Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 24
Í GÆR var mér vísað úr Ísrael. Dæmigerðir hlekkir og tilheyrandi lögreglufylgd á flugvellinum. Lög- reglumaðurinn, sem tók af mér hlekkina og fór með mér upp stigann og inn í farkostinn, tók sér svo stöðu fyrir utan vélina og beið þar íbygg- inn með krosslagðar hendur allt þar til flugvélin hóf sig til lofts. - - - - - Þannig kemst Hrafnkell að orði í dagbók sinni í gær. Hann fór frá Tel Aviv til London á fimmtudag og kom svo heim síðdegis í gær. Eins og fram kom í blaðinu í gær var þessi 23 ára Akureyringur tek- inn fastur af ísraelska hernum í Ba- lata-flóttamannabúðunum í Nablus á laugardaginn fyrir viku. Þau voru átta saman víðs vegar að úr heim- inum. Hópurinn var tekinn fastur að kvöldi laugardagsins og skýrðu her- menn gjörðir sínar þannig að hóp- urinn væri á bannsvæði. Að Balata- búðirnar væru lokað hernaðarsvæði. Sú hafði þó ekki virst raunin fyrr þann sama dag. Í dagbók Hrafnkels segir, um fyrri hluta laugardagsins – „skrifað eftir besta minni þann 5. júní“ eftir að hann hafði fengið dag- bókina aftur í hendur: „Við rákumst á marga hermenn þennan dag og áttum samtöl við nokkra þeirra. Sumir voru á því að friður væri eina lausnin fyrir svæðið fyrir botni Miðjarðarhafs og sumir spurðu mikið útí okkur, hvað við værum að gera á svæðinu og hvað fengi okkur til þess að leggja líf okk- ar í hættu til þess að vernda Palest- ínumenn. Sumir lýstu yfir aðdáun sinni, aðrir voru hræddir og svöruðu okkur með slagorðum sem dæmdu alla Palestínumenn sem hryðju- verkamenn. Sumir skutu viðvörun- arskotum að okkur – leyniskyttur æptu á okkur og brynvarðir löggu- willisjeppar ógnuðu okkur með stæl- um.“ Að leggja hönd á plóg Hrafnkell fór utan 15. maí á veg- um félagsins Ísland-Palestína og Samtaka herstöðvaandstæðinga „til þess að leggja hönd á plóginn með þarlendum grasrótarsamtökum sem miða að bættri félagslegri aðstöðu í Palestínu“. Hann hafði verið í Nablus, á Gaza, í Ramallah, Betlehem og Jenin en á föstudaginn fyrir viku fór hann ásamt öðrum erlendum sjálfboðalið- um frá Ramallah til Jerúsalem og hugðist fara aftur til Ramallah um kvöldið, „en í Jerúsalem barst neyð- arkall frá írskri hjúkrunarkonu um að verið væri að mylja Balata mélinu smærra. Við ákváðum því á staðnum að leggja leið okkar þangað og reyna að hafa temprandi áhrif á aðgerð- irnar. Við komum að útjaðri Nablus borgar um klukkan fjögur á föstu- degi, en þurftum að labba hátt í þrjá klukkutíma til að komast inn í borg- ina, yfir fjöllin sem umlykja hana, vegna þess að herinn hafði eyðilagt vegina þangað inn.“ Að kvöldi föstudagsins segir Hrafnkell að skotið hafi verið á hóp- inn úr vélbyssum. „Það var engin leið fyrir ísraelsku hermennina að sjá hverjir við værum og í raun var bara skotið á allt sem ekki var grænt og með hjálm. Þetta var 20–25 sek- úndna samfelld skothríð og mikil taugaveiklum greip um sig í hópn- um.“ Fyrir hádegi á laugardeginum, þegar Hrafnkell og félagar hans fylgdu hjúkrunarkonu sem var á leið með lyf í heimahús, sprakk sprengja nokkra metra frá hópnum, „þó hand- an við næsta horn sem betur fer. Þetta var skammt frá heilsugæslu- stöðinni; hermenn komu allt í einu að okkur og skipuðu okkur að grípa um höfuðið og síðan kom mikið múr- og rykregn. Sprengingin varð á að giska átta til tíu metrum frá okkur“. Tekinn fastur Á laugardagskvöldinu var Hrafn- kell tekinn fastur ásamt fleirum af ísraelska hernum. Hann lýsir því at- viki svo: „Ég og tveir aðrir sjálfboðaliðar, Bandaríkjamenn af gyðingaættum, hugðumst gista í heilsugæslustöð- inni í Balata aðfaranótt sunnudags- ins. Við þurftum að koma við á leið- inni til að ná í farangur eins úr hópnum, sem hafði gist í heimahúsi nóttina áður, og af öryggisástæðum slógum við saman svolitlum hópi því myrkur var að skella á. Eftir að hafa náð í farangurinn ætluðum við beint í heilsugæslustöð- ina. Á leiðinni ætluðum við í gegnum þröngt húsasund, ég fór fyrir hópn- um og mér varð ljóst þegar ég var kominn einn eða tvo metra inn í sundið að ísraelskir hermenn mið- uðu á mig vélbyssu úr öllum skúma- skotum.“ Þegar þetta gerðist var hópurinn skammt frá heimilinu sem ferðinni var heitið til. „Þarna var okkur í fyrsta skipti sagt að við mættum ekki vera á svæðinu. Að Balata-búð- irnar væru lokað hernaðarsvæði, eins og það var orðað.“ Vegabréfin voru tekin af fólkinu og Hrafnkell segist ítrekað hafa spurt foringja hermannanna hvort hann gæti vísað í einhvern lagabók- staf þeim ummælum sínum til stuðn- ings að um lokað svæði væri að ræða. „Þá hristi hann ýmist byssu sína, klappaði henni eða beindi henni að okkur og sagði: Þetta eru lögin.“ Ekki mátti hósta án leyfis… Hrafnkell segist hafa gert foringj- anum grein fyrir því að hópurinn þekkti lagabókstafinn og vissi því að að herinn hefði ekki handtökuheim- ild, einungis lögreglan. „Eftir það vorum við tekin með valdi, leidd upp í trukk og okkur ekið í herstöð rétt Hvorki hetju- skapur né þrekraun Hrafnkell Brynjarsson, sem var í haldi ísraelska hersins í tæpa viku og síðan vísað úr landi ásamt fleiri sjálfboðaliðum, kom aftur til Íslands í gær. Skapti Hallgrímsson hitti Akureyringinn unga að máli við heimkomuna og gluggaði í dagbókina hans. ERLENT 24 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF „ALLIANZ er fyrsta erlenda trygg- ingafélagið sem hefur ákveðið að taka við viðbótarlífeyrisframlögum ís- lenskra launþega,“ segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Allianz Ísland ehf., sem er söluumboð hér á landi fyrir þýska tryggingafélagið Allianz. Hreinn bætir því við að laun- þeginn geri samning við Allianz í Þýskalandi, íslenska umboðið sé að- eins söluaðili. „Íslenska söluumboðið, Allianz Ís- land hf., hefur gengið í gegnum ákveðnar breytingar undanfarin tvö ár,“ segir Hreinn. „Það komu nýir fjárfestar að fyrirtækinu sumarið 2000. Ég leiddi þann hóp fjárfesta og við keyptum eldri hluthafana út. Það voru settir inn í þetta verulegir fjár- munir og umboðið stendur sterkum fótum fjárhagslega og er skuldlaust. Stærsti einstaki hluthafinn heitir Hrafnabjörg, sem er í minni eigu og nokkurra annarra fjárfesta og á 48% í félaginu. Búnaðarbankinn er með 17% eignaraðild, Sparisjóður Kópa- vogs er með 15%, Árni Gunnar Vig- fússon, framkvæmdastjóri félagsins er með 8% og aðrir fjárfestar, þar á meðal aðrir starfsmenn, eru með minni eignaraðild.“ Aukin samkeppni „Viðbótarlífeyrissparnaðurinn er tiltölulega nýtt fyrirbæri hér á landi, aðeins nokkurra ára gamalt. Laun- þeginn ræður því hvort hann vill bæta þessu við annan sparnað og getur lagt allt að 4% til hliðar, launagreiðandi leggur fram 2% og ríkið 0,4%. Þetta er það sem við erum að bjóða. Enn er talið að þúsundir hafi ekki nýtt sér þennan rétt, sem er eiginlega óskilj- anlegt með tilliti til þess hve hagfellt þetta er. Með því að Allianz býður nú upp á að taka við þessum sparnaði eykst samkeppni á þessum markaði, því það sem Allianz býður er í nokkrum mik- ilvægum atriðum frábrugðið því sem íslensku fyrirtækin hafa verið að bjóða upp á. Það sem sker sig úr hvað snertir Allianz er að menn ganga beint inn í þýska einkasparnaðarkerfi Allianz, sem felur í sér þýska ríkis- tryggða lágmarksávöxtun, og jafn- framt loforð Allianz um tiltekna lág- marksávöxtun. Loforð Allianz er nú upp á um 6% nafnávöxtun í evrum til framtíðar.“ Hreinn segir þetta nokkuð ólíkt því sem sjáist iðulega í auglýsingum hér á landi. „Hér er oft sagt að ef þú leggir fyr- ir tiltekna fjárhæð frá 25 ára aldri til 65 ára aldurs, þá verði inneignin ákveðin krónutala við 65 ára aldur að gefinni forsendu um að tiltekin ávöxt- un náist. Allianz lofar hins vegar ákveðinni lágmarksávöxtun, sem er nú um 6%. Og þó allt færi á versta veg er engu að síður 3,25% þýsk ríkis- tryggð ávöxtun.“ Spurður að því hvernig hægt væri að tryggja svona ávöxtun þegar fjár- festingarnar í sjóðum Allianz hlytu að sveiflast sagði Hreinn að 70% eign- anna væru í ríkistryggðum skulda- bréfum á evrusvæðinu og það drægi úr áhættunni. Allianz væri einnig afar sterkt fjárhagslega, með matsein- kunnina AAA sem væri hæsta mögu- lega einkunn. Þar við bættist að þýska ríkið ábyrgðist tiltekna lág- marksávöxtun. Spurður að því hvort mögulegur lífeyrisvandi framtíðar- innar í Þýskalandi, þar sem þjóðin er að eldast og hefur ekki safnað upp fullnægjandi lífeyrissparnaði, kynni að hafa áhrif á tryggingar ríkisins, segist Hreinn ekki telja svo vera. Hann segir að ekki megi rugla saman almenna kerfinu og viðbótarlífeyris- kerfinu þar sem hið síðarnefnda sé uppsöfnunarkerfi. Hann telur mikið mega ganga á áður en Allianz getur ekki staðið við loforð sitt og segir að trygging ríkisins, sem sé um verulega minni ávöxtun, sé nokkurs konar ör- yggisventill ef allt annað bregðist. Skýrar reglur um kostnað Hreinn segir að einnig sé vert að hafa í huga að samkvæmt þýskum reglum beri lífeyrissjóðnum að skila að lágmarki 90% af ávöxtuninni til sjóðsfélaga og að þeir keppi að því að skila sem mestu. Allianz hafi í gegn- um tíðina gert mun betur og skilað 97% ávöxtunarinnar til baka, en það þýðir að kostnaðurinn er 3% af ávöxt- un sjóðsins. Spurður nánar út í kostn- aðinn segir hann að reglur séu skýrar í Þýskalandi um að allur kostnaður sé uppi á borðinu og menn viti fyrirfram hvað þeir greiði fyrir þjónustuna. Árni Gunnar Vigfússon, fram- kvæmdastjóri Allianz Ísland, bætir því við að þeir starfi eftir þýskum reglum og séu undir eftirliti þýska fjármálaeftirlitsins, þó íslenska fjár- málaeftirlitið hafi líka ákveðið eftirlit með þeim. Þýsku reglurnar um með- ferð sparnaðar séu mun umfangs- meiri en reglurnar hér á landi og allur kostnaður verði að koma skýrt fram í samningnum sem gerður er. Árni Gunnar útskýrir nánar kostn- að launþegans. Hann segir að 4% séu greidd af því sem sparað sé, þannig að af 10.000 krónum sem greiddar séu inn, fari strax 400 krónur í kostnað. Þá séu eftir 9,600 krónur sem renni í sjóðinn til ávöxtunar. Af ávöxtuninni hafi Allianz hingað til fengið 3%, þ.e. skilað 97% til sjóðsins. Árni segir að þetta sé ólíkt því sem tíðkist hér á landi í sjóðum verðbréfa- fyrirtækja, banka eða sparisjóða, en þar sé ákveðinn kostnaður, til að mynda 0,5%–0,75%, reiknaður af heildarsjóðnum, en ekki aðeins af ávöxtuninni. Þar að auki sé kostnaður ekki eins skýr og hjá Allianz og fyr- irtækin versli við eigin sjóði þar sem kaup og sala kosti sitt í hvert sinn sem keypt er eða selt. Þá sé það stundum þannig að fyrstu mánuðirnir fari allir í að greiða kostnað við söluna, en þann- ig sé það ekki hjá Allianz, menn fari strax að leggja fyrir. Þá segir Árni að hjá Allianz sölu- umboðinu hér á landi séu 27 sölumenn og söluþóknun þeirra sé lægri en gengur og gerist hjá vátrygginga- miðlurum, enda hafi gengið illa að fá vátryggingamiðlarana til að selja þessar tryggingar, þeir fái mun meira fyrir að selja fyrir aðra, sérstaklega bresk tryggingafélög. Þetta sé hluti af skýringunni á að hægt sé að halda niðri kostnaðinum hjá Allianz. Hægt að fá lífeyrinn greiddan út ævina Hreinn segir að annar kostur við þennan sparnað sé sá að hann sé í evr- um. „Þetta teljum við vera skynsam- legt fyrir flesta launþega því með þessu dreifist áhættan. Núverandi líf- eyrissparnaður er nær allur í íslensku efnahagsumhverfi, en þessi viðbót er ávöxtuð á evrusvæðinu. Þannig næst dreifing sparnaðarins sem verður að teljast skynsamleg með áhættu laun- þega í huga. Þriðji helsti kosturinn við viðbót- arsparnaðinn hjá Allianz er að hægt er að semja um að hann sé greiddur út ævina en ekki aðeins til ákveðins árafjölda, til dæmis tíu ára, eins og tíðkast með viðbótarsparnað hér á landi. Hjá Allianz eru ýmsir möguleikar í boði um útborgun. Menn geta tekið út sparnaðinn sinn í eingreiðslu, þeir geta flutt hann yfir á maka sinn, feng- ið hann greiddan á ákveðnum ára- fjölda eins og boðið er upp á hér á landi, eða blandað þessum leiðum saman. En það er einnig hægt að semja um að fá ákveðnar mánaðar- legar lágmarkstekjur hversu gamall sem maður verður og þær hækka með verðbólgu. Þetta er hagstætt enda er fólk alltaf að verða langlífara,“ segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Allianz Ísland. Loforð um lág- marksávöxtun Morgunblaðið/Arnaldur Árni Gunnar Vigfússon, framkvæmdastjóri Allianz Ísland hf., og Hreinn Loftsson, stjórnarformaður fyrirtækisins. Tryggingafyrirtækið All- ianz í Þýskalandi hóf í vikunni að bjóða viðbótarlífeyrissparnað hér á landi. Í samtali við Harald Johann- essen skýra forsvarsmenn söluskrifstofu Allianz á Íslandi frá þeim nýju áherslum sem þeir segja að fyrirtækið bjóði upp á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.