Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 1
133. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 8. JÚNÍ 2002
FULLTRÚAR Rússlands, Kína, Kasakstan,
Kirgistan, Úsbekistan og Tadzíkistan ræddu
málefni Mið-Asíuríkja og ástandið í ríkjunum
umhverfis svæðið á stofnfundi bandalags Mið-
Asíuríkja í Sankti Pétursborg í gær. Hvöttu
ríkin Indland og Pakistan til farsællar og frið-
samlegrar samningalausnar deilunnar um
Kasmír en Vladímír Pútín Rússlandsforseti
sagði brýnt að Pakistanar kæmu á lýðræði og
stöðvuðu ferðir hryðjuverkamanna inn í ind-
verska hluta héraðsins. Nursultan Nazarbajev,
forseti Kasakstans, gaf í skyn að Indlandi og
Pakistan yrði boðin þátttaka í samstarfinu þeg-
ar ófrið milli ríkjanna lægir.
Richard Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, ræddi í gær við Atal Bihari
Vajpayee, forsætisráðherra Indlands í Nýju
Delhí en áður hafði Armitage átt fund með Per-
vez Musharraf, forseta Pakistans, í Islamabad.
Taldi Armitage að slaknað hefði nokkuð á
spennu í samskiptum ríkjanna en enn væri
samt hætta á styrjöld. Indverski utanríkisráð-
herrann Jaswant Singh sagði eftir fund með
Armitage að Indverjar vildu ekki átök. „Við
leggjum áherslu á að koma á friði vegna þess
að enginn annar kostur en friður er fyrir
hendi,“ sagði Singh.
Gegn hryðjuverkum
og eiturlyfjasölu
Meginaðsetur nýja Mið-Asíubandalagsins
verður í Peking. Á fundinum í Sankti Péturs-
borg er gert ráð fyrir að undirrita sáttmála
ríkjanna um stofnun bandalagsins, sem eigi að
stuðla að friði, berjast gegn hryðjuverkum og
tryggja öryggi í Mið-Asíu. Vladímír Pútín lét
þess getið að bandalagið yrði innan skamms
ómissandi í viðleitni til friðar í Asíu og það
stæði öllum ríkjum opið.
Jiang Zemin, forseti Kína, sagði sáttmálann
mynda lagalegan grundvöll bandalagsins og
vekja alþjóðlega athygli á stofnun þess.
Meðal málefna sem bandalagið mun vinna að
er barátta gegn eiturlyfjasmygli milli Afganist-
ans og Tadzíkistans. Leiðtogarnir lýstu yfir
ánægju sinni með væntanlegan fund þjóðþings
Afgana, Loya Jirga, og sögðust treysta á sam-
vinnu við það í komandi friðarumleitunum.
Nýtt bandalag Mið-Asíuríkja um frið og öryggi ræðir Kasmír-deilu
Farin verði samningaleið
Sankti Pétursborg, Nýju Delhí. AP, AFP.
VIÐBRÖGÐ bandarískra þing-
manna við tillögu Georges W. Bush
forseta, um að sett verði á fót nýtt
ráðuneyti heima-
varna og örygg-
isgæslu, voru yf-
irleitt jákvæð í
gær og hétu leið-
togar repúblík-
ana á þingi að
flýta för tillög-
unnar í gegnum
þingið. Demó-
kratar voru flest-
ir fylgjandi hug-
myndum
forsetans, þótt sumir hefðu orð á því
að nýja ráðuneytið gæti orðið þung-
lamalegt.
Er Bush gerði grein fyrir tillögu
sinni í sjónvarpsávarpi í fyrrakvöld
sagði hann m.a. að tilgangur ráðu-
neytisins væri að aftra hryðjuverka-
mönnum frá því að komast til Banda-
ríkjanna og tryggja enn frekar
öryggi í samgöngum. Einnig verður
fyrir ráðuneytið lagt að finna leiðir til
að koma í veg fyrir að árásir verði
gerðar á Bandaríkin með kjarna-
efna- eða lífefnavopnum, og gera
áætlanir um viðbrögð ef slíkar árásir
verði gerðar.
Samkvæmt tillögu forsetans verða
starfsmenn nýja ráðuneytisins um
170 þúsund og fjárveitingar til þess
um 37 milljarðar dollara. En bæði
starfsliðið og fjármagnið eiga að fást
frá öðrum ráðuneytum og stofnunum,
og segja fréttaskýrendur að það muni
líklega leiða til mikilla innbyrðis
átaka er stofnanirnar reyni að gæta
eigin hagsmuna.
Bush lagði áherslu á, að með því að
útrýma „tvíverknaði og skörun“ milli
hinna ýmsu stofnana „þurfum við
ekki að eyða eins miklu fé í yfirstjórn
og getum varið meiru til að verja
Bandaríkin“. Undir nýja ráðuneytið
munu heyra allar deildir landamæra-
gæslu, þ. á m. strandgæsla, tollgæsla,
innflytjendamál og landamæravarsla,
auk öryggisgæslu á flugvöllum.
Með tillögunni hefur Bush fallist á
hugmynd sem hann streittist lengi á
móti. Fyrstu dagana eftir hryðju-
verkin 11. september kom Bush á fót
sérstakri heimavarnaskrifstofu á
vegum forsetaembættisins, og út-
nefndi Tom Ridge, þáverandi ríkis-
stjóra í Pennsylvaníu, framkvæmda-
stjóra hennar. En embættismenn
komust að þeirri niðurstöðu að sú leið
væri ófær vegna þess að Ridge hefði
ekki afgerandi forráð í þeim stofnun-
um sem vinna að landvörnum.
Í ávarpi sínu í fyrrakvöld sagði
Bush ekki hvern hann myndi tilnefna
sem heimavarnaráðherra, en nokkrir
háttsettir embættismenn segjast
telja að Ridge muni verða fyrir val-
inu. Bush hyggst áfram hafa heima-
varnaöryggisráðgjafa, sem ekki
heyrir undir þingið.
Fyrir nokkrum dögum hófu þing-
menn rannsókn á meintum mistökum
leyniþjónustunnar (CIA) og alríkis-
lögreglunnar (FBI), er kunni að hafa
átt þátt í því að hryðjuverkunum 11.
september var ekki aftrað. Í ljós hef-
ur komið að lítil samskipti voru á milli
leyniþjónustufulltrúa fyrir hryðju-
verkin. Sögðu sumir demókratar aug-
ljóst að forsetinn væri með tillögu
sinni nú að reyna að bera í bætifláka
fyrir frammistöðu Hvíta hússins.
Bush sagði stofnun nýja ráðuneyt-
isins vera mestu breytingar sem
gerðar hafi verið á bandaríska stjórn-
kerfinu síðan 1947, er þáverandi for-
seti, Harry Truman, setti landherinn
og flotann undir einn hatt, varnar-
málaráðuneytið, og stofnaði banda-
ríska þjóðaröryggisráðið í upphafi
kalda stríðsins.
Tillögu Bush um heima-
varnaráðuneyti vel tekið
Washington. AFP, Washington Post.
Mestu breytingar á bandaríska
stjórnkerfinu síðan 1947
Tom Ridge
DAVID Beckham (t.h.), fyrirliði
enska landsliðsins í knattspyrnu,
fagnar marki sínu í gær ásamt
Trevor Sinclair, en England vann
þá Argentínu í leik á heimsmeist-
aramótinu í knattspyrnu, sem
fram fer þessa dagana í Japan og
Suður-Kóreu. Fáir voru á ferli í
Bretlandi á meðan leikurinn stóð
yfir en Englendingum er í fersku
minni tap landsliðsins fyrir Arg-
entínumönnum í sextán liða úr-
slitum HM fyrir fjórum árum.
Beckham var rekinn út af í þeim
leik og átti því harma að hefna að
þessu sinni.
Spánverjar unnu Paragvæ 3–1
fyrr um daginn og urðu þar með
fyrstir liða til að tryggja sér
áframhaldandi þátttöku í mótinu
að aflokinni riðlakeppni.
Reuters
Átti harma
að hefna
Enska/B1
ARIEL Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, mun ræða við
George W. Bush Bandaríkja-
forseta í Washington á mánu-
dag og er ljóst að framtíð Yass-
ers Arafats Palestínuleiðtoga
verður eitt af umræðuefnunum.
Ný skoðanakönnun í Ísrael gef-
ur til kynna að Sharon njóti nú
stuðnings 69% landsmanna
þótt 70% efist um að hann muni
færa þjóðinni frið.
Hosni Mubarak, forseti
Egyptalands, er í heimsókn í
Bandaríkjunum og hyggst
leggja fram friðaráætlun þar
sem kveðið er á um að Palest-
ínumenn fái að stofna sjálfstætt
ríki snemma á næsta ári. Búist
er við að fundur hans með Bush
í sumardvalarstaðnum Camp
David standi fram á sunnudag.
Sharon vin-
sæll í Ísrael
Aðstæður/26
Jerúsalem. AFP.
JAFNAÐARMENN í Dan-
mörku eru ekki á eitt sáttir um
áhrif og tilvist einkasjúkrahúsa
innan danska velferðarkerfisins,
að sögn Berlingske Tidende.
Lone Møller, talsmaður jafnað-
armanna í heilbrigðismálum,
sagði í vikunni að tilraunir Svía í
þá veru að bjóða út rekstur ein-
stakra deilda sjúkrahúsa, til
dæmis slysadeildarinnar, væru
mjög spennandi.
„Staðreyndin er sú,“ segir
Lone Møller, „að þrátt fyrir að
ég vilji sjálf hafa sjúkrahúsin op-
in og þjónustuna ókeypis fyrir
alla, eru einkasjúkrahús búin að
tryggja stöðu sína á þessum
vettvangi. Við getum lokað aug-
unum og reynt að neita tilvist
þeirra, en framtíðin ber með sér
aukið samstarf milli ríkisrek-
inna og einkarekinna sjúkra-
húsa, það eitt er víst. Ég óttast
ekki þróun í þá veru,“ sagði
Møller.
Pernille Blach Hansen, í þing-
flokki jafnaðarmanna, er á önd-
verðum meiði. „Við munum sjá
fleiri og fleiri sjúkrarúm í umsjá
einkasjúkrahúsanna og bestu
lækna og hjúkrunarfræðinga
sömuleiðis. Þróunin mun neyða
ríkissjúkrahúsin til að vísa sjúk-
lingum á þau einkareknu vegna
manneklu.“
Ósætti
um
einka-
rekstur
Danskir
jafnaðarmenn