Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bjóðum RC íbúðarhús, sumarhús og fjölnotahús, stór og lítil RC Hús Sóltún 3, 105 Reykjavík Sími: 511 5550 Veffang: www.rchus.is Netfang: rchus@rchus.is Vegna nýrra samninga á efni og hönnun tilkynnum við nú allt að 1,5 millj. króna VERÐLÆKKUN á sumarhúsum, frá og með 13. maí 2002. Höfum yfir 60 teikningar af sumarhúsum og á annað hundrað teikningar af íbúðarhúsum. VERÐLÆKKUN! Þetta hús lækkar um kr. 1,500,000.- hófst samvinna Fjölbrautaskólans, Símenntunarmiðstöðvarinnar og Garðyrkjuskóla ríkisins en þessar þrjár stofnanir munu standa saman að námi fyrir umsjónarmenn íþrótta- og golfvalla. Í tengslum við þetta samstarf bættist enn ein námsbraut við í skólanámskrána og nefnist hún grasvallabraut. Á næsta skólaári verður fitjað upp á fleiri nýjungum í skólastarfinu. Þá verður boðið upp á sérstakan stuðningsáfanga fyrir nemendur sem glíma við lestrarerf- iðleika. Einnig verður nemendum með afburða námshæfileika gefinn kostur á að ljúka stúdentsprófi á þrem árum með sérstökum stuðn- ingi frá skólanum. Fyrr í vetur voru fimmtán ár liðin síðan sveitarfélög á Vesturlandi og menntamálaráðuneytið gerðu samn- ing um rekstur skólans. Á þessu ári á skólinn raunar tvöfalt afmæli því í haust verða liðin tuttugu og fimm ár frá stofnun Fjölbrautaskólans á Akranesi, sem var settur í fyrsta sinn 12. september 1977. Tímamót- anna verður minnst með ýmsum hætti. Sextíu nemend- ur brautskráðir FJÖLBRAUTASKÓLA Vestur- lands var slitið 22. maí síðastliðinn og voru 60 nemendur brautskráðir við hátíðlega athöfn í sal skólans. 37 nemendur útskrifuðust með stúd- entspróf, tíu útskrifuðust af iðn- braut, fimm af sjúkraliðabraut, sex luku fyrrihluta námi í rafeindavirkj- un og tveir voru brautskráðir með verslunarpróf af viðskiptabraut. Sól- veig Jónsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Gísli Gíslason bæjarstjóri afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar, sem kom í hlut Eyrúnar Sifjar Ólafsdótt- ur nýstúdents af eðlisfræði- og nátt- úrufræðibraut. Að auki var veittur fjöldi viðurkenninga til nemenda fyr- ir góðan námsárangur eða störf að félagsmálum. Atli Harðarson aðstoðarskóla- meistari flutti annál yfir skólastarfið í vetur. Í máli hans kom fram að stofnuð var ný námsbraut við skól- ann, stóriðjubraut, sem starfrækt verður í samvinnu við Norðurál og Íslenska járnblendifélagið. Einnig Akranes NÝIR eigendur tóku við rekstri Bauðgerðarhúss Stykkishólms um mánaðamótin. Það eru ung hjón úr Reykjavík, Víglundur Jóhannsson og Heiða Björk Þórbergsdóttir, sem hafa keypt bakaríið og ætla sér að setjast hér að. Víglundur er lærður bakari og hefur unnið við bakstur í 11 ár, nær óslitið í Breiðholtsbakaríi. Brauðgerðarhús Stykkishólms er með elstu starfandi bakaríum á landinu. Talið er að starfsemin hafi byrjað árið 1910 og hefur bakaríið hér því starfað í 92 ár. Guðmundur Teitsson, bakari, sem nú lætur af störfum, tók við rekstrinum í maí 1969 og hefur rekið það í 33 ár, fyrst í gamla bakaríinu á Höfðagötu 1, sem nú er farfuglaheimili, en frá 31. maí 1986 á Nesvegi 1. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Eigendaskipti hafa orðið að Brauðgerðarhúsi Stykkishólms. Fyrrver- andi eigendur, Jóhanna Guðmundsdóttir og Guðmundur Teitsson bak- ari, og Heiða Björk Þórbergsdóttir og Víglundur Jóhannsson. Bauðgerðar- hús skiptir um eigendur Stykkishólmur Á DÖGUNUM var boðað til al- mannavarnaræfingar í umdæmi Almannavarna Þingeyinga. Sett var á svið rútuslys við Lax- árvirkjun, þar sem rúta með 30 farþegum auk bílstjóra og leið- sögumanns ók fram af klettasnös og lenti í lóninu við Laxá 1 sem er elsta virkjunin á svæðinu en alls eru þær þrjár. Rútu var komið fyrir í lóninu til að hafa vettvanginn sem eðli- legastan, Leikarar voru fengnir úr leikfélögum í héraðinu til að leika sjúklinga og voru þeir út- búnir með tilheyrandi sárum, blóði og áverkum af starfsliði sjúkrahússins. Alls komu að æf- ingu þessari um eitt hundrað manns Ræst var út af neyðarlínunni kl. 18 allt tiltækt hjálparlið í Þingeyjarsýslum, þ.e. lögreglan, átta björgunarsveitir, fjórar Rauða kross-deildir, prestar, greiningarsveit lækna og hjúkr- unarfræðinga frá Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga, sjúkra- flutningstæki og Almannavarna- nefnd. Um tuttugu mínútum síðar fór hjálparlið að skila sér á stað- inn og um hálf sjö voru aðgerðir komnar á fullt skrið þar sem áhersla var lögð á vettvangs- stjórn, björgun fórnarlamba úr flaki, leit að týndu fólki í og við vatn, skyndihjálp, aðhlynningu, greiningu slasaðra, söfn- unarsvæði, skipulag sjúkraflutn- inga, verndun, gæslu og fjar- skipti, fjölda- og félagshjálp auk uppsetningu fjöldahjálparstöðvar. Æfingin tókst með ágætum Að sögn Guðmundar Salómons- sonar formanns Almannavarna Þingeyinga þótti æfingin takast með ágætum þrátt fyrir smá hnökra fyrstu mínúturnar meðan verið var að koma skipulaginu í sem best horf. „Við vorum með tvo eftirlitsmenn frá slökkviliði og björgunarsveit á Akureyri. Það sem þeir töldu að þyrfti að laga var þetta skipulagsleysi í upphafi og einnig fannst þeim björgunarmenn ekki tryggja eig- ið öryggi nógu vel við störf sín. Því er aldrei góð vísa of oft kveð- in og við björgum engum ef við verðum sjálf óvíg vegna augna- bliks hugsunarleysis um eigið ör- yggi. Þetta þarf alltaf að hugsa um í aðgerðum.“ Heilbrigðisstofnunin var með eftirlit með sínum verkþáttum, þ.e. greiningu slasaðra, aðhlynn- ingu, söfnunarsvæðum og skipu- lagi sjúkraflutninga. Þótti grein- ingarsveitin standa sig með ágætum sem með dyggri aðstoð björgunarsveitamanna leysti úr öllum þeim gildrum sem fyrir þau voru lagðar. Rauðakross- deildirnar sáu um uppsetningu og umsjón fjöldahjálparstöðvar. Vettvangsstjórn var í höndum lögreglu. Guðmundur vildi að fram kæmu þakkir frá Almannavörn- Rútuslys við Laxár- virkjun sett á svið Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík um Þingeyinga til allra þeirra sem komu að aðstoð við und- irbúning og skipulagningu æfing- arinnar. Ekki síst Landsvirkjun sem lánaði svæðið og allar þær byggingar og mannvirki sem þurfti að nota. Til að gæta nauð- synlegs öryggis voru allar vélar virkjunarinnar stöðvaðar og lok- að fyrir öll inntaksmannvirki að vélum virkjunarinnar. Fjölbrautaskóli Vesturlands NÝR meirihluti S-lista, Siglu- fjarðarlista, í bæjarstjórn Siglufjarðar hefur gengið frá samkomulagi við Guðmund Guðlaugsson um endur- ráðningu hans í stöðu bæjar- stjóra á Siglufirði til næstu fjögurra ára. Einnig hefur verið ákveðið að Guðný Pálsdóttir skipi stöðu forseta bæjarstjórnar og að Ólafur H. Kárason verði formaður bæjarráðs. Boðað verður til fyrsta fundar ný- kjörinnar bæjarstjórnar þriðjudaginn 11. júní, segir í fréttatilkynningu Bæjar- stjóri end- urráðinn Siglufjörður Frá Almannavarnaæfingunni við Laxárvirkjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.