Morgunblaðið - 08.06.2002, Page 11
neytið telur að yfirlýsing yðar um
að sérfræðingar stofnunarinnar
telji lánveitingar Byggðastofnunar
til Ísrúss ehf. tapað fé, feli í sér
upplýsingar um fjárhagsmálefni
einkaaðila. Um er að ræða mat á
fjárhagsstöðu einstaks lánþega,
sem augljóslega getur valdið hon-
um tjóni ef þær eru gerðar op-
inberar.
Fram kemur í bréfi yðar að um
sé að ræða „hluti sem þegar eru op-
inberir“. Þá er tekið fram í bréfi
yðar að nær öll gögn í málinu hafi
áður verið afhent Ólafi E. Jóhanns-
syni eftir úrskurð úrskurðarnefnd-
ar um upplýsingamál. Vegna þessa
tekur ráðuneytið fram að þau gögn
sem afhent voru Ólafi eru öll frá
árinu 1999 og 2000. Í þeim kemur
því ekki fram núverandi mat sér-
fræðinga Byggðastofnunar.
Þá tekur ráðuneytið fram að
samkvæmt gögnum málsins hefur
félagið ekki verið tekið til gjald-
þrotaskipta og því ekki fullreynt
hvort lán Byggðastofnunar til þess
sé tapað fé. Því getur yfirlýsing af
þessu tagi haft veruleg áhrif á
hagsmuni félagsins sem enn er í
rekstri.
Í ljósi ofangreinds telur ráðu-
neytið það hvorki samrýmast þagn-
arskyldu yðar né góðri embættis-
færslu að tjá yður á opinberum
vettvangi um mat sérfræðinga
Byggðastofnunar á einstökum lán-
þegum, áður en það mat hefur verið
endanlega staðreynt. Ráðuneytið
telur því að þér hafið sýnt í starfi
yðar vanrækslu og athafnir yðar
hafi verið ósamrýmanlegar starf-
inu. Það varðar áminningu skv. 21.
gr. laga nr. 70/1996, þar sem hátt-
semi yðar fer í bága við 18. gr. laga
nr. 70/1996, 18. gr. laga um
Byggðastofnun nr. 106/1999 og 3.
gr. laga um viðskiptabanka og
sparisjóði, 113/1996, sbr. 4. mgr. 7.
gr. laga um lánastofnanir aðrar en
viðskiptabanka og sparisjóði nr.
123/1993.
4. Ráðuneytið hefur yfirfarið þær
skýringar sem þér gefið vegna
samninga við atvinnuþróunarfélög
og telur ekki tilefni til áminningar
hvað þetta atriði varðar.
5. Samkvæmt 4. mgr. 11. gr. laga
um Byggðastofnun nr. 106/1999
getur stjórn Byggðastofnunar tekið
ákvörðun um að gera samninga um
að fela fjármálastofnunum af-
greiðslu og innheimtu lána, sem og
aðra fjármálaumsýslu stofnunar-
innar. Í fundargerð fundar stjórnar
Byggðastofnunar, dags. 6. júní
2000 kemur fram að formaður
stjórnar hafi lagt fram eftirfarandi
tillögu undir lið 1 á dagskrá fund-
arins:
Stjórnin samþykkir að nýta
heimild í 11. grein laga um Byggða-
stofnun og tekur ákvörðun um að
gera samning við fjármálastofnun á
landsbyggðinni um afgreiðslu og
innheimtu lána, sem og aðra fjár-
málaumsýslu stofnunarinnar. Þá
samþykkir stjórnin að leggja til við
iðnaðarráðherra að starfsemi
Byggðastofnunar verði að öðru
leyti flutt til Sauðárkróks. Hefjist
undirbúningur strax og unnt er og
verði flutningi lokið innan árs.
Einnig kemur fram í fundargerð-
inni að tillagan hafi verið samþykkt
samhljóða.
Þá kemur fram í tímaáætlun sem
samþykkt var á fundi stjórnar 28.
ágúst 2000 að í september 2000
skuli fara fram samningaviðræður
við bankastofnun. Þar segir:
Samningaviðræður við banka-
stofnun um þjónustu vegna lánveit-
inga. Lagt er til að óskað verði eftir
því að bankastofnun taki við
skuldabréfum til innheimtu að lok-
inni útborgun. Bankastofnun sjái
um lánabókhald stofnunarinnar og
atvinnutryggingardeildar þróunar-
sjóðs sjávarútvegsins. Bankastofn-
unin sjái einnig um að senda út
ítrekanir vegna vanskila og eftir-
fylgni með þeim. Mál sem ekki
tekst að ljúka skal senda til
Byggðastofnunar sem sjálf annast
um lögfræðilega innheimtu eða
senda innheimtuna til lögmanna.
Í bréfi yðar, dags. 26. maí sl.,
kemur fram að engin ákvörðun hafi
verið tekin um hvaða fjármálaþjón-
ustu eigi að flytja frá Byggðastofn-
un. Að mati ráðuneytisins er ljóst
af ofangreindum bókunum í fund-
argerð stjórnar hvaða þjónustu eigi
að flytja til fjármálastofnunar.
Framangreind ummæli yðar fá því
ekki staðist. Þá bendir ráðuneytið á
að í bókun yðar sem lögð var fram
á stjórnarfundi hinn 21. desember
2001 kemur fram að þér teljið að
slíkar hugmyndir myndu veikja
stofnunina verulega og að þessu
fylgi óhagræði í rekstri og jafnvel
óöryggi fyrir yður að bera ábyrgð á
fjármunum stofnunarinnar. Ráðu-
neytið telur að það samrýmist ekki
starfsskyldu forstjóra Byggða-
stofnunar að mótmæla þeim
ákvörðunum sem þegar hafa verið
teknar af stjórn stofnunarinnar um
flutning fjármálaþjónustu frá stofn-
uninni og vinna þannig gegn
ákvörðunum stjórnar, á þeim
grundvelli sem þér virðist hafa
gert. Ráðuneytið telur þvert á móti
að forstjóra hafi borið skylda til að
framfylgja ákvörðun stjórnar, sbr.
4. tölul. 6. gr. laga um Byggða-
stofnun nr. 106/ 1999.
Ráðuneytið telur því að ofan-
greind háttsemi varði áminningu
skv. 21. gr. laga nr. 70/1996 þar
sem hún felur í sér óhlýðni við lög-
legt boð yfirmanns, sbr. 15. gr. laga
nr. 70/1996 og 4. tölul. 6. gr. laga
um Byggðastofnun nr. 106/1999.
Í annan stað kemur fram í fund-
argerð stjórnar, dags. 6. júní 2001,
að stjórnarformaður hafi upplýst
að samningur við Sparisjóð Bolung-
arvíkur væri í undirbúningi. Ekki
eru bókaðar neinar athugasemdir
við það. Því verður að ætla að við-
ræður við Sparisjóð Bolungarvíkur
hafi verið með vilja og vitund
stjórnar. Af framansögðu er ljóst
að stjórn Byggðastofnunar hafi
samþykkt flutning fjármálumsýslu
stofnunarinnar til Sparisjóðs Bol-
ungarvíkur.
Hvað varðar röksemdir yðar nú
um að umrædd þjónusta gæti verið
útboðsskyld vill ráðuneytið taka
fram að það telur þær röksemdir
ekki breyta áliti sínu um að hegðun
yðar í tengslum við samninga um
fjármálaumsýslu stofnunarinnar
hafi ekki verið í samræmi við
starfsskyldur yðar. Ráðuneytið
bendir á að ekki verður séð af
gögnum málsins að þér hafið haft
þær röksemdir uppi við stjórn
stofnunarinnar.
Ráðuneytið telur því að ofan-
greind háttsemi varði áminningu
skv. 21. gr. laga nr. 70/1996 þar
sem hún felur í sér óhlýðni við lög-
legt boð yfirmanns, sbr. 15. gr. laga
nr. 70/1996 og 4. tölul. 6. gr. laga
um Byggðastofnun nr. 106/1999.
6. Ráðuneytið hefur yfirfarið þær
skýringar sem þér gefið vegna
ráðningu starfsmanna og telur ekki
tilefni til áminningar hvað þetta at-
riði varðar.
7. Í bréfi yðar staðfestið þér að þér
hafið farið út af fundi stjórnar
Byggðastofnunar hinn 7. maí síð-
astliðinn. Ráðuneytið telur það ekki
samræmast vinnuskyldum yðar að
reyna ekki til þrautar að koma
þeim málum að á stjórnarfundi sem
þér tölduð brýn, með því að sitja
fundinn til enda. Þá verður að telja
að forstjóra sé almennt skylt að
sitja fundi stjórnar til að geta
gegnt þeim frumstarfsskyldum sín-
um að framfylgja ákvörðunum
stjórnar og sinna upplýsingaskyldu
sinni gagnvart stjórn.
Ráðuneytið telur því að ofan-
greind háttsemi varði áminningu
skv. 21. gr. laga nr. 70/1996, þar
sem hún felur í sér vanrækslu og
óvandvirkni í starfi, þar sem þér
hafið ekki rækt starf yðar með
samviskusemi að því er þetta varð-
ar, sbr. 14. gr. laga nr. 70/1996.
8. Fram kemur í fundargerð
stjórnar Byggðastofnunar, dags. 2.
nóvember 2001 að kr. 6 millj. skuli
varið til endurbóta á húsnæði
Byggðastofnunar á Sauðárkróki.
Hins vegar kemur fram í fundar-
gerð stjórnar, dags. 22. febrúar
2002, að heildarkostnaður vegna
endurbótanna sé áætlaður 14 millj.
króna. Í bréfi yðar, dags. 26. maí
sl., kemur fram að engin áætlun
hafi legið fyrir hinn 2. nóvember
2001, um kostnað við rafkerfi,
tölvukerfi, brunaöryggiskerfi, lýs-
ingu og fleira ,,en ljóst var þó að
hér yrði um verulegan kostnað að
ræða“.
Ráðuneytið minnir í þessu sam-
bandi á að skv. erindisbréfi yðar
berið þér ábyrgð á fjárreiðum
Byggðastofnunar. Því verður ekki
annað séð en að það hafi verið á yð-
ar ábyrgð að leggja raunhæfa
kostnaðaráætlun fyrir stjórn hinn
2. nóvember 2001.
Þá kemur einnig fram í bréfi yð-
ar, dags. 26. maí sl., að þér hafið
ekki upplýst stjórnina um kostn-
aðaraukann, en verið í sambandi
við einn stjórnarmanna.
Ráðuneytið telur ótvírætt af
samþykkt stjórnar frá 2. nóvember
2001 að yður hafi borið að upplýsa
stjórn ef farið væri fram úr áætlun.
Ráðuneytið telur því að yður hafi
verið í lófa lagið að upplýsa stjórn-
arformann bréflega um kostnað
framkvæmda þrátt fyrir fátíða
stjórnarfundi.
Í ljósi ofangreinds telur ráðu-
neytið að þér hafið í þessu sam-
bandi sýnt í starfi yðar óhlýðni við
löglegt boð yfirmanns skv. 21. gr.
laga nr. 70/1996, sbr. 15. gr. sömu
laga og erindisbréf yðar.
9. Í erindisbréfi yðar er skýrlega
kveðið á um að þér skulið leggja
starfs- og rekstraráætlun fyrir
stjórn fyrir 1. febrúar ár hvert. Í
bréfi yðar, dags. 26. maí sl., kemur
fram að drög að starfsáætlun hafi
ekki verið send stjórnarformanni
fyrr en 13. mars 2002, eða tæpum
einum og hálfum mánuði eftir að
hún átti að vera lögð fyrir stjórn.
Ráðuneytinu virðist því sem um sé
að ræða brot á starfsskyldum yðar
í þessu efni.
Ráðuneytið telur því að framan-
greind háttsemi varði áminningu
skv. 21. gr. laga nr. 70/1996, þar
sem hún felur í sér vanrækslu og
ófullkominn árangur í starfi og fer
þannig gegn erindisbréfi yðar og
14. gr. laga nr. 70/1996.
Við mat á ofangreindum embætt-
isfærslum yðar telur ráðuneytið að
hafa beri hliðsjón af því að þér eruð
forstöðumaður stofnunar og hafið
sem slíkur ríkar skyldur í tengslum
við embættisfærslur og ber að sjá
til þess að stofnunin starfi í sam-
ræmi við lög, sbr. 2. mgr. 38. gr.
laga um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins nr. 70/1996. Ráðu-
neytið telur einnig að ofangreind
háttsemi sé í heild ósamrýmanleg
ábyrgðar- og trúnaðarskyldum yð-
ar skv. IV. kafla laga nr. 70/1996 og
varði því áminningu, sbr. 21. gr.
laganna.
Áréttað skal að fyrirhuguð
ákvörðun er áminning í skilningi
21. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins.
Bæti starfsmaður ekki ráð sitt eftir
að hafa verið veitt slík áminning,
kann það að leiða til þess að honum
verði veitt lausn frá störfum um
stundarsakir í samræmi við 2. mgr.
26. gr. laga um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins og eftir atvik-
um vikið frá að fullu í kjölfarið.
Valgerður Sverrisdóttir
Jónína S. Lárusdóttir
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 11
ODDVITAR þeirra framboða sem
sæti eiga í nýkjörinni sveitar-
stjórn Skagafjarðar samþykktu
einróma ályktun í gær sem send
hefur verið ráðherrum í ríkis-
stjórninni, stjórnarmönnum
Byggðastofnunar og til fjölmiðla.
Verður ályktunin lögð fyrir fund
nýrrar sveitarstjórnar næstkom-
andi mánudag, en hún er svohljóð-
andi:
„Sveitarstjórn Sveitarfélagsins
Skagafjarðar skorar á ríkisstjórn
Íslands að standa við fyrirheit
sem gefin voru við flutning
Byggðastofnunar til Sauðárkróks
um eflingu stofnunarinnar til
sóknar í byggðamálum. Sveitar-
stjórn lýsir jafnframt furðu sinni á
þeirri umræðu sem átt hefur sér
stað varðandi málefni Byggða-
stofnunar og hafnar öllum áform-
um um flutning einstakra rekstr-
arþátta hennar frá Sauðárkróki,
enda er það skilningur sveitar-
stjórnar að engin endanleg
ákvörðun hafi verið tekin um slík-
an flutning, innan stjórnar
Byggðastofnunar.
Miklu varðar að flutningur rík-
isstofnana af höfuðborgarsvæðinu
út á land takist vel, bæði fyrir við-
komandi stofnun og það sveitarfé-
lag sem hún flyst til. Til að
Byggðastofnun geti sinnt hlut-
verki sínu er nauðsynlegt að
styrkja hana faglega sem eina
heild. Hugmyndir um flutning
starfsemi Byggðastofnunar frá
Sauðárkróki eru andstæðar hags-
munum landsbyggðarinnar og
ganga þvert á stefnu sveitar-
stjórnar Skagafjarðar um eflingu
atvinnulífs í héraði. Sveitarstjórn
Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýs-
ir yfir fullu trausti við starfsfólk
Byggðastofnunar á Sauðárkróki
og telur að ágreiningsmál varð-
andi stofnunina verði ekki leyst á
farsælan hátt án samstarfs og
samvinnu við starfsfólk hennar,“
segir í ályktuninni.
Undir hana rita Gísli Gunnars-
son, oddviti sjálfstæðismanna,
Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti
framsóknarmanna, Snorri Styrk-
ársson, oddviti Skagafjarðarlist-
ans, og Ársæll Guðmundsson,
oddviti Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs.
Lýsa fullu trausti
á starfsfólk
Byggðastofnunar
Yfirlýsing oddvita allra framboða
í sveitarstjórn Skagafjarðar
Á 31. þingi Sjálfsbjargar, sem sett
var á Grand hóteli í gær, sagði Arnór
Pétursson, formaður Sjálfsbjargar,
meðal annars að stjórnvöld þyrftu að
skoða hvort unnt væri að breyta lög-
um um örorkulífeyri. Lagði Arnór til
að hann yrði 80% af meðallaunum
verkamanns sem væru um 166 þús-
und krónur á mánuði. Arnór vísaði í
þessu sambandi til samþykktar Al-
þingis á lögum um fæðingarorlof
sem tóku gildi í fyrra.
„Allir stjórnmálaflokkar hafa lýst
yfir stolti og ánægju með þessi lög og
á því sannast hið fornkveðna að allir
vildu Lilju kveðið hafa. Ekki má
skilja orð mín þannig að ég sé að
agnúast út í þau heldur fagna ég
þeim og þau sýna mér að það er vilji
til góðra verka og fjármagn til að
gera þau ef skilningur er fyrir hendi
hjá meirihluta Alþingis.“
Arnór sagði að Sjálfsbjörg hefði
lagt fram markvissa kjaramála-
stefnu og tillögur um breytingar á al-
mannatryggingakerfinu svo það yrði
gegnsætt og öllum opið. Sjálfsbjörg
hefði lagt til að stjórnvöld og hags-
munasamtök öryrkja settust niður
og mótuðu stefnu um hvernig mætti
bæta kjör þessa hóps.
„Í stað slíkrar vinnu hafa staðið yf-
ir málaferli og standa enn um brot
stjórnvalda á lögum og mannréttind-
um öryrkja. Nú er svo komið að þeir
hlutir sem þar er deilt um verða ekki
leiddir til lykta nema fyrir dómstól-
um. Hins vegar virðist engu skipta
þótt ríkisvaldið tapi öllum málum á
þeim vettvangi, þá eru kallaðir til
sérfræðingar til að túlka niðurstöð-
urnar á sem hagkvæmastan máta ,“
sagði Arnór í setningarræðu sinni.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði í ræðu sinni að mikilvægt
væri að hagsmunasamtök, ríki og
sveitarfélög kæmu sér saman um
meginmarkmið í þessum málum og
leiðir að þeim markmiðum. Páll benti
á í þessu sambandi að unnið hefði
verið að skipulagsbreytingum í fé-
lagsmálaráðuneytinu undanfarna
mánuði. Settar hefðu verið á lagg-
irnar fjórar skrifstofur innan ráðu-
neytisins sem hver um sig sinnti af-
mörkuðu sérsviði en þær eru:
almenn skrifstofa, sem sér um fjár-
mál ráðuneytisins, sveitarstjórna-
skrifstofa, fjölskylduskrifstofa, sem
meðal annars ber ábyrgð á almennri
og sértækri félagsþjónustu sveitar-
félaga, og skrifstofa um vinnu- og
jafnréttismál.
Þing Sjálfsbjargar stendur yfir
þessa helgi og lýkur á sunnudag.
Formaður Sjálfsbjargar við setningu 31. landsþings
Örorkulífeyrir verði 80% af
meðallaunum verkamanns
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra og Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, við setningu 31.
þings Sjálfsbjargar í gær. Auk Páls og Arnórs hélt Bragi Michaelsson,
forseti bæjarstjórnar Kópavogs, stutt ávarp við setningu þingsins.