyrst. Þér hættir til að vera dálitiö of bjartsýnn þessa dagana. Drekinn 24. okt.— 22. nóv. Taktu ekki áhættu i dag. Byrjaðu ekki á neinu nýju verkefni. Hafðu ekki of mikið sjálfstraustef þúferðá mannamót. Bogmaðurinn 23. nóv.—21. des. Þér veröur boðiö til mannfagnaöar sem verður nokkuð kostnaðarsamur. Þú ættir aö borga gamlar skuldir áöur en þú stofn- ar til nýrra. Steingeitin 22. des.—20. jan. Liklega veröa einhver vandræöi 1 sambandi viö peningamál í dag hjá vini þinum. Vatnsberinn 21.—19. febr Himintunglin rugla hlutina fyrir þér I dag. Þig vantar upplýsingar. Fiskarnir 20. febr.—20. mars Þú ert með áhyggjur af vini þinum sem reynast óþarfar. Láttu ekki tefja fyrir þér með óþarfa tilstandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.