Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 23

Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 23 Á hluthafafundi Verðbréfaþings Íslands á fimmtudag var sam- þykkt að breyta nafni fyrirtæk- isins í Kauphöll Íslands hf. Eftir hluthafafundi í Verðbréfa- þingi Íslands hf. og Verðbréfa- skráningu Íslands hf. á fimmtu- dag var haldinn stofnfundur Eignarhaldsfélagsins Verðbréfa- þing hf. sem mun verða meiri- hlutaeigandi í félögunum tveimur og reka þau áfram sem sjálfstæð- ar einingar. Með stofnun eignar- haldsfélagsins er stefnt að auk- inni hagræðingu í rekstri félaganna og auknu samstarfi. Hluthafar í hinu nýja eignar- haldsfélagi eru þeir sömu og voru áður hluthafar í Verðbréfaþingi Íslands hf. og Verðbréfaskrán- ingu Íslands hf. Þórður Friðjóns- son, forstjóri Verðbréfaþings, verður jafnframt framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélagsins og Einar Sigurjónsson verður áfram framkvæmdastjóri Verðbréfa- skráningar. Hlutur eigenda Verð- bréfaþings í hinu nýja eignar- haldsfélagi er 69% og hlutur eigenda Verðbréfaskráningar er 31%. Stjórnarmenn verða níu og jafn margir til vara. Sömu stjórn- armenn verða í umræddum þrem- ur félögum, þ.e. Eignarhalds- félaginu Verðbréfaþingi, Kaup- höllinni og Verðbréfaskráning- unni. Þórður Friðjónsson, for- stjóri Verðbréfaþings Íslands, segir í fréttatilkynningu að meg- inmarkmiðið með stofnun eignar- haldsfélagsins og auknu samstarfi félaganna sé að auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri þeirra. „Við munum eftir föngum leitast við að nýta möguleika til hagræðingar og aukinnar skilvirkni í rekstri fé- laganna sem heildar. Í því skyni verður meðal annars litið til sam- nýtingar á upplýsinga- og lög- fræðisviði, móttöku, bókhaldi og fræðslu svo eitthvað sé nefnt.“ Reiknað er með að starfsemi Verðbréfaþings og Verðbréfa- skráningar flytji í sameiginlegt húsnæði á haustdögum. Verð- bréfaþing Íslands mun taka heitið Kauphöll Íslands hf. í notkun hinn 1. júlí nk. Verðbréfaþing Íslands verður Kauphöll Íslands EMSKIP hefur nú eignast 97,5% hlutafjár í Útgerðarfélagi Akureyr- inga hf. og er enn reiðubúið að kaupa hlutabréf í ÚA í skiptum fyrir hluta- bréf í Eimskip á sömu kjörum og í tilboði sem hluthöfum var sent í apríl sl., að því er fram kemur í tilkynn- ingu til Verðbréfaþings Íslands. Hlutabréf ÚA voru skráð af Verð- bréfaþinginu í gær. Eimskip hefur sent hluthöfum í ÚA bréf þess efnis og eru þeir sem óska eftir að taka tilboðinu beðnir að skila samþykki fyrir 18. júní nk. Eimskip býður hluthöfum að kaupa af þeim hlutabréf í ÚA á skiptigeng- inu u.þ.b. 1,3 kr. fyrir 1 kr. hlut í ÚA. Skiptigengið er miðað við gengið 7,2 á bréfum ÚA og gengið 5,5 á bréfum í Eimskip. Um er að ræða sömu kjör og í opinberu tilboðsyfirliti sem hlut- höfum ÚA var sent 8. apríl sl. Eimskip á nú 97,5% í ÚA VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands hf. hefur lagt fram umsókn til Verð- bréfaþings Íslands hf. um skráningu félagsins á Tilboðsmarkað þingsins. Þetta er í samræmi við stefnu félags- ins og stærstu hluthafa sem mótuð var á síðasta ári um opnun félagsins, sölu hlutafjár og fjölgun hluthafa. Í nóvember 2001 var gefið út nýtt hlutafé í VÍS sem selt var starfs- mönnum auk þess sem Landsbanki Íslands, sem er stærsti einstaki hlut- hafi VÍS, seldi af sínum hlut til starfsmanna sinna. Eru hluthafar nú 589 talsins. Áætlað var að í framhaldi mundi félagið sækja um skráningu á Verðbréfaþing Íslands. Stjórn VÍS hefur nú ákveðið að stíga þetta skref og sækja um skrán- ingu á tilboðsmarkað Verðbréfa- þingsins. Í tilkynningu til Verðbréfa- þings kemur fram að á hluthafafundi VÍS hinn 16. maí sl. var samþykktum félagsins breytt þannig að það upp- fyllir öll skilyrði til skráningar á til- boðsmarkaðinn. Þá ákváðu stærstu hluthafar félagsins að selja á næstu mánuðum eignarhluti í félaginu til nýrra hluthafa. Sú sala er hafin og hafa um 6% hlutafjár nú þegar verið seld. Í framhaldi af skráningu á til- boðsmarkaðinn mun Landsbankinn- Landsbréf hafa með höndum sölu á hlutum í félaginu fyrir hönd stærstu hluthafanna. Það er stefna stjórnar VÍS að óska síðan eftir skráningu á aðallista Verðbréfaþingsins þegar skilyrðum um nægjanlega dreifingu hlutafjár hefur verið náð. VÍS óskar eft- ir skráningu ÍSLANDSSÍMI mun að öllu óbreyttu bjóða upp á innheimtu fastagjalds fyrir síma frá og með 1. september næstkomandi, að sögn Péturs Péturssonar, upplýsinga- og kynningarstjóra Íslandssíma. Hann segir þetta í tilefni af því að Halló- Frjáls fjarskipti tóku í notkun sím- stöð í Hafnarfirði síðastliðinn mið- vikudag og bauð almenningi þar með aðgang að heimtauginni, þannig að símnotendur yrðu þá í fyrsta skipti óbundnir af viðskiptum við Símann. Pétur segir að viðskiptavinir Ís- landssíma muni frá og með 1. sept- ember ekkert verða varir við Símann í samskiptum sínum við fyrirtækið. „Hvað varðar verðlækkun þá sem keppinautur okkar hefur greint frá teljum við að Íslandssími bjóði mun betri kjör þegar á heildina er litið. Þetta segi ég með tilliti til þess að á flestum heimilum er ekki einungis gamli góði borðsíminn, heldur er fólk jafnframt með GSM-síma og svo eru sífellt fleiri heimili með sérstaka Int- ernet-tengingu. Þessu fólki erum við ýmist að bjóða ókeypis hringingar í einstök númer eða allt að 15% afslátt af niðurstöðutölu reiknings fyrir alla þessa notkun, nema hvort tveggja sé,“ segir Pétur Pétursson. Íslandssími inn- heimtir fasta- gjald í haust ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.