Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 12

Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KORPÚLFSSTAÐIR ættu í framtíðinni að vera nýttir sem miðstöð menningar, sköpunar og mannræktar. Þetta er mat menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar sem lagði tillögu þess efnis fyrir borg- arráð í vikunni. Í greinargerð nefndarinnar segir að Korpúlfsstaðir séu einstætt mannvirki sem brýnt sé að varðveita og hafi bygg- ingin mikið sögulegt gildi. „Hvað byggingarlist snertir er hún einstætt samspil þjóð- legrar og evrópskrar hefðar þar sem íslenski burstabær- inn, danskir innigarðar (port) og rómanskir bogar eru felld- ir í samstæða heild.“ Þá er á það bent að byggingin hafi einnig mikið atvinnusögulegt gildi en þar var um tíma rekið stærsta kúabú á Norðurlönd- um. 5.500 fermetrar og mikil lofthæð Kemur fram að nýleg út- tekt á húsnæðinu hafi leitt í ljós að byggingin standist kröfur um jarðskjálftaþol, brunahólf og flóttaleiðir en í byggingunni eru meira en 5.500 fermetrar undir þaki, sums staðar með mikilli loft- hæð. Bendir nefndin á að margs konar starfsemi hafi fengið húsaskjól á Korpúlfsstöðum að undanförnu sem fátt eigi sameiginlegt nema húsa- skortinn og nefnir í því sam- bandi grunnskóla, golfklúbb og skjalasafn. Telur nefndin að brýnt sé að Korpúlfsstaðir verði nýttir sem ein heild sem alhliða og fjölbreytt menning- armiðstöð. „Þar ættu að vera fjölnota salir fyrir leiksýning- ar, ráðstefnur, upplestra, kvikmyndasýningar og tón- leika, uppstökustúdíó, bóka- safn, sýningarsalir fyrir myndlist, aðstaða til líkams- ræktar og félagsstarfsemi af ýmsu tagi sem og aðlaðandi veitingastofa. Slíkir Korpúlfs- staðir yrðu stolt Reykvíkinga og allrar þjóðarinnar,“ segir í greinargerðinni. Miðstöð menningar, sköpunar og mannræktar Gerir nefndin því að tillögu sinni að húsið verði í framtíð- inni nýtt sem miðstöð menn- ingar, sköpunar og mann- ræktar um leið og frumgerð mannvirkisins verði varðveitt svo sem kostur er. Vill nefnd- in að þegar verði hafist handa við nánari stefnumörkun og gerð framkvæmdaáætlana fyrir Korpúlfsstaði á þessum grunni sem yrði lokið áður en núverandi samningur um Korpuskóla rennur út. Á Korpúlfsstöðum var m.a. rekið stærsta kúabú á Norðurlöndum en nú leggur menningarmálanefnd til að þar verði menn- ingarmiðstöð með fjölnota sölum og aðlaðandi veitingastofu, svo eitthvað sé nefnt. Korpúlfsstaðir verði alhliða menningarmiðstöð Grafarvogur Bæjarverkfræðingurinn í Kópavogi segir ekki tilefni til að mæla sérstaklega umferð- arhávaða í Skógarhjalla og nágrenni en eins og Morg- unblaðið greindi frá í síðustu viku hafa íbúar þar farið fram á slíkt. Telur bæjar- verkfræðingur svo litlar lík- ur á að hávaði mælist yfir viðmiðunarmörkum að ekki sé rétt sé að efna til þess kostnaðar sem af slíkri mæl- ingu hlýst. Í bréfi íbúanna til bæjar- ráðs var kvartað undan um- ferðarhávaða og svif- ryksmengun í Suðurhlíðum Kópavogs eftir opnun Smáralindar og gerð mis- lægra gatnamóta við Nýbýla- veg. Gagnrýndu íbúarnir stærðfræðilíkön sem notuð voru við útreikning á meng- uninni og töldu að ekki væri mögulegt að setja inn í þau ýmis atriði er hafa áhrif á þessa mengun. Óskuðu þeir því eftir því að hljóðmæling- ar yrðu gerðar á staðnum til að staðfesta niðurstöður út- reikninganna. Í umsögn bæjarverkfræð- ings kemur fram að útreikn- ingarnir hafi sýnt að umferð- arhávaði utanhúss við hús íbúanna í Skógarhjalla sé á bilinu 57–60 desibel en við- miðunarmörk séu 65 desibel. Við útreikningana hafi ekki verið gert ráð fyrir hljóð- varnarvegg við Nýbýlaveg og Dalveg, sem settur hefur verið upp, né hljóðvarnar- vegg sem eftir á að setja upp við SV-rampa gatnamótanna. Segir að líklegt sé að þessar aðgerðir muni draga enn úr umferðarhávaða í Skógar- hjalla og næsta nágrenni. Þá segir í bréfinu: „Að mati undirritaðs eru niður- stöður útreikninga það langt undir viðmiðunarmörkum að ólíklegt er að raungildi mælist yfir mörkum. Í því sambandi verður að hafa í huga að kostnaður við eina mælingu skv. viðurkenndum stöðluðum aðferðurm er tal- inn a.m.k. 300 þús. kr. Að öllu samanlögðu er því ekki tilefni til að framkvæma sér- staka mælingu í hverfinu umfram reglubundið eftir- lit.“ Samþykkti bæjarráð um- sögn bæjarverkfræðings um málið og að hún yrði send bréfriturum. Ekki ráðist í há- vaðamælingar í Suðurhlíðunum Kópavogur HÉRAÐSFUNDUR Reykja- víkurprófastsdæmis vestra hefur samþykkt tillögu bisk- upafundar um breytingu á prófastsdæmaskipan í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og í Kjalarnespró- fastsdæmi. Tillagan felur í sér að Kjalarnesprófasts- dæmi verði skipt upp í þrjú mismunandi prófastsdæmi. Breytingin felst í því að Reykjavíkurprófastsdæmi eystra nái yfir svæðið frá Breiðholti og upp í Kjós. Nýtt prófastsdæmi yrði fyrir Kópavog, Garðabæ, Álftanes og Hafnarfjörð og myndi það kallast Garðaprófastsdæmi. Loks yrðu Reykjanes og Vestmannaeyjar sérstakt prófastsdæmi. Að sögn Jóns Dalbú Hró- bjartssonar, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, fer tillagan fyrir nú- verandi prófastsdæmi á um- ræddu svæði áður en hún kemur til afgreiðslu Kirkju- þings í haust. Reykjavík- urprófastsdæmi vestra hafi riðið á vaðið með samþykkt tillögunnar en einnig sé Reykjavíkurprófastsdæmi eystra búið að afgreiða svip- aða tillögu. „Breytingin er mest í Kjal- arnesprófastsdæmi en það skiptist í þrennt við þetta. Kjalarnesprófastsdæmi nær upp í Kjós og það verður Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Svo yrði Garðapró- fastsdæmi nýtt prófastsdæmi og loks yrði það sem eftir er af Kjalarnesprófastsdæmi sérprófastsdæmi úti á Reykjanesi og hugmyndin er að Vestmannaeyjar fylgi því.“ Kirkjugarðar sameinaðir Héraðsfundurinn sam- þykkti einnig ályktun þar sem bent er á að ef þessar breytingar verði að raun- veruleika sé nauðsynlegt að hefja samhliða athugun á málefnum kirkjugarða á svæðinu. „Stefna ber að sam- einingu kirkjugarða þessara þriggja prófastsdæma, Reykjavíkurprófastsdæma og Garðaprófastsdæmis, enda augljóst hagræði af slíkri skipan og til verði Kirkjugarðar höfuðborgar- svæðisins,“ segir í ályktun- inni. Jón segir að í raun sé stór hluti höfuðborgarsvæðisins í samstarfi hvað varðar kirkju- garða nú þegar þar sem Kópavogur falli undir Kirkju- garða Reykjavíkur. „Kirkju- garðar Reykjavíkur eru það stórir í dag að þessi viðbót yrði ekki svo mikil heldur er þetta spurning um skipulag og að samhæfa hlutina eðli- lega,“ segir hann. Hann segir fólk þó áfram munu hafa val um hvílustað sé þess kostur að uppfylla óskir þess. „Það er reynt að verða við öllum óskum fólks með þetta og engar þvinganir hvað það varðar.“ Breytingar á prófasts- dæmaskipan fyrirhugaðar Höfuðborgarsvæðið ÞESSIR krakkar höfðu ástæðu til að vera stoltir á svipinn enda ekki á hverjum degi sem þeir afhenda lista- verk eftir sjálfa sig og vini sína. Þetta eru þau Salvör, Ólöf Sunna, Hulda María, Jökull Óskar, Lárus og Andri Pétur sem öll eru fimm ára listamenn á leikskólanum Gullborg við Rekagranda. Nýlega afhentu þau Þjóð- arbókhlöðunni þessa glæsi- legu leirþrykksmynd sem þau og vinir þeirra á leik- skólanum gerðu. Í tengslum við afhendinguna hafa krakkarnir á Gullborg farið í heimsóknir á Þjóðarbókhlöð- una og kynnt sér starfsemina þar. Önnur leikskólabörn í Vesturbænum hafa einnig farið í heimsóknir á ýmsar stofnanir í borginni en þess- ar heimsóknir eru liður í þeirri viðleitni að kynna barnamenningu í stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar. Lágvaxnir listamenn Vesturbær FORSTÖÐUMAÐUR Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins leggst gegn rekstri tívolís í Laugardalnum í sumar og segir tívolí og dýragarð ekki eiga saman. Þetta kemur fram í bréfi hans sem lagt var fram í borgarráði á þriðju- dag. Eins og Morgunblaðið hef- ur greint frá hafa breskir að- ilar óskað eftir því að reka tívolí við hliðina á Laugar- dalshöll á sama tíma og Jör- undur Guðmundsson, sem rekið hefur tívolí á hafnar- bakkanum undanfarin ár, verður með sitt tívolí þar. Íþrótta- og tómstundaráð hefur lýst sig fylgjandi þessu en borgarráð hefur hingað til frestað afgreiðslu erindisins. Í bréfi Tómasar Óskars Guðjónssonar, forstöðu- manns Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins, til borgarráðs segir að risatívolí og dýra- garður sé ekki góð blanda þar sem dýrum og gestum sé nauðsynlegt að hafa ákveðið næði í dýragarðinum. Aukavakt vegna hættu á dýraníðingu „Nú þegar er álagið á dýr- unum oft á mörkum þess sem undirritaður telur viðunandi og því miður fer það yfir strikið einstaka sinnum. Að auki má búast við að tívolíið starfi á kvöldin þannig að álag varðandi hávaða og um- gang eykst verulega. Skyn- færi flestra dýra, s.s. heyrn, eru mun næmari en mannsins svo taka verður tillit til slíkra þátta,“ segir í bréfinu. Þá segir að reynslan sýni að bæta þurfi við einum næt- urverði í garðinn við margar kvölduppákomur við Laugar- dalshöll vegna „hættu á dýra- níðingu og skemmdarverkum á mannvirkjum, búnaði og tækjum“. Leggur forstöðu- maðurinn því til að tívolíinu verði fundinn annar staður. Var samþykkt í borgarráði að fela framvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs að taka upp viðræður við rekstr- araðila tívolíanna um stað- setningu, tímasetningu og fleira. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigrún Ebba Tómasdóttir, sem er 7 ára, horfir hér hugfangin á vænar bleikjur í Hús- dýragarðinum í fyrradag en forstöðumaður hans er mótfallinn tívolíi við hlið garðsins. Forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins leggst gegn tívolíi við Laugardalshöll Of mikill hávaði og umgangur fyrir dýrin Laugardalur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.