Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bréf ráðherra Byggðastofnun Theodór A. Bjarnason Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur Reykjavík, 5. júní 2002 Ráðuneytinu hefur borist bréf yðar, dags. 26. maí 2002, þar sem fram koma skýringar yðar á til- teknum atriðum sem beðið var um í bréfi ráðuneytisins, dags. 22. maí 2002. Ráðuneytið telur skýringar yðar ófullnægjandi og íhugar nú að áminna yður, sbr. 4. mgr. 26. gr. laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins nr. 70/1996. Með bréfi þessu er yður veittur kostur á að neyta andmælaréttar áður en tekin verður ákvörðun um hvort yður verði veitt áminning, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, 21. gr. og 4. mgr. 26. gr. laga um rétt- indi og skyldur starfsmanna rík- isins nr. 70/1996. Röksemdir ráðuneytisins fyrir afstöðu sinni eru tilgreindar hér að neðan í sömu röð og í fyrri bréfa- samskiptum vegna málsins: 1. Samkvæmt 4. tölul. 4. gr. laga um Byggðastofnun nr. 106/1999 eru verkefni stjórnar Byggðastofnunar að fjalla um og samþykkja árs- reikning, sbr. 56. gr. laga um við- skiptabanka og sparisjóði nr. 113/ 1996 og 2. mgr. 11. gr. laga um lánastofnanir aðrar en viðskipta- banka og sparisjóði nr. 123/1993. Fram kemur í erindisbréfi yðar, dags. 11. apríl 2001, að þér skulið leggja fram ársskýrslu síðastliðins árs fyrir 1. apríl ár hvert. Ráðuneytið telur að skýra beri ofangreind ákvæði þannig að sú ábyrgð hvíli á forstjóra Byggða- stofnunar að sjá til þess að árs- reikningur sé útbúinn með nægum fyrirvara, þannig að stjórn geti fjallað um hann áður en hinn lög- bundni frestur til að skila honum til Fjármálaeftirlitsins rennur út, þ. e. fyrir 1. apríl ár hvert. Í þessu sam- bandi horfir ráðuneytið til al- mennrar verkaskiptingar stjórnar og forstjóra og orðalagsins í 4. tölul. 4. gr. laga um Byggðastofn- un, þar sem segir: „fjalla um og samþykkja“. Ráðuneytið telur að þar komi skýrt fram að á stjórn hvíli sú skylda að fjalla um og sam- þykkja ársreikning, sem saminn hefur verið að tilstuðlan forstjóra. Í bréfi yðar kemur fram að drög að ársreikningi hafi ekki verið tilbúin fyrr en 6. maí sl. og að árs- reikningur hafi ekki verið tilbúinn til endanlegrar afgreiðslu fyrr en 16. maí sl. Ráðuneytið telur skýr- ingar yðar, um að skortur á aðstöðu fyrir endurskoðanda hafi valdið drættinum, ekki fullnægjandi. Fram kemur í bréfi yðar að nánast öll gögn hafi verið tilbúin fyrir end- urskoðun fljótlega í byrjun ársins. Telja verður að ófullnægjandi starfsaðstaða endurskoðanda geti ekki afsakað drátt á gerð ársreikn- ings, enda er honum í lófa lagið að vinna að ársreikningi annars staðar en á starfsstöð Byggðastofnunar. Tekið skal fram í þessu sambandi að ráðuneytið veit ekki til þess að dagsektum hafi áður verið beitt í tengslum við drátt á skilum árs- reiknings til Fjármálaeftirlitsins. Því er málið til þess fallið að valda Byggðastofnun álitshnekki, auk fjárhagstjóns. Þá er að auki til þess að líta að ársreikningur er grund- vallargagn í rekstri fjármálastofn- unar og alvarlegt ef hann er ekki til á réttum tíma. Í ljósi ofangreinds telur ráðu- neytið að starfsemi Byggðastofn- unar hafi ekki verið í samræmi við lög og erindisbréf yðar. Því telur ráðuneytið að ofangreind háttsemi feli í sér vanrækslu og ófullnægj- andi árangur í starfi. Háttsemin varði því áminningu skv. 21. gr. laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins nr. 70/1996, þar sem hún fari í bága við 2. mgr. 38. gr. sömu laga, erindisbréf yðar og 56. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði nr. 113/1996. 2. Með vísan til þess, er að framan greinir, um skyldu stjórnar og framkvæmdastjóra í tengslum við gerð og samþykki ársreiknings, tel- ur ráðuneytið að yður hafi borið að upplýsa stjórn stofnunarinnar um öll bréfaskipti við Fjármálaeftirlit- ið, þ. e. þegar er bréf Fjármálaeft- irlitsins, dags. 5. apríl s.l., barst stofnuninni. Hvorki verður ráðið af bréfi yðar, dags. 26. maí sl., né fundargerðum stjórnar að það hafi verið gert fyrr en 7. maí sl. Ráðuneytið telur að þér hafið brotið gegn almennum skyldum yð- ar gagnvart stjórn stofnunarinnar í þessu sambandi og hafið ekki rækt starf yðar af þeirri samviskusemi sem til má ætlast. Ráðuneytið telur því að þér hafið sýnt af yður óvand- virkni í starfi sem varðar áminn- ingu, skv. 21. gr. laga nr. 70/1996, þar sem háttsemin brýtur í bága við 1. mgr. 14. gr. sömu laga. 3. Óumdeilt er í málinu að haft hafi verið eftir yður í fjölmiðlum að sér- fræðingar stofnunarinnar mætu þá fjármuni sem fælust í láni Byggða- stofnunar til Ísrúss ehf. sem tapað fé. Í 18. gr. laga um Byggðastofnun nr. 106/1999 er kveðið á um þagn- arskyldu starfsmanna stofnunar- innar. Þá segir í 43. gr. laga um við- skiptabanka og sparisjóði, 113/1996, sem gildir um Byggða- stofnun, sbr. 4. mgr. 7. gr. laga um lánastofnanir aðrar en viðskipta- banka og sparisjóði nr. 123/1993: Bankaráðsmenn, stjórnarmenn sparisjóðs, bankastjórar og spari- sjóðsstjórar, endurskoðendur og aðrir starfsmenn viðskiptabanka eða sparisjóðs eru bundnir þagn- arskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptamanna hlutaðeigandi stofnunar og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál hefur túlkað ákvæði þessi svo að þau standi fyrst og fremst í vegi fyrir að almenningur fái aðgang að gögnum í vörslum opinberra lána- stofnanna ef þau hafa að geyma upplýsingar um einka- eða fjár- hagsmálefni einkaaðila, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ráðu- Bréf iðnaðar- og viðskiptaráðherra til forstjóra Byggðastofnunar frá 5. júní Skýringar forstjórans taldar ófullnægjandi Hér fer á eftir bréf sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, sendi Theodór A. Bjarnasyni, forstjóra Byggðastofununar, 5. júní sl. Í Morgunblaðinu í gær voru birt bréfaskipti viðskiptaráðherra og forstjóra Byggðastofnunar, sem áttu sér stað í síðari hluta maí. Annars vegar bréf ráð- herra frá 22. maí, þar sem óskað var skýringa forstjórans á tilteknum atrið- um sem ráðuneytið gerði athugasemdir við í níu tölusettum liðum, og hins vegar svarbréf forstjórans, dags. 26. maí. Í gær veitti ráðuneytið Morg- unblaðinu aðgang að bréfi sem ráðuneytið sendi forstjóra Byggðastofnunar 5. júní og birtist það hér í heild sinni. Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson THEODÓR Agnar Bjarnason, forstjóri Byggðastofnunar, segist í samtali við Morg- unblaðið hafa orðið mjög undrandi á svarbréfi Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem honum barst 5. júní sl. og birt er í blaðinu í dag. Telur hann sig hafa út- skýrt þau atriði, sem þar eru tilgreind, með ít- arlegum hætti og þau gefi ekki tilefni til áminn- ingar. Theodór segir að hér sé um sparðatíning að ræða sem ráðuneytið getið fengið góðar skýringar á með frekari skoðun. Hann segist ekki líta svo á að með bréfinu sé ráðherra að lýsa yfir vantrausti á sín störf, til þess þurfi að koma athugasemdir sem byggðar séu á allt öðrum rökum. Hann segir að ráðuneytið sé að hluta til ekki ánægt með sínar skýringar og að þær séu ekki taldar fullnægjandi. Því sé honum gefinn frest- ur til að andmæla þeim athugasemdum sem ráðuneytið setji fram. Aðspurður hvort hann geti skýrt mál sitt nánar en hann hafi gert í bréfinu til ráðherra 26. maí sl. segir Theodór að hann muni íhuga það. „Ég vil taka það skýrt fram að ég hef leitast við í hvívetna að framfylgja öllum ákvörðunum stjórnar Byggðastofnunar, eftir minni bestu vitund og samvisku. Ég hef einnig leitast við að uppfylla mínar skyldur samkvæmt skipunar- bréfi eins vel og fljótt og ég hef haft möguleika á. Hins vegar harma ég það mjög að í sambandi við þessar athugasemdir, sem reyndar komu til mín eins og þruma úr heiðskíru lofti, eru teknir fyrir einstakir þættir úr mínu starfi án þess að málin séu skoðuð og á þau lagt mat í víðara samhengi, sem hlýtur að teljast eðlilegt undir þeim kringumstæðum sem Byggðastofnun hef- ur starfað nú að undanförnu,“ segir Theodór. „Ósanngjarnt að leggja ekki mat á aðstæður stofnunarinnar“ Hann segir að það hafi verið stórátak fyrir starfsmenn stofnunarinnar að takast á við þær breytingar og flutning sem ákveðið var að ráð- ast í. Leysa hafi þurft starfsmannamál á skömmum tíma og finna hentugt húsnæði á Sauðárkróki undir starfsemina. Tafir hafi orðið á afhendingu leiguhúsnæðis þar sem leigjandinn hafi ekki getað staðið við gefnar tímasetningar. Þetta hafi verið ófyrirséður vandi. Theodór segir að þetta sé m.a. skýr- ingin á því af hverju lokavinna við ársuppgjör og endurskoðun reikninga stofnunarinnar dróst á langinn. Ósanngjarnt og óskiljanlegt sé að ekki hafi verið lagt mat á þær aðstæður sem stofnunin starfaði við á þessum tíma. Theodór segist vera undrandi á því að ráðu- neytið telji hann ekki hafa sinnt starfsskyld- um sínum við að kynna ársreikning stofnun- arinnar fyrir stjórninni og ekki getið athugasemda frá Fjármálaeftirlitinu við að dráttur varð á að skila inn ársreikningi. Hann hafi reynt að koma þeirri kynningu að á stjórnarfundi 6. maí sl. á Bifröst í Borgarfirði og fengið endurskoðanda til fundarins í þeim erindagjörðum. Theodór segist hins vegar hafa verið hindraður í því að taka til máls á þessum stjórnarfundi og því hafi hann tekið þá ákvörðun að yfirgefa fundinn. Theodór segist hafa verið að reyna að sinna sínum starfsskyldum sem forstjóri þegar hann ætlaði að kynna reikninginn á stjórn- arfundinum. Það sé óskiljanlegt að Kristinn H. Gunnarsson stjórnarformaður hafi verið andvígur því. Theodór segir að það sé hlut- verk forstjóra að undirbúa gerð ársreiknings en samkvæmt lögum beri stjórn að fjalla um og afgreiða reikninginn. Theodór segir að daginn eftir stjórnarfundinn hafi hann skrifað stjórnarmönnum bréf í ábyrgðarpósti þar sem ferill málsins var rakinn, m.a. samskiptin við Fjármálaeftirlitið, og ýmsum öðrum upp- lýsingum komið á framfæri. Þetta hafi verið fyrsta tækifæri sitt til að afhenda stjórninni upplýsingarnar. „Undarlegt að mínar skýringar séu ekki teknar gildar“ Varðandi þá gagnrýni í bréfi ráðherra að hafa óhlýðnast ákvörðun stjórnar um að flytja fjármálaumsýslu Byggðastofnunar til Spari- sjóðs Bolungarvíkur segist Theodór hafa fylgt sinni sannfæringu og bestu vitund um að gera það sem réttast sé. Hann segist hafa haft upplýsingar um það að stjórnarmenn hafi ekki viljað flutning á fjármálaumsýslunni fyrr en að lokinni umræðu um hvað ætti að flytja nákvæmlega og hvert. Ekki hafi að sínu mati legið klárt fyrir við hverja átti að semja. „Ef flytja á fjármálaumsýslu peningastofn- unar út úr stofnuninni, þá getur maður spurt sig hvað sé eftir. Fjármálaumsýsla peninga- stofnunar er hjarta hennar, ég held að mönn- um hljóti að vera það ljóst. Mér var kunnugt um að stór hluti stjórnarmanna taldi að þetta væri ekki besta lausnin, að flytja þessa starf- semi til Bolungarvíkur. Sem forstjóri pen- ingastofnunar verð ég að vera sannfærður um að þær aðgerðir, sem lagt er til að fram- kvæma, séu skynsamlegar. Ef ég er ekki sannfærður, verð ég að gera stjórninni grein fyrir því, sem ég og gerði. Einnig liggur það fyrir, skjalfest frá Ríkiskaupum, að verkefni sem þetta er ótvírætt útboðsskylt. Ég ræddi þetta einnig við ríkisendurskoðanda, sem ráð- lagði mér eindregið, og taldi það mína skyldu, að sjá til þess að málið yrði tekið upp til um- ræðu í stjórninni, og að þar kæmi fram klár af- staða hennar til flutningsins. Er virkilega ætl- ast til þess að ég standi að því að brjóta lög? Þess vegna er ég mjög undrandi á að ráðu- neytið skuli ekki taka gildar mínar skýringar á þessu atriði. Ég tel að í þessu, og fleiri atriðum, hljóti að vera um misskilning að ræða,“ segir Theodór. Vonar að ráðuneytið nái áttum Aðspurður hvort hann telji sig hafa fullan stuðning starfsmanna segir Theodór svo vera. Einstaklega góður starfsandi ríki í stofnuninni, starfsmenn hafi trú á sínum verkefnum og þeir ætli sér stóra hluti. Theodór segist hafa átt afar góð samskipti við Valgerði Sverrisdóttur sem ráðherra. Erf- itt sé að leggja dóm á innihald svarbréfsins og hver sé undirrótin að þeim athugasemdum sem þar komi fram. Fólk verði að mynda sér skoðun á málinu samkvæmt þeim bréfum sem birt hafi verið í Morgunblaðinu. „Bæði bréf ráðherra hafa komið mér mjög á óvart. Eins og allir vita hafa verulegir sam- starfsörðugleikar verið milli mín og stjórnar- formannsins. Það starf, sem á að ganga upp í greiðu samspili, er mjög óþjált. Að það skuli vera þannig, er algjörlega óviðunandi. Ég von- ast til þess að ráðuneytið nái áttum þegar það er búið að fara betur yfir málið. Framtíð Byggðastofnunar má ekki ráðast af því hvort ég sé þar forstjóri eða ekki. Alþingi verður að taka ákvörðun um það hvort samfélagið eigi að hafa tæki eins og Byggðastofnun eða ekki. Það er afar mikilvægt að horfa fram á við og beina okkar vinnubrögðum inn á þær brautir sem samþykktar eru í dag,“ segir Theodór Agnar Bjarnason. Theodór A. Bjarnason, forstjóri Byggðastofnunar, um svarbréf Valgerðar Sverrisdóttur Telur aðfinnslu- atriði ekki gefa til- efni til áminningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.