Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sarpur 2.0 kynntur Upplýsingakerfi um þjóðminjar SARPUR er alhliðaupplýsingakerfisem unnið hefur verið að á vegum Þjóð- minjasafns Íslands undan- farin ár í samvinnu við Hugvit hf. Þar er hægt að fá upplýsingar um muni, myndir, þjóðhætti, forn- leifar, jarðfundi, hús, kirkjuminjar og örnefni. Takmarkað magn upplýs- inga er þó enn sem komið er í gagnasafninu. Verið er að leggja síðustu hönd á aðra útgáfu kerfisins og er ætlunin að kynna það á Hótel Loftleiðum nk. þriðjudag. Frosti Jóhanns- son er verkefnisstjóri Sarps. Segðu okkur aðeins frá tildrögum þess að hafist var handa við gerð Sarps. „Það mun hafa verið árið 1996 sem ákveðið var að samræma alla upplýsingaskráningu innan Þjóð- minjasafnsins og síðar einnig meðal hliðstæðra safna utan þess. Megin ástæða þess að ákveðið var að hefjast handa við gerð Sarps var sú að ekki var hægt að leita með samræmdum hætti í þeim- upplýsingakerfum sem þá voru í notkun auk þess sem þau voru þannig úr garði gerð að ekki var hægt að samtengja þau né gera efni þeirra aðgengilegt á vefnum. Þess utan höfðu einstakir eigend- ur kerfanna litla möguleika á að viðhalda þeim og öryggiskröfur voru ófullnægjandi. Nokkur tími fór í undirbúning áður en hægt var að hefjast handa við kerfis- gerð. Haustið 1997 var gengið til samstarfs við Hugvit hf. um gerð altæks upplýsingakerfis og var fyrsta útgáfa þess tilbúin vorið 1999.“ Og hvað tók þá við? „Það vildi svo til að um það leyti sem við vorum að leggja síðustu hönd á fyrstu útgáfuna að Rannís auglýsti styrki úr svonefndri Markáætlun um rannsóknir og þróunarstarf. Þjóðminjasafnið og Hugvit sóttu saman um fjárstuðn- ing til að halda þróun áfram. Verkefnið fékk styrk til þriggja ára eða 12 milljónir króna sem var hæsti styrkurinn sem veittur var úr upplýsingatæknihluta áætlun- arinnar. Heildarkostnaður við þróun annarrar útgáfunnar er um 30 milljónir króna sem aðilar hafa að öðru leyti kostað sameigin- lega.“ Hver voru helstu markmið með annarri útgáfu Sarps? „Sarpur 1.0 var fyrst og fremst skráningartól fyrir Þjóðminja- safnið og ýmsar útfærslur og lausnir skorti til að mæta nægi- lega vel þörfum einstakra heim- ildasafna innan þess. Í ljósi feng- innar reynslu og aukinna þarfa á sviði nútímalegrar upplýsinga- vinnslu innan safnsins og á lands- vísu voru sett tvö meginmarkmið með kerfisgerð Sarps 2.0. Í fyrsta lagi að útfæra og þróa fyrstu útgáfu Sarps í upplýsinga- kerfi sem haldið gæti utan um rafrænt gagnasafn sem nýttist öllum heimildasöfnum Þjóðminjasafns og einnig sem flestum stofnunum og söfnum í landinu sem varðveittu menningarsögu- legt efni sem væri hliðstætt því sem Þjóðminjasafnið hafði í fórum sínum. Í öðru lagi að gefa þeim að- ilum sem hagsmuni hefðu af því að hagnýta gagnasafn Sarps kost á að nálgast það á einum stað, í mið- lægum gagnagrunni, á veraldar- vefnum. Hverjar eru helstu nýjungarnar í nýju útgáfunni? „Kóði kerfisins var meira og minna endurskrifaður, það var hannað nýtt og notendavænna viðmót, gerðar ýmsar endurbætur á einstökum skráningarformum, skrám og brunnum fjölgað, m.a. var aukið við sérstökum mynda- brunni og hjálparbrunni sem geymir leiðbeiningar fyrir bæði skrásetjara og lesendur. Þá var hönnuð vefútgáfa og hún tengd við kortagrunn þannig að hægt er að varpa upplýsingum, um t.d. dreifingu fornleifa, muna og hvaða heimildir um þjóðhætti eru komn- ar af landinu, á Íslandskort eftir því sem hnitaupplýsingar leyfa.“ Er Sarpur kominn í almenna notkun meðal þeirra sem hann er ætlaður? „Sarpur hefur verið í notkun um nokkurra missera skeið innan Þjóðminjasafns, Húsafriðunar- nefndar og Örnefnastofnunar. Auk þess hafa um tíu minjasöfn tekið kerfið til sín. Stefnt er að því að taka aðra út- gáfuna í notkun síðar í þessum mánuði og í framhaldi af því verð- ur hægt að nálgast efni Sarps á vefnum. Öðrum söfnum, stofnun- um og fyrirtækjum sem skrá og varðveita menningarsögulegt efni verður boðinn aðgangur að Sarpi í þeim tilgangi að samræma skrán- ingu sambærilegra heimilda á landsvísu. Ætlunin er að stofna rekstrarfélag meðal eigenda gagnasafns Sarps síðar í þessum mánuði. Það væri mjög æskilegt að þeir sem á annað borð ætla sér að nota kerfið tækju það í notkun sem allra fyrst.“ Hvað með kynninguna? „Hún verður haldin á Hótel Loftleiðum í þingsal 1–4 nk. þriðjudag klukkan 13 til 17. Mark- mið kynningarinnar er að gefa yf- irlit um þann árangur sem náðst hefur við gerð Sarps 2.0 og greina frá framtíðaráformum varðandi frekari þróun kerfisins og hagnýt- ingu þess.“ Frosti Jóhannsson  Frosti Jóhannsson er fæddur í Skagafirði 1952. Hann er fíl.- cand. í þjóðháttafræði frá Upp- salaháskóla og lauk fyrri hluta doktorsnáms frá Stokkhólmshá- skóla 1980. Starfaði við þjóð- háttadeild Þjóðminjasafns ásamt stundakennslu um tíma. Ritstjóri bókaflokksins Íslensk þjóðmenn- ing í 5 ár. Framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands og sjálf- stætt starfandi við ritstjórn blaða og tímarita í nokkur ár og verk- efnisstjóri á Þjóðminjasafni síð- ustu ár. Maki er Steinunn Jóns- dóttir heilsugæslulæknir og eiga þau þrjú börn. Ætlunin að stofna rekstrarfélag Það sem koma skal? HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð héraðsdómara sem synjaði beiðni réttargæslumanns ungrar stúlku um að kvaddur yrði til kunn- áttumaður til aðstoðar dómaranum við skýrslutöku af stúlkunni vegna kynferðisbrots gegn henni af hálfu óþekktra manna. Í dómi Hæstarétt- ar kemur fram að engin efni séu til að hnekkja ákvörðun dómarans um að nýta ekki þá heimild, sem er í lög- um um meðferð opinberra mála, til að kveðja kunnáttumann sér til að- stoðar við skýrslutökuna. Réttargæslumaður stúlkunnar krafðist þess að kvaddur yrði til kunnáttumaður til aðstoðar við skýrslutöku yfir stúlkunni sem beina mundi spurningum til hennar og að hann verði einn með henni í því her- bergi sem skýrslutakan fer fram í. Þetta væri nauðsynlegt þar sem stúlkunni hafi orðið mikið um brotið sem hún sætti og sterkar líkur væru á því að hún muni ekki geta tjáð sig um brotið nema til komi aðstoð kunnáttumanns. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari sagði í úrskurði sínum að hann hefði margra ára reynslu af því að yfirheyra börn og ungmenni vegna kynferðisbrota og annarra áfalla sem valdi miklum þjáningum. Þá hafi hann sótt námskeið og ráð- stefnur um barnayfirheyrslur hér á landi svo og austan hafs og vestan. Sé hann því að minnsta kosti jafnfær um að yfirheyra stúlkuna og hvaða kunnáttumaður og fagaðili sem er og hafi það umfram þá að kunna skil á réttarfari og refsirétti. Séu því engin efni til þess að verða við kröfu rétt- argæslumannsins. Tímabært að endurskoða þessi ákvæði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir niðurstöð- una ekki koma á óvart. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hæstiréttur tekur slíkt úrlausnarefni til meðferð- ar og niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við fyrri dóm í svona hlið- stæðu máli. Efnislega byggist þetta á því að lögin eru mjög ótvíræð í þeim efnum að þetta er ákvörðun dómara í hverju tilviki hvort kalla skuli til kunnáttumann. Engu að síð- ur eru það vonbrigði að þetta skuli ganga fram með þessum hætti og undirstrikar að mínu viti mikilvægi þess að þessi lagaákvæði verði tekin til endurskoðunar,“ segir hann. Hann telur að það hljóti að varða miklu að það sé jafnræði við fram- kvæmd þessara mála þannig að öll börn fái notið þess að kunnáttumað- ur, sem er sérþjálfaður í rannsókn- arviðtölum, taki við þau viðtöl, en því ráði ekki einstaklingsbundnar ákvarðanir dómara, þar sem mat þeirra sé greinilega mjög misjafnt. Bragi bendir á að gríðarlega mikil reynsla og sérþekking á framkvæmd rannsóknarviðtala hafi safnast inni í Barnahúsi og útilokað sé að einstakir dómarar hafi sambærilega reynslu af slíkum viðtölum. Hann segir að augljóst sé að laga- breyting þurfi að koma til og telur að fleiri rök séu fyrir því að endurskoða gildandi lög, en ákvæðin sem um ræðir tóku gildi 1. maí 1999 og eru breytingar á lögum um meðferð op- inberra mála og varða skýrslutöku á börnum. „Meginreglan er sem sagt sú að þetta er einungis ákvörðun dómara og það er heimilt að kalla til kunnáttumann en ekki skylt,“ bætir Bragi við. Að hans sögn er þessi frum- skýrslutaka dómsathöfn og hluti af meðferð málsins fyrir dómi ef til ákæru kemur. Hins vegar veit eng- inn fyrirfram hvort til ákæru kemur og eru dómarar því að taka fjölmarg- ar skýrslur af börnum í málum sem aldrei er kært í. Bragi segir það af- skaplega illa farið með tíma dómara og vond tilhögun, vegna þess að ekki nema 15–20% af málunum endi í ákæru. „Þannig að dómarar eru kannski í 80–85% málanna að taka skýrslur af börnum í málum sem að verða aldrei viðfangsefni dómskerf- isins. Ég tel að það sé orðið tímabært í ljósi reynslunnar af þessum laga- ákvæðum frá 1999 að endurskoða þessi lagaákvæði.“ Beiðni réttargæslumanns ungrar stúlku hafnað Synjað um aðstoð kunn- áttumanns við skýrslutöku ÚTBOÐ á fjarskiptaneti sem þjóna á framhaldsskólum og sí- menntunarstöðvum er nú í und- irbúningi í menntamálaráðuneyt- inu og er stefnt að því að það hefjist á næstu dögum. Áætlað er að netið tengi saman alla fram- haldsskóla og símenntunarstöðvar og að flutningsgeta þess verði 100 mb/sek. Á vef ráðuneytisins kemur fram að netið muni auðvelda öll fjar- skipti t.d. vegna fjarkennslu, mið- lægra upplýsingakerfa og sameig- inlegrar kerfisþjónustu ásamt því að veita framhaldsskólum aðgang að Netinu. Ráðuneytið hefur skip- að vinnuhóp vegna útboðsins og eru Sigurður Sigursveinsson, Fjöl- brautaskóla Suðurlands, og Ársæll Guðmundsson, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fulltrúar framhaldsskólanna. Menntamálaráðuneytið mun leggja til fjármagn til að standa straum af kostnaði við útboðið og hluta stofnkostnaðar. Fram kemur að áætlað sé að heildarkostnaður framhaldsskóla vegna fjarskipta og Netþjónustu muni ekki vaxa frá því sem nú er. Menntamálaráðuneytið óskaði í dreifibréfi til skólameistara fram- haldsskóla og símenntunarmið- stöðva eftir því að fá formlega fram afstöðu þeirra til þátttöku í verkefninu fyrir útboðið. Einhverj- ir skólar hafa þegar skuldbundið sig með samningum um netteng- ingu til lengri tíma og er gert ráð fyrir því að þeir geti tengst netinu á síðari stigum. Fjarskiptanet framhaldsskóla boðið út

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.